Morgunblaðið - 21.09.1930, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.09.1930, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ Vandræði Rnssa. Iðnaður bolsanna að fara í kaldakol. Hrun liinna rússnesku atvinnu- vega er nú augljóst orðið, segir ,,Daily Mail“ um síðustu mánaða- mót. Verkamenn yfirgefa námurn- ar, járnbrautirnar og verksmiðjurn ar, hvað sem stjórnarblöðin segja. Þau flytja greinir í hundraðatali um skyldur verkamanna. Bn alt kemur fyrir ekki. Til stjórnarinnar í Moskva ber- ast tilmæli frá fjölda mörgum stöð tim um það, að vinda þurfi bráðan bug að því að bæta úr eldsneytis- skortinum. Annars stöðvist alt at- vinnulíf. iSamkv. því sem segir í Komso- rnols Kaya Prawda þ. 24. ág. fer kolavinnslan í 'námunum sífelt minkandi* Hef ir stjórnin engin úr- ræði fundið til þess að reisa rönd við því. Stöðvist kolaframleiðslan stendur hungursneyð fyrir dyrum. Uppþot og órói er um land alt. Bændur vilja ekki láta korn sitt af liendi til forðabúra stjórnarinnar. Matvælaprang fer vaxandi og verð lag hækkandi. Menn reyna að hrifsa til sín sem mest af reiðu peningum. Hlýðni við stjórnarvöld in er óðum að liverfa. Stalin hefir gripið til þeirra ó- yndisúrræða að láta taka 1000 verkamenn af lífi. Sendimenn bankastjórnarinnar í öðrum lönd- nm reyna hvað þeir geta til þess að fá lán handa Rússum svo leyst "verði vandræði þeirra í bili. „Times" um Island. Um Alþingishátíðina flutti heims- blaðið „Times“ í London ritstjórn- argrein um ísland. (Það hafði líka frjettaritara á hátíðinni og birti frá honum símfregnir daglega). TSTiðurlag ritstjórnargreinarinnar er á þessa leið: — Síðan Island fekk aftur full- weldi, rjett um stríðslok — það er nú aðeins í konungssambandi við Danmörk — hafa orðið stórstígar framfarir þar. íslendingar eru nú farnir að beisla vatnsaflið hjá sjer, og hinir frægu hverir eru notaðir til þess að hita upp hús— og er það mjög liagkvæmt fyrirkomulag, því að þá þarf enga ofna. 1 íslendingar flytja mikið út af kjöti og fiski; eru þeir og Norð- menn annálaðir fiskimenn. En fyrst og fremst eru íslend- ingar frægir fyrir bókmentir sín- ar. Á gullöld sinni orktu þeir ljóð, sem eru aðdáunarverð fyrir kraft og orðsnild. Pyrstu þrjár aldirnar var engu líkara en að ljóð og sög- ur sprytti þar upp án þess menn þekti höfunda. Sögumenn fóru um landið og voru hvarvetna velkomn- ir gestir. Sögðu þeir sögur af hetj- unum, sem bygðu landið. Gengu þær sögur mann frá manni, voru síðan ritaðar og geymast enn. Bru sumar þessar sögur snildarlega vel samdar. Eru þær að mestu leyti sannar, því að höfðingjarnir geymdu vel allar ættarsögur sínar og hjeldu fornum siðvenjum. Sem sagnaritari ber Snorri Sturluson höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína .Vjer mundum lítt hafa þekt hinar fornu norrænu þjóðir ef hann hefði ekki ritað Eddu og hina frægu Heimskringlu með sög- um Noregskonunga. Njálssaga hefir jafnan verið tal- in eitthvert hið fremsta sögurit. Hún er fjörlega og skipulega rituð og mannlýsingar hennar eru fram- úrskarandi; er hún áreiðanlega eitt af meistaraverkum í forn-evrópisk- um bókmentum. Grænlandsfarið ,Quest.‘ Eimskipið „Quest“, Grænlands- farið, sem flutti ensku flugleið- angursmennina til Grænlands í sumar, kom hingað í gær, til þess að taka hjer ýmsa hluti og vörur, som leiðangursmennina vanhagaði um. En þeir ætla að hafa vetur- sttu í Grænlandi svo sem almenn- ingi er kunnugt. Með skipinu hingað var Cozens flugliðsforingi. Hann segir svo fbá, að nú þeg- ar hafi allmerkilegar flugrann- sóknir verið leystar af hendi og engir sjerstakir örðugleikar orðið því til hindrunar.* Aðal-aðsetur leiðangursmanna ,er !0 mílur sunnan við Angmagsalik, við fjörð nokkurn, serm nú hefir hlotið nafnið „Quest“-fjörður, þar eð hann var nafnlaus áður. „Quest“ mun fara hjeðan til Grænlands 26. þ. m. og verða á ákvörðunarstaðnum þ. 30. þ. m. Skipið dvelur aðeins einn dag í „Quest“-firði, meðan verið er að afferma það, en heldur að því búnu til Noregs. ------—— Daghðk. I.O. O.F. 3 = 1129228. XX. Veðrið (laugardagskvöld kl. 17) : Lægðin um Bretlandseyjar liggur nú um austurstr. Skot- lands og er ennþá djúp (735 mm.), en er að fyllast upp og þokast lítið eitt NA eftir. Yfir Grænlandi er loftþrýsting hins- vegar há, einkum norðan til. Hjer á landi er yfirleitt austan- átt, en þó hvergi hvöss, og rign- ingarveður um alt land. Úti fyr- ir V-landi er áttin porðlæg, en yfir SV-landinu er smálægð, er veldur þar breytil. vindstöðu og talsverðri úrkomu sumstaðar. Hitinn er 7—11 stig og nokk- urnveginn jafn um alt land. Veðurútlit í Rvík í dag: A eða N-gola. Góðviðri en sennil. smáskúrir. Slysavarnafjel. kvenna held- ur fund mánudaginn 22. þ. m. Fjelagið var stofnað síðastl. vor og er þar af leiðandi ekki búið að ná þeirri útbreiðslu, sem all- ar ástæður mæla með, að slík- ur fjelagsskapur sem þessi, fái hjer í aðalmiðstöð siglinga þessa lands. Alla þá, sem vilja styðja starfsemi fjelagsins, og gerast meðlimir þess, þætti stjórn þess vænt um að sjá á fundinum. I Reykjavíkurdeild iSlysavarnafjelags Islands varð þátttaka kvenna mjög lítil, og var því_ stofnuð þessi sjerdeild fyrir konur, til þess að gera ít- arlegri tilraun til að fá konur til að taka þátt í því mikla starfi, sem óunnið er hjer á sviði björgunarmálanna. — Er reynsla fengin fyrir því í öðr- um löndunii að konur vinna mikið starf í þarfir björgunar- málanna. Er engin ástæða til þess að vantreysta því, að hið sama verði reyndin hjer, ef al- mennur fjelagsskapur kvenna kæmist á. Á fundinum, er hald- Hotið FORDSON dráttarvielina. Vjelanotkunin ryður sjer til rúms um allan heim, einnig á íslandi. Vjelarnar eru margfalt mikilvirkari og af- kastameiri en manns og hestaaflið og vinna þeirra mörgum sinnum ódýrari og betri. Fordson dráttarvjelin er veltiþing fyrir land- búnaðinn og ýmsan iðnað. Hún var fyrsta vjelin, sem íslenski landbúnaðurinn tók í þjónustu sína. Með notkun hennar kom fyrst skriður á jarð- vinslu á íslandi í stórum stíl. Fordson dráttarvjelin er til margra hluta nyt- samleg: Með henni má plægja, herfa, sá, slá, binda, flytja heim og draga þungar sátur upp í háar hlöður. Fordson er besta og ódýrasta dráttarvjelin í notkun, sem nú er völ á. FORD MOTOR COMPANY A/S - SYDHAVNEN, KOBENHAVN V. Umboðsmenn Fords á íslandi: P. Stefánsson, Sveinn Egilsson, Reykjavík. Hlifið hestunum. Ford Motor Company tekur ábyrgð á öllum sýnilegum smíða- og efn- isgöllum, og ber umboðs- ® mönnunum að skifta um slíka hluti eigendum að kostnaðarlausu. n inn verður 22. þ. m., kl. 8,30 síðd. í K.-R.-húsinu, eru aílir velkomnir, sem kynnast vilja fje.laginu eða styðja það í starfi sínu. Ekki sparnaðarráðstöfun. — Þess var nýlega getið hjer í blaðinu, að stjórnin væri hætt að greiða yfirfræðslumálastjór- anum mánaðarlaun þau, sem hann hefir hingað til haft. Þótti þetta ótrúlegt mjög og trúðu fáir; síst trúðu menn því, að þetta væri gert af sparnaðar- ráðstöfun. Njú upplýsir Tíminn, að Sigurður Einarsson eigi að taka við öðru starfi „hjá kenslumálastjórninni“. Hvaða starf þetta er, segir blaðið ekki og ekki heldur, hvaða laun Sig- urður fær í hinni nýju stöðu. Það var svo sem auðvitað, að stjórnin væri ekki tekin upp á þeim skramba, að spara ríkis- fje! Jónas kominn heim — Jónas farinn aftur. Þetta eru stand- andi klausur í stjórnarblöðun- um. Þannig segir Tíminn frá því, að Jónas hafi komið heim á laugardagsnótt úr „för sinni um Norður- og Austurland“, en Alþýðublaðið getur þess næsta dag, að Jónas sje farinn austur að Laugarvatni til þess að standa fyrir hinni árlegu haust- vígslu skólans. — Jónas virðist hafa komið sjer vel fyrir við ríkissjóðs-jötuna. Hann hefir 12 þús. kr. laun og auk þess frítt uppihald ýmist á varðskipum ríkisins eða í stjórnarbílunum. Samkoma verður haldin kl. 6 í dag í Sjómannastofunni. All- ir velkomnir. Pálmi Hannesson hefir verið skipaður rektor Mentaskólans. Rjettirnar fara nú að byrja. Á mánudaginn (morgun) eru Þingvallarjettir, Hafravatns- rjettir og Kjósarrjettir á þriðju dag, Brekkurjettir (í Norður- árdal) og Kollafjarðarrjettir á miðvikudag. Þverárrjettir í Borgarfirði og ölfusrjettir eru á fimtudaginn, en Skeiðarjettir og Landrjettir á föstudaginn. Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunbl. fór snöggva ferð norður í land í gær. Eigendaskifti eru nú orðin að Kaffibrenslu Reykjavíkur og Kaffibætisgerðinni Sóley. Hefir Gunnlaugur Stefánsson kaupm. í Hafnarfirði keypt þær af Jóni Bjarnasyni. Heitir kaffibrensl- a.n og kaffibætisgerðin nú: Kaffiverksmiðjan Sóley, Anna Fía giftist, þriðja bindi hinnar skemtilegu sögu Anna Fía, er nýútkomið. Er þetta bindi, svo sem hin fyrri, mjög vandað að frágangi, og þýð- anda og útgefanda til sóma. — Bókarinnar verður getið nánar hjer í blaðinu ínnan skams. Viðeyjartogarnir. Ari fór á ísfiskveiðar í gærkvöldi. Þor- geir skorargeir og Kári Söl- mundarson fara á ísfiskveiðar í þessari viku, Á síldveiðunum í sumar fjekk Ari 13.169 mál síldar í bræðslu, Þorgeir skor- argeir 3000 tn. í salt og um 2700 mál í bræðslu; Kári Söl- mundarson fjekk um 3400 tn. í salt og 3700 mál í bræðslu. Hjúskapur. t dag kl. 4,20 (d. t.) verða gefin saman í hjóna- band í Sunby-kirkju í Khöfn: frk. Rósa Sveinsdóttir og Haa- kon Petersen kaupm. Heimili þeirra verður Sönderf jordsgade 5 IV. Fiskurinn í Vestmannaeyjum. í símfregn frá Eyjum á dögun- um var þess getið, að mikið af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.