Morgunblaðið - 21.09.1930, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.1930, Blaðsíða 9
fiildi islenskra iornmenta fytir skilumg á forsðgsi fiermana. Eftir próf. dr. G. Neckel, Berlín. (Pyrsta ritgerð í Festschrift ztun tansendjahrigen Bestehen des is- liináischen Staates, I.—II., Breslau 1.930). Bkki leiðist Þjöðverjum gott að gera í garð vor Islendinga. Bin- liver veglegasta gjöfin í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis barst frá þeim, stórt rit í 2 bindum (I. Kultur, IL Natur).. Háfa .24 þýsk- ir fræðimenn og vísinda- tekið sam an höndum um rit þetta, en Sles- vík-holsteinska háskólafjelagið hef ir kostað útgáfu þess undir forustu hins góðkunna norrænukennara próf. dr. W. H. Vogt í Kiel og náttúrufræðingsms dr. Hans Speth manns, prívatdocents í Koln. Hjer mun ekki getið mema fyrstu ritgerðarinnai', sem öndvegishöldur germanskra fræða í Berlín, próf. Neckel hefir ritað, og er hin fremsta í safni þessu. Ættu þó ýmsar hinna sannarlega skilið, að Islendingar kyntust þeim. En próf. Neckel er nú gestur vor og mun bráðlega fara að flytja fyrirlestra hjer við háskólann, og því mun marga fýsa að vita, hvað hann hefir um oss ritað. Hjer er þó aðeins tekið und- an og ofan af og mörgu merkilegu slept, aðeins reynt að sýna anda og stefnu greinarinnar. Próf. Neckel vill halda því fram, að málið í hinum elstu rúnarist- um sje, frumgermanskt. Þó segir hann (á bls. 8) : Prumgermönsk tunga er hvergi til og sem algerð og fullkomin eining hefir hún aldrei verið til; en smáleifar hafa varð- veist ,ekki einungis í latneskum og finskum dularklæðum, heldur og í elstu rúnaristum. Síðan hafa tung urnar greinst í norðurgermönsku (norrænu) og suðurgermönsku (þýsku, hollensku og ensku) og aðrar þær tungur, er síðar hafa myndast. En í bókmentalegu tilliti eru fornmentir íslendinga viti sá, er lýst hefir yfir gervalla Ger- maníu. Jakob Grimm sagði endur fyrir lörígu, að Island væri hin heilaga jörð (klassischer Boden) allra Ger manista, en þar átti hann einmitt við fornmentir íslendinga, er varp- að hafa ljósi yfir forsögu allra ger manskra þjóða. Hið sama rómaði Saxo hinn danski, er hann sagði um íslendinga, að þeir þektu sögu allra þjóða og hefðu lagt hana á jninnið. Bn er hin sögulega gagn- rýni jókst á 19. öldinni, beið trúin á áreiðanleik íslenskra fortíðar- sagna mikinn hnekki, og í lok þeirrar aldar má segja, að hún haf verið því nær aldauða. En menn eins og W. P. Ker og A. Heusler reistu hana aftur úr rot- inu og nú má segja, að hún standi all-föstum fótum miðja vegu milli oftrúar og vantrúar. En nú er nýtt í efni, sem auk áreiðanleika íslendingasagna eyk- ur gildi þeirra að miklum mun. Þær eru ekki einungis kyndlar sinna tíma, heldur Ijósvarpar, sem varpa ljósi sínu langt aftur í aldir, og stafar það af því, að hin ger- manska. menning sem rikt.i á dög- um Arminiusar og Attila hefir hald ist fram á söguöld á íslandi, svo að þjóðfjelagsástand það, sem þar er lýst, með höfðingjum, bændum og búaliði, varpar ljósi yfir menn- ingarástand löngu liðinna tíða. í Mið- og Suður-Evrópu, svo að nota má lýsingar úr íslendingasögum sem dæmi upp á,þjóðskipulag, lifn- aðarháttu og hugarfar allra Porn- germana. Heusler mun hafa orðið fyrstur til að orða þetta í inngang- inum að þýðingu sinni á Hænsa- Þóris sögu (árið 1900), en nú hefir eftirmaður hans, Neckel, tekið til- gátu þessa upp á arma sjer og ver hana í líf og blóð með gögnum þeim og gæðum, sem hann hefir á takteinum. Hann dregur fyrst. dæmi af brennu Blund-Ketils (í Hænsa-Þórissögu, 10—12), sem alls ekki þarf að vera nje heldur er sannsöguleg, en bregður skíru ljósi yfir aldaranda, siðafar og hugsunarhátt þeirra manna, er settu heiður og hefnd í öndvegi, en notuðu ástir og mægð- ir og alt annað sem meðöl til þess að koma hefndum fram. Sá tíða- spegill sýnir frekar atgervi og manndóm, en mærðarfulla ástleitni. Þótt íslendingasögur sjeu því ekki í nærri öllum atriðum sannsöguleg- ai, hafa þær mikið menningar- sögulegt gildi, verða að einskonar konungsskuggsjá tíðarandans bæði fyr og síðar. Þá dregur höf. dæmi af trúnni, en kemst þar brátt út í ritdeilu, sem varðar hann sjálfan mest, og segir þó í niðurlagi þess kafla (bls. 33), að „greinilega og lifandimynd hins germanska heiðindóms hafi íslendingar einir gefið“. En þenna átrúnað hafi þeir flutt með sjer frá meginlandinu og því varpi hann aftur ljósi yfir þann átrvmað, sem þar liafi ríkt, enda sje bæði sannað og sannanlegt, að hann hafi verið sameiginleg eign allra Germana. Þá er skáldskapurinn og eink- um hetjukvæðin, sem eru veiga- inestur þáttur hans. Það er sýni- lcgt á Eddukvæðunum, að þau hafa ekki verið samfeld sagnljóð (epos), lieldur sjerstakar kviður, eins og Hamdismál hin fornu og Völsungakviðurnar. En einnig þær, eins og sjálf Völsungasaga, varpa skæru ljósi yfir t. d. Nibelungen- lied. Það er t .d. sýnilegt, að Signý leitar á skóginn til bróður síns, Sigmundar, til þess að geta sjer af- kværni, er hafi hug til hefnda. Og svona mætti nefna mörg dæmi önn ur, þar sem íslensku heimildirnar gefa rjettari og betri skilning og sýna hinn,samgermanska anda úr heiðnum sið. Þá varpa sögurnar ekki síður skíru ljósi yfir stjórnskipulag, lög- gjöf, rjettarfar og siði þeirra þjóða, sem þær skýra frá. Ilvað má t. d. ekki læra af Heimskringlu um stjórnarfarið}. um leiðangra og hernaði í löndum þeim, sem hún ræðir um? Og hvað má ekki læra af íslendingasögum og Grágás um rjettarfarið og siðferðishugsjónir manna? En að þar eimi eftir af forngermönskum anda í hefndum öllum og vígaferlum, í sáttagerð- um og sekturn, getur engum dulist. Iívað er það, að verða „sekur skóg armaður“ eða „vargr í vjeum“, eða „úlfr und asklimom“ (sbr. angelsax: wulf on wealde) annað en leifar frá forngermönskum tím- um? Og eins er með siðafarið. Bæmdin er fyrir öllu, og upp af hcnni spretta dygðirnar: lireysti, trygð og drengskapur. Um þetta bera sögurnar jafnt sem Niflunga- ljóðin þýsku ótvíræðan vott. Enn eru sögurnar og þó einkum Heimskringla hreinustu sannleiks- ritni um baráttuna milli heiðni og kristni og það, hveruig kristnin komst á víðast hvar. Oss er svo gjarnt á að gleyma þessu og segja, að þar hafi ljósið unnið sigur á myrkrunum, að vjer tökum jafn- vel svæ.snustu erindreka kristn- innar í heilagra manna tölu. — En hvað segir til dæmis leimskringla um aðfarir Olafs Tryggvasonar gegn heiðnum mönn um, að hann ljeti „drepa þá ok kvelja“, er ekki vildu taka skírn. Og livernig lýsir hún atferli Olafs Ilaraldssonar? — „Hann rann- sakaði að um kristnihald manna; ok þar er lionum þótti ábótavant, kendi hann þeim rjetta siðu ok 'vði svá mikið við, ef nokkurir væri þeir. er eigi vildi af láta heiðninni, at suma rak hann brott ór landi, suma ljet hann hamla at höndum eða fótum eða stinga augu út, suma ljet hann hengja ok höggva, en engi ljet hann óhegnd- an, þann er eigi vildi guði þjóna“ (bls. 50). Og svo minnast menn ó- sjálfrátt meðferðar hans á hinum 5 Upplendingakonungum, eink- um þóm á Hræreki, er hann ljet blinda og senda út til íslands. En hversu fjarri liggur þetta ekki Fjallræðunni og hennar boðorðum! í niðurlagi ritgerðar sinnar lýsir höf. listagildi, siðferðilegu gildi og vísindagildi fornmenta vorra. Besta sönnunin fyrir listagildi fornmentanna eru áhrif þau, sem þær hafa haft á þýska listamenn og skáld, alla leið frá Klopstock til Wagners. En þó eru áhrifin nú enn augljósari, t. d. í ljóðþýðingu Felix Genzmers á Eddu og skáld- kvæðunum og í skáldskap Hans Yoss, sem virðist 'vera að innleiða nýjan og þó hreingermanskan stíl í þýskar bókmentir. Á svipaðan hátt líkir Hans Grimn eftir sögu- stílnum í „Olewagen Saga“ og hinni miklu skáldsögu sinni „Volk ohne Raum“. En sögustíllinn er aðdáanlegur, ekki einungis fyrir hið ,tárhreina‘, fágaða mál, heldur miklu fremur fyrir meðferðina á efninu. Höf. sjálfur hverfur sem hlutlaus áhorf- andi, deilir skini og skugga rjett- látlega, lýsir því ytra með litum og líkjum, en er fámáll um hið innra, og þó skín mannþekkingin alstaðar í gegn. Páorð, gagnorð lýs ing; engin prjedikun, engin mærð. Og þó hefir þessi efnismeðferð siðferðileg áhrif. Mannlýsingarnar (verða manni ógleymanlegar, brenna sig inn í mann. Enginn gleymir Sigurði, er hann reið vaf- urlogann fyrir vin sinn, sýndi hon- um óbrigðula trygð og dró sjálfan sig í lilje. Enginn gleymir Auði, sem aldrei bregst manni sínum, út- laganum, og enginn gleymir Njáli ,og Bergþóru, er þau gengu til ihvíldar hið Iiinsta sinn. Og svo mætt.i fleira telja. Svo eru sögurnar þrungnar af mannþekkingu og ættvísi, að erfða vísindi og mannræktar-stefna vorra tíma gætu fundið þar mikið efni og all-áreiðanlegt til þess að byggja á ættgengis-rannsóknir sínar. Að þessu leyti gætu liöf. íslendinga- sagna orðið lærifeður nútíðar- rnanna í líffræði og mannfræði. Próf. Neckel lýkur ritgerð sinni á þessa leið: „Germanía er stór, einkum í áttina frá suðri til norð- urs, þar sem hún nær frá tempr- aða beltinu norður undir heims- slíautsbaug. Er þar mikill munur á jarðvegi og veðurfari og hlýtur það að hafa nokkur áhrif bæði á lundarfar, lifnaðarháttu og and- legan gróður þjóða þeirra, er þar búa. Þar sem nú í því, sem á und- an er farið, hefir verið lögð á- hersla á hið paradigmatiska, á hið heilbrigða fordæmi íslenskra forn- menta, þá var það ekki til þess gert að breiða yfir mismuninn nje lieldur til þess að neita eðá bera á rnóti þjóðlegum sjerkennum innan Germaníu. Frelsi og umburðar- lyndi er það, sem ætti að vera eða er oss öllum jafn eiginlegt. Alt annað, sem tengir os^ sýnir blæ- brigði og breytileik frá suðri til norðurs, frá vestrr til austurs. Þeg- ar Benedikt Gröndal fyllist heim- þrá á Eínarferð sinni og minnist, þrátt fyrir fegurð vínhjallanna og hinn yljandi hyr vínsins, hins fjar- læga Heklu-lands, skilur hvér Þjóð verji það og geldur með samúð já- kvæði sitt við því. Á hinn bóginn munu íslendingar skilja það og fagna því, er oss Þjóðverja langar á Þingvöll og hjörtu vor opnast fýrir hinum fornhelgu stöðvum sögulandsins, og það því heldur, sem þeir vita, að vjer með þessu — leitum sterklega straumi móti frá menningu, sem aðallega hneig- ist suður á bóginn“. Hjer er aðeins fátt eitt rakið úr Jiinni merku ritgerð próf. Neckels um gildi ísl. fornmenta1! Eti a f þfí? sem þegar er til tínt, mega menn sjá, af hve hlýju þeli og næmum skilningi hún er spunnin og er sannarlega mikið í það varið að heyra slík ummæli úr öndvegi ger- manskra fræða á Þýskalandi. — Megum vjer ísléndingar kunna próf. Neckel og hinum öðrum vísindamönnum Þjóðverja, er unnið hafa að þessu mikla og fagra verki, alúðarþakkir fyrir þá sæmd og þann vinarhug, er þeir hafa sýnt ðss og landi voru á þús- urid ára afmæli Alþingis. Á. H. B. Frá Aknreyrs. Akurej'ri, FB 20. sept. Onnur útborgun síldareinkasöl- unnar fer fram á mánudag. — Út- borgaðar verða 3 kr. á tunnu fyr- ir saltsíld og kr. 3.50 fyrir krydd- síld, og sjerstaklega verkaða. — Höfðu menn búist við 5 kr. útborg- un á tunnu. Dágóðir þurkdagar að undan- tornu. Hafa bændur hirt hey sín að mestu og mikið náðst inn af fiski. 1 gær brá þó aftur til votviðris. Skólanefnd mælir einróma með Snorra Sigfússyni frá Flateyri, sem skólastjóra. barnaskólans. — Auk hans sóttu Jónas á Norðfirði og Jón Sigurðsson kennari hjer. Ingimar Eydal, settur skólastjóri, hætti við að sækja. Harlmannaföt oa Frakkar. Mikið úrval. Gott snið. Smekklegt efni. Lágt verð. VOruhúsíð. Reckitts Þvottablámi C j ör i r* I i n i ö f ann hvítt Besta verðið. Kaffistell, 12 manna frá .. 21.00 do. 6 manna frá .......... 12.50 Yask'astell, 5 hlutir frá .... 10.50 Matarstell (6 manna, stein- tau frá .................. 16.00 do. 6 manna danskt postulín 17.50 Borðhnífar, ryðfríir frá .... 0.85 Skeiðar og gafílar alp. frá.. 0.75 do. og gafflar alm. .... 0.25 do. gafflar 2 turna ....... 1.50 Teskeiðar, 2 turna ........... 0.45 Skurðarhnífar ................ 0.50 Yatnsglös .................... 0.30 Avaxtastell (gler) margar gerðir, nýkomin 1C rakvjelarblöð ............. 1.00 Valet rakvjelar með slípól, 4.00 og fleira óvenju ódýrt í Verslun Jóns B. Helgasonar. Hýft! Hýtt! Niðursuðudósir með smeltu loki,"íást í verslun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50, og Blikksmiðju Guðmundar J. Breiðfjörð, Laufásvegi 4, sími 492. D. K. W. „Luxux“ 300, £ hkr. ónotað, selst með mikl- um afslætti. Talið við BEN. ELFAR. ' Laugaveg 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.