Morgunblaðið - 19.10.1930, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1930, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 Pfanð og Orgel nýkomin. Ágætir borgunar- skilmálar. HlióðYærahúsið I S e 1 j u m Saltsíld , • Sykursíld Kryddsíld í smákútum. njðlkarffelag Raykfavfknr. Ferminga- Matrosaf 81 «■ Jakkafðt, best og ódýrnst í Vðruhúsinu. Sonssa ars feeoín ogyvaky Qiganttarm* * 20 st. pakki tí . Jnrw í w ie* >r og Sveinn Valdemarsson skip- *tjóri, bæði frá Isafirði. 70 ára afmæli á á morgun, '-20. þ. m., Jóhanna Jónasdóttir, Vatnsnesi við Keflavík. Skólasöngvar. Annað hefti af tikólasöngvum, sem þeir Aðalsteinn kiríksson, Friðrik Bjarnason, Páil fSólfsson og Þórður Kristleifsson hafa safnað, er nýkomið. Fyrsta keftið kom í fyrra og má sjá að Það he.fir líkað Vel, því að það er nú nær uppselt. Þetta seinna hefti ætlað þeirn, sem lengra, eru komnir, á að vera ltenslubók í í unglingaskólum. Hafa safn- ^^dur iagt mikla vinnu í það að ííora heftið sem best úr garði. /'• d. hafa þfeir haft mikið fyrir , ú að finna sönghæf ijóð við Anis lögin, og hafa notið þar lið- ^eisin (} Björnson landlæknis og -1 ey«teins Ounnarssonar skólastj. keftinu eru einrödduð, tvírödduð ;°8 þrírödduð lög og geta kennarar annig valið um eftir því, sem hæfileikar nemenda eru. Ýms lög éru þarna íslensk og er það byrj- un til þess að gera skólasöngva þjóðlega. Bn svo eru líka lög eftir útlenda snillinga, eins og t. d. Bellmann og Grieg, til þess að sýna það hvernig þeir geta sýnt list, sína í því einfalda jafnt og liinu stóra. — Eflaust verður þessi bólc ekki síður kærkomin söng- kennurum heldur en fyrra heftið. í spegli. Kjartan Ólafsson augn- læknir skrifaði smágrein nýlega Iijer í blaðið. Ljet hann þess getið um leið og hann bað fyrir grein- ina, að hann hefði gert sjer far um að stæla ritliátt þeirra Tíma- manna. Vildi liann sjá hvaða áhrif það hefði á þá menn, sem skrifa Tímann, að sjá sjálfa sig í spegli. Nú kemur Tíminn og á engin orð til yfir rithátt Kjartans. Máske að takast megi að kenna þeim Tímamönnum prúðmannlegri rit- hátt, ef Iialclið verður áfram að sýna þeim í spegilinn. Gullfoss kom hingað í fyrri- nótt, fullhlaðinn kjöti, er hann tók á höfnum úti ttm land. Fer hjeðan kl. 6 í kvöld. Skuldabrjef Reykjavíkur. — Tinn 30. sept. voru dregin út nokkur skuldabrjef af 6%% láni Reykjavíkur frá 1920, af 514% atvinnubótaláni frá 1923 og 614% láni 1921. — Númer skuldabrjefanna eru birt í Lög- úrtingablaðinu og verða þau ínnleyst 31. desember. Steinþór Guðmundsson fyr- \erandi barnaskólastjóri á Ak- ureyri, er orðinn gjaldkeri við , itbú Útvegsbankans þar. Knattspyrnumót fyrir Norð- urland var háð á Akureyri laugardag 4. okt. og sunnudag 5. okt. Var kept um bikar, sem knattspyrnufjel. „Valur“ í Rvík hafði gefið. Þrjú fjelög keptu: „Magni“, „Þór“ og „Knattsp.- fjel. Akureyrar“. Keptu fyrst Magni og Þór og sigraði Magni með 2:1. Á sunnudagsmorgun keptu Þór og K. A. og vann hið síðarnefnda með 5:2. Seinni^hl. dags kepti svo K. A. við Magna og bar sigur af hólmi með 4:1 og hrepti því bikarinn að þessu sinni. Jón Þorláksson talar í Varð- arfjelaginu á þriðjudaginn kemur. Helgi Hjörvar hefir verið gerður að kensluprófasti í kaup stöðunum úti um land. Er það samskonar embætti og Steingr. Arason hefir á hendi hjer í Reykjavík. Heimdallur, fjelag ungra sjálfstæðismanna, heldur fund í dag kl. 2. Þar flytur Sig. Egg- erz erindi um þingræði. Rauð flögg blöktu við hún í gær a stórhýsi einu á horninu á Sjafn- avgötu og Mímisvegi, og töldu vegfarendur líklegt að þar myndi í smíðum verkamannabiistaður — því formaður Dagsbrúnar mun vera eitthvað viðriðinn þá bygg- ingu. Próf. G. Neckel hjelt síðasta há- skólafyrirlestur sinn hjer að þessu sinni í fyrrakvöld. IJmræðuefni var fsland fyr og nú. Kom fyrir- lesarinn víða við er liann rakti ýms lyndiseinkenni íslendinga í heiðni og kristni. Að loknum fyr- irlestrinum þakkaði hann áheyr- endum góða sókn og lýsti ánægju sinni yfir komu sinni hingað. Próf. Ág. Bjarnason mælti því næst nokkur orð til fyrirlesarans; þakkaði honum fyrir hina ágætu fyrirlestra hans. Uin leið greip hann tækifærið til þess að bera fram þakkir háskólans til ýmsra þýskra fræðimanna,, er unnið hafa að því að kynna íslenskar bók- mentir og menningu fyrir um- heiminum. í gærkvöldi var próf. G. Neckel haldið skilnaðarsamsæti á Hótel Borg. Ráðherrann sem gleymdist. Þeg-1 ar Zahle-ráðuneytið hröklaðist frá völclum 1920 var sögð sú kýmni- saga í Höfn, að gleymst hefði að tilkynna einum ráðherranum það, að Zalile hefði lagt niðuv völd. Hann sat eftir í ráðuneyti sínu, er hinir voru farnir, og vissi ekkert I um atburðinn. Ráðherra þessi hafði að jafnaði lítið látið á sjer bera og því gleymdist hann. Þessi saga rifjast upp er menn líta í síðasta tölublað Tímans. Þar er sagt frá því, að Jónas Þor- bergsson hafi farið til Akureyrar og sje væntanlegur liingað bráð- lega. Bn ekki er minst einu orði á það, að ráðlierrann Binar Arnason hafi og brugðið sjer norður — nje hvort hans sje von hingað — ellegar hann ætli að vera enn um stund fjarverandi frá stjórnar- störfunum. Hættir Tímamönnmn við að gleyma Einari — eða er það af ásettu ráði, að. ekki ér mikið við hann haft? Skemtun verður í Nýja Bíó i dag kl. 314 °S á kð verja ágóð- anum af henni til styrktar mig- um og efnilegum, bláfátækum íslenskum listamanni, sem stundar nám erlendis. Þeir, sem skemta gera það kauplaust, og er vonandi að fólk virði það og hjálpi þeim til þess að greiða hinum unga listamanni braut, með því að sækja skemtunina vel. Mun heldur engan iðra þess, því að þarna verður garnan að vera. Karlakór Reykja- víkur (söngstjóri Sig. Þórðárson) syngur. Emil Thoroddsen leikur á piano og Haraldur Björnsson leik- ari les upphátt. Kvennadeild Slysavarnafjelags íslancls heldur fund íi'K. R.-hús- inu á mánudagskvöldið bl. 9. A fundinum verður rætt um ýms málefni deildarinnar, t. d. liluta- veltuna. 0. fl. og eru fjelagskonuv þessvegna eindregið beðnar um að f jölmenna á fundinn. Bn auk þess er fundinum ætlað að vera út- breiðslu fundur fyrir deildina og ætti því að mega. vænta þess, að margar konur. sem enn eru ekki orðiiir meðlimir í Kvennadeild Slysavarnafjelagsins notuðu þetta tækifæri og að á fundinum bætt- ust, deildinni margir nýir fjelagar. Fyrir ailar þ;or sem kynnast vilja slysavarnastarfsemi er hjer ágætt tækifæri, því á fundinum talar Jón Bergsveinsson, erindreki Slysavarnafjelags íslands, um björgunarstarfsemi yfirleitt og helstu nýungar á því sviði, sem Iiann hefir kynt sjer í utanför sinni nú. í sumar. Auk hans talar Sigurj. A. Olafsson alþingismaður og sennilega ýmsir fleiri. Þrir „fascisiar11. ____ \ \ Hitler foringi „national-sósíalista'‘ í Þýskalaadi, Tii hægri v>ð hann er majór Rosenberg, tiþ vinstri Gregor Strasser, nafnkúpíiir „national-sósíalistar í Bayem. Stahremberg innanríkisráðherra i Austurríki og foringi Heimwehrs-manna (í miSið). Ei' svo skyldi fara, sem margir spá, að „national-sósíalistar“ nái völdum í Þýskalandi og Heimwehrs-menn í Austurríbi. þvkir þsð líldegt, að þessir þrír menn mun taka saman höndum í utanríkics pólitík. (Sjá grein í Morgunblaðinu í gfer..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.