Morgunblaðið - 19.10.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1930, Blaðsíða 2
9 MORGUNBLAÐIÐ 1 Fyrirliggjandi frá Maconochie Bros. Ltd. SULTUTAU: Jarðarberjasultutau í gl. á 1 lb. og 2 lb. Bl. ávexti 1 lb. og 2 lb. Appelsínu 1 lb. P I C K L E S: Mixed Pickles 20 oz. og 16 oz. Pan Yan 20 «z. og 10 oz. Pan Ýan sósa 8 oz. Hafið hugfast að Maconochie’s vörurnar eru bestar. Saltkjöt Höfum fyrirliggjandi úrvals saltkjöt, bæði um tunnum. —■ Aðeins lítið óselt. heilum og hálf- Eggert Kristjánsson & Go. Símar 1317 — 1400 og 1413. mi * RUBBER BXFORT CO„ Akru, Ohlo, U. 8. A. Nú tekur að hausta og vegir að versna. Þurfa bíleigeridur því að byrgja sig upp með ný dekk Kemur þá til greina hvaða tegundir kaupa eigi. Goodyear dekk eru tvímælalaust þau bestu og liggja að því margar orsakir. Goodyear er leið- andi firma í gúmmí-iðnaðinum, allar aðrar gúmmí- verksmiðjur verða að keppa við Goodyear. Höfuðkostir Goodyear dekka eru þessir: Þau eru gerð eftir nútímans nákvæmustu vísindaþekk- ingu og úr því besta efni, sem fáanlegt er. Þau eru þar _af leiðandi mjög sterk, gerð þejrra og iag þannig, að notagildi þeirra er 100%. Slitflöt- urinn er breiðari en annara tegunda og liggja þau því fastara á veginum, en það kemur í veg fyrir hið óþægilega hliðarskrið og eykur mjög öryggi keyrslunnar. Þau hafa alla þekta kosti en enga óþekta ókosti. Ný sending kemur með hverri ferð og eru dekkin ávalt fyrir- liggjandi í heildsölu og smásölu hjá P. STEFÁNSSON, aðalumboðsmaður Goodyear á íslandi. Fundur presta og söknarnefnda stóð 3 daga í liðinni viku, 15.— 17. þ. m: Átján prestar, öll guð- i'ræðideild háskólans, biskup- inn og margt leikmanna úr alls 5 prófastsdæmum sóttu fund- inn. Aðalmál hans voru trúarjátn- ingar og siðgæðismál, og urðu miklar umræður um þau. Þessar till. voru samþyktar: 1. „Þar sem vjer játum trú vora á guð föður og á son hans Jesúm Krist og heilagan anda, og postullega trúarjátningin er einingarmerki kirkju vorrar, viljum vjer, að hún sje notuð við skírn barna. Vjer teljum, að kirkja vor geti ekki verið játningarlaus, og því sameinumst vjer um hina postullegu trúarjátningu, með því að kjarni hennar er í sam- ræmi við Heilaga ritningu, enda þótt orðalag hennar sje að nokkru tímabundið. En jafnframt viðurkennum vjer þó, að enginn ytri ritaður játningar-mælikvarði sje nægi- legur vitnisburður um trúaraf- stöðu manna án hinnar innri persónulegu reynslu um samfje- lag við guð í Jesú Kristi“. 2. „Fundurinn lítur svo á, að það hljóti að liggja í hlutarins jeðli, að enginn geti rjettilega verið embættismaður í þjóð- kirkjunni nje trúarbragðakenn- ari í þjónustu ríkisins, nema hann viðurkenni og viðhafi, I samkvæmt gildandi helgisiða- ibók, hina postullegu trúarjátn- ingu.svo sem hún er og meðan hún jer viðurtcend sem trúarrit af hinni evangelisk lútersku þjóð- kirkju vorri og löggiit sem slíkt af ríkisvaldinu“. I 3. a. „í sambandi við umræð- ur þær, sem orðið hafa um sið- gæðismálin, telur fundurinn sjer skylt að benda á þá hættu, sem uppvaxandi kynslóðinni stendur af hinum sívaxandi vindlinga- reykingum og beinir eindreg- inni áskorun til allra ráðandi manna í landinu og þá sjerstak- lega þeirra manna, sem hafa með höndum uppeldismálin, svo sem presta og kennara, auk foreldranna sjálfra, að beita sjer af megni gegn þessari skað- Jegu nautn. b. Ennfremur skorar fundur- inn á skólanefndir landsins að ganga betur eftir því, að fyrir- mælum fræðslulaganna sje hlýtt að því er snertir fræðslu um skaðsemi áfengis og tó- baks. c. Fundurinn telur óleyfilegt að börnum og unglingum innan 16 ára aldurs sje selt eða af- hent tóbak. 4. Fundurinn beinir þeirri al- varlegu áskorun til allra presta og kennara, að þeir- gerí sitt ítrasta til þess að varðveita æskulýð vorn ;fyrir siðspillandi ritpm, svo sem með því að koma í veg fyrir að þau verði keypt í lestrarfjelögum, og stuðla til þess með ræðum og ritum, að vakin sje öflug mótspyrna gegn öllu ljelegu lesmáli, jafnt í blöðum sem bókum, en að sama skapi greitt fyrir útbreiðslu á góðum ritum. 5. a. Fundurinn telur útiveru kaupstaðarbarna síðla kvelds stórhættulega fyrir þau, bæði í ’íkamlegu og andlegu tilliti, og þvetur alla þá, sem unna æsk- unni velferðar, að stuðla að því, eftir megni, að komið verði í veg fyrir þann hættulega ósið. b. En telur nauðsynlegt, að glögg ákvæði þar að lútandi sjeu í öllum lögreglusamþykt- um kaupstaða vorra, og þeim á- kvæðum sje framfylgrt. 6. Þar eð fundurinn álítur, að ekkert velfei’ðarmál þjóðar vorrar sje kirkju landsins óvið- komandi, og að eitt af undir- töðuatriðum menningarinnar sje fólgið í bættum húsakynn- um alþýðu, þá telur fundurinn það æskilegt, að prestar lands vors og sóknarnefndir beiti á- hrifum sínum til góðs einnig á því sviði. 7. Þar eð það er vitanlegt, að sumar kvikmyndir hafa haft siðspillandi áhrif á unglinga, þá skorar fundurinn á Alþingi að setja nýja löggjöf, er tryggi það betur, að einungis verði sýndar göfgandi og fræðandi kvikmyndir. 8. Þar sem vitanlegt er, að kynferðissjúkdómar hafa aukist upp á síðkastið með þjóð vorri, þá lætur fundurinn ljós þá eindregnu ósk, að heilbrigðis- stjórn landsins taki alvarlega í taumana gegn þessu voða böli. 9. Fundurinn telur það lífs- nauðsynlegt fyrir kristilegt og siðferðilegt uppeldi æskulýðs- ins, að prestar landsins og sókn- arnefndir stofni i söfnuðum sínum kristilegt fjelag fyrir unga menn og konur, þar sem því verður við komið, eða bjóði öðrum ungmennafjelögum sam- vinnu sína til þess að auka kristileg áhrif á æskuna, fram- tíð þjóðarinnar. — Ennfremur að presturinn sjái um, að haldn- ai verði barnaguðsþjónustur, þar sem því verður við komið. — Þá telur fundurinn það og æskilegt, að |e}nn sjerstakur messudagur á árinu sje helg- aður æskunni, og óskar þess, að næsta prestastefna taki það mál til íhugunar“. 10. „Fundurinn lýsir gleði sinni yfir þeirri fregn, er hon- um hefir verið flutt, að lausu prestaköllin skuli nú verða aug- týst til umsóknar, og stjórnin muni ekki bera fram frumvarp um presta fækkun“. Ýmsir fundarmanna lýstu þvi við samsætið á föstudagskvöld- 'ð. að þessi sjötti sóknarnefnda- fundur hefði verið með þeim allra bestu. S. Á. Gíslason. Göðu börnin. ] mars 1929 skýrði Tíminn frá því, að Magnús Torfason sýslu- maður í Árnesþingi hefði sótt um laiisn frá embætti. Gat blaðið þess, að Jausnarbeiðni væri fram komin vegna þeirra víta, er yfirvaldið fjekk í Hæstarjetti fyrir meðferð á gæslufanga í sambandi við rann- sókn sakamáJs. Atján mánuðir eru liðnir síðan sljórnarblaðið skýrði frá lausnar- beiðni sýslumannsins í Árnessýslu; þó hefir eklci heyrst, að Magnús Torfason sje enn farinn úr em- bætti. Og embættið hefir aldrei verið auglýst. Hvað veldur? Þegar það vitnaðist, að Magnús Torfason hef'ði sagt af sjer vegna vítanna, er hann fjekk í Hæsta- rjetti fyrir meðferðina á gæslu- fanganum, lcom ýmsum til hugar, að stjórnin hefði ráðlagt Magnúsi að biðjast lausnar. Það var öllum ljóst. að verlcnaður Magnúsar Torfasonar var þannig, að hann mátti ekki sitja áfram í dómara- sadi. En hvað gerist? Þegar vörður rjettvísinnar í landinu verður þess var, að trúr og tryggur flolcksbróðir hafði gerst sekur um stórkostleg afglöp í em- bættisfærslu, afglöp, sem að lögum varða embættismissi, tekur hann sjer dómsvald í hendur og segir: Þú skalt hreinn verða af verknm þínum, kæri floklisbróðir; þú skalt áfram sitja í dómarasæti og liækka i tigninni, þegar.færi gefst. Og Magnús Torfason settist aft- ur I dómarasætið. „Gnllfosscc fer í dag‘ klukkan 6 síðdegns til útlanda: Leith, Noregs og Kaupmannahafnar. EDINBORfiAR flanelin, best og ódýrnst, nrvals litir. EDINB0RG. \ /t Þúsundir manna þjást af hægðaleysi. — — Fyrstu einkenn- ^ N \ um hægðaleys- is veitir fólk oft. 1 enga athygli. — ^ Þau eru: Höfuð- verkur, þreyta, andremma og nabbar á liúðinni. En ef þau eru látin daukast, þá verða afleiðing- arnar alvarlegai'. Ilægðaleysi má aldrei vanrækja. Það eitrar líkamann. Ráðið bót á því með því að eta Kellogg’s All- Eran, sem er hin ljúffengast.a fæða. Læknar mæla með því vegna þess að það verkar í samræmi við eðli lífsins. Borðið tvær matskeið- ai daglega — í þrálátum tilfellum, með livenú máltíð. All-Bran er 100% bran og sje þess neytt reglulega er þar með fengin sú fylling sem nauðsynleg er meltingarfa*mnum. Borðið það með kaldri mjölk, ávöxtum eða Irnnangi. Notið það við matartiJ- búning. Blandið því í annan kom- n.at. Það þarfnast engrar snðu. Þannig er f^rið að, þegar „góðu börnin“ eiga í hlut — pólitísku börnin Jians Jónasar frá Hriflu. Afbrot þtjirra verðiir dygð, sem ber að launa. Þessu boðorði hefir Jónas lýst í Tímanum 1922. Hanu nefnir boðorðið: „Heimspeki leti- garðsins“ og lýsir því þannig: „Ef ernbættismaður stendur sjer- staldega illa í stöðu sinni, fær liann marga krossa og hækkar tigninni“. Samkvæmt þessu boðorði er Tryggvi Þórhallsson nú orðinn stærsti ,,krossberi“ þessa lands og Magriús Torfason aftur sestur dómarasæti í Árnesþingi. Tveir Svertingjar voru nýlega teknir af lífi með rafmagni í Ohicago, fyrir morð, sem þeir höfðu framið í sambandi við bankarán. llm 300 menn horfðu a aftökuna. Annar Mvertinginn var tæringarveikur og hreif raf- magnið svo ilía á hann, að liann dó eklci fyr en eftir þrjár mínútur. Tók harui lit svo hræðilegar kvalir að það leið vfir marga sem horfðu a þá skelfingarsjón. Vetrarfrakkar Dexer eru nýkomnir. Þeir érn Klæðskerasaumaðir. Vandaðir að efni. Fallegir litir og snið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.