Morgunblaðið - 02.11.1930, Side 10

Morgunblaðið - 02.11.1930, Side 10
10 MORliUNBLAÐIÐ IfaTi™ i QlsemI Nýkomið: Þakiðrn 26 & 24 allar stærðir. «••••••••••••••••••••••••••••••••••••«•••••••••••••• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • .• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Ljómandi íallegar íslenskar landlags- myndir, fylgja hverjum pakka. Salan c á þessum sigarettmn vex dag frá degi. Þeir fáu, sem ekki hafa reynt ARISTON reyni þær sem fyrst. ARISTON SIGARETTUR. &kina. Eins og undanfarið kaupum við: Saltaðar kýr og nautshúðir. Söltuð og hert kálfsskinn. Saltaðar hross- húðir. Söltuð og hert folaldaskinn. Eggeri Krist|ánssen & Co. Símar 1317 — 1400 og 1413. E :□ HúsmcFður! Ef þjer viljið fá virkilega góðar kökur með kaffinu, þá biðjið um JACOB’S ASSORTED CREAMS Og með kvöld-teinu er ekkert betra en JACOB’S CREAM CRACKERS. . Fæst alstaðar Heildsölubirgðir fyrir kaupmenn og kaupfjelög. / 3 H. Olafsson & Bernhoft. Mnnið A. S. I. Hvíidartími biíreiðastjóra. Athugasemd. Hinn 30. okt. þ. á. ritaði jeg grein í dagblaðið Vísi, með fyrir- sögninni „Frelsisþrá“. Vegna at- hngasemda ritstjóra „Vísis,“ við grein mína, vil jeg biðja Morg- unblaðið fyrir eftirfarandi: Árið 1918 lærði jeg að fara með bifreið hjá hr. Hafliða Hjartar- syni, sem þá var bifreiðastjóra- kennari hjer í Rvík. Síðan eru liðin 12 ár. Meira en helminginn af þeim tíma hefi jeg fengist við bifreiðaakstur að meira eða minna leyti. Á þeim tíma hefir mjer því gefist kostur á að kynnast lífi og starfi bifreiðarstjóranna. Um nefnt efni þykist jeg geta talað með nokkrum myndugleik. Það, sem 'jeg þegar hefi sagt er staðreynd. Og það er ^ennfremur staðreynd, að bifreiðastjórar hafa baft lengri vinnutíma en aðrir starfsmenn í þjóðfjelaginu án eft- irvinnukaups. Að bifreiðastjórar hafa unnið jafnt helga daga, sem rúmhelga, og verið útilokaðir frá því að koma í kirkju; að bifreiðastjórar hafa ekki ráð- ið matmálstíma sínum ; að þeir hafa ekki ráðið svefn- tíma sínum, og að þeir hafa alloft ekki ráðið náttstað sínum. — Sam- tök eða stjettarfjelag hafa þeir áft mjög óhægt með, vegna þess, ac þeir éru óstaðhundnastii^ og ófrjálsastir allra þeirra manna, er á landi vinna. Fundi í sínu eigin fjelagi geta þeir annað hvort alls ekki sótt, eða verða að fórna sín- um dýrmæta svefntíma til þess; og hafa þeir að vísu nokkrum sinnum gert það, verið að koma á fnnd frá kl. 12—3 að nóttu. Það sem hjer og áður hefir verið sagt á aðeins við um þjónandi hif- reiðastjóra hjer, og er óbreytt enn. Ekki er mjer kunnugt um að nokk- 11' liinna þjónandi bifreiðastjóra Ua.fi, nú um langt skeið, ekið út af \egi sakir ölvímu eða of mikils hraða, þó að sjálfseignarbifreiða- stjórar hafi oftlega leikið hvort tveggja. Enda munu þeir fæstir liafa fengið lof fyrir ökusnild þó ófullir væru. -— Það er satt, að menn, sem ekki þekkjí líf og líðan þjónandi bifreiðastjóra, hafa sóttst eftir að fá slíka stöðu. Og það er vorkunn, þó að háttvirtur ritstjórinn dragi af því þá álvktun að starfið sje gott. En í sambandi við þetta vil jeg minna á það, að sú er venja í heiminum, þegar menn hafa verið gabhaðir eða látið blekkjast, þá eru þeir oft tregir til að segja öorum frá því eða jafnvel að, við- urkenna það, og hera oft lengi Imrm sinn í hljóði, og þá stundum í von um betri tíma. Háttvirtur ritstjórinn er að mínu áliti mjög kurtei maður og vill láta tala um hlutina, með fnllri sanngirni. Það vil jeg líka. Og af því að jeg hefi alist upp við það, að kalla hlutina • sínum rjettu nöfnum, þá finst mjer jeg ekki geta, fremur í riti en ræðu, kallað augljósa ósanngimi sanngirni, eða sbrifað gegn ranglæti og gert um leið gælur við það. Nei. ■— Rang- lætið og miskunnarleysið eru þær ódygðir, og valda þeim plágum í mannfjelaginu, að þær eiga eigi skilið, að talað sje um þær með neinum tæpitungum, fremnr en aðrar systur þeirra. Seint mun það fargan yfirgefa mannheim, með öllu. En því seinna ef menn hylja ranglætið með hjúpi rjett- lætisins. S. E. Hjörleifsson. Aths. Reglugerð er nú komin út, um hvíldartíma bifreiða- stjóra (nr. 60, 14. júní 1930). Þar er svo fyrir skipað, að bif- reiðastjórar fólksflutningabif- reiða skuli að jafnaði hafa 12 stunda hvíld á sólarhring, auk nauðsynlegs matartíma. Þó skal leyfð 4 stunda eftirvinna, þegar nauðsyn krefur, enda komi þá að minsta kosti’10 stund hvíld á eftir. Þó segir svo í 2. gr.: ,,Bif- reiðarstjóra, sem hefir farþega í bifreið sinni, er eigi heimilt að slíta ferð sinni eða hætta vinnu þó að vinnudagur sje úti, sam- kv. ákvæðum 1. gr., fyr en hann hefir lokið ferðinni eða náð í hæfilegan áfangastað og gengið vel frá bifreiðinni“. Ritatj. Opnun Giænlands. Danir ræða málið. Nýlega hjelt Peter Freuchen rithöfundur fyrirlestur um at- vinnuvegi Grænlands. Hann er innilokunarmaður, og vill engu breyta í st^órn landsins og versl- unarfyrirkomulagi. Á eftir fyrirlestrinum voru umræður. Tveir menn úr fjelag- inu „Grænland hið nýja“, tóku þátt í þeim ^umræðum. Annár þeirra var Bendixen, er lengi hef ir vtjrið búsettur í Grænlandi. Hann nefndi meðal annars sem dæmi upp á verslunina, að tófu- skinn, sem grænlenska verslunin seldi á 700—800 krónur í Dan- mörku, ]>að borgaði hún með 20 —30 krónum í Grænlandi. En þrátt fyrir slíka tilhögun, væri versluninni þannig háttað, að eftir því, sem Grænlendingar öfl- uðu betur, eftir |>ví tapaði danski ríkissjóðurinn meiru fje á Græn lrndsútgerðinni. Bodfred Hansen hjelt því fram, að Grænland væri ekki annað en eitt einasta ómagahæli. Að Eskimóar liðu þar ekki skort, kæmi til af því, að ríkissjóður- inn danski legði fram 2% mil- jón króna á ári til þess að halda lífinu í Grænlendingum. Ráðið til þess að bæta úr öllu þessu öf- ugstreymi, væri það eitt að opna landið. — Stauning tók þá til máls, og sagði, að það mundi rjett. vera, að 21/á milj. kr. færi á ári í Grænland. En hann taldi það billega sloppið, samanborið við það, sem Færeyjar kostuðu Dani, og þó fengju Danir ekki annað en skammir frá Færeyingum. Hann bað áheyrendur vel að gæta þess, að ]>að hefði verið skrumauglýsing hjá Eiríki gamla rauða, er hann nefndi landið Grænland. Sauðnautin koma hingað með Lyru á morgun. Eru þau 7 tals- ins. 1. æfing á mánndag I Varðarhnsinu. Danssýning snunndag 9. nóv. ' I Iðnö. Hljómsveit Reykjaviknr. Hllðmleikar. Dr. Fr. Mixa, Trio (Heller, Fleischmann og dr. Mixa) í dag kl. 9 síðd. í Iðnó. Verkefni eftir Haydn og Smetana. Aðgöngumiðar seldír við inn- ganginn. . Nýjtomnir Hiuir góðn itölskn hattar. Falleg snið og litir. HaraldurHrnason #

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.