Morgunblaðið - 07.12.1930, Side 12

Morgunblaðið - 07.12.1930, Side 12
12 MOROTTNBLAÐlf) Ostruveiðar í Englandi. 1 septsmbennánuði byrja ostruveiðarn- ar í Englandi og er þá ætíð hátíðíeg viðhöfn. Bestu ostrumiðin eru hjá ánni Colne í suðausturhhita landsins. Þegar fyrstu bát- arair komu að landi með feng sinn var borgarstjórinn í Colchester ]x." viðstaddur í fullum skrúða og hjálpaði til þess að draga veið- ina á land. Er slíkt æfagamall siðnr í Englandi og er myndin hjer að ofan tekin af þessum atburði. arsviðið af fyrra parti 16. ald- ar hjer á landi, og svo fylgir maður söguhetjunum til útlanda við og við, og fræðist um störf þeirra þar og viðskifti við út- lendinga. Jeg þarf ekki að lofa þessa bók, því að slild Gunnars er nú þekt um mikinn hluta hins mentaða heims, en jeg viidi að eins vekja athygli þjóðarinnar á bókinni, og löngun til að kynn ast henni, því að jeg álít, að sem flestir ættu að lesa rit þessa góðskálds okkar. Bn., 25. nóv. ’30. I. G. íslensknr matnr á jólaborðið. Verkefni fyrir húsmœður. íslensk blöð eru lítil og af vanefnum gerð, og geta því eigi sinnt eins margvíslegum efnum sem skyldi. T. d. að ræða um viðurværi þjóðarinnar, mataræði og þjóð- þrif, eins og Björg. C. Þorlákson nefnir það, um hollustu sam- fara sparneytni, og um það, hvers konar mataræði henti best þjóðarbúskapnum. Allir vita, að best færi á því, að við notuðum sem mest inn- iend fæðuefni. Skatahók. B. í. S. Ný bók! Á morgun kemur á markaðinn ný bók, sem er öllum skát- um og öðrum ómisskndi. Þar birtast námskaflar um alt er viðkemur skátakenslu og þar að auki mjög fræðandi og góðir kaflar um veðurfræði, hjálp í viðlögum, stjörnu- fræði o. fl. Bestabókin á markaðnnm! Verð aðeins 4.75! Fæst í bókav. Sigf. Eymundssonar og hjá Ársæli Árnasyni. Hvernig getur jólamaturinn verið sem íslenskastur — sam- fara því, að vera sem fjölbreytt astur og ódýrastur. Hjer vakna margar vandleg- ustu spurningar fyrir fjölhæfar og eljusamar húsmæður, hvað þá fyrir blaðamenn, sem ókunn- ugir eru matargerð með öllu. En vilja ekki reyndar reyk- vískar húsmæður miðla almenn- ingi nokkru af þekkingu sinni í þessum efnum, sem venjulega er mikilsverð, og senda Morgun blaðinu til birtingar um jólamat handa sex manns, aðfangadags- kvöld, jóladag og 2. í jólum, þar sem tekið sje sem mest til- lit til þess, að maturinn sje ís- lenskur, en fjölbreyttur og ó- dýr? Kostnaðaryfirlit verður að fylgja. Ef húsmæður bæjarins taka undir þetta — og hví skyldi ef- ast um það — þá verða birtar hjer þær fyrirsagnir, sem álit- legastar þykja. Gyða gljáir gólfin sín með Gljávaxinu góða og raular fyrir munni sjer: Fjallkonan mín fríða fljót ert þú að prýða. Notið aðeins Gljávaxið góða. — Það besta er fcYé H.f. Efnagerð Reykjavflnir. Hvennagullið. Jeg reið aftur sðmu leið til baka og við höfðum komið, alt þar til jeg kom að krossgötu og þar sneri jeg til hægri og hleypti hestin- am í áttina til Ppreneafjalla. — Brátt komst jeg líka að raun um að jeg hafði valið rjetta leið, því að röskum tuttugu mínútum seinna reið jeg inn í Mirepoixþorp- ið og staðnæmdist fyrir utan knæpu eina, er skreytti sig með páfuglsnafninu, rjett eins og hún væri að hæðast að mínum eigin ömurleik, svo fjarri því fór, að hún væri skárri en hver önnur þorpskrá. Hvorki hestasveinn nje gestgjafi tóku á móti mjer og óhreina stráktetrið er tók við hesti mínum, tildi þuð jafnvel vafasamt að'síra Áhbon, gestgjafinn, hefði ainu sinni herbergi handa mjer, tii !>eas a. m. k. að svala þorsta mín- iim með einni eða tveimur vrín- 'crúsum og fá upplýsingar um hvar :i jörðinni jeg væri niðurkominn. í. sama bili og jeg ætlaði að ara inn í veitiugastofuna, dundi ið hófadynur og niður veginn ';omu fjórir riddarar með iiðsfor- agja í fararbroddi. Staðnæmdust ’>eir fyrir utan ,,Páfuglinn“. — Vírtust þeir hafa farið geyst og •ira komnir langt að, því að estar þein*a voru svo uppgefnir, ð þeir gátu varla staðið á fót- num. Jeg kallaði á gestgjafann og er ■g hafði fengið flösku af besta íni er hann hafð'i — guð al- ; áttugur miskunni sjer yfir þá, sem verða að láta sjer nægja það versta sem hann hafði — leitaði jeg upplýsmga um hvar jeg væri staddur og hvaða leið lægi til Lavédan. Komst jeg þá að raun um að þaugað væri röskrar mílu ferð. Við hitt borðið — þan voru aðeins tvö í skálanum — voru riddaramir og virtust harla upp- teknir af hvískrandi samtali, er þaimig var vaxið, að betra hefði verið að jeg hefði lagt eyrun við. — Hann kemur heim við lýsing- una, heyrði jeg að liðsforinginn sagði, en mjer kom aldrei til hugar að þeir væru á nokkurn hátt að tala nm mjg. — Það veit sá eini, það gerir hann, hvíslaði einn fylgismaður hans. — Jeg þori að veðja um, að þetta er hann! Jeg tók eftir því, að gestgjaf- inu, er einnig hafði heyrt á samtal riddaranna, leit á mig með óduldri forvitni. í sama biJi kom tiðsforinginn til mín og spurði: — Hvert, er nafn yðar, herra minn ? Jeg Ijet svo lítið að glápa undrandi á hann, áður cn jeg andartaki síðar svaraði með því að spyrjft: —• Hvað kemur yður eiginlega við, hvað jeg heiti? — Afsakið, herra minu, jeg spyr I nafni konungsins. NTú mintist jeg þess, að hann hefði sagt, að jeg „kæmi heim við lýsinguna“ og í sama bili rann það upp fyrir mjer, að það hlyti að vera konungurinn, er hefði gert] þessa menn út til að taka mig I höndum og með því fá vilja kon- ungsins framgengt, og með ofbeldi hindra mig frá því að kömast alla leið til Lavédan. Á þessu augnabliki átti jeg að- eins eina 6sk og það var að leyna rjettu nafni mínu, og með því komast óhindraður áfram leið mína. Og fyrsta nafnið er rann npp í huga rajer, var nafnið á vesling þeim, er við höfðum yfir- gefið fyrir tæpum hálftíma síðan. — Jeg er René Lesperon, sagði jeg. —- Hvað get jeg gert fyrir yður ? Of seint varð mjer það ijóet hvílíkt axarskaft jeg nú hafði i framið, axarskaft, er jeg hlaut að viðurkenna, að enginn, er telj- ] ast vildi sæmiléga greindur, gat t staðið sig við að gera sig sekan í. j Eins og nú var ástatt í hjeraði þessu, hlaut jeg að ganga að því vísu, að erindi manna þessara ætt.i eitthvað skylt við óeirðirnar. — Hnun er að minsta kosti djarfur! hrópaði einn riddarinn og rak upp krossahlátur. Síðan gall við rödd liðsforingjans, hrotta- leg og ákveðin. - Herra Lesperon, jeg tek yður höndum, í nafni konungsins! Hann var búiun að draga sverð sitt úr slíðrum og oddur þess var ekki þumlungsbreidd frá brjóstinu á mjer. Jeg kom þó strax auga 6 að handleggur hans var rjettur lit eins og hann var lauguv til og var þannig loku fyrir það skotið, að haun gœti rekið sverðið í mig. Og borðið, sem var á milli okltar hindraði það, að hann gaiti ráðist á mig. Soanskar Manchettskyrtur er beeta jólagjöfin, hver maður sem fær þær verður í góðu skapi, því þær fara vel, eru mjúkar og úr vandaðasta efni Náttfötin eru óviðjafnanleg að gæðum og útlitl Nýkomin föt og frakkar. Drengjafrakkar sjerstaklega fallegir og hlýir afar ódýrir. Athugið verð og gæði. Andrjes Andrjesson, Laugaveg 3. STEWART vörubifreiðar hafa sýnt það, hjer sem annars staðar, a& styrkleiki þeirra og ending er frábærileg. Fyrirliggjandi V/2 tonns Stewart vörubifreið. Fæst með sjerstaklega hagkvæmum greiðsluskilmálum. Signrþór Jónsson, Austurstræti 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.