Morgunblaðið - 07.12.1930, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.1930, Side 2
2 \TOT?r, TTN-BTiA ðtð Gisli Sveinsson sýsluraaður fimmtugur. í dag er einn af mætustu em- bættismönnum landsins, Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík, fimm- tugur. Hann er fæddur 7. desem- ber 1880 á Sandfelli í Öræfum, sonur þeirra merkislijóna, síra Sveins Eiríkssonar, síðast í Asum í Skaftártungu (d. 1907) og konu hans Guðríðar Pálsdóttur frá Hörgsdal (d. 1920). Hann lauk stúdéntsprófi vorið 1903'; sigldi síðan til Kaupmannahafnar og las lögfræði. Tók embættispróf í lög- fræði um miðjan vetur 1910. — Sama ár settist hann að í Reykja- vík og gerðist málaflutningsmaður við landsyfirrjettinn; stundaði þau störf til 1918. Þann 1. júní 1918 var hann skipaður sýslumað- ur í Skaftafellssýslu og hefir hann gegnt því starfi síðan. ** Gísli Sveinsson. Gísli Sveinsson gaf sig snemma að þjóðmálum og tók mikinrn þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Gekk hann jafnan fremstur í fylkingu þeirra, er hæst settu markið í sjálfstæðisbaráttunni. — Hann var skilnaðarmaður. Ritaði hann mjög mikið um þessi mál; af stærri ritgerðurn má til dæmis nefna „Sjálfstæðismál íslands, yf- irlit yfir sögu málsins 1907“ (sjer- prentun úr Eimreiðinni 1908), „Skilnaðarhugleiðingar, nokkur rannsóknaratriði" (1915) o. fl. — Einnig skrifaði hann fjölda blaða- gidina, um margvísleg efni, etjórnmál, skáldskap, trúmál o. m. fl. Ritgerðir og blaðagreinir G. Sv. báru af öðrum, sakir skarpleika, rökfestu og þeim feikna krafti, sem jafnan fylgdi. Gísli Sveinsson hefir gegnt ýms- um opinberum trúnaðarstörfum. Árið 1912 var hann t. d. skipaður í rannsóknarnefnd gjaldkeramáls Landsbankans, og 1916 í Flóa- áveitunefnd. Hann var kosinn þing maður Vestur-Skaftfellinga 1916 og sat á þingi til 1922, er hann sagði af sjer þingmensku sakir heilsubrests. Á þingi var hann at- kvæðamaður mikill, enda orðlagð- ur mælskumaður og starfsmaður með afbrigðum. Hann átti frum- kvæði að ýmsum nytjamálum á Al- þingi. í hjeraði hefir G. Sv. telcið þátt í flestum málum, sem á dagskrá hafa verið. Ljet einn Skaftfelling- ur nýlega svo um mælt í brjefi til ritstj. þessa blaðs, að G. Sv. hefði reynst þeim heilrátt, nærgætið og skörulegt yfirvald og mun það sannmæli. Munu Skaftfellingar t. d. lengi minnast röggsamlegrar framkomu G. Sv. haustið 1918, þegar Kötlugosið dundi yfir. Hgnn samdi rit um gosið og afleiðingar þess, og var það gefið út af stjórn- arráðinu. Gísli Sveinsson er kvæntur frú Guðrúnu Einarsdóttur, trjesmíða- meistara Pálssonar, Reykjavík (d. 1929). Guðmundur prófessor Hannes- son er sennilega sá maður, sem mest kynni hafði af Gísla Sveins- syni á yngri árum. Hann hefir, fyrir tilmæli blaðsins, skrifað eft- irfarandi af þeirri viðkynningu: Fáir rnenn eru mjer jafnminn- isstæðir og Gísli Sveinsson sýslu- maður, og þó voru það eklti mörg ár, sem jeg hafði náin kynni af honum. Og jeg get bætt því við, að um engan mann hefi jeg gert mjer jafnmiklar vonir og* . um Gísla. Jeg hefði best trúað því, að hann yrði á sínum tíma foringi fólksins svo sem Jón Sigurðsson var. Jeg kyntist honum á stiidentsár- um hans um 1906. Ilann kom þá til Akureyrar frá Kaupmannahöfn heilsuveill og fjelítill og dvaldi þar 1—2 ár. Þó kringumstæðurnar væru erfiðar ljet hann það ekki á sig fá, og það sást á mörgu að allir veittu þessum aðkomumanni eftir- tekt. Hann var djarfmannlegur í framkomu, málsnjall og rökfimur á mannfundum og fylgdi sínu fast fram ef á þurfti að halda, svo fast, að liann setti það ekki fyrir sig, þó hann stæði vegalaus fyrir bragðið. Jeg var um þetta leyti farinn að hugsa um landsmál, sjerstaklega afstöðu vora til Danmerkur. Það var nóg um „pólitík" talað á Ak- ureyri, en alt var það botnlaus flokkastreita og flokkaþvættingur. Fáir sáu út yfir þessi hjaðningavíg og fáir liöfðu nokkra staðgóða þekkingu á málinu. Mjer þótti það því mikill fengur, að fá Gísla til skrafs og ráðagerða. Iiann hafði góða grundvallarþekkingu, hugsaði skýrt og var mikill styrkur að honum á fundum og mannamótum. Kom okkur vel saman um flest. Bollaleggingar okkar komu síðar fram í kveri mínu: í afturelding. Þær stefndu að því, að ísland væri fullvalda ríki, hefði rjett til þess að ráða öllum sínum málum, hafa sjerstakan fána o. s. frv., en áður hafði alt þetta verið á huldu síðan 7ón Sigurðsson leið. Upp úr öllu þessu spratt ,sjálf- stæðisstefnan“ svo kallaða, sem náði hjer yfirtökum á skömmum tíma með aðstoð góðra manna, og leiddi til fullveldisviðurkenn- ingarinnar 1918. G. Sv. ,hefir sagfc sögu hennar árið 1907 í Eimreið- inni (1908) og segir þar kunnugur maður frá. Þegar sagnfræðingar vorir fara að grafast fyrir upptök sjálfstæðishreyfingarínnar, þá munu þeir hitta þar G. Sv. í far- arbroddi, þó ungur væri, fjelaus og heilsulítill. Það er meira undir mönnunum komið en ytri ástæðum. Það hygg jeg, að aldrei hafi G. Sv. talað betur en á Akureyri. Þótt ekki notaði liann blöð, vand- aði hann alla jafna ræður sínar, talaði skýrt og- gagnort, frekar stutt en lengi. Má nokkuð marka það af litlu atviki hve góður ræðu- maður hann var. Við sóttum eitt sinn Ljósavatnsfund, bæði til þess að sjá eitt sinn hin nafnkendu fundarhöld Þingeyinganna, sem ætíð hafa verið miklir áhugamenn í landsmálum, og svo til þess að boða þeim nýja trii: ríkisstefn- una. Áður en lagt var af stað skift- urn við verkum með okkur. Skyldi G. Sv. skýra fyrir fundarmönnum muninn á fullvalda ríki og ríkis- hluta með sjálfstjórn. Ræða hans var ef til vill dálítið hikandi' í fyrstu byrjun, en síðan hin áheyri- legasta og afbrigða skýr. Jeg sleppi hjer að segja nánar frá fundi þessum, sem stóð um 16 klukkustundir, en skömmu eftir að jeg kom heim, barst mjer brjef frá einum fundarmanna, sem ekk- ert hafði. lagt til málanna, og fylgdu brjefinu 100 krónur í pen- ingum. Fygldi það með, að jeg skyldi færa G. Sv. þær í þakklæt- isskyni fyrir ágætt erindi. Veit jeg ekki til þess að neinn Islend- ingur hafi fengið slíka gjöf fyrir fundarræðu annar en G. Sv. En sá höfðinglyndi maður, sem brjefið sendi, var Stefán Guð- jolmsen, kaupmaður á Húsavík. — Vona jeg að hann taki mjer ekki illa upp, þó jeg láti þess getið. Jeg hefi lengi vonast eftir því, að einhver efnilegur ungur mað- ur risi upp, sem gerði landsmál vor að lífsstarfi sínu, sem tæki hvert meginatriði þeirra á fæt- ur öðru og kryfi það til mergj- ar, skrifaði síðan ritgerðir býgðar á nákvæmri rannsókn unp hvert fyrir sig, eftir því sem honum ynnist verkið. Það færi naumast hjá því, að slíkur maður kæmist fljótlega á þing og rjeði mörgu, ef hann hefði að öðru leyti þing- mensku hæfileika. Jeg spurði G. Sv. að því, sköminu eftir að við kyntumst, hvað hann' hygðist fyrir og að hvaða marki helst hann stefndi. Hann svaraði mjer á þá leið, að lög læsi hann til þess að afla sjer daglegs brauðs, en annars væri sjer það ríkast í huga að gerast stjórnmálamaður og verja lífinu til þess. Jeg gladdist mjög af þessu svari, og þóttist ekki hafa hitt annan mann, sem mjer litist lík- legri til þess að vinna sjer frægð og landinu gagn á þessu sviði. En það fer margt öðru vísi en ætlað er. Þó ekki vití jeg gjörla hvaða ólán hefir breytt æskuáformi G. Sv., þá hugsa jeg mjer að fje- leýsi og annríki hafi gert honum í fyrstu erfitt, að verja tíma sín- um til rækilegra, rannsókna á landsmálum, en síðar, er hann var orðinn þingmaður, fjell hann óvíg- ur fyrir heilsuleysinu. Hvernig sem þetta hefir gengið, þá hefir nú skipast svo, að G. Sv. heflr orð- ið hjeraðshöfðingi og sýslumað- ur í stað þess að vera forsætisráð- herra og leiðtogi í landsmálunum. Jeg tel þetta illa farið, en auð- vitað er hvert það sæti vel skip- að sem hann situr. Rjettarlega er nú sjálfstæði voru borgið, en um hitt hugsa fáir að það er einskis nýtt, nema efnalegt sjálfstæðd fylgi. Og enn ætla fá- vísar flokksdeilur að æra fólkið. Ef við Gísli Sveinsson værum orðnir ungir aftur, myndum við lcggja aftur af stað og boða fólk- « 3» • O 9 9 ú 9 9 • 9 9 9 5 3 5 úpDkraftur, í hálfum og heilum flöskurn, er ágætur bragðbætir. Reynið eina f lösku í dag. Járnvörndeild Jes Zimsen. Skiðasleðar lang údýrastir i Hamborg. TH Jölagjafa mikið úrval nýkomið. Eitthvað fyrir alla. — Til dæmis 35 teg. Kaffistell. Kökudiskar og Ávaxtasett. 2 turna silfurplett í 6 gerðum. Einnig ein ný gerð af þriggja turna silfri, og afar margt annað ágætt til Jólagjafa: Spily Kerti og mörg hundruð tegundir af leikiöflgnin. Lægsta verð landsins. E. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. a/\a Sýningu opnar Guðm, Einarsson í datg í Lislvlnahúsinn. Þar verða sýndir íslenskir leirmunir, málverk, högg- myndir og fleira. Sýningin verður opin frá kl. 10—9 daglega. - inu nýja trú, hálfu betri en þetta jórtur sem nú er oftast á boð- stólum. ^ G. H. Hfnnið A.S.I.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.