Morgunblaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 2
V-
2
MORGUNBLAÐIÐ
Höf nm:
Libby’s tómatsósu 8 oz. & 14 oz.
Libby’s mjólk.
White & Cos mixed Pickles 16 oz. & 20 oz.
Pan Yan Pickles .
Worchestes sósu.
Áramót 1930—31.
Nú liðið er hið mikla merkisár^
og móða tímans víða spor þess hylur,,
en fjölda margt í minnum eftir skilur,
sem má ei gleyma æskuviljinn hár.
Sem augnablikin líða um hugans lindir,
frá liðnum d'ögum, bros og skuggamyndir,
og vekja mildar minningar og þrár.
Ávalt fyrirliggjandi.
Tíminn flýgur og vorið nálgast óðfluga. Því þurfa allir, sem
ákuga hafa á jarðabótaframkvæmdum að fara að ákveða sig með
kaup á dráttarvjel. Án hennar getur enginn starfað.
Hygginn maður kaupir það besta, og FORDSON er tvímælalaust
begta dráttarvjelin á markaðnum, sá sterkasta, kraftmesta (32 hest-
öíi) og sparneytnasta á brenslu og smurningsolíu. Allir varahlutir til
hennar afar ódýrir.
Sendið mjer pöntun yðar sem fyrst, svo að dráttarvjelarnar geti
veriS komnar fyrir vorannir.
P. StefácssQn.
Aðalumboðsmaður FORDSON á Islandi.
Ffngeldar,
Kínverjar. Púðurkerlingar og margt fleira mjög ódýrt.
Eggert Kristjánssnm & Ge.
Símar 1317 — 1400 og 1413.
Hosenthal
heimsfræga Postulín er best. Höfum til nokkur juatar- og
kaffistell fyrir 6 og 12 manns.
Fallegt dagatal í kaupbæti þessa viku.
K. Einarssau & Björnssoa.
Efnalaug Raykjavikur.
Laugaveg 34 — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug.
Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum alian óhrein
an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi! Sparar fjel
Dömnr,
látíð gera við skinnkápur yðar áður en það er of seint. Hefi fengið
skinn, íoður og alt tilheyrandi.
n^SSnnSsgn^!
Þingholtsstræti 1.
Höfuðbækur,
Dagbækur.
• ' '* V ' V"v
BikoTtrslnn ísafelðar.
Sjóðbækur.
Kladdar.
Yjer eigum land, með eld og ís í sál,
og opið haf svo vítt er sjónin lítur,
og auðug mið, þar aldrei gullið þrýtur.
Vjer eigum dýrt og fagurt feðramál,
þar tignin býr í tónum og í myndum,
vjer teygum guðaveigar af þess lindum,
og mátt er lifir lífs og dauða bál.
í þessu landi lifir hugstór þjóð,
er leiðir djarfan flokk á ystu miðin,
sem ættstór, minnug, elskar, virðir friðinn.
í æðum rénnur hreint og göfugt blóð;
en þó er kveikt og hlúð að haturs glæðum,
það hrópað er í blöðum og í ræðum
og vilt er sýn um vit og rjetta slóð.
Vjer eigum sögu, þjóðar, þúsund ára,
er þögul vitnar margt um liðna tíð.
Hún þoldi órjett, þrautir bar og stríð,
og þekti raunir, lifði voðann sára,
og hennar frelsi fjötrað var og deytt
í flokkadrætti, lífi og kröftum eytt,
svo yfir gengu tímar böls og tára.
Þó er svo víða á veginn bregður glóð,
sem vitar brenni yfir dökkum svæðum,
það lifa menn í háum sögu hæðum,
sem harðast börðust fyrir land og þjóð,
og ruddu brautir börnum allra tíma,
þeir brutu viðjar, slöktu heiftar bríma,
og ’greiddu veg á fagra frelsis slóð.
Það er svo margt af hinu liðna að læra,
er leggjum vjer á brautir tímans nýja,
vjer eigum hreinan helgidóm að vígja
og hefja sögu vorum niðjum kæra,
þar má ei finnast blað af lýgi blettað,
vort blóð og stríð er sömu lögum fljettað
og sömu æðar allífstaugar næra.
Vor fáni rís. Mót framtíð svífur hátt,
sem frelsistáknið sigurríka og bjarta
þar sem Á bak við berst hvert íslenskt hjarta
og blóðsins straumar renna í sömu átt.
Um feld hans aldrei fari níðings hönd;
hann Fagurviti sje um höf og lönd,
og glæði trú á guð og eiginn mátt.
Sjá framtíð ljómar, dagur drauma blár,
af djúpi rís mót þjóð í frjálsu landi,
þar sem að vinna saman hönd og andi,
á sigurbraut í næstu þúsund ár.
Á viskuleiðum lifi þjóðin sátt
og leiði djarfan flokk í sólarátt,
þá verður Islands auðnuvegur hár.
Kjartan Ólafsson.
L e ð n r-
vörnr.
Mjög mikið og smekkltft
úrval af allskonar
Lsðnrvörnm
fyrir dömur og herra.
Uöruhúsið
VerslnB mín
verðnr loknð á
morgnn vegna
vðrntalninaar.
Dtvarpið.
Sunnudag.
Kl. 16.10 Barnasögur (Guðjón
Guðjónsson, kennari). Kl. 17
Messa í Dómkirkjunni (síra Bj.
Jónsson). Kl. 19,25 Hljómleikar
(Grammófónn). Kl. 19,30 Veður-
fregnir. Kl. 19,40 Upplestur( Stef-
án frá Hvítadal, skáld). Kl. 20
Hljómleikar (Grnmmófónn). Kl.
20,10 Einsöngur (Þórður Krist-
leifsson, söngvari, með aðstoð E.
Thoroddsen). Sigvaldi Kaldalóhs:
Heimir. Sv. Sveinbjörnsson: Sverr-
ir konungur. Sigfús Einarssón:
Gígjan. Árni Thorsteinsson: Frið-
ur á jörðu. Kl. 20,30 Erindi: Lahi-
beth fundurinn (Sig. Sívertsen
prófessor). Kl. 20,30 Ýmislegt. Kl.
21 Frjettir. Kl. 21,15 Orgelhljóm-
leikar: (Páll ísólfsson). Mendel-
sohn: Sónata, D-moll: a) Tilbrigði
um „Faðir vor, sem á himnum
ert“, b) Fuga, e) Andante.
Mánudag.
Kl. 19,25 (Hljómleikar (Grammó
fónn). Kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl.
19,40 Enska, 1. flokkur (Anna
Bjarnadóttir). Kl. 20 Bamasögur
(Margrjet Jónsdóttir, ^kennari).
Kl. 20.10 Pianohljómleikur (Emil
Thoroddsen), Nenselt: Petit valse,
Moszkovski: Etinelles, Moszkov-
ski: Friihlingsrauschen, Heymes:
Noctorne, Ileymes: Serenade. Kl.
20,30 Erindi: Þjóðbandalagið
(Einar Arnórsson, prófessor). Kl.
20,50 Ýmislegt. Kl. 21 Frjettir.
Kl. 21,15 Hljómleikar (Þórarinn
Guðmundsson, fiðla, Emil Thor-
oddsen, slagharpa), Beriot: Ballet-
scene Op. 100. Jarnefelt: Vöggn-
Ivísn. Jenkinson: Elfendans. Fibich:
Poem.