Morgunblaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 6
Eitnrþska í Balgin. Dnlarfnlt fyrirkrtgði. Belgadrotning heimsækir eitt af þeim þorpum, þar sem eitraða ‘þokan hefir farið yfir og valdið : 'úkdóm og manntjóni. Fyrri hluta desember bar það til í dalverpi einu í Belgíu, Mause ■dalnum, að óvenjulega þykk þoka lagðist yfir dalinn, svo að varla 'var ratljóst um bjartan dag. Jafnskjótt og þoka þessi skall á, vciktist margt manna. Einkum var það brjóstveikt fólk, sem átti vanda fyrir því að eiga erfitt með að ná andanum. Á skömmum tíma , dó margt af fólki því sem veiktist. Eiris strádrapst beitarfjenaður bændanna, sem úti var þegar þok- an skall yfir. Læknar og aðrir vísindamenn stóðu uppi ráðalausir. Hvernig sem þeir reyndu að grafast fyrir hvern ig á því stæði, að þoka þessi reynd ist banvæn mönnum og skepnum, komust þeir að engri niðurstöðu, sem hægt var að fella sig við, og sannfærandi reyndist. I grein í Tidens Tegn, eftir, frjettaritaia blaðsins, er þannig komist að orði: Þokan liggur yfir Meusedalnum þykk og grá, svo að vagnstjóri eimlestarinnar sjer varla alin fram undan sjer. Bílar rekast á á veg- unurn um hádaginn og fólk villist :nm heimahaga sína. Stöku sinn- um, um miðjan daginn rofar ögn tii í svip og menn sjá í móðu iit- Lnur verksmiðjureykhíífanna og geta grilt í hina strýtumynduðu hauga af uppgrefti námugang- anna. í borginni Liége, sem þar er skamt frá, og í öllu umhverfi henn ar, er fólkið mjög í angist út af þoku þessari, sem þegar hefir orð- ið fjölda fóiks að bana. Iíjeraðið umhverfis Liége er eitt af þjettbýlustu iðnaðarhjeruðum í heimi. Íbúarnir fengu þar mjög að kenna á hörmungum styrjaldar- iiinar. Ógnirnar frá þeim árum rifjast upp nú. Fóik trúir því statt ug stöðugt, að hjer sje um eitur- gas að ræða. Einhver algerlega -samviskulaus maður, sem vinni að framleiðslu eiturlofts, hafi hleypt eiturefnum í dalverpi þetta. Hann hafi með því viljað fá reynslu fyr- ir því, hvernig eitrið verki, hvort eiturframleiðslan beri árangur. Fólk, sem sjeð hefir djöfulæði ófriðarins, getur trúað því, að slíkt manndrápsæði geti gripið menn. /ðrir. eiga bágt með að trúa slíku. Árið 1911 skall eitt sinn þok.-i eins og þessi yfir dalinn, er várð mörgum að bana. Þá þekti almenn- ingur eklti eiturloft það sem notað var í ófriðnum. Nú segja margir þeirra er voru í hjeraðinu, að þok- an og verkanir hennar, sviðinn í hálsi og fyrir brjósti sje áþekkur oins og þegar Jieir mættu eitur- loftinu í skotgröfunum á árunum. Tíðindamaður blaðsins hitti all- marga menn að máli þarna í claln- um. Kona ein gaf honum eftirfar- j udi lýsingu: — Bóndi minn og vinnufólkið vár að þreskja korn úti við, er þokan skall yfir. Þetta var.um há- degi. Tveim tímum seinna fann fólkið til þess, sem úti var, að það fekk þyngsli fyrir brjóstið, með l'.ósta. í fjórar klukkustundir var það frá verki, vegna hósta og kvala. Næsta dng fór á sömu leið. Og enda þótt við svæfum fyrir lokuðum gluggum, leið okkur illa um nóttina. Þá nótt heyrðum við gauragang úti í fjósi, þar áttum við 7 kýr Við fórum þangað til þess að að- gæta hvað um var að vera. Þar stóðu kýrnar á básunum og voru allar skjálf'andi á beinunum. Við símuðum til dýralæknis. Hann skip aði okkur að. leiða kýrnar þegar Ú1 úr fjósinu og reka þær til fjalls, upp iir þokunni. En þrjár voru kýrnar þá svo veikar orðnar, að ekki var hægt að flytja þær, og varð .að slá þær af þegar í stað. Þetta 12—15 manns hafa dáið í liverju þorpi. Læknar rannsaka sjúklingana, eftir föngum, og gera líkskoðanir. En þeir komast að engri fastri niðurstöðu. Hinn norski tíðindamaður hafði tal af nokkrurii nafnkunnum vís- indamönnum, og voru þeir hver á sínu máli. Einn vildi kenna þetta iHkynjaðri influensu, sem ekkert kæmi þokunni við, því að þoka æti aldrei orðið banvæn. Annar var á þveröfugri skoðun, sagði að þoka myndaðist ætíð á þann hátt, að raki loftsins þjettist utan um einhver föst efni er svifu í loftinu; sjávarþoka t. d. um sjávarseltu o. s. frv. En hver væru efni þau sem þokan myndaðist um þarna í Mensedalnnm. vissi hann ekki frek r.r cn aðrir. ræ'gúi kom í Meuse- jdalinn, til þess að hughreysta hið jhrjáða og þjáða fólk, og ganga úr j kugga um, að vísindamenn gerðu I alt sem í þeirra valdi stæði, til þess að ráða þá gátu, hvað það í raun og veru væri, sem yrði þar mönnum og skepnum að bana. Friettir vfðsvegar að. Fjársvik í Hollywood. í Hollywood er banki, sem lán- ar fje út á fasteigmir. Á stjórn- arfundi fcankans, sem haldinn var um miðjan desemfcer, upplýstist það, að einn af starfsmönnum bankans hefði stolið frá honum S miljónum dollara. Maður þessi var einnig í stjórn Hollywood- banka, sem varð að loka um það lcyti vegna f járhagsörðugleika. Bannið í Bandaríkjunum. Samkvæmt skýrslu frá fjár- málaráðuneytinu í Bandaríkjun- um, voru 38.173 menn teknir fast ir árið sem leið fyrir bannlaga- brot. 8633 bifreiðir og 64 smygl- araskip voru gerð upptæk. Námusprengingin í Alsdorf. Það var fyrst um miðjan des- embermánuð, að yfirvöldin í Als- dorf höfðu fengið nákvæmar upp lýsingar um það, hve margir fórust og særðust, þegar námu- sprengingin mikla varð hjá Als- dorf. Alls er talið, að 271 menn hafi farist, bæði kolanámumenn og skrifstofuþjónar. Ríkisþingið þýska hefir gefið stjórninni heim ild til að verja 2 milj. marka til styrktar ekkjum og börnum þeirra, sem farist hafa við náma- slysin. Iíommúnistar alls siaðar sjálfum sjer líkir. Nýlega komst upp um komm- únistiskan fjelagsskap í Galatz í Rúmeníu, og hafði hann það á stefnuskrá sinni, að fremja þryðjuverk til þess að hræða, þjóðina. Forsprakkarnir voru teknir fastir og fanst hjá þeim talsvert af skotfærum og sprengjuefnum. Þeir viðurkendu ]>að, að þeir hefðu valdið mörg- um járnbrautarslysum með því að blanda sprengiefnum í kol eimvagnanna. Ennfremúr játuðu þeir að hafa fengið peninga frá Rússum til starfsemi sinnar. Ameríkski flotinn. Stjórnin í Bandaríkjunum hef- ir boi'ið fram frumvarp um fimm miljón dollara fjárveitingu til þess að gera flughöfn á vestur- ströndinni fyrir flugvjelar og loftför flotans. Enn fremur hefir hún farið fram á einnar miljón dollara fjárveitingu til þess að 'láta smíða gríðarstórt loftfar. Rvssneskur dómur. 1 desembermánuði 1929 varð samgönguslys hjá Leningrad. — Rákust saman járnbrautarlest og sporvagn. 28 menn biðu bana, en 19 særðust. I desembermánuði s. h, eða eftir eitt ár, var dómur kveðinn upp yfir þeim, sem tai- ið var, að hefðu átt sök á slys- inu. Voru þeir 16 alls. Helming- ur þeirra var dæmdur í 10 ára faiigelsi, en hinir átta í 1—5 ára fangelsi. 1 Nýárskveðfa til Jáaasar Jánssoaar nttTeraadi dúmsmáiaráðiierra. Jeg var viðsta.ddur tilrauri þá, sem bæjarstjórn Reykjavíkur gerði á þriðjudaginn var, til þess að afgreiða á fundi fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1931. Tirlaun þessi mistókst sem kunn ugt er. Unglingspiltar úr hópi fylgismanna þinna, rjeðust inn á fundinn. Erindi þeirra þangað var það eitt, að gera óspektir. Þeir komu þangað til þess að sýna bæj- arbúum og ölllum landslýð fram á, að bæjarstjórn Reykjavíkur gæti ekki haldið fund þenna dag, nema götskríll sá, sem safnaðist þangað' gæfi leyfi sitt til þess. Þegar hið unga fólk, sem þetta kvöld ruddist inn í Templarahúsið, bjó sig til þess að leggja unclir sig fundarsvæði hússins, voru nokkrir lögregluþjónar kallaðir inn í liúsið. Þeir áttu að halda ujipi reglu, og sjá um að bæjarstjórnin gæti unnið störf sín. Þeir voru lamdir, svo að af hlutust meira og minna alvarleg meiðsli. Einn þeirra særðist svo, ao nærri stappaði, að þet.ta yrði síðustu viðskifti hans við hina uppvaxandi kynslóð höfuðstaðar- ins. Svo æðisgenginn var lýðurinn er safnaðist utan um bina fámennu lögreglu í funclarsal bæjarstjórn- ar, að lögregluþjónn sá, sem mest- an fekk áverkann var særður öðru sári, eftir að hann var fallinri í mannþrönginni. Fer viðureign ]>essi ]iá, að bera keim af bardaga- frásögnum Sturliuigaaldar. sem þið Tímamenn eigi sjaldan vitn- ið til. Vopn æskulýðsins í baráttu hans við lögregluþjónana, voru stólar og brak úr bekkjum og gríndum, borðfætur, vatnsglcis og vatns- flöskur. Þegar bardaginn var í algleymingi flugu kastvopn þessi oft upp undir loft í fundarsalnum. Bardaganum Jauk þannig, að ærslaseggirnir, fylgismenn þínir, báru fullan sigur af hólmi. Lög- reglumennirnir voru svo fáir, að þeir gátu lítið viðnám veitt. Fór það mjög að óskum þínum, og vilja ykkar Framsóknarmanna, er best hafið gengið fram í því, að berjast gegn lögregluvaldi í land- inu. Þegar þessir fylgismerin þínir liöfðu dasað lögregluna, og ausið svívirðingum yfir lögregluvald landsins og meiri hluta bæjar- stjórnar, þá leyfðu þeir bæjar- fulltrúunum að ganga út. úr hús- inu. Bæjarfulltrúarnir komust ó- meiddir af þessurn fundi. En störf sín í þágu bæjarfjelagsins urðu þeir að legg.ja á hilluna. Meðal þeirra, sem ]>arn;i urðu frá að hverfa, hörfa undan yfirráðum götulýðsins, var lögreglustjórinn, bæjarfulltrúinn Hermann Jónas- son. — Allir þeir, sem staddir voru í Templarahúsinu að kvöldi þess 30. desember, og jeg hefi átt tal við sí$an, hafa verið á einu máli um það, að telja má það hending og mildi, að enginn var særður ólífis- sári í þeirri viðureign. Þó þessi viðburður komi alþjóð við, þá kemur hann engum íslend- ing eins mikið við og þjer, Jónas J ónsson. Þú varst ekki sjálfur viðstaddur í Templarahúsinu þetta kvöld —- því miður. En bót skal það nokkur, að at- burðinum má lýsa fyrir þjer, svo hann falli þjer ekki úr minni. Síðan þú komst til valda, og fórst úr ráðherrastóli að sjá ýmsar afleiðingar gerða þinna, fyr og síðar, hefir þú látið mikið af' því, að „verk þín töluðu“ við ýms tæki í'æri, og víðsvegar um landið. Aldrei hafa verk þín verið eins hávær í máli, og tekið eins skýrt vii orða ein- og þecta kvöld í Templarahúsmu. Það heyrðist sem sje ekki mannsins mál fyrir „verk- unum“ þínum, dómsmálaráðherra. Á meðan fundarstörf hjeldu á- fram nokkurn veginn óhindrað, talaði samverkamaður þinn og vildarvinur, Olafur Friðriksson, langt mál. Hann sagði m. a. að bankarnir hjerna í Reykjavík geymdu 22 miljónir króna, sem cnginn vissi hver ætti, sem borg- arar bæjarins stælu undan skött- um og gjöldum. Hann var að und- irbúa æskulýðinn, er stóð fyrir J'raman grindurnar, undir áhlaupið sem síðar var gert. Iíann, þessi maöur, sem þú liefir gert að eins- konar ritstjóra Alþýðublaðsins, var að undirbúa jarðveginn með lygum og rógi, þarna á síðustu st.undu, alveg eins og þú hefir gert í kenslustundum .þínum og á fundum undanfarin ár. En aldrei hafa sáðkorn þjóð- málalyga þinna, og frjóangar rógs þíns um menn og málefni, er þii undanfarin ár hefir lagt á hjarta nemenda þinna, borið eins verk- lega ávexti eins og þetta kvöld. Því þú mátt ekki halda, að þarna í Templaraliúsinu hafi mest borið á verkamönnum, sem vinna og erfiði hafa sett svip sinn á. Þarna bar ekki mest á mönnum þeim, er skortir atvinnu hjer í bænum. Þarna bar mest á andlitum fólks sem nýverið hefir verið á skóla- bekkjum — og ferigið þar uppeUli það, sem þú, Jónas Jónsson, hefir halclið að hinni uppvaxancli kyn- slóð undanfarin ár. Op og ærslagangur þessa fólks, heiftaryrði þessara ungu samherja ])inna og skjólstæðinga, hinir reiddu hnefar, hið blossandi hatur augna þeirra, eru verk þín, þín fyrst og fremst, frumherjans, sem leiddi stjettahatrið í íslensk stjórn- mál, Lyga-Marðarins, sem flutt hefir boðskap þjóðmálahatursins í sálir unglinganna árum saman. Úr fundarsal bæjarstjórnar Reykjavíkur fluttu hin talandi verk þín þjer nýárskveðju þá, sem alþjóð mun vel geta greint og skil- ið til fulls. Mun eftir þann dag engum koma á óvart, þó að verkin þín verði á hinu nýbyrjaða ári svo málskrafsmiltil, að þau geti kveðið þig niður af hinu pólitíska valda- sviði íslensku þjóðarinnar. r ■.. V. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.