Morgunblaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 7
7 Þrfr skðlkar Eftir Gisla Jónsson, skipaeftirlitsmann Þrír skálkar eru víðar en í Iðnó, datt mjer í hug, er jeg hafði lesið greinarnar um Þórs- málið í síðasta tÖIubl. Tímans. Munurinn er bara sá, að á leik- sviðinu í Iðnó eru skálkarnir meinlausustu menn, sem bregða sjer í skálkagervið eina og eina kvöldstund, með tiltölulega litl- um ríkisstyrk, áhorfendunum til gagns og gamans, en hjer eru skálkarnir á leiksviði þjóðmál- *nna, hátt launaðir af þraut- píndri, fátækri alþýðu. Það hefir ekki einasta þótt sæmandi, heldur sjálfsögð skylda, að birta að jafnaði dóma um starf og framboð leik- fjelagsins í Iðnó, og ríkisstyrk- urinn, sem fjelaginu hefir hlotn ast, rjettlætt að fullu, það sem rjettilega hefir verið deilt á, en sem að jafnaði hefir leitt til frekari þroska, meiri og betri listar. Enn sjálfsagðara hlýtur það að vera, að dæma um þann leik, sem hjer er hafinn á leik- sviði islenskra þjóðmála, og rík- islaun leikendanna gefa því meiri rjett til gagnrýni, sem þau eru hærri en styrkurinn til leik- fjelagsins. Leikurinn, sem hjer er haf- inn, er því miður enginn gam- anleikur, er hægt sje að skemta sjer við, nei, síður en svo, hann er sorgarleikur í orðsins fylsta skilningi. Tvívegis á sama ári er háttlaunaður maður af ríkis- f je sendur til útlanda til þess að afla ríkinu skipakosts. Siðferði- leg og lagaleg skylda býður honum :að rækja starfið svo, að þjóðinni sje fyrir bestu, en píndur af yfirboðurum sínum, eftir því sem hann sjálfur hefir frá, kastar hann fyrir borð hverri nýtilegri hugsjón á þessu sviði, hverri sjálfstæðri hugs- un, hverri siðferðilegri og laga- legri skyldu við þjóðina, til þess eins að þóknast þeim, sem brauðið brytja í munn honum. Og árangurinn er sá, að í stað- inn fyrir að byggja nýtt. skip til strandferðanna, eldsneytis- spart, traust og gott, samrým- anlegt við nútíð og framtíð, er keypt úrelt, kolafrekt og lje- legt skip, ósamrýmanlegt öllu, sem því er ætlað að afreka. Hálfu verði nýs skips er fleygt í það í upphafi og síðari helm- ingnum.er týnt þar á örskömm- um tíma, smátt og smátt, bæði í viðhaldi, endurbótum og elds- neyti, og þó uppfyllir það aldrei nema ofurlítið brot af þeim kröfum, sem til þess er gert. Þar næst er, — í staðinn fyrir að byggja nýtt skip til strand- gæslu, fiskirannsókna og björg- unar, samrýmanlegt nútíð og framtíð, — keypt gamalt skip, algerlega óhæft til starfans nema með róttækum, dýrum breytingum, sem heldur aldrei fullnægja kröfunum, og það sem út yfir tekur, að fyrir það er greitt 35 til 45 þúsundum króna meira verð, en unt var að kaupa fyrir alveg samskonar skip, iafn-gamalt, jafn-stórt og jafn-gotf, auk þess sem önnur skip, betrl og heppilegri var hægt að kaupa fyrir enn miklu minna verð. Það væri nú ekkert, ef þetta væri lokaþátturinn; en það er síður en að svo sje. Því að þegar rjettilega er bent á mistökin og hrúgur af sönnunum eru lagðar á borðið, og það af mönnum, sem þekkingu hafa á málinu, og þor til að hreifa þessu hneyksl- ismáli, þá er sannleikurinn sagð ur lygi, staðreyndum harðneit- að, og mennirnir svívirtir og of- sóttir á allar lundir. Pálmi Lofts ,son sendir hverja skamma- greinina á fætur annari á mig, fyrir afskifti mín af málinu, full um af svívirðilegum persónuleg- um, lognum árásum, sem ekki snerta málið hið allra minsta, þessi maður, sem ætti að blygðast sín fyrir frammistöð- una, og láta sem minst á sjer bera, eftir þetta. reginhneyksli, sem hann hefir hjer framið, annað . hvort af fávisku eða vondum hvötum, eða þá látið aðra etja sjer út í að fremja. Dómsmálaráðherrann, sem lagalega og siðferðislega bar skylda til, að láta rannsaka alt, sem laut að þessu hneykslis- máli, leggur yfir það siðferðis- lega og stjórnarfarslega bless- un sína, gengur fyrir skjöldu hjá Pálma Loftssyni og heggur á báða bóga ýmist til mín eða hr. alþingismanns Ólafs Thors, með einhverjum þeim eitruðustu og lúalegustu vopnum, sem enn hefir verið beitt í blaðadeilum. Með saurugur hendur og fætur og sauruga hugsun, hlífist hann ekki við að stikla yfir gapandi sár syrgjandi ekkna og munað- arleysingja, í von um að geta, ef vera mætti, vegið að póli- tískum andstæðingi. Um leið tek ur hann á sig og stjórnina, á- byrgðina á hneykslinu, sem hann svo vonandi fær síðar að svara fyrir. Ritstjóri Tímans skrifar langa grein um mig og alþingismann Ólaf Thors. Þar er hverri lyg- inni hrúgað ofan á aðra, svo að undrum sætir, og auðsjáanlega ætluð þeim mönnum einum, er engin kynni hafa af okkur haft. Það er ekki einu sinni hægt að segja satt um svo meinlaust at- riði, eins og það, hvaðan jeg sje ,,uppsprottinn“, eins og rit- istj. svo skemtilega orðar það. Engin tilraun er gerð til þess að fullvissa sig um það fyrst, hvort tilboð þau, sem jeg gerði P. L.^og sem jeg hefi þegar birt, væru raunverulega rjett, og bauð jeg honum þó persónu- lega, að sanna það með óhrekj- andi skjölum, áður en hann tæki afstöðu í málinu. En það var ekki verið að kæra sig mik- ið um sannleikann í herbúðun- um þeim. Enginn snefill af rök- um er borinn fram af hendi þess ara manna í máli þessu. Ham- stola af hræðslu, samviskubiti og reiði, æpa þeir allir, hver í jsínu lagi út til þjóðarinnar: „Trúið ekki þessum mönnum, ,-dt sem þeir segja um ÞÓr or Ivgi. tóm lygi, þeir eru svo af- skaplega ómerkilegir og afska-" lega lygnir, að það er engu orði: að trúa, sem þeir segja, hvorki um Þór nje annað“. Þetta er eina vörnin, sem sýnd er í mál- inu, eina hálmstráið, sem hald- ið er í, eina hugsanlega ábreið- an yfir hneykslið, eini hugsan- legi möguleikinn til að forðast rekara umtal um málið sjálft, frekari rannsókn og frekari sannanir. Með þessu er vérið að reyna að draga athygli manna frá sjálfu málinu svo langt, að yfir fyrnist. Og þetta er gert á sama tíma, sem verkin í Þór, sem framkvæmd eru daglega þar að skipun forstjórans, sanna mestan hluta af því, sem jeg hefi um hann sagt, og myndu sanna það alt, ef að eins væri tími til að framkvæma þar alt, sem framkvæma þarf og fram- kvæmt verður. Þetta er skýrasta sönnunin fyrir rökþrotum þessara manna. Og. þeir finna til þess sjálfir, hvert stefnir, finna nistandiand- úð þjóðarinnar út af máli þessu, læsa sig um merg og bein, þeir sjá fyrirlitninguna í andliti fjöldans, fjöldans, sem þeir þó með engu móti mega vita verða :sjer fráhverfan, fjöldann, sem þeir hafa árum saman gabbað með takmarkalausum, ending- rlausum og ábyrgðarlausum loforðum. Þegar sjeð verður, að 'lygarnar duga ekki lengur, er reynt að snúa aftur hugum þjóð arinnar, með því að fljetta gríni innan um allan óþverrann. 1 mynduð'um, uppmáluðum „grín- fígúrum“, sem aldrei hafa ver- ið til nema í æfintýraheimi Tím- ans, er stilt fram, til þess að reyna að fá fólkið til að hlæja, og á þann hátt, að ná aftur sam úð þeirra, en ekkert stoðar. — Sorgarleikurinn, alvaran, sann- leikurinn, hefir þegar mótað um of hugi þjóðarinnar, augu henn- ar eru að opnast fyrir því, að hjer er að finna ástæðuna fyrir hinum hraðvaxandi skuldum rík Isins, skuldunum, sem eru á góð »im vegi með að glata frelsi þjóðarinnar, ef ekkert er að gert. Þeim er það ljóst, aðmenn, sem fleygja út þannig 35 til 45 þúsund krónum að nauðsynja- lausu á einum einasta gjalda- lið, og leyfa sjer þar á ofan að verja slíka ósvífni, að þeim er ekki lengur trúandi til að hafa hvorki mannaforráð eða fjárráð fyrir þjóðina. Þannig eru þá „Þrír skálk- ar“, þessi nýjasti sorgarleikur í íslensku þjóðmálalífi. Háttvirt- ir skattþegnar hins íslenska rík- is! Kynnið yður hann, opnið augu og eyru, fylgist með gangi hans frá byrjun til leiksloka, að fyrirlitning yðar og vantraust mun vaxa við hverja stund, sem líður. Áður en jeg lýk máli mínu að fullu, ætla jeg að gera Tím- anum þann greiða, að moka svo lítið úr hlössunum, sem hann reiðir á völlinn til bændanna, og við koma Þórsmálinu. í síðasta tbl. Tímans, sendir P. L. Morgunblaðinu og mjer nokkur orð, og það er ekki nema rjett og sjálfsagt aðkvitta fyrir þau, og þó einkum vegna þess, að þau upplýsa ekki svo Ltið aðrJatriðið í þessu máli, ••om um er deilt, atriði, sem jeg hefi frá byrjun talið megin-at-| riði málsins, þótt P. L. virðist | það ekki fyr en nú. Atriði þetta er verðið, sem gefið er fyrir skipið, verðið, sem enginn, er vit hefir á, hefir hingað til get- að trúað, eða skilið. Þegar því P. L. heldur því fram, að jeg sje kominn út fyrir aðalefni deilunnar, með því, að minnast á það, verður hann annað hvorí að tala hjer móti betri vitund eins og oft áður í greinum sín- um, eða hann hefir alls ekki les \ið greinar mínar um málið. I samtali mínu við Morgunblaðið, sem birt er 4. des., tek jeg þaö skýrt fram, „að ef það er rjett, að gefnar hafi verið 180 þús- und krónur fyrir skipið í Þýska la di, þá nái það engri átt, og að það þurfi ekki mikla þekk- ingu á skipamarkaðinum, til þess að vita slíkt“. I fyrsta and- svari mínu til P. L. sanna jeg fullkomlega þessa staðhæfingu mína, með því að birta tilboð fimm skipa, er verðið á öllum þeim skipum miklu hagkvæm- ara, miðað við það, sem boðið er; þar er meðal annars getið um alveg sams konar skip, fyrir 35 til 45 þús. kr. minna verð, og eins og oft hefir verið tek- ið fram, voru P. L. boðin þessi skip öll til kaups, fyrir það verð, sem birt er. í næsta and- svari til P. L. er enn deilt á verðið, og það mjög ákveðið. Meðal annars tekið fram, að þótt tölunum hafi verið snúið við, og Sindri keyptur fyrir 180 þús., en Þór hafnað fyrir 120 þús., að þá hafi verið hægt að hæla framkvstj. í samanburði við kaupin, sem gerð voru. 1 þriðja og síðasta svari rnínu, er enn harðlega deilt á verðið. Þar eru einnig birt 3 tilboð um sambærileg skip, öll miklu lægra verði en Þór, auk þess, sem þar er og enn tilboð um nýtt skip, bygt nákvæmlega eins og Þór, en fyrir að eins £ 2000 hærra verð. Hvað er hægt að segja fyr og ákveðnara um verð skipsins en þetta. Alt annað, sem jeg hefi um skipið sagt, er að eins til að sanna, að hjer var ekkert það fyrir hendi, er rjett- lætt gæti hið ótrúlega háa verð þess, jafnframt því, að gera mönnum það ljóst, að þegar all- ur sá kostnaður, sem óhj ákvæmi legur er, til að bæta úr göllum og alls konar vanköntum, sem á skipinu eru til þess starfa, sem því er ætlaður, ofan á hið afar- háa verð, að þá verði skipið engu ódýrara en nýtt, en ávalt ^lakara. Jeg vona nú, að P. L. fari að verða það ljóst, að það eru ekki eikartommurnar hans, sem' eru aðalatriðið í þessu máli, heldur verð skipsins, fyrst og fremst, og þar næst, hvers vegna verð þess er svo svívirði- lega hátt. Og það svar er ein- mitt að finna í síðasta svari P. L., og mun jeg koma að því síðar. — P. L. heldur því fram, að alt það, sem jeg hefi um skipið sagt, hafi verið rekið ofan í mig með innlendum og útlendum vottorðum. Tíminn og dómsm.- ráðherra halda þessu sama fram. Það er hægt að skrifa v ona fyrir þá ménn, sem ekki hafa Þór daglega fyrir augun- um, en fyrir hina, sem horfa íupp á hann sundurtættan vegna breytingar og aðgerðar, og hafa horft á hann þannig daglega nú um mánaðartíma, og eiga eftir að horfa á hann þannig að minsta kosti jafn-langan tíma enn eða meira; fyrir þá menn tjóar Tímanum ekki að bera svona á borð lengur, jafnvel ekki einu sinni þó að þeir sjeu Tímamenn. í viðtali mínu við Morgun- blaðið, gat jeg þess, að raflögn skipsins væri mjög ljeleg, og þyrfti að endurbæta hana að miklum mun. Þetta hefir þegar komið fram, og gr nú verið að leggja hvern spotta nýjam frá stýrishúsi og fram úr, bæði of- an þilja og undir. Hitt af skit' inu er látið nægja að bæta, sem auðvitað er alveg rangt, þar sem það er ekki nema bráða- bráðabirgðaviðgerð, sem gera verður bráðlega upp aftur, eink- um ])ar sem gamla lögnin er öll „einpóla“, sem meðal annars er mjög óheppilegt fyrir áttavita skipsins, auk þess, sem hjer er um að ræða beint brot á „Til- skipun um eftirlit með skipum og öryggi þeirra“. Þar er skýrt tekið fram, á bls. 52, 137. gr.: „Allar lagnir skulu vera tví- tauga, þ. e. a. s„ að skip eða vatn má eigi nota í taugarstað“. Jeg tel það, vægast sagt, mjög óheppilegt, að ríkið fari að ganga á undan í því, að ganga á snið við reglugjörðina, enda trúi jeg því varla, að ríkisskoð- unarstjóri gefi samþykki sitt til þess. Hjer er að minsta kosti 3 —4 þús. kr. gjaldaliður, og meira til, ef alt er tekið, sem taka ber. Hefir P. L. gleymt að geta þess í viðtali sínu við Tím- ann, þegar hann gaf þeim upp, hvað gera þyrfti. En það er nú fleira en það, sem gleymst'hefir hjá honum í þessu máli. Framh. Voðabál í Broolyu. 18 geymar með hráolíu og terpentínu brenna. Hráolíugeymir einn í olíustöð sem „Standard Oil Co.“ á í Brooklyn sprakk nýlega og kviknaði í olíunni. — Eldurinn breiddist brátt út og kviknaði í 17 geymum með hráolíu og terpentínu. Slökkvilið kom á vettvang með 35 slökkvidælur og 4 báta með slökkvitækjum. Eftir langt og strangt erfiði tókst að yfirbuga eldinn. Tjónið er talið nema um 1 miljón dollara. Vert er að veita því athygli, að hjer var um hráolíu að ræða, sem talið er, að minst eldhætta stafi af. En hjer er, sem kunn- ugt er, bæði geymd steinolía og bensín í geymum, sem bygðir hafa verið í timburhúsahverfi hjer í bænum. Manntal í Japan. Samkvæmt seinasta manntali eru íbúar Japan (þar með taldir íbúar Formosa, Sakhalin og Kó- ■'u) 90.404.000, eða 6.947.000 j fleiri heldur en árið 1925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.