Morgunblaðið - 27.01.1931, Page 8

Morgunblaðið - 27.01.1931, Page 8
■fs M 0 R G U N íí T A Ð IÐ Húseign Verslunarmannafjelagsins við Tjarnargötu 8. ar. Voru þau jafn^iðarlega rædd í fjelaginu. Bankamálið var þar til umræðu, sem eðlilegt var — og skoðanir skiftar. Þá var og að flutningsbannið rætt þar af mikl um hita, o. fl., sem of langt yrði upp að telja. Um sama leyti tóku fjelags- menn að beita sjer fyrir stofnun Verslunarskóla, Leiddu þeir mál það til framkvæmda. Á fundi, þ. 13. júM 1901 var lesið upp brjef frá nýstofnuðu verslunarmannafjelagi Skagfirð- inga og Húnvetninga, þar sem þeir skora á verslunarmannafje- lag Reykjavíkur, að senda áskor- un til Alþingis um stofnun Versl- unarskóla. í upphafi fjekk tillaga þessi eigi góðan byr — og mintust menn þess, að kvöldskóli sá, sem getið er um í upphafi greinar þessarar, lognaðist út af, eftir nokkur ár, vegna þess, að aðsókn þvarr. En umræður hjeldu áfram um málið, og árið 1904 var kosin nefnd manna, til þess að hrinda því í framkvæmd. 1 henni voru þeir D. Thomsen, Ásg. Sigurðs- son, Jón Ólafsson. Síðan var ónnur nefnd kosin á sameigin- legum fundi verslunarmannafje- iagsins og kaupmannafjelagsins. Gerði sú nefnd frumvarp að reglugjörð og kensluyfirlit fyrir væntanlegan skóla, sótti umstyrk til Alþingis, en fjekk Vs af því, sem um var beðið, en lagði til, að málinu yrði hrint í fram- kvæmd, og svo varð haustið 1905. Var þá þessi skólanefnd kosin til þess, að annast um skólann: Sighv. Bjarnason, bankastj., D. Thomsen, consúll, Jón ólafsson ritstj., B. H. Bjarnason, Carl Niculásson verslm. 1 Verslunarskóli íslands er því, sem vera ber, stofnaður fyrir for göngu verslunarmannaf jelags R- víkur, og hafa fjelagsmenn þess margir verið styrktarmenn þess- ar stofnunar alt fram á þenn- an dag. Laugardaginn 8. okt. 1904 var , verslunarskólamálið á dagskrá — og komst þá á þann rekspöl, sem dugði. Á þeim sama fundi gengu fyrst konur í fjelagið. Þá var síðast fundur haldinn í fje- laginu á Hótel ísland. Þar hafði fjelagið lengi starfað og dafnað |vel. En þar fjekst ekki húsrúm lengur. i Flutti fjelagið nú búferlum í Báruna. Þangað var bókasafn fjelagsins flutt. Þar áttu umræðu og skemtifundir að vera. I En þar dafnaði fjelagið eigi ?em á hinum fyrri stað. Fundir urðu strjáir — illa sóttir. Margir af þeim, sem á undanförnum ár- um höfðu haldið uppi fjelags- anda og störfum, hurfu af fund- um. — Fjelagslífið dofnaði út af. Nokkru eftir að Verslunarskól- inn var stofnaður, byrjar hið myrka tímabil í sögu fjelagsins — tímabil deyfðar og aðgerða- leysis. Fyrir eftirkomendurna verður það tímabil ef til vill móðu-hulið — því að gerðabækur fjelagsins hafa ekki fundist. Ef einhver fjelagsmanna gæti gefið bendingar um það, hvar gerða- bækur frá árunum 1906—’17 væri að finna, ætti hann að snúa i sjer til núverandi fjelagsstjórn- ar. — Bókasafn fjelagsins — aðaleign þess — dagaði uppi í Bárunni. Svo lengi hafði enginn um það hirt, að húseigandinn sýndi til- burði til þess, að setja það á uppboð. — Þegar það kom til orða, að setja það á uppboð, reis upp einn gamall og.gegn fjelags- maður, Árni Einarsson, og tók bókasafnið að sjer. Hann barðist síðan, ásamt nokkrum öðrum, næstu árin við að halda f jelaginu lifandi. Flestir hinir fyrri samherjar höfðu þá slept hendinni af fjelaginu að mestu. Húsnæðislaust var það; reitur þess á hrakningi. En þegar alt leit sem ömurleg- ! ast út, kom f jelaginu aðstoð, sem dugði, nýtt líf og fjör — 70 ný- ,ir fjelagsmenn í einum hóp. j Árið 1914 var verslunar- mannafjelagið ,,Merkúr“ stofn- að hjer í bænum. Efldist sá fje- lagsskapur fljótt, og náði vin- sældum bæjarbúa. Af ástæðum, sem óþarfi er að rekja hjer, vildi það til eitt sinn 'á árinu 1919, að nokkrir fje- lagsmenn í Merkúr sögðu sig úr fjelagsskapnum. Gengu þeir skömmu síðar í Verslunarmanna fjelagið, og varð hópur sá, sem um það leyti kom í fjelagið, um 70 manns. Skömmu síðar fjekk fjelagið fastan aðsetursstað í húsi Jóna- tans Þorsteinssonar við Vatns- stíg, samkomustað fyrir fundi sína og rúm fyrir bókasafn sitt. Þar var fjelagið í nokkur ár. En -staðurinn þótti ekki nægi- lega miðsvæðis í bænum, og þá í'lutti fjelagið fundi sína og bókasafn á Skjaldbreið og hafði þar bækistöð, uns það flutti í Eimskipafjelagshúsið. Þar er f je lagið nú, og hefir kaupþingssal- inn til hinna vikulegu funda- halda. Þar er og bókasafníð. Bókasafn fjelagsins er nú orð- ið allstórt. Og altaf er það mikið notað. Hefir safnið alt frá önd- verðu verið fjelaginu besta eign, og fjelagsskapnum til hins mesta stuðnings. Húsbyggingarsjóður og lóð f jelagsins. Það mun hafa verið árið 1905, að tekið var að ræða um, að 'ielagið reisti sjer samkomuhús. Um líkt leyti var um það rætt, að allmörg fjelög í bænum skyldu bindast samtökum með 5 reisa samkomuhús, er þau öll gætu haft not af. Þessu máli varð þó eigi hrint í framkvæmd í þeirri mynd sem ætlað var. Þá kom til orða, að Verslun- armannafjelagið eitt reisti hús, og fjekk það tilboð í slíka hús- byggin&u frá Völundi. HúSið átti að kosta 25 þúsund krónur. Af gerðabókum er ekki hægt að sjer, hver lóð hafi verið ætl- uð húsinu. Árið 1922 var húsbyggingar- málið tekið upp að nýju, og var Sig. Árnason verslm. einn að- alhvatamaður þess. Stofnaður var húsbyggingarsjóður innan fjelagsins. Síðan hefir sjóður þessi verið efldur með ýmsu móti, með samskotum, hlutavelt- um o. fl., og er sjóðurinn nú 28 þús. kr. Lóð hefir fjelagið keypt fyrir 20 þús. kr., horn- lóðina norðan við Vonarstræti og vestan Tjarnargötu (Tjarn- argötu. 8). Hús þau, sem nú eru á lóðinni, gefa af sjer vexti af kaupverðinu. Hefir fjelagið átt þessa lóð í þrjú ár. Enn er engin ákvörðun tekin um byggingu. En „varðar mest til allra orða að undirstaða rjett sje fundin“. í þessu máli hefir fjelagið unn- ið eftir þessu máltæki; með því að byrja að safna saman fje í bygginguna, og hugsa henni fyr- ir ágætum stað, þegar til fram- kvæmda kemur. Frá starfssviði síðustu tíu ára. Fjölda mörg mál hefir fjelag- ið haft til meðferðar og ýms af- skifti af hin síðari ár, og yrði of langt mál að telja þau öll hjer. En einkum hefir fjelagið vit- anlega sint verslunarmálunum. Árið 1923 samdi fjelagið frumvarp til laga um verslunar- atvinnu. Það frumvarp tók lands stjómin síðan að sjer og fjekk samþykt sem lög, í nokkuð breyttri mynd. Um líkt leyti beitti fjelagið sjer fyrir því, að lögin um lok- un sölubúða yrði vel framfylgt. Árið 1924 voru einokunarmál in mikið rædd í fjelaginu, og einkasölum og verslunarhöftum kröftuglega mótmælt. Um það ’eyti var gengismálið mjög rætt innan fjelagsins. — Árið 1927 gengu 109 menn í fjelagið fyrir ‘'orgöngu Árna Einarssonar og fjelagsstjórnarinnar. Þá var byrjað að ræða um stofnun Sambands verslunarfje- laga í landinu. Var frumkvöðull ess máls Jón Á. Egilson. Það var þó ekki fyrri en árið 1927, að nefnd var kosin til þess að undirbúa sambandsstofnunina, fyrir forgöngu Brynjólfs Þor- steinssonar, og var það stofnað í júlí næsta ár. í sambandinu erú nú ein 10 fjelög, og er haldið ár- legt sambandsþing hjer í Rvík. • Hin síðustu ár hefir fjelagið lagt mikla vinnu í það áð semja lagafrumvarp um verslunarnám, Er frumvarp það fullsamið nú, og fjekk það samþykki sam- bandsþings verslunarmannafje- laganna í sumar. Verður frum- varp þetta lagt fyrir næsta Al- þingi. ^ • Niðurlagsorð. Hin síðustu árin hefir f jelagið^ starfað af miklum áhuga og hefir nú á fjórða hundrað fje- laga. Heldur það vel við bóka- safni sínu og hefir það aldrei ^ið notað meira en nú. Fróð- legir fyrirlestrar eru margir haldnir á vetri, eins og á fyrstu árum fjelagsins. Og ýms mikils- verð verslunarmál eru rædd og framkvæmd og oft fjörugir um- ræðufundir um önnur þjóðnytja mál. Fjelagið hefir innan sinna vjebanda menn úr öllum grein- um verslunarstjettarinnar. — Kaupmenn og starfsmenn þeirra vinna þar saman að hinum mörgu sameiginlegu málum stjettarinnar. Hefir það reynst fjelaginu og stjettinni happa- drjúgt að hafa einnig húsbænd- urna með í fjelaginu, því meðal þeirra eru, eins og alþjóð er kunnugt, margir hæfileika- og dugnaðarmenn, er fjelagsskapn- um er mikill styrkur í. Auk þess hefir samstarf þeirra í fjelag- inu með starfsmönnum sínum án. efa gert þá frjálslyndari og samvinnuþýðari í þeirra garð.. En á hinn bóginn eflt sanngirni starfsmannanna í garð hús- bændanna. Og síðast en ekki síst hefir fjelagið kröftuglega. stutt að andlegri víðsýni versl- unarstjettarinnar í heild sinni. Hin íslenska verslunarstjett: mun því í sameiningu í dag á 40 ára afmæli fjelagsins, færá því fylstu þakkir fyrir ágætt stai*f, og óska því til hamingjus og blessunar á komandi tíð.. Núverandi stjórn Verzlunarmannafjelags Reykjavíkur Erlendur Pjetursson, formaður Brynjólfur Þorsteinsson, varaform. Sigurgísli Guðnason, gjaldkeri. Egill Guttormsson, fundurstjóri. Sigurður Guðmundsson, ritari. Hé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.