Morgunblaðið - 08.03.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Bnimnnmtiiiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiniinimnnniiiiiiiiir = = Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavilc ~ s Bitatjórar: Jón Kjartansson. = = Valtýr Stefánsson. = = Ritstjórn og: afgreiösla: = = Austurstræti 8. — Sími 500. = 1 Auglýsingastjóri: E. Hafberg. s Auglýsingaskrifstofa: = = Austurstræti 17. — Sími 700. 55 s Heimasímar: = s Jón Kjartansson nr. 742. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. = i Áskriftagjald: = s Innanlands kr. 2.00 á mánuói. = ~ Utanlands kr. 2.50 á mánutSi. = í lausasölu 10 aura eintakiS. = 20 aura meö Lesbók = ^iiiiuiiiiuuiininniiniiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiinnniiiiiiniiFF. Maður ferst í snjóflóði. (Einkaskeyti til Mbl.) Patreksfirði, 5. mars Ml. I gærdag voru þeir Byrgir Thor- oddsen og Brynjólfur Jónsson á leið milli Kvígyndisdals og Yatns- dals. Er þeir voru konmir rómlega miðja vega, fjell á þá snjóflóð.' Komst Byrgir sem var í innri kant.i flóðsins iir því, en Brynj- ólfnr, sem var í ytri kantinum aiáði sjer ekki úr því og' tók snjó- flóðið liann með sjer og beið hann kana af. Snjóflóðið liafði ekki bor- ið haim nema noklcra faðma niður fyrir vegimn, Þrjátín menn grófu í sjö tíma eða til miðnættis, byrj- Uðu þeir aftur i morgun- Fundu 3ík hans um tíu leytið. ísland og Þjóðabandalagið. ^ ;Genf, 7. rnars. United Press. FB. Island hefir ákveðið að taka l>átt í störfum nefndar þeirrar, «6»! vínnur að samvinnu meðal Evrópuríkja. Fulltrúar allra Evrópuríkja koma á fund í París til þess að a*áða fram úr f'jáitia gsörðugleikurn keixnskreppunnar. Bretar breyta kosninga- lögnnum. Neðri málstofan hefir með 277 atkv. gegn 251 samþykt binar þýðingarmiklu kosninga- iagabreytingar, sem frjálslyndi flokkurinn hefir krafist af jafnaðarmannastjörninni, fyrir ^uðning þann, sem þeir veittu ■stjóminni. Fjekk frjálsl. flokk- Urinn, eins og kunnugt er, færri Jdngsæti \ hlutfalli við atkvæða- ^ágn en hinir flokkarnir, við ®íðustu kosnlngar. Ulotaútgjöld Breta. London, 5. mars. United Press. FB. 1Opinberlega tilkynt, að flota- ötgjöldin séu áætluð fyrir 1931 51,605 þús. sterlingspund, sem 'er 342,000 sterl.pd. minna en tyrir árið 1930. Heimsmet I skautahlaupi. Oslo 6. mars. TJnited Press FB. heimsmet sett hjer í skauta- ^laupum: Thunherg hinn finski rann 1000 metra á 1 mín. 27.4 sek. Evensen, Norðmaður, rann 5000 •fcetra á 8 mín. 1L2 sek. Nýi hainargarðnrinii skenamisi. Ðólvirkið bilar, og sandurinn í garðinum skríður út í höfn. Á föstudagskvöld, laust fyrir miðnætti, urðu menn þess varir, að dynkir heyrðust alivoveifleg- ir í hafnargarðinum nýja, sem hyggður var síðastliðið ár norð- ur undan Grófinni. Dynkir þessir heyrðust í krik- anum, þar sem nýi garðurinn mætir gamla hafnargarðinum. Er frá leið, tók að bera á því, að bólvirkið þarna austan á hafnargarðinum nýja seig nið- ur, jafnframt því sem brún þess þokaðist inn á við. Var þá sýnilegt, að undir- vstaða Bólvirkisins hafði bilað. Neðri brún þess, sem rekin var niður í sjávarbotninn, hafði eigi nægilega viðspyrnu í botn- inum utan við garðinn, en- seig út á við. Við það opnaðist sand- inum innan við bólvirkið útrás, svo skri&a af sandi þéim, sem hafnargarðurinn er gerður úr. rann nú undir bólvirkið, og myndaðist þarna ferleg gjóta i garðinn innan við bólvirkið, á 20—30 metra svæði. Á laugardagsmorguninn var svo mikil skriða af sandi og mold runnin út undir bólvirkið, að gjótan, sem myndaðist í garð inn, náði inn undir gangstjett þá, sem er eftir garðinum endi- löngum um miðju. Var nú brugðið við, til þest að stöðva frekari skemdir, veita bólvirkinu viðnám að utan- verðu, með því að flytja að því grjót, og með því að setja bráðabirgða-timburþil í gjót- una, sem mynduð var, svo eigi skriði úr börmum hennar. Bólvirki nýja hafnargarðsins er gert með þeim hætti, að járn- stengur 12—14 metra langar eru reknar niður í botninn. — Stengur þessar eru þannig að lögun, að þær grópast þjett hver að annari, svo þær mynda vatm helda kistu. Er kista þessi síð- an treyst með ýmsum tengsluir hið innra, og síðan fylt af sandi og öðrum jarðefnum. Orsakir skemdanna eru þær, eins og ofanrituð frá- sögn ber með sjer, að á þessu umrædda svæði hafa járnstang- ir þessar ekki verið reknar nægi lega langt niður í sjávarbotn- inn. Við stórstraumsfjöru, þeg- ar aðhaldið er sem allra minst að utan, hafa þyngsli uppfyll- ingarinnar spent hið þjetta ból- virki fram að neðanverðu svo útrás hefir myndast fyrir sand- inn, sem settur var í garðinn. Óvíst er enn, hvort nú þegar er girt fyrir frekari skemdir á garðinum. En vonandi verður sú raunin á. Hafnargarðinn gerði „Dansk Sandpumpekompagni“. Var verk- ið afhent höfninni þ. 2. júní, með þeim skilmálum, að ,Sandpumpe- kompagni* bæri ábyrgð á verk- inu eitt ár frá afhendingardegi Ábyrgðartími fjelagsins er því útrunninn þ. 2. júní í sumar. Ómögulegt er að gera sjer neina ákveðna grein fyrir því, hvað viðgerðin muni kosta. —- Bendir margt til þess, að hún verði erfið. Það verður út af fyrir sig erfitt verk, að ná ból- virkinu upp, sem niður hefir slig- ast, áður en hægt verður að byrja á endurbyggingunni. ÞlngWðindl, Sveitagjöld. Neðri deild. Halldór Stefánsson flytur frv. um sveitargjöld. Leggur hann til, að sveitar- og bæjarsjóðir fái fast- an tekjustofn í stað útsvaranna, sem nú eru. Aðaltekjustofninn á að vera tekju- og eignarskattur, eftir sömu reglum og tekju- og eignarskattur til ríkissjóðs, en tvö- falt hærri. Nokkrir aðrir tekju- stofnar eru tilnefndir í frv. Mál þetta var til umræðu í Nd. í gær og sætti frv. all-miklum andmælum frá ýmsum þingmönn- um. Nefndu þingmenn nokkur dæmi þess, að skatturinn samkv. reglu Halldórs gæti í sumum til- fellum orðið meiri en allar tekjur manna- Einnig var rjettilega á það bent, að skatturinn kæmi oft mjög ranglátlega niður, ef farið yrði eingöngu eftir tekju og eign- arskattinum. Skattur eftir „efnum og ástæðum“, svo sem tíðkast við xitsvarsálagningu, væri rjettlátasti skatturinn, sem hægt væri að fá, þar sem nægur kunnugleiki væri fyrir, og hánn væri einmitt fyrir hendi í sveitunum. Frv. var að lokinni umræðu vís- að til allslin., en sennilega sofnar það þar. Stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þingmenn Reykvílringa flytja frumvarp um að jarðirnar Þor- móðsstaðir og Skildinganes í Sel- tjarnarneshreppi skuli lagðar und- ir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Frv. þetta var lagt fyrir síðasta Alþingi, en var þá felt. Hjeðinn mælti nokkur orð með frumvarp- inu, en Ólafur Thors andmælti því. Var því vísað til 2. timr. og alls- herjarnefndar. Laun járnbrautarmanna lækka. „National Raihvay Gages Board“ hefir ákveðið, að laun allra járnbrautarstarfsmanna skuli lækka um 2i/£% og þar að auki ^viðbótarlækkun, er nemur 2.y%°/o á öll laun yfir 40 shill- ings. Lækkun á launum allra skrifstofumanna, sem nemur yf- ir 100 sterlingspundum á ári, nemur 71/4%.1— Launalækkun þessi bitnar á ca. 800,000 járn- brautarstarfsmönnum. B æ jarst jórnarkosningar í London. London, 6. mars. United Press. FB. Kosningar til borgarstjórnar 1 London benda til„ að hlut- fallið milli styrkleika flokkanna liafi ekki breyttst að miklum mun. Umbótamenn í bæjarmál- efnum (municipal reformers) hafa unnið sex sæti á kostnað jafnaðarmanna. Fullnaðarúrslit eru ekki kunn, en umbótamenn hafa fengið 68 sæti, jafnaðar- menn 29, frjálslyndir 4, óháðir 1. Fjórtán konur hafa verið kosnar, þar á meðal dóttir for- sætisráðherrans, Ishibel Mac- Donald. Frá Frakklandi. París, 6. mars. United Press. FB. Opinberlega er tilkynt, að at- vinnuleysingjar í Frakklandi, sem atvinnuleysisstyrki hljóta, hafi þ. 28. febr. verið 40,077, en auk þess voru 59.000 skrá- settir atvinnuleysingjar, sem ekki eru styrks aðnjótandi frá hinu opinbera. Nýkomið. Mikið og smekkiegt nrval af allskonar Em> silkinærfötnm. Mjög sanngjarnt verð. Vörnhnsið Kaapa húsmódirl Vegna þess að þjer mun- t ð þuifa hjálpar við hús- móðuistörfin, þá leyfi jeg mjer að bjóða yður að- stoð mina. Fröken Brasso. . Verkbanni frestað. Hemaðarútgjöld Breta. London 6. mars. United Press FB. Samkvæmt opinberri áætlun verða hemaðarútgjöldiri (til larid- hersins) 570 þús. sterlingspnndum minni á komandi fjárhagsári en á því yfirstandanda. Hernaðarút- gjöldin eru áætluð 39.930 þús. sterlingspunda. Til vígbvinaðar á Kaupmannahöfn, 7. mars. United Press. FB. Verkbanninu, sem ráðgert var að byrjaði á mánudag, og bitnar á 55.000 verkamönnum í ýmsum iðngreinum, ef sætt- ir takast ekki, Jiefir verið frest- að á meðan rannsókn sátta- semjara er ekki lokið. Launadeila í kolanámum Wales. London 6. mars. United Press FB. Málamiðlunamefndin í kolaiðn- aðinum í South Wales hefir úr- skurðað, að núverandi uppbót (bonus), sem greiðist verkamönn- um í ákvæðisvinnn og er 28% yfir grundvallarlaunastigann frá 1915, verði lækkuð uni 8% í 20%. Jafnframt hefir verið úrsknrðuð 5-10% lækkun á svokölluðum auka viðurværislaunum verkamanna, sem ekki vinna í ákvæðisvinnu. Launalækkanir þessar bitna á 17.000 verkamönnum. Er þetta önnur launalækkun sem .ákveðin er innan tveggja daga, í aðalatvinnugreinum lands- ins. Síðar: Ný vinnustöðvun í kola- iðnaði South-'Wales yfirvofandi, þar eð framkvæmdarnefnd námu- mannasambandsins hefir neitað að fallast á úrskurð þann, sem gerður er að umtalsefni í fyrra skeytinu. Hefir framkvæmdar- nefndin boðað fulltrúafund til þess að ræða um hvaða stefnu skuli taka, þar eð af úrsknrðinnm mundi leiða óþolandi ástand fyrir verkamenn. Morgunblaðið er 8 síður og Les- bók í dag. sjó og landi, er því ráðgert að verja miklum mun minna en áðuf, en nokkru rueira til flughersirts eða 18.100.000 sterlingspundum eða 250 þús. sterlingspundum meira en á yfirstandandi f járhags- ári. Dagbók. Veðrið (í gær kl. 5): í nótt og í dag liefir lægt um aDt land, og er nú komið kyrt veður eða hæg SA-átt alls staðar nema við S-ströndina. Þar er enn snarp- ur vindur en lægir óðum. Á N- og V-landi er bjartviðri, en dá- lítið slyddu- eða snjójel sums stað- ar sunnanlands. Hitinn er 0—2 kt. um alt land. Loftþrýsting er nú orðin há um alt land, og nær hæðin austur yfir Skandinavíu, en. færist heldur vestur eftir. Er þvi útlit fyrir kyrt veður um alt land á morgun með frostlitlu eða frost- lausu veðri og bjartviðri að minsta kosti á N- og V-landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hæg A-átt. Bjartviðri. Vikivakanámskeiðin. Æfingar hefjast hjá fullorðnum í byrjenda- flokki annað kvöld kl. 9 á Lauf- ásveg 2, en hjá þeim sem lengra eru komnir á fimtudag. Vikivakar barna. Æfingar hefja^t annað kvöld kl. 7, og í öðrnjn flokknum sömu daga og áður var. Karlakór K. F. U. M. byr jar aft- ur á morgun. Fyrri vika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.