Morgunblaðið - 08.03.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1931, Blaðsíða 6
O li G U N li L A D 1 Ð £ Fjðrmaiaspillingin. Bannsðkn nanðsynleg. Núverandi valdhafar settust við stýrið síðla árs 1927. Þeir tóku við glæsilegu ríkisbúi. Fyrirrennarar þeirra höfðu búið svo í haginn á kjörtímabilinu næsta á undan, að skuldir ríkissjóðs höfðu lækkað úr 18.5 milj. króna niður í 11.3 miljón ir. Skattarnir höfðu verið lækkaðir um rúmlega eina milj. króna á ári. Atvinnuvegirnir stóðu í blóma og voru sem óðast að rjetta sig úr kútnum. Þessi holla fjármálastefna hafði margar og víðtækar verkanir. — Vegna hinnar stórfeldu skulda- lækkunar sparaðist um milj. króna á ári í greiðslu vaxta og afborg- ana af skuldum. Þessari fúlgu var svo varið til margs kónar verk- legra framkvæmda í landinu. A þessum árum var lögð fyrsta und- irstaðan að alhliða viðreisn land- búnaðarins. Þá var Ræktunarsjóð- ur íslands stofnaður. Þá var meiru fje varið til nýrra vega, brúa, síma, vita og ýmsra atmara nyt- samra framkvæmda en áður þekt- ist. — Út á við liafði hin holla fjár- málastefna og víðtækar verkanir. Lánstraustið, sem áður var lamað, var nú endurheimt að fullu. ís- lenska ríkið var sett á bekk með skilvísustu þjóðum. Svo komu stjórnarskiftin. Hin nýja stjórn — Framsóknar og sósíalista — fekk þrjú óslitin góð- æri. Þessi ár runnu meiri tekjur í ríkissjóð en þekkst liafði áður. En nýir siðir komu með nýjum herrum. Góðærin miklu, 1928, 1929 og 1930 voru heildar útgjöld ríkis- sjóðs áætluð 33.1 milj. króna. En tekjur ríkissjóðs urðu þessi ár um 48 milj. króna. Öll árin voru tekj- urnar áætlaðar ríflega fyrir gjöld- unum. Stjórnin hefir þannig haft yfir að ráða um 15 miljónum króna tekjum, umfram áætlun fjárlaga. Hvað hefir orðið af þessu feikna fje? Alt er það horfið. Það hefir alt farið í botnlausa eyðslu og sukk valdhafanna. En stjórnin hefir ekki látið þar við sitja. Henni nægði ekki, að eyða og sóa þeim 48 miljónum króna, sem ríkissjóður fekk í tekj- ur góðærin undanfarið. Hún gerði betur. í viðbót við þetta stofnaði stjórnin nýjar ríkisskuldir, er nema um 16—18 milj. króna. Þetta fje er einnig horfið. Og enginn sjer hvað af því hefir orðið. Sjeu nú heildar tekjur ríkis- sjóðs undanfarin góðæri (1928, 1929 og 1930) og skuldaaukning stjómarinnar lagðar saman, kemur í ljós, að valdhafamir hafa þessi þrjú áir sóað 65—70 miljónum kr. Geri aðrir betur! Og hvemig er umhorfs nú? Skuldir ríkissjóðs eru nú 28—30 miljónir króna. Skattar eru nú þyngri á þjóðinni en nokkuru sinni áður. Bankavextir eru hærri en áður hefir þekkst. Atvinnuveg- irnir liggja í rústum.Lánstraustinu er svo gerspilt, að sjálf stjómin sá sjer eigi annað fært en að binda allar tekjur ríkissjóðs og allar eignir til tryggingar ókjaraláninu mikla í London. Þenna stimpil verður íslenska ríkið að bera í næstu 40 ár. Ofan á þessi ósköp bætist svo það, að stjórnin hefir ekki eyri aflögu til verklegra framkvæmda. Engir nýir vegir, engar brýr, eng- inn símaspotti, engir vitar. Allar verklegar framkvæmdir stöðvast, því fjárhirslan er tóm. Til þess að almenningur geti síður áttað sig á fjármálaspilling- unni, hafa valdhafarnir tekið það ráð, að rugla sem mest alla reikn- ingsfærslu ríkissjóðs. Vafalaust er þetta gert til þess, að almenning- ur geti ekki lengur fylgst með' fjárhag ríkissjóðs. Skuldir ríkissjóðs eru nú þannig færðar, að sjálf stjórnin botnar ekki í neinu. Hún veit hvorki upp nje niður. Þannig skýrði dóms- málaráðherrann frá því í London, þegar hann gerði veðsetninguna miklu, að skuldir ríkisins væru 26 milj. króna, að meðtöldu ókjara- láninu mikla. Þessa yfirlýsingu gaf dómsmálaráðherrann í umboði fjármálaráðherra íslands. — Þrem mánuðum síðar kemur fjármálaráð herrann fram á sjónarsviðið á Al- þingi og segir þar, að skuldir ríkis ins sjeu 40.2 mi!j. króna. Hvað á nú almenningur að halda, þegar ráðherrarnir skýra. þannig frá? En þetta er ekki eina fölsunin, sem núVerandi valdhafar hafa leyft sjer að gera á reikningum ríkissjóðs. Við athugun landsreikn ingsins 1929 kemur í ljós, að. stór- ar fjárhæðir, sem greiddafr voru á þessu ári, eru þurkaðar út á gjalda reikningi þessa árs — og færðar yfir á næsta ár. Sams konar reikn- ingsfærsla er viðhöfð á árinu 1930. en í miklu stærra stýl. Þessa aðferð hefir stjórnin not- að til að fá betri útkomu á lands- reikningnum — á pappírnum- En auðvitað er aðferðin óleyfileg föls- un, sem væri refsiverð ef ein- staklingur ætti í hlut. „Yfirfærsl- ur“ þessar frá ári til árs nerna miljónum króna. Utkoma góðær- anna miklu, 1929 og 1930 ,verður því sú, þegar öll kurl koma til grafar, að miljóna halli hefdr orðið á rekstri þjóðarbúsins þessi ár! Þessi „yfirfærslu“-aðferð stjórn- arinnar minnir á framferði verstu fjárglæframanna. Aðferðin vekur og grun um það, að stjórnin hafi enn óhreinna mjöl í pokanum, en menn hafa hingað til vitað um. Samviskan er ekki í lagi. Almenningur veit það eitt um fjárreiður núverandi valdhafa, að tugum miljóna króna hefir verið sóað úr ríkissjóði, án minstu heim- ildar í lögum .Til þess að fela þetta, hefir það ráð verið tekið, að rugla alla reikningsfærslu og falsa reikningana. Nú er spurningin þessi: Gerir almenningur sjer það að góðu, að Alþingi gangi þegjandi fram hjá ■ spillingu, þessari og láti sem ekk- ert hafi í skorist? Ef ekki, þá er aðeins ein leið fyrir höndum. Hún l manntalinu frá 1920 voru þeir, er sú, að Alþingi skipi nú þegar sjerstaka nefnd samkvæmt 35 gr. stjórnarskrárinnar og feli henni það mikilvæga verkefni, að rann- saka allar fjárreiður núverandi stjórnar. Er það í raun og veru sjálfsögð skylda þingsins, að láta slíka íann sókn fram fara nú þegar. Því það ætti öllum hugsandi mönnum að vera ljóst, að verði áfram haldið á þeirri braut spillingar og óreiðu í fjármálum, sem núverandi vald- hafar eru komnir út á, þá er fjár- hagsleg glötun þjóðarinnar yfir vofandi. Fávitahæli. Nauðsynlegt að stofna slíkt hæli hjer. „Það mannúðarstarf, sem nú ligg ur mest á, er að koma upp hæli fyrir fávita“, sagði Guðmundur Björnson landlæknir við mig s-1. haust, er hann var að skoða Elli- heimilið. Jafnframt fór hann fram á, að við reyndum að taka fávita í kjallara Elliheimilisins, „það væri stórkostleg bót fyrir mörg heimili, þótt ]>ið gætuð ekki tekið nema rúma 20“ sagði hann. — Hann fjelst þó 1 á við nánari athugun, að það mundi ófært vegna gamla fólksins að gera kjallarann að hæli fyrir fávita. Jef hefi sjeð sumstaðar í er- lendum Elliheimilum að sjerstök herbergi eru ætluð gömlu fólki, sem óráð sækir á, og þykir það eðlilegt og sjálfsagt, þegar húsrúm leyfir. Á stóra elliheimilinu í Búda pest, þar sem var um 1300 manns alls, var stór hliðarálma hússins æt.luð nokkur hundruð fávitum, — en mjer þótti sú tilhögun alt annað en eftirbreytnisverð. Elliheimilið okkar hjer í Reykja- vík hefir ekki komist hjá að taka fáein geðbiluð gamalmenni, og þegar þau þurfa ekki sjerstakrar gæslu, nje sjerherbergi er meðgjöf með þeim söm og með öðrum rúm- föstum vistmönnum, eða 100 kr á mánuði, þegar aðstandendur sjúk- linga er sjerstakrar gæslu þurfa, hafa sent með þeim sjerstakt hjúkrunarfólk, og að öðrum kosti eru þeir ekki teknir er því selt fæði, en kaup hjúkrunarfólks er þá óviðkomandi heimilinu og lækn- ishjálp sömuleiðis. Þykir mjer á- stæða til að geta þess, vegna brjefs þess frá Hólshrepp, sem blöðin hafa getið um að Alþingi hafi ver- ið sent nýlega, svo að enginn ætli að Elliheimilið krefjist þeirra með- gjafa, sem þar er nefnd. Má þó vel vera að upphæðin sje í sjálfu sjer rjett, því að hjúkrunarmenn geð- veikra taka hátt kaup. II. En snúum aftur að fávitunum, Jeg bið menn að athuga að jeg segi ekki fábjánar. Það orð er orð- ið skammaryrði manna á meðal, og má því ekki festast við neitt liæli, sem því fólki er ætlað, er verið hefir vitskert frá fyrstu æsku eða hálfvitai, þ. e. ekki hlot- ið nema eitthvert brot úr almenn- um vitsmunum. Það er ekki búið að yfirfara svo almenna manntalið í vetur, að unt sje að segja með vissu hvað margir fávitar eru á öllu landinu eftir því. En samkvæmt sem hj'er segir: Innan 20 ára 26 karlar og 12 konur 20—40 — 18 karlar og 16 konur 40—60 — 11 karlar og 9 konur yfir 60 — 3 karlmenn og 2 konur ótilgreindur aldur 4 karlar Alls 62 karlar og 39 konur eða alls 101, er svarar til rúmlega 1 af hverjum 1000. Eftir sama hlutfalli ættu þeir að vera nú eitt- hvað um 115. Ef þessar tölur eru nákvæml. rjettar, eru tiltölulega miklu færri fávitar hjerlendis en með öðrum þjóðum, en þar eru hálfvitar taldir í sama flokk, og óvíst hvort svo er gert hjer al- ment. Prófessor Wildensko'w, yfirlækn ir við stærstu, og að ýmsra dómi bestu fávitahæli Dana, „Kellersku stofnanirnar við Vejlefjörð, skrif- ar í álitsskjali til ríkisstjómar Danmerkur í sumar sem leið, að opinberar skýrslur telji fávita og hálfvita þar í landi 2 af þúsund eða samtals um 7000. Hafa Danir hælisvist handa þeim flestum, þó eru um 600 á einstakra manna lieimiluiy, en undir sjerstöku eftir- liti heilbrigðisstjórnar. Danir kalla algerða fávita og hálfvita einu nafni „Aandssvage“, og geta marg ir þeirra (hálfvitanna) lært ýmsa handavinnu í skólum hælanna og unnið síðar fyrir sjer. En prófessor Wildenskow bætir því við, að þessi tala, 2 af þúsund, sje vafalaust gersamlega röng, og telur líklegt að hún ætti að vera 5 af þúsundi, eða að meira en helmingur hálfvitanna hafi ekki verið talinn. Hann telur með „Aandssvage“ öll börn og ung- linga, sem eru 3 árum eða meira á eftir jafnöldrum sínum að náms- þroska. — Sjerfróðum mönnum ber saman um að foreidrar og ýmsir aðrir vilji leyna því í lengstu lög að börn sjeu hálfvitar, enda þótt börnunum sje það hið mesta tjón, ef völ er á góðri upp- eldisstofnun fyrir þau. — Því seinna sem nám við þeirra hæfi byrjar því ólíklegra er um árang- urinn. Sennilega á svipuð vantalning sjer stað hjerl., og eru þá okkar fávitar og hálfvitar yfir 200. En hvort, sem þeir eru 115 eða 230 eða fleiri, vita allflestir að það er komið meira en mál að reist verði hæli handa þeim. Þess er þá að gæta í upphafi, að allir sjerfræðingar á þessu sviði, sem jeg hefi náð til, og í þeim hóp er fyrgreindur prófessor Wildenskow, telja ófært að í sama hæli sjeu vanþroskuð börn (hálf- vitar), sem eitthvað má þó kenna, og fullorðnir fávitar, sem ekki er unt að gera annað fyrir en að sjá um að þeir hafi föt og fæði og geri hvorki sjálfum sjer eða öðrum mein. Barnaverndamefndin, sem ríkis- stjórnin skipaði, hefir íhugað þessa hlið málsins eftir föngum, og, er að safna skýrslum frá oddvit- um hreppsnefnda um alt land við- víkjandi fávitum og vanþroskuð- um börnum. Kemur hún væntan- lega bráðlega með frumvarp um að ríkið reisi hæli fyrir 30—35 fullorðna fávita. Hins vegar hefir oss komið til hugar, að bamahælið nýreista að Hverakoti í Grímsnesi gæti orðið heppileg uppeldisstofnun fyrir Notið ávalt gefur fagran dimman gljáa Notið Allcocksplástra el þjer halið þrantir. í»að eru hinir dásamlegu brúnu plástr- ar, sem færa yður hlýju og fróun. Kraft- ur /þeirra er svo mikill, að þeir minka undir eins þjáningar, hversu djúpt sem þær kunna at5 liggja, og lækna þær að fullu á skömmum tíma. Allcocks plástrar eru bestir allra með- ala slíkFar tegundar, af því að þeir hjálpa yður allan tímann, sem þjer not- ið þá. — Þursabit (Lumbago), Ischias, gikt, bakverkur, hósti og kvef geta blátt á- fram ekki staðist áhrif plástranna. ALLCOCKS POROUS PLASTERS fást hjá öllum lyfsölum. Aðalumboðsmaður okkar fyrir ísland er: STKFÁN THORARENSEN, Reykjavlk. ALLCOCK MANUFACTURING CO„ Birkenhead. England. STRAUJÁRN og RAFMAGNSBAKSTRAR eru ómissandi á hverju heimili. Raftæk'javerslunin Norðnrljósið Laugaveg 41. E6GERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Sími 871. Viðtalstími 10—12 f. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.