Morgunblaðið - 08.03.1931, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1931, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 vmga hálfvita eða vanþrosknð börn Rp gfrú Sesselja Sigmundsdóttir, forstöðukona hælisins hefir dvalið árum saman við slík barnahæli í Þýskalandi, og hlotið ágæt með- mæli frá læknum við þær stofn- anir. En þar sem ekki eru til nein fyrirmæli hjerlendis um hvern þátt ríkið tekur í allri umhirðingu «g uppeldi fávita og hálfvita, þarf margt að athuga áður en unt er að flytja ákveðnar tillögur um þessi mál. Mörg heimili og sveitarfjelög bíða þess með óþreyju að eitt- hvað verði samt bráðlega gert og væntanl^ga tekur Alþingi vel í málið þegar tillögur nefndarinnar koma þangað, enda eru 50 til 80 ár síðan aðrar menningarþjóðir fóru að sinna verulega reglubundinni umhirðingu fávita sinna. Svo það er einnig frá því sjónarmiði meir «n mál til kornið að þjóð vor hefj- ist handa í þessu efni. Sigurbjörn Á. Gíslason. Bannið í Finnlandi. Björkenheim og Búnaðarþingið fordæma það. Þess hefir áður verið getið iijer í blaðinu, að finska stjórn- in hefir skipað nefnd manna til þess að rannsaka bannmál- ið. Hóf nefnd þessi starf sitt nieð því að senda formann sinn, Edv. Björkenheim, og skrifara &inn, til Norðurlanda, til þess að kynnast reynslunni þar. I samtali við eitt af Stokk- hólmsblöðunum, skýrði Björk- enheim frá banninu í Finnlandi, og hjelt því fram, að þau ellefu ár, sem bannlögin hafa nú stað- ið, hefði reynslan sannfært sig nm það, að þau hefðu brugð- ist þeim vonum, sem menn Serðu sjer um þau. En ekki kvaðst hann vilja segja neitt nm það, hvaða tillögur nefndin niundi gera á sínum tíma, til þess að reyna að bæta úr á- standinu. Þó kvaðst hann ætla, uð sænska fyrirkomulagið ætti ekki við í Finnlandi. — Miklu fremur hið danska. ,,Um sjálfan mig er það að Segja,“ mælti hann, „að í 40 ár hefi jeg verið bannmaður. En tað, sem jeg hefi sjeð seinustu árin, hefir kollvarpað trú minni á bannið. Frá fernu sjónarmiði ^r það óverjandi: siðferðislegu, iagalegu, fjárhagslegu og heil- brigðislegu. En trúað gæti jeg Því, að fjárhagsatriðið yrði kyngst á metunum“. Af þessum ummælum ætti að 111 ega ráða það, að nefndin bygg- lr á þeim grundvelli, að bann- lögin sjeu óhafandi. Spurningin 6r þá sú, hvað henni kemur til ^Ugar að setja í staðinn. Áður fvrri hafði fjárhagsat- riðið ekki mikla þýðingu um Það, hvort bannlögin ættu að ÍGlda, eða vera feld úr gildi, en Slðan kreppan kom, hefir ein- þetta atriði verið dregið Lierstaklega fram í baráttunni Um lögin. Og það er ekki ó- ^ugsandi, að það hálmstrá, sem tVr eða síðar hlýtur að verða banninu að fótakefli, sje ein- ^itt viðskiftakreppan. A. m. k. ber vott um það fundarsam- þykt, sem nýlega er fram kom- in meðal þeirra, er helst voru taldir banninu fylgjandi. Er Lún á þessa leið, samkvæmt frá- sögn finskra blaða: — Finska búnaðarþingið hef- ir staðið þessa dagana í Hels- ingfors og kom bannmálið þar meðal annars á dagskrá. Með 93 atkvæðum gegn 28 var í því máli samþykt eftirfarandi á- lyktun: Þingið telur bannið mjög ó- heppilegt, fjárhagslega sjeð, íyrir þjóð og ríkissjóð; það hef- ir haft slæm siðferðisleg áhrif, og með því hefir ekki tekist að auka bindindissemi í landinu á einn nje annan hátt. Þegar svo er ástatt, er það augljóst, hvað ókostir bannlaganna yfirgnæfa kosti þeirra, að það er auð- sætt, að grípa verður til ein- hverra annara ráða, ef menn ' I vilja útbreiða reglusemi í land- inu. Það verður að finria eitt- hvert annað ráð, sem hefir ekki eins illar fjárhagslegar afleið- ingar og gerir samtímis jafn lítið siðferðislegt tjón og unt er. Vilji ríkisstjórnin ekki taka á sig þá ábyrgð að breyta til upp á eigið eindæmi um hinn sýnilega árangur bannlaganna, telur þingið nauðsynlegt, að þjóðaratkvæðagreiðsla um bann ið verðin látin fram fara. Hátíðleg samkoma. Evrópu stjórnað af hópi fábjána. Fjelag eitt í Englandi, sem starfar að því, að auka þekkingu almennings á Þjóðabandalaginn og starfi þess var fyrir skömmu kátlega grátt leikið á einum fundi sínum, er rætt, var um afnám þrælahalds. Meðan framsögumaður hjelt ræðu sína kom hans hátign Souleji Kartos Abessiniuprins með fylgd sína og var gestur fundar- ins. Hafði koma prinsins verið boð- uð fyrir fram, símleiðis, og var því búið að leggja rauða taurenn- inga eftir göngunum inn í sal- inn. Var prinsinn leiddur til sætis ásamt fylgd sinni fyrir framan ræðustólinn og fór sú athöfn afar hátíðlega fram. Er framsögumaður hafði lokið hinni harðvítugu ádeilu sinni á þrælahald, stóð einn af fylgdar- mönnum prinsins upp og tilkynti að hans hátign æskti að taka til máls og að ræða hans yrði flutt á máli Abessiniumanna, en síðan þýdd á ensku. Nú stóð prinsinn upp og talaði í liálfa klukkustund við óskifta athygli áheyrenda, enda þótt eng- inn skildi orð. Reyndist prinsinn mikill mælsku maður, rödd hans lækkaði annað veifið, og varð að hvískri, stund- um talaði hann heitt og innilega og stundum þrumaði hann svo að salurinn ljek á reiðiskjálfi. -— Randa Si Rustanda, Rustandá, Rustanda — Yip —, hrópaði hans hágöfgi að lokum, og settist.í sæti sitt, en áheyrendur klöppuðu lof í lófa. Því næst tók þýðandinn til máls og reyndist nú ræðan, áheyrendum til skelfingar, áköf vörn fyrir þrælahaldinu. Evrópu er stjórnað af samansafni af fábjánum — og var m. a. í ræðunni. Faðir minn var þræll, Hannibal var þræll, þrælahald haldist við ,lýði um eilífð ára. Nokkru síðar kom það í ljós, að prinsinn var enginn annar en stúdent einn enskur og „fylgdin“ stúdentafjelagar hans. Á fundinum var „prinsinn“ í hvítum flónelsbrókum og í blá- um jakka. Hár hans var hrafn- svart og hörundslitinn hafði hann gert með valhnetu saft. The League of Nation’s Union‘, sem stúdentarnir ljeku svona grátt, nýtur mikils álits í Eng- landi, enda eru margir af fremstu stjórnmálamönnum landsins fje- lagar þess. Til dæmis Cecil lá- varður, og Murray prófessor. — Sams konar fjelög eru víða í öðr- um löndum og vinna þau í sam- vinnu að því marki að auka þekk- ingu almennings á Þjóðabanda- laginu og starfi þess. Sandur frá Afríku. berst til Svíþjóðar. I lok nóvembermánaðar var talsverð rigning í Frándefords- sókn í Svíþjóð. Kona nokkur í sókninni tók eftir því, að vatn- ið, sem kom úr þakrennum húss ins var dekkra en venjulegt var, og kom upp froða eins og af sápu, þar sem það fjell til jarð- ar úr rennunum. Þetta þótti henni undarlegt, og til þess að ganga úr skugga um það, hvort vatnið væri blandið einhverju ryki úr þakrennunum, fór hún með hreina mundlaug út á tún, og ljet rigna í hana. Geymdi hún síðan það vatn, sem hún náði í mundlaugina, og sendi það til „meteorologisk-hydro- grafiska anstalt“ ríkisins til rannsóknar. Yatnið hefir nú verið rann- sakað og kom þá í ljós, að það hafði verið talsvert óhreint, og í óhreinindunum var mikið af „klornatrium“, en það er sjer- kennilegt við ýmsa sanda í Norður-Afríku. Er þess vegna talið sennilegast, að regnið hafi verið blandið sandi þaðan. En hvernig getur slíkt átt sjer stað? munu menn spyrja. Vís- indamenn skýra það á þann hátt, að hvirfilbylur í Norður- Afríku hafi þyrlað fínum sandi gríðarhátt í loft upp, eða þang- að sem loftið er orðið kalt og suðlægir víxlstraumar eru. — Hafi svo vindurinn borið dust- ið norður á bóginn, en það hafi smám saman sigið niður á við og þarna hitt á regnský, og íallið með skýinu til jarðar. Þess má geta, að í fyrra mánuði var samskonar regn og þetta í París, og stóð í sólar- hring. En París er líka miklu nær Afríku en Frándefors-sókn í Svíþjóð. — Þessi viðburður bendir til þess, að sönn sje frá- sögnin um það, að askan úr Dyngjafjallagosinu hafi borist til Noregs. —---------------- Ymisleit í frietium. 18.000 flóttamanna frá Rússlandi eru nú sem stend- í Finnlandi. Árið sem leið komu þangað 100 flóttamenn. Finska ríkið hefir orðið að sjá fyrir 2380 flóttamönnum algerlega; hinir hafa fengið atvinnu og getað sjeð fyrir sjer. Grikkir og Búlgarar eiga sífelt í deilum út af landa- mæramálum, en hafa fram að þessu jafnað þau friðsamlega. Seinasta málið hefir nú nýskeð verið jafnað af nefnd beggja. Búlgarskir landamæraverðir höfðu drepið grískan landa- mæravörð. En það kom upp úr kafinu, að Grikkinn hafði ver- ið á búlgarskri grund og að hann hafði skotið, því að þrjú tóm skothylki fundust hjá lík- inu. Eitthvað til að yala afl Eggiaánft - Gerdnft og Kryád. Úmlssantll I allan bakstnr. Kirkjubrunar í Kanada. Nýlega brann baptistakirkj- an í Vancouver til kaldra kola. Hún var metin á 200.000 doll- ara. Síðan um nýjár hafa milli 10 og 20 kirkjur brunnið í Kanada. Flótti frá Rússlandi. Nýlega ætluðu 16 menn að flýja frá Rússlandi inn í Rú- meníu, og fara ána Dnjestr á ís. Þegar þeir voru komnir út á ísinn, urðu landamæraverðir þeirra varir og skutu á þá og særðu tvo. Rjett í sömu svipan brast ísinn undir fótum flótta- mannanna og druknuðu þar fjórir. Tíu komust heilu og höldnu inn í Rúmeníu. Napier og Hastings, borgirnar á Nýja Sjálandi, sem nýlega hrundu til grunna í jarðskjálftunum miklu, á að hyggja upp að nýju, en á alt annan hátt en áður var. — í Englandi hafa verið hafin sam- skot til þess að endurreisa borg- iinar, og höfðu safnast 9,000 sterlingspunda, þegar seinast frjettist. Blöð gerð upptæk. Nýlega voru fimm blöð gerð upptæk sama daginn í Katto- witz, þar á meðal „Berliner Tageblatt“. öllum var gefið hið sama að sök, að þau höfðu flutt fregn frá Englandi um það, að Pilsudski væri að undirbúa það að jafna deilumál Þjóðverja og Pólverja. Eitt af blöðunum var „Polonia“, og er þetta í 210. sinni, sem það blað er gert upp- tækt. Aftökur án dóms og laga voru helmingi fleiri í Bandaríkj' unum árið sem leið, heldur en 1929. Alls voru drépnir þannig 25 menn, þar af 24 Svertingjar. í ríkinu Georgia kvað ramast að þessu; þar voru 7 drepnir; í Alabama og Texas 4 í hvoru ríki; 3 í Mississippi, og einn i hverju ríkjanna Indiana, Caro- lina og Oklohama. Allir þessir menn voru teknir með valdí úr höndum lögreglunnar. Þrír af þeim voru ákærðir fyrir ósvífni við konur, nokkrir fyrir morð og rán. Lögreglunni tókst að koma í veg fyrir, að 40 menn Miölkurbú Flóamanna Týsgötu 1 og Yestur0ötu 17. Sími 1287. Sími 864. Daglega nýjar mjólkurafurðir. — Sent heim. Fallega Tullpana hyasintur, tarsettur og páskaliljur fáið þjer á Klapparstíg 29 hjá Vald. Ponlsen. Sími 24. Statesmaii •r stéra oriM kr. 1.25 é borðið. Til Kellavíkur, Sandgerðis og Grinda- víkur daglegar ferðir frá Steindóri. Sími 581. Dilkakjöt. KLEIN, sími 73. filænt m. 18 anra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.