Morgunblaðið - 29.03.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBL gitinmffiiiinHiiiiiiniiiimiiiiiiHiimiinmiifliiimiiiiiiiiii'i | ^ElorgtmWa^ | || Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík || Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. S Ritstjórn og afgreiðsla: AustUrstræti, 8. — Slmi 500. 3 -& Auglýsingastjóri: E. Hafberg. 5 g Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 700. ^ ‘S Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. 3 E. Hafberg nr. 770. H Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. = S Utanlands kr. 2.50 á mánuði. 3 || f lausasölu 10 aura eintakiíS. = M 20 aura méö Lesbók = Buiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiinif JEgír í smalaferð um Austfjörðu. (Einkaskeyti til Morgunbl.). Norðfirði, 28. mars. í nótt vaknaði hvert manns- barn í bænum við skipsblástur ógurlegan. Var auðheyrt að skipi þessu lá mikið á, að fá samband við land, því að fjór- um sinnum orgaði það. í morgun frjettist það, að þetta hefði verið varðskipið „Ægir“, og að það sje að smala saman E'ramsóknarmönnum á Austfjörðum og eigi að flytja jþá.til Reykjavíkur til náms fyr- ir mæstu kosningar. Ha lakðr Reykiavfkur efndi til samsöngs í dómkirkjunni í fyrrakvökl með aðstoð Öfi kvenna og^nokkurra strokhljóðfæra — og piíanóleikara. Var það myndarleg- ur hópur, er alt kom saman. — Vepkefnin voru tekin: úr liátíðar- Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum og D.avíðs Stefánssonar, er þeir Sig- valdi Kaldalóns, Björgvin Guð- mundsson og Sigurður Þórðarson söngsfjóri kórsins höfðu gert lög A’ið. Var sitt lagið eftir hvorn liinna fyrnefndu („Ó, guð! Þú sem ríkir í himnunum háu“ og „Við böfn þín Island“), en þrjú eftir Sigúrð („Sjá dagar koma“, „Þjer landnemar“, og ,,l>ú mikli, eilífi andi“). Er það vel farið, að al- menningi gefst kostur á að heyra þessa söngva, og er ekki ósennilegt að ýmsir hefðu þegið meira af líku tæi, t. d. einn eða tvo úr kantötu Emils Thoroddsen. Auk hinna fyr- nefndu viðfangsefna voru nokluir A Varðarfundi Erindi Jóhanns Möller. Fundur Sjálfstæðismanna í Borgarnesi. Ýmsair ályktanir og tillögur. Sjálfstæðismenn í Borgarnesi 'kjeldu fund á þriðjudagskvoldið var. Voru um 70 á fundi. Þar voru eftirfarandi ályktanir •úg tillögur samþyktar: 1. Fundurinn vítir meðferð rík- ísstjórnarinnar á fjármálum ríkis- ins og skorar á Alþingi að sjá um, að farið sje eftir fyrirmælum stjórnarskrármnar um það, að •Okki megi greiða annað úr ríkis- Sjóði en það, sem fjárlög eða önn- air lög heimila. 2. Fundrrrinn vítir núverandi stjórn fyrir málshöfðanir á hend- áir einstökum mönnum og stofn- rununi í rjettvísinnar nafni, er reynst hafa órjettmætar, lands- stjórninni til minkúnnar og þjóð- Jfjelaginu til skaða. .3.. Fundurinn telur að kosninga- Tjfett til Alþingis eigi að rýmka um 4 ár, breyta aldurstakmark- inu úr 25 árum í 21 ár. 4. Fundurinn álítur ranglátt,, að monn sjeu sviftir kosningarjetti, jþótt þeir sakir ómegðar, vanheilsu >eð;i annara óviðráðanlegra orsaka, Jiafi þurft að þiggja sveitarstyrk. 5. Fundurinn skorar á Alþingi áð breyta kjördæmaskipuninni, sem ntí er svo úrelt og ranglát, að lengur er alls ekki viðunandi. 6. Fimdurínn skorar alvarlega á Alþingi að gera ráðstafanir til Iress, að dr. Helgi Tómasson verði tafarlaust skipaður yfirlæknir á Nýja Kleppi. 7. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að ríkisstjórnin skuli víkja mönnum úr opinberum em bættum með svo liæpnum rjetti, að hlutaðeigendum erú dærndar skaðabætur fyrir. Ofangreindar ályktanir og til- lögur voru samþyktar með 64 eða <65 atkvæðum. útlend lög. Hefir það áreiðanlega verið mikið og tafsamt verk, að æfa það alt, enda mun inflúensu- faraldurinn ekki hafa fiýtt fyrir eða bætt um. — Hreimblær karla- kórsins var bestur að vanda, er kórinn söng veikt, en liinu er ekki að leyna, að út af hljómgæðunum viil bregða, þegar hann tekur á. eins og t. d. í „Lofsöng“ Beet- hovens. Ólieppilegt var að fá kórn- um í hendur „Litanei“ eftir Sehu- hert. Slíkar „transkriptionir“ á einsöngsiögum eru oftast mjög við- sjárverðar, og þessi var floklmum ofviða (enda erfið ekki síst. fyrir 1. tenóra). Líkt mætti reyndar segja um „Kom, dauðans blær“ eftir Bach, er krefst m. a. meiri raddfegurðar og stýlvitundar en kórinn hefir til að bera. Stórum betur tókst Pílagrímssöngurinn úr „Tannhauser“, að flestu leyti', jafn vel þótt haim; sje og, vandsunginn á kafía, en að vísu af öðrum á- stæðum (vegna. allhættulegra tón- tegundaskifta). — Mjög ógjarnan vildi jeg segja nokkuð misjafnt um hinn geðþekka og tilgerðar- lausa söng Erlings Ólafssonar, en er það ekki misráðið að velja lög eins og „Ave Maria“ eftir Kaíin, sem allir þekkja út og inn meðferð heimssöngvara, þótt af grammófónum sje reyndar? Daníel Þorkelsson er orðinn mönnum að góðu kunnur. Þnrfti hann nú á öllum sínum iiáu tónum að halda í lagi eftir söngstjórann („Sjá, dag ar koma“). — Að söng blandaða, kórsins kvað allmikið, enda var kórinn fjöl mennur (nál. 70 rnanns) og hljóm- urinn því mikill í ekki stærra húsi Um jafnvægi raddanna á köflum o. fl. mætti segja sitt hvað, þó að hjer verði því slept, enda hefir samæfing jafnfjölmenns flokks ver ið tiltölulega stutt og sjálfsagt ýmsum vandkvæðum bundin. í>að er mikið mein, að söngkon ur vorar skuli aðeins vera kallaðar til „aðstoðar“, þegar mikið iiggur við. Þær liafa sýnt það hæði hjer og á erlendum vettvangi, að þær standa karlmönnum vorum í engu að baki nje heidur stallsystrum sínum í náiægum löndum. Þær eru kjörnar til þess að vera „betr helmingur" í sístarfandi söng flokki hjer í bæ. Sigf. E. Á fimtudagskvöldið flutti Jó- hann Möíler stud. juris erind ;um skiftingu auðæfanna og við- horf jafnaðarstefnunnar til þéss vandamáls. Svo sem kunnugi r, beina jafnaðarmenn aðalá- rásum sínum á núverandi þjóð- skipulag, vegna þess, að það haldi við ranglátri skiftingu arðsins og auðæfanna. •— Hins vegar þykjast þeir hafa glæsi- legar lausnir fram að bera. — Rakti Jóhann nú í erindi sínu ráð jafnaðarmanna, sem eru mjög svo sundurleit, og sýndi fram á fánýti þeirra allra með skýrum rökum. Er það dag- sanna, að fjöldi manna fylkii sjer undir fána jafnaðarmanna í þeirri trú, að stefna þeirra sje „mannúðar“-(stefna, og flytji ettlæti á jörðu. -En Jóhann sýndi fram á, að þær lausnir, sem jafnaðarmenn halda fram, eru hið rammasta ranglæti sið- erðilega, eða leiða til fjárhags 'egrar tortímingar. Hvatti hann menn til að kynna sjer sem best stefnuna, því að þá kæmi í ljós, hve óhæf hún væri, til að ráða bót á nokkrum vandamálum pjóðfjelagsins. Var erindi Jóhanns tekið for- Kunnar vel af fundarmönnum, nda var það prýðilega flutt og rökvíst með afbrigðum, enda er Jóhann flestum mönnum víð lesnari og gjörhugulli á þess mál. — Dagli ik. i. □ Edda 59313317 tyrirl. Atkvgr. I.O.O.F. 3 = 1123308 = Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5) Við SV-land er vindur allhvass á S eða SA og lítilsháttar úrkoma í öðrum landshlutum er kyrt veð ur og víðast ljettskýjað. Hitinn er -3 st„ nema á A-landi er 1—4 st, frost. Vindur er hægur á V og SV um norðve.stur liluta landsins, og er viðbúið, að V-áttin aukist held- ur norðanlands, vegna lægðar, sem er norður af íslandi og virðist hreyfast A eða SA eftir. Gæti hún jafnvel valdið snjókomu á morgun útsveitum á N-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SA kaldi. TJrkomulaust. Heimdallur heldur fund í dag kl. 2 í Varðarhúsinu. Verður þetta ■■’afalaust fjörugur fundur, því að mikið fundarefni liggur fyrir stjórnarskrárbreytingar og fjelags mál. Hjór.aband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Ragn heiður Hulda Þórðardóttir, til heimilis á Nönnugötu 1B og Stef- án Jónsson, bókhaldari, Njálsgötu 75. Heimili hrúðhjónanna verður á Hverfisgötu 16 í Hafnarfirði. Knattspyrnufjelagið ,Víkingur‘ h.jeit aðalfund sinn fimtudaginn 26. þ. m. 1 stjórn fjelagsins voru kosnir: Axel Andrjesson verslm. formaður, Tómas Pjetursson versl- unarm. varaform., Óii P. Hjalte- sted stud. med. gjaldkeri, Alfreð Gíslason stud. jur. ritari og Þórir Kjartansson stud. jur. brjefritari. Heiðursfjelagi var kjörinn á þess- Tekið udd í oær: Kvenkjólar, fyrsta sendingin. Leðurkápur, Gúmmíkápur í ýmsum litum. Alpahúfur, Rúskinnsbelti, allir litir. Enskar húfur, nýjustu gerðir. Blússur með rennilás, verð frá 8.50. Seinni partinn á mánudaginn verður fyrsta send- ingin af sumarkápunum tekin upp. hefir á boðstólum ýmsar góðar og ódýrar vörur til hátíðarinnar, svo sem: Hveiti, „Swan“ o. fl., Hrísgrjón, 3 tegundir, Hrísmjöl, Jarðeplamjöl, Sagógrjón, Grænar baunir, Kaffi og sykur. Ávexti (ferska, noðursoðna og þurkaða). *' Brauð, ýmsar tegundir, Ávaxtamauk, Súkkulaði og kakóduft, Mungæti, ýmiskonar, Vindlar, margar teg. o. m. fl. Vindlavikan í Tóbaksversluninni „10110011“ Eins og síðastl. ár höfum við ákveðið að gefa viðskifta- vinum okkar kost á ódýrum tóbaksvörum í nokkra daga. Vik- una til páska — en ekki lengur — seljum við ágœta vindlfr afar ódýrt, jafnvel undir hálfvirði. Er því hjer um sjerstakt tækifæri að ræða, sem að reykingamenn ættu að notfæra sjer. Sígarettu- og reyktóbaks-vika verður auglýst síðar. Tóaksverslnnin „LONDON'*. Sjðmenn. Vantar nokkra menn vana línuveiðum. Upplýsingar um borð hjá skipstjóranum á kútter „Grímur“ frá kl. 1—B í dag. Skipið liggur við litlu trjebryggjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.