Morgunblaðið - 19.07.1931, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Dr. med. Johs. Fraadsen:
lln spitaia os Derklavarnir.
Yfirmaður heilbrigðismála í Dan-
mörku, dr. med. Johs. Frandsen
var hjer á ferð, sem kunnugt er
um daginn, og sat aðalfund Lækna
fjelagsins, Hjelt hann þar fyrir-
lestra tvo, annan um heilbrigðis-
stjórn Dana, en hinn um berkla-
vamir þar í landi.
Að afloknum læknafundinum
fór hann ásamt konu sinni, sem
einnig er læknir (augnl.) og L. S.
Frtdericia prófessor, mjög þekt-
um vísindamanni, með bíl til Ak-
ureyrar, síðan kom hann sjóveg
að norðan, á heimleið, og hafði
Morgbl. tal af honum áður en
hann fór.
Medicinaldir. Johs. Frandsen, er
hvatlegur maður á ljettasta skeiði.
Hann ljet óblandna ánægju sína
í ljós yfir hingaðkomu sinni, og
móttökum þeim, sem hann hafði
fengið hjá læknum hjer.
Hann hafði bersýnilega notað
tímann vel, til þess að kynnast
sem best íslenskum heilbrigðismál-
um og heilbrigðisstjórn allri, —
Spítala og heilsuhæli hafðí hann
skoðað.
— Jeg hafði heyrt, sagði hann
um Landsspítalann ykkar hve
vandaður og fullkominn hann væri
og kom mjer það því ekki á óvart,
að sjá hjer spítala, sem í fylsta
máta samsvarar kröfum nútímans.
En jeg hafði álitið, að honum frá-
töldum væru spítalamál ykkar
ekki eins vel á veg komin, eins og
þau eru.
Berklahælin skoðaði jeg, á Víf-
ilsstöðum og Kristnesi. Þó á þeim
sje nokkur munur, sýnilegt að
Kristneshælið er nýrra, verður
ekki annað sagt, en bæði sjeu góð.
Augljós eru þægindin að lauga-
hituninni í Kristnesi, að geta-, án
fyrirhafnar, eða tilkostnaðar hag-
að hitanum eftir vild, hversu mikil
loftræsting sem er við höfð.
Mjer þótti gaman að sjá tilraun
þá, sem gerð er með byggingu
hressingarhælsins að Reykjum í
Ölfusi. Ef jeg hefði mátt ráða,
liefði jeg að vísu haft fyrirkomu-
lagið allmjög öðruvísi en þar er.
En eftir því sem mjer var skýrt
frá, er hælið að Reykjum svo ó-
dýrt, að vert er að gefa því gaum
á sparnaðartímum.
Þar sá jeg líka hið ágæta barna-
hæli Egilsstaði, sem Gunnlaugur
Einarsson læknir hefir umsjón
með.
/
Og dr. Frandsen telur upp fleiri
staði sem hann hefir komið á, spít
alann á Akureyri, t. d. sem hann
skoðaði, búskapinn á Blikástöðum
og Korpúlfsstöðum. Mjög ljet
hann vel yfir mjólkurmeðferðinni
á Korpúlfsstaðabúinu. Hafði dr.
E’randsen frá mörgu að segja af
komu sinni hingað, sem of langt
yrði upp að telja.
Berklavamimar.
Síðan barst talig að berklavörn-
um.
Eins og gefur að skilja, segir dr.
Frandsen, hefi jeg enga ástæðu
til þess að koma bjer fram með
neinar ákveðnar ráðleggingar um
það ,hvernig haga skuli berkla-
vörnum hjer á Islandi. Jeg segi
aðeins frá því hvemig tilhögunin
er hjá okkur.
Berklavarnafjelögin hafa verið
starfandi síðan um aldamót, og
hafa þau fengið allmikið fje til
umráða.
Aðalstarf fjelaganna hefir verið
lejðbeiningastarfsemin, vamirnar
gegn því að berklaveikin útbreidd-
ist. Lögð er megináherslan á, að
finna hvar sýkingarhættan er,
finna hvaðan veikin aðallega berst
— hverjir það eru, sem smita frá
sjer.
A seinni árum, þegar menn fóru
að sjá árangurinn af þessu starfi,
og skilja það, að mest ríður á því,
að hefta útbreiðslu veikinnar, og
koma sjúklingunum á byrjunar-
stigi veikinnar undir eftirlit sjer-
fræðinga, þá fór hið opinbera að
gefa málinu meiri gaum en áður,
og fær þessi hjálparstarfsemi nú
mikinn styrk úr amts- og sveita-
sjóðum.
Aðferðin.
Undir eins og berklasjúklingur
leitar „praktiserandi' ‘ læknis,
beinir læknirinn sjúklingnum til
hjálparstöðvarinnar í því hjeraði.
Þar er sjúklingurinn rannsakaður
og ákveðið hvað gera skuli, hvort
hann þurfi spítalavist, hælisvist,
eða hvert hann getur verið heima
hjá sjer.
En um leið og sjúklingur kemur
á hjálparstöðin|, er hjúkrunar-
kona send á heimili.hans, til þess
að athuga hvemig þar er umhorfs,
hvort húsakynni sjeu sæmileg og
hvernig aðbúð heimilisfólkið hefir.
Þarf nú að gera gangskör að
því. að fleira heimilisfólk sýkist
ekki, kenna því varúðarreglur, sjá
um að á heimdinu sje hreinlætis
gætt. Ef t. d. að eitthvað af heim-
ilisfólkinu hefir ljeleg eða óhentug
rúm, eða einhverju öðru er ábóta-
vant, þá sjer sveita-stjórn sjer hag
í því að hlaupa undir bagga með
smáræðisstyrk, sem varið er tli
nuaðsynlegra endurbóta eftir til-
lögum hjúkrunarkvenna.
Hjálparstöðin hefir svo áfram-
haldandi eftirlit með heimilisfólk-
inu á hinum smituðu heimilum,
vaiúðarreglum þess og aðbúð allri.
Fólkið er hlustað við og við, svo
liægt sje að vita strax, ef ein-
hver sýkist svo, að skerpa þurfi
varúðarreglur, eða ef hælisvist
verður nauðsynleg.
En þess er að sjálfsögðu vand-
lega gætt, að starfsfólk hjálpar-
stöðvanna taki á engan hátt upp
neina keppni við lækna hjeraðis-
ins, en fáist aðeins við leiðbein-
ingastarf sem látið er ókeypis
í tje.
Það gefur að skilja, að á þessu
sviði, sem öðrum sviðum heilbrigð-
ismálanna, er sjerfræðin látin sitja
í fyrirrúmi, eins og yfirleitt á öll-
um sviðum heilbrigðismála vorra.
Því við leggjum mikla áherslu að
sjerfræðin sje notuð hver á sínu
sviði og fái þar sem mest að ráða,
enda er öll okkar heilbrigðisstjórn
og heilbrigðisframkvæmdir á því
bygt og naumast út af brugðið, og
þykir okkur sem annað myndi ekki
vel gefast.
Undir stjórn hinna sjerfróðu
fríhjola bíll meQ lægsta devQí.
Þetta er nýi bíllinn með — fríhjólaútbúnaðinum — og heims-
ins ódýrasti bíll, búinn öllum þeim kostum, sem bíl má prýða, auk
sparneytni fríhjóla bílsins. Studebakers ágæti 6 cyl. bíll. — í ný-
afstöðnum 200 mílna opinberum kappakstri, notaði Studebaker
minni olíu og bensín, en nokkur annar bíll', án tillits til stærðar
og verðs. Fríhjólaútbúnaðurinn sparar frá 15—20% í reksturskostn-
að. Af hverjum 10 mílum, sem ekið er, eru 2 mílur farnar án vjelar
átaka. Fyrirhafnarlaust er hægt að skifta úr minsta* í mesta hraða
og mesta í hinn minsta, án þess að „kupla“ frá. Öryggi þess sem
ekur er margfalt meira í þessum híl, vegna þess að bílinn lætur
að stjórn með eldingar hraða. Reynið sjálf yfirburði 6 cyl. Stude-
bakersbíla, með því að aka í þeim sjálf.
IV2 tonna Studebaker eru bestu vörubílarnir,
Egill Wilhgálmsson
Grettisgötu 16—18.
Sími 1717. Heima 673.
Barnarúm.
Bamavöggur.
Barnavagnar.
Barnakerrur.
Altaf fyrirliggjandi.
Mikið úrval.
Hnsgagnaversl. Reykjavfknr
Vatnsstíg 3.
Sími 1940.
MHiMHingsbílar.
Frumvarp veganefndar um
samning milli bæjarstjórnar og
væntanlegs bifreiðafjelags.
Ætlast er til, að sex almenn-
ingsbifreiðir fari um bæinn og
úthverfi hans. Fargjöld 10—30
aurar. Ferðir hvern stundar-
fjórðung. um aðalumferðar-
götur.
lækna í hjálparstöðvunum, vinna
hjúkrunarkonurnar ákaflega mik-
ið verk við leiðbeiningastarfsem-
ina á hinum sýktu heimilum.
En með þessari aðferð berkla-
varnanna liefir það áunnist, að
berklaveiki gerir hvergi minni usla
hin síðari ár en í Danmörku.
Fæ jeg ekki betur sjeð, segir dr.
Frandsen, en líkum aðferðum sje
hægt að koma við hjer á íslandi,
rátt fyrir strjálbýlið, enda mun
þessi aðferð mjög vel á veg komin
í Reykjavík og nokkuð á Ákur-
eyri.
Tekin hefir verið upp sama að-
ferð í Færeyjum undanfarin ár, og
virðist koma að góðum notum.
Yfirleitt er það svo, segir dr.
Frandsen að lokum — að störf
læknanna og stefna heilbrigðismál-
anna færist meira og meira í það
horf að verjast veikindum og
stöðva útbreiðslu þeirra, en að
lækna- þá fyrst, þegar veikin hefir
tekið menn.
Undanfarið hefir veganefnd
bæjarstjórnar haft almennings
í bifreiðamálið til meðferðar, og
hafa þeir borgarstjóri og Ágúst
Jósefsson samið frumvarp að
isamningi milli bæjarstjórnar
iog væntanlegs fjelags, er starf-
rækti almenningsbifreiðar. —
Samningsuppkast þetta er snið-
ið eftir frumdráttum þeim, sem
Guðm. Jóþannsson gerði að
skipulagi þessarar starfrækslu.
Fól bæjarstjórn G. Jóh. það
|verk í' vetur sem leið. En á fjár-
1 hagsáætlun bæjarins fyrir þetta
ár voru Veittar 15.000 krónur
, til almenningsbifreiða.
i Samningsfrumvarp þetta lá
fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi
í frumvarpinu eru svofeld á-
kvæði m. a.:
„Bifreiðir skulu aka daglega
frá kl. 6 til 24 eftir ferðaskrá,
er bæjarstjórn samþykkir til
hálfs árs í senn, og þær leiðir
sem ákveðnar verða.
tJr miðbænum:
að Kleppi,
Elliðaám,
Grímsstaðaholti og
Kaplaskjóli og til baka einu
sinni á hverri klukkustund.
Kirkjugarðinum í Fossvogi,
og stað í Vesturbænum og
til baka aftur eftir nánari
ákvörðun.
Hlemm og til baka á hverj-
um hálftíma.
í ferðaskrá skal ákveða, að
jtilteknar ferðir sjeu aðallega
fyrir skólabörn, er gangi fyrir
öðrum, að fá sæti í bifreiðun-
um.
Fargjöld skulu vera 10—30
aurar fyrir hvern fullorðinn
mann, en hálft gjald fyrir börn
innan 14 ára, þó aldrei hærra
en 10 aurar fyrir skólabörn.
Fargjöld skulu nánar ákveðin
með gjaldskrá.
j Fjelagið skuldbindur sig til
þess, að hafa ávalt eftir 1. jan-
úar 1932 nægilega margar bif-
reiðir í nothæfu standi til að
fullnægja aksturskröfunum og
eina varabifreið að auki. Hver
bifreið skal hafa sæti fyrir 12
v—20 farþega og skal fullnægja
kröfum bæjarstjórnar um gerð
og útbúnað allan“.
Sócialistarnir St. Jóh. og Ól.
Friðriksson snerust öndverðir
gegn frumvarpi þessu. Þótti
Stefáni tillag bæjarins of hátt,
og taldi vafasamt hvort rjett
væri.að ljetta undir með þeim
sem bygt hafa úthverfi bæjar-
ins, með því að setja almenn-
lingsbifreiðaferðir þangað. Og
Ólafur Friðriksson þvertók fyrir