Morgunblaðið - 13.09.1931, Side 4

Morgunblaðið - 13.09.1931, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 Júlíns BJOrnsson Raflækjaverslnii - Simi 837 - Anstnrstrmti 12. Við vorum að taka upp miklar birgðir af rafljósatækjum í gær. Verðið á nýju vörunum er mun lægra en áður. Til þess að samræma verð, hðfnm við læhkað eldra verð nm 25»50°|G Nú er hægt að fá vandaðan borðlampa fyrir kr. 4.50 skermlausan. Sterkir borðlampar með nýtísku skerm kosta kr. 8.00—12.00. Verð er yfirleitt miklu lægra en menn búast við, og hafa ýmsir kvartað yfir fljótfæmi sinni að kaupa annars staðar, áður en þeir kyntust verðlagi okkar. Ýmsar af þeim krónum, sem komu nú, eru gerðar sjerstaklega fyrir okkur, og munu ekki koma í verðlistum eða fást í öðrum verslunum. Vörubirgðir okkar eru svo miklar og fjölbreyttar nú, að yður er óhætt að koma beint til okkar. Við höfum það sem yður vantar, og verðið er svo lágt sem orðið getur á þessu stigi verðlækkunarinnar. Og við munum alt af fylgjast með þegar verðlækkun verður. — Sítt af hverju. ; — Golfstraumurinn. Sænskur veðurfræðingur, sem hingað kom í sumar, kvaðst hafa kom- • ist að raun um, að golfstraum- urinn væri fyrir sunnan og austan ísland, óvenjulega kald- ur. Frá norsku skipi, sem ver- ið hefir norður í höfum, við Jan Mayen og Svalbarða, hafa borist þær fregnir, að sjávar- hitinn hafi í sumar verið þar um slóðir meiri en venja er til. Sjávarhitamælingar þær, sem Veðurstofan sjer um hjer nær- lendis, bera vott um svipað hita- stig í sjónum og vant er á þess- um ííma árs. ,,Grautarheilum“ Tímans hef- ir ekki enn tekist að benda á, ávaða tekjur runnið hafa í bæjarsjóð Reykjavíkur um-1 fram áætlun undanfarin góð' æri. En ef þeim finnst eðlilegt, að safnast hafi fje í 'bæjarsjóð- inn, án þess að nokkrir tekju- liðir hafi farið fram úr áætlun,! r ekki nema líklegt, að þeir stingi við fótum, er þeir ætla að telja fólki trú um, að engin vítaverð eyðsla hafi átt sjer stað, þegar ríkisstjórnin bruðlaði út á þrem árum 15—j 20 miljónum er hún fjekk um- fram það, sem henni var ætlað á fjárlögum og kom samtímis öðru eins af lánsfje í lóg. V'ðráttan í sumar hefir ver- ið talsvert sjerkennileg, eins og rllir vita, meiri staðviðri, n venjulega. Stafar þetta af því að miklar loftvægislægðir hafa því nær aldrei komið hjer á landi, eða í nánd við landið. Þurrviðri hafa því verið hjer meiri en venja er til. Meðal úr- koma í Reykjavík mánuðina maí—ágúst er 188 millimetrar. En á þessum tíma í ár hefir úr- koman ekki verið nema 84 milli- metrar. í maí var úrkoman hjer Vs úr millimetra, en meðal úr- koma þess mánaðar hér er 49 millimetrar. Allir þessir mán- uðir hafa verið heitari hjer í Rvík, en venja er til, maí nærri tveim gráðum yfir meðallag, og eins ágúst, en júní tiltölulega kaldastur. Sólskin hefir verið hjer meira en nokkru sinni áð- ur, síðan farið var að mæla sól- skinið. Alls hefir sól skinið 966 klst. þessa fjóra mánuði, þann tíma sem Veðurstofan mælir, en það er frá kl. 3 f. h. til kl. 9 að kvöldi. Þessa 18 klst. sólar- hringsins hefir sólskin verið hjer að meðaltali um 8 klst. dag- lega. Hollensku flugmönnunum, sem hingað komu með herskip- inu Nautilus, leist vel á sig hjer. Þeir hugsa sjer helst að notað verði tún Sturla Jónssonar í Vatnsmýrinni fyrir flugvöll, ef úr því verður að Hollendingar hafi hjer veðurathuganir næsta ár. Eigandi túnsins hefir tekið því vel, að leyfa afnot af tún- inu. Nautilus fór hjeðan í gær- morgun. Veðurathugunastöðin á Snæ- fellsjökli. í sambandi við veð- urathuganir og aðrar rannsókn- ir, sem gera á um öll norður- höf næsta ár, hefir samband vísindamanna sem að þeim rannsóknum standa, óskað eftir því, að veðurathugunarstöð yrði starfrækt á Snæfellsjökli. ís- lenska stjórnin mun hafa tekið dauflega í það, að ríkissjóður- inn. gæti að öllu leyti staðið straum af byggingu og rekstri slíkrar stöðvar. En þátttaka hef- ir verið boðin í þeim kostnaði. Komið hefir til orða, að Sviss- lendingar tækju þátt í kostnaði við athuganir þessar. En þetta er óvíst. Aftur á móti mun það vera fastráðið, að ef Svisslend- ingar ganga úr skaftinu, þá taki Danir að sjer þann tilkostn að, sem Islendingar ekki standa straum af. Athugunarsiöðin á jöklinum verður annaðhvort á háhnjúknum, sem er 1450 metr- ar yfir sjávarmál, ellegar á svonefndum þríhyrning, sem er nokkuð lægri, suðaustur af há- tindinum. Byggja þarf þar öfl- ugt hús. Tveir eða þrír menn þurfa að vera á stöðinni. Hún á að taka til starfa 1. ág. 1932. Sex sinnu.m Fyrir nokkru átti Jónas frá Hriflu ta.l við einn flokksmann sinn um stjórn mál og blaðamensku. Sagðist hann hafa það fyrir reglu, að endurtaka það sama í Tíman- um a. m. k. sex sinnum. Því það væri sín reynsla, að með því að endurtaka svo oft það sama, þá „tryðu karlarnir því“, hversu ótrúlegt sem þeim sýnd- ist í fyrstu. — I þessu efni tal- ar maðurinn vafalaust af reynslu. Sá hluti kjósenda um sveitir landsins, sem á heimili Jónasar eru nefndir „bænda- lyddur“ þurfa ekki nema sex sinnum endurtekinn „Tíma- sannleika“ til þess að trúa þar hverju orði. Lítið dæmi um sannleiksleit og rökfimi Tímans birtist í síð- asta tbl. Þar segir m. a.: I dagblaðinu Vísi er sagt frá manni sem synti með gleraugu í sundlauginni á Laugavatni. Valtýr Stefánsson ritstjóri hef- ir komið að Laugavatni. Hann er með stór gleraugu. Hann kann sennilega ekki að synda. Þess vegna er ekkert líklegra, en maðurinn, sem talað er um í Vísi, hafi einmitt verið Val- týr Stefánsson. — Skyldu „Tíma- karlarnir“ skilja þessa röksemd- afærslu, þó hún verði endur- tekin sex sinnum? sem í húsinu bjó, var orðin svo sturluð af hræðslu, að flytja varð hana á heilsuhæli. Einkennilegt er, að ekkert ber á gauragangi þessum á næturnar, aðeins á daginn. Mælt er að miðill einn hafi átt heima í húsi þessu fyrir nokkuru. Fcrseta-lenanr. Draugagsngi r ( ð ðsum. í Árósum á Jótlandi hefir það vakið mikla eftirtekt að íbúarnir í húsi einu hafa orðið varir við svo magnaðan draugagang, að þeir hafa blát-t áfram orðið að fiýja húsið. Draugagangurinn lýsir sjer aðallega í því, að alls konar högg og slög heyrast um alt húsið. — Kona ein, sem átti heima í húsi þessu, var fyrir nokkru á gangi upp stiga í húsinu, er hún alt í einu heyrir þau högg og gaura- gang, að hún verður svo skelkuð við, að hún dettur í stiganum og meiðir sig hættulega. Onnur kona, Hoover Bandaríkjaforseti var í sumar á ferð í St. Louis. Þar fekk hann tannpínu. Tannlæknir dróg úr forsetanum tönn. Þetta vitnað- ist. Tannlæknirinn fekk brjef nokkuru síðar, þar sem maður nokkur biður hann að selja sjer tönnina úr forsetanum fyrir 10 dollara .Tannlæknirinn gerir það. En brátt fekk hann fleirj. tilboð í tönnina, og var boðið mikið hærra verð. * Nú sá tannlæknirinn, að hjer var að opnast gróðavegur. Hanm seldi brátt forsetatennur út um öll Bandaríkin. Menn, sem hafa gaman af að safna sjaldgæfum gripum, lögðu sig í líma til að. fá slíkan merkisgrip. En svo vildi til óhapp. Sami maður fekk í sína eigu tvo vís- dómsjaxla úr forsetanum, sem báð- ir áttu að vera úr neðri góm, vinstra megin. Hjer hlaut eitthvað að vera bogið. Tannlæknirinn var kærður fyrír svikin. Honum taldist til, að liann hefði þá selt 884 for- setatennur. G-efið börnunum SKELJAR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.