Morgunblaðið - 13.09.1931, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1931, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBLAÐIÐ mátti fá úr viðeigandi blóm í þennan loftkrans. Það er kunnugt, að síðan bannlögin komust á, hafa vín- hneigðir menn lagt sjer til munns lítt valda eða heilnæma drykki. Kemur það fyrir, að menn neita áfengis af áttavit- um. Þetta gera menn auðvitað ekki nema þeir sjeu ölvaðir. Má og þá ætla, að þessir menn veiti þetta áfengi með sjer, öðrum, er ekki vita, hvaðan það er komið. Ríkisstjórnin núverandi sá, að hjer þurfti aðgerða við. Og hún var ekki lengi að átta sig á því, hvað gera skyldi. Hún skipaði ■svo fyrir, að blanda skyldi á áttavitana trjespíritus, sem er baneitraður. Lá henni svo mikið á, að vinna þetta mannkærleika verk, að hún gaf sjer ekki tíma til að auglýsa tiltækið, áður en byrjað var á tilraununum. Og raunar hefir þetta aldrei verið auglýst fyrir þeim, sem það þurfa að vita, því allur þorri manna sjer aldrei nje les stjórn- arauglýsingar. Árangurinn var líka ekki lengi að koma í ljós: Fleiri menn hafa þegar beðið bana af þessari ólyfjan, og má það varla kallast annað en morð. — Áður þótti það ekki smáyfir- sjón, að myrða menn, og þykir það ekki enn, ef það hendir þá, sem einkis ills var af vænst. En þá hefð hefir bannið og blind- ustu fylgismenn þess unnið sjer í heimsku og skaðsemdarverk- um, að ekki þykir umræðu vert, þó lík bráðdauðra manna liggi í slóð þeirra. — Stjórninni hefir sjest yfir margt, þegar hún Ijet skrifa, eða skrifaði sjálf, þennan lof- söng um framkvæmd sína á bannlögunum. Henni hefir alls ekki tekist, að breiða yfir þá staðreynd, að vínnautn hefir aukist mikið í landinu, síðan hún tók við ríkisstjórninni. — Henni hefir ekki heldur tekist með þessu skrifi ’sínu að eyða þeim grun, að henni sje nokkurt áhugamál, að sem mestra vín- fanga sje neytt, því allir vita, að hún vill allt til vinna, að fá sem mest fje til sóunar, og fátt hefir mjólkað henni betur en Áfengisverslunin. Benda og ýms tiltæki hennar í þá átt, að henni sje vel Ijóst, að gera megi ríkissjóði fje úr drykkjufýsn manna. Þá hefir henni af loddara- blindu sjest yfir það, að bannið er ekki Iengur í móð. Sú var tíðin, að bannhræsnin var stór- seglið, er menn sigldu með inn á þing og í aðrar virðingar og fjefanga stöður. En nú er sá byr fallinn. Þorri manna sjer nú, hverja bölvun bannið hefir leitt yfir þjóðina. — Jafnvel fiöldi góðtemplara er nú alger- lega andstæður banninu. Þeir sjá nú, að bannið var mishepn- uð en mjög dýr tilraun, þótt þeim eðlilega sje ekki sama, hvernig um þau mál fer, þegar banninu verður af ljett. Þeir, sem enn halda við bann- ið, eru launsalar og ógreind- asti hluti stúkumeðlima, — og svo ríkisstjórnin. Qersfunirsköli Islands. Verslunarskóli íslands við Grund arstíg'. Verslun liefir frá upphafi ísl. sögu verið einn af hornsteinum þ.jóðlífsons. og Iiún hefir ekki síst ráðið kjörum fólksins og menn- ingu' landsins. Alkunnur þýskur vísindamaður hefir því komist svo að orði, að verslunarsaga íslands sje landssaga þess og að í fáum löndum hafi umskifti á verslunar- brag dregið eftir sjer slíkan slóða sem á íslandi og ráðið jafnmiklu um hag og lieill lands og lýðs. Það sjest ekki síst á sögu síðast- liðinna alda að í þessu er mikill sannleikur. Baráttan fyrir frjálsri innlendri verslun var einn mikils- verðasti liðurinn í baráttunni fyr- ir íslenskri endurreisn, einkum á 18. og 19. öld. Eitt af því, sem andstæðingar íslensks verslunar- frelsis hjeldu fram til sönnunar því að íslendingum yrði ekki trú- að til þess að fara sjálfum með verslun sína og viðskifti var það, að þeir hefðu enga verslunarment- un og viðskiftareynslu. Að vísu var margt meiri firra af því sem fram var lialdið gegn verslunar- frelsinu, en þetta, um skort á við- skiftamentun og fjelagsþroska, því að ýmsar verslunartilraunir mætra manna höfðu strandað á skiln- ingsskorti og heigulshætti lands- manna sjálfra. En þekkingin kom með reynslunni og mönnum varð það smám saman ljósara að ef verslunarfrelsið átti að verða að fullum notum og ef viðskiftalífið í landinu átti að verða heilbrigt og örugt var þekkingin og ment- unin fyrst og fremst nauðsynleg. Þess vegna fóru þeir menn, sem tillagabestir voru hinna méiri mála snemma að benda á nauðsyn inn- lendrar verslunarméntunar. Tómas Sæmundsson veik að þessu (í riti sínu: Tsland fra den intelectuelle Side betragtet, frá 1832), án þess að gera ráð fyrir sjerstökum skóla iianda verslunarmönnum. Hjá Jóni Sigurðssvni er málinu komið ]iað lengra (1 Nýjum fjelagsritum 1842), ao hann talar í skólabófa- tillögum sínum um nauðsyn þess að koma upp skóla „handa kaup- mannaefnum“ í Reykjavík. En hann gerir ekki heldur ákveðnar tillögur um skipulag slíks skóla, og úr framkvæmdum varð ekkert. Málið hefir samt verið vakandi í meðvitund hinna bestu manna, þótt enn liði um hálf öld áður en reynt yrði fyrir alvöru að hefj- ast handa um' stofnun verslunar- kenslu.. Það voru fyrst nokkrir einstakir menn, sem af eigin rammleik reyndu að halda uppi kvöldkenslu fyrir verslunarmenn. En svo var þetta miklum erfiðleikum bundið og áhuginn daufur á þessu hjer kringum seinustu aldamót að kenslan dó út hvað eftir annað. Þetta var kent því ekki síst að vinnutími verslunarmanna var svo langur í þá daga, að þeir höfðu jafnvel ekki tök á því, að sækja kvöldskóla, en þeir sem gátu það voru of fáir til þess að kleift væri að halda uppi skóla fyrir þá eina. Áhugamenn í verslunarstjett- inni voru samt ekki af baki dottn- ir og málinu var hreift hvað eftir annað í Yerslunarmannafjelaginu. Loks tók það fjelag höndum sam- an við Kaupmannafjelagið til þess að koma upp verslunarskóla í Reykjavík. Haustið 1905 tók svo Verslunar- skóli íslands til starfa. Þörfin á slíkum skóla sýndi sig undir eins því a.ð nemendur urðu 54 fyrsta árið og 71 annað árið. Þeir voru eðlilega flestir úr Reykjavík, en upp undir helmingur þeirra var þó utan af landi, úr 14 sýslum. Fyrsti forstöðumaður skólans var Olafur 6 Eyjólfsson og í fyrstu skóla- nefndinni áttu sæti D. Thomsen, Sighvatur Bjarnason, Jón Ólafs- son og Karl Nikulásson. Vandað var einnig til kennara skólans, og kendu undir eins í upphafi við Iiann, mest ungir mentinenn, ýmsir ágætir menní, — sem rnargir urðu seinna þjóðkunnir hver á sínu sviði. Kenslan var fyrst frá ld. 8—1 á daginn, en í undirbúningsdeild hefir frá upp- hafi verið kent frá kl. 8—10 á kvöldin. Kenslan var smáaukin fyrstu árin. Undir eins á Jiriðja ári var kend íslenska, enska, danska, þýska, bókfærsla, íslensk verslunarlöggjöf, viðskiftafræði og verslunarlandafræði. Jón Ólafsson var á þeim árum brautryðjandi í því að semja íslenskar kenslu- bækur fyrir verslunarmenn. A fimta skólaári var tekin upp kensla í vjelrifun, og þjóðmegun- arfræði var farið að kenna sjer- staklega 1916—17. Kensla skól- ans hefir annars verið óbrevtt að mestu frá því á fyrstu árum hans og fram á síðasta skólaár, en breytt hefir verið nokkrum sinnum um bækur og námsgrein- um skift. Skólastjórar hafa verið: Ó. G. Eyjólfsson fyrstu 10 árin, uns hann tók við öðrum störfum, SMarmMsOLSEMÍliÍ iicmiskfatahtcittsutt og Ututt íSaugareg 34 ^tmis 1500 Jteijiijautit. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og be stu efni. Þaulvant starfsfólk. — 10 ára reynsla. Þakjárn nr. 24 og 26. H. Besediktsson 5 Co. (sími 8, fjórar línur). Encycíopæðia Britannica, nýjasta útgáfa, 24 bindi, verð ásamt bókaskáp kr. 675.00, 880.00 og 1160.00. Nokkur eintök fyrirliggjandi. Sðkaverslun Sigfúsar Eymundssonar- Austurstræti 18. GOLD- MEDAL Frech (rom the Orchará to the Honae Note ChivW Patent Hyffienie Cover Chivtrs Jarðarberjasultutau, Hindberjasultutau. Blandað sultutau. Appelsínu Marmelade. Jarðarber. Fruit Salat. Þessar vörur fást í öllum matvöruverslunum. Gæðin eru framúrskarandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.