Morgunblaðið - 27.09.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1931, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þingrof í Englanöi. Nyjar kosningar fara fram. Fylgismenn samvinnustjórnarinnar úr öllum"7lokk^ um ganga sameinaðir til kosninga — ]g gg| undir forystu Mac Donaid’s. 3lorðtmWaf>tt> = Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. É| ;S Ritstjörar: J6n Kjartansson. S ;S Valtýr Stefánsson. = = Ritstjðrn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 500. Z! S Auglýsingastjðri: B. Hafberg. 5= Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. == •■= Heimaslmar: = Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = S E. Hafberg nr. 770. 55 Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. = Utanlands lcr. 2.50 á mánuSi. H = í lausasölu 10 aura eintakið. = 20 aura meS Lesbðk. = ihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii Danska tiingíð lcvatt saman hálfum mánuði fyr en œtlað var. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Ríkisþingið var sett á fimtu- <daginn, 14 dögum áður en 'venja er, til þess að geta rætt sem allra fyrst hin svokölluðu hreppufrumvörp stjórnarinnar. Stauning forsætisráðherra hjelt þar ræðu og skýrði stefnuskrá stjórnarinnar. Ræddi hann um lieimskreppuna og áhrif hennar í Danmörku. Enn fremur tal- aði hann um Grænlandsmálið <og mælti þar á þessa leið: Graenlandsmálið. — Því miður hefir komið aipp deilumál milli Norðmanna og Dana út af Austur-Græn- landi. Þegar norska stjórnin staðfesti í júlí landnám norsku veiðimannanna, varð að vísa análinu til dómstólsins í Haag. Hefir hann nú tekið það til meðíerðar, og þótt leitt sje til þess að vita, að slík deila sem þessi skyldi koma upp, er það þó bót í máli, að hún verður jöfnuð friðsamlega. Þess verð- .ur að vænta af norsku stjórn- iinni, að hún forðist, alveg eins <og danska stjórnin, meðan á málinu stendur, að gera neitt, sem getur aukið þann óróa, sem af því hefir þegar stafað. Ðanska stjórnin vonar, að með úrskurði dómstólsins í Haag werði endir bundinn á deiluna. Fjárhagur Dana. Á föstudaginn lagði Brams- næs fjármálaráðherra fram ríkisreikninginn og fjárlaga- frumvarp. Ríkisreikningurinn fyrir síðasta fjárhagsár er mjög jglæsilegur, því að útgjöldin hafa verið 317 miljónir króna, <en tekjurnar farið um 26 milj- ónir króna fram úr þeim. Rík- isskuldirnar hafa verið minkað- ar um 40 miljónir króna á ár- inu. Fjármálaráðherran gat þess, að tekjur innheimtust enn ríkulega, og að fjárhagurinn mundi verða góður á þessu ári líka. í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir lækkuðum tekjum og þess vegna eru gjöldin færð niður í 290 mljónr króna. — Morgunblaðið ei' 12 síður i dag. Auglýsingar kvikmyndahúsanna «g aðrar auglýsingar, sem vanar eru að vera á 1. síðu eru nú á 5. ÆÍðll. Lotidon, 26. sept. United Press. FB. Þegar komið var að því, að kaupliöllinni yrði lokað í gær, var sala ekki mjög ör, en fram eftir degi var mikil sala á breskum iðnaðarhlutabrjefum, sem seldust góðu verði. Sterlingspund: Gengi miðað við dollar 3.75—3.80. Frjettablöðin skýra frá óstað- festri fregn, sem vakið hefir fá- dæma eftirtekt, að þing verði rof- ið næstu daga, og íhaldsmenn óski þess, að MacDonald hafi forystu á hendi í kosningabaráttunni af 'hólfu stjórnarinnar og muni alls- herjarkosningarnar nú snúast um tollamálin og bresk alríkismál, í sambandi við þau. Búist við tilk. um allsherjar- kosningar þá og þegar. Fullyrt, að MacDonald liafi boðið Stanley Baldwin og Sir Herbei't Samuel, leiðtogum ílialdsflokksins og frjáls lynda flokksins, til Chequers, á sunnudag, til ráðagerða. Búist er við, að MacDonald gefi út opin- ,bera tilk. þá er hann kemur af konungsfundi á þriðjudag. Slysið (Lagarfossi. Þess var getið hjer í blað- inu í gær, að þrír menn hefðu meiðst í Lagarfossi á Húsavík- urhöfn í fyrradag. Hafa nú komið nánari fregn- ir í skeytum til FB. og Morg- unblaðsins. Segk- þar svo frá: Fjórir menn ætluðu upp úr lest skipsins í seglstroffu. Slóst seglið undir dekkbrún og rifn- aði. Einn maðurinn hjekk í kaðli og meiddist ekki, en hin- ir þrír hröpuðu niður í lestina. Voru það hásetarnir Ferdínand Magnússon og Kristján Guð- mundsson og stýrimaðurinn Þórir Ölafsson. Þeir hásetarnir komu báðir standandi niður. Hælbeinsbrotnaði annar á báð- um fótum, en á hinum brotn- aði hælbein á öðrum fæti, en hinn fóturinn brákaðist um öklann. Þórir ólafsson stýri- maður meiddist dálítið á höfði og höndum en hefir ekki verið frá verkum. Þegar eftir að slysið skeði fór Lagarfoss til Akureyrar, og voru hásetarnir fluttir í spítala þar. Dagbk. L O. O. F. 3 = 1139288 = Fl. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): SV-kaldi um alt; þurt veður aust- an lands, *n skúrir í öðrum lands- hlutum. Hiti 9—13 stig. Fyrir norð an land er lægð á austurleið, en suðvestur af Grænlandi er nú og víðáttumikii lægð, sem mun hreyf- ast NA-eftír og veldur að líkindum S-átt og nokkurri rigningu á S- og V-landi á morgun. Útlit fyrir S-læga átt og hlýindi næstu daga. Veðurútlit í Rvík í dag: S-kaldi. Rigning öðni hverju. Ljósmyndasýningii hefir Vígnir í dag á þrem stöðum í bænum: í sýningargluggum Halldórs Sigurðs sonar, Ásgeirs G. Gunnlaugssonar og Skóbúðar Reykjavíkur. Eru það landlagsmyndir af ýmsum fögrum stöðum á landinu, og eru þær hver annari fallegri. Eru þær með eðlilegum litum, og fara lit- irnir vel. Af myndunum má nefna af hándahófi, myndirnar frá Vest- mannaeyjum. mynd úr Oræfum, frá Eslúfirði, Siglufirði, Haga- vatni, Þingvöllum. Mun marga fýsa að eignast þessar myndir. Fjörugur lrappleikur. f dag kl. 4 gefst fólki kostur á að horfa á fjörugan kappleik, sem háður verð- ur milli Vals og sjóliða af H. M. S. Doon. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Ingibjörg E. Vilhjálmsdóttir og Matthías Waage, verkstjóri í Sanitas. Karlakór Iðnskólans. Æfing í dag kl. 2 í Iðnskólanum. Fyrirlestur Guðmundar Frið- jónssonar í dag, um stefnuskrá kommúnista, í Varðarhúsinu, byrj- ar kl. 5. Vafalaust fjölmenna Sjálf stæðismenn á fyrirlestur þenna. íslensk málfræði handa alþýðu- skólum, eftir Benedikt Björnsson skólastjóra í Húsavík, er nýkomin út í 2. útgáfu. Útgefandi er Bóka- verslun Þorst. M. Jónssonar á Ak- ureyri. Þessi útgáfa er aukin og endurbætt, og niðurskipun efnis nokkuð á annan veg heldur en tíðkast hefir í sams konar bókum. Er lögð áhersln á að skýra hlut- verk orðflokkanna, hvers um sig, og einnig að leiða nemanda til Gengismálín. London, 26. sept. United Press. FB. Kaupliallárráðið í London hefir skipað svo fyrir, að frá og með laugardegi verði allar greiðslur fyrir hlutabrjef að fara fram i peningum. New York: Undir lokunartíma kauphallarinnar hækkuðu hluta- brjef og voru 1—5 stigum hærri en fvr um daginn. Sterlingspund var 3.82, er lokað var. Khöfn, 26. sept. (Frá frjettaritara FB.). Dagens Nyheder skýra frá því, að danska stjórnin hafi heimtað, að Nationalbanken hækki krónuna sem fyrst upp í gullgildi. For- vextir voru þess vegna hækkaðir upp í 6%. — Krónan fjell ekki með pundinu í gær. Gengi sterlings punds lækkaði hjer niður í 16y2 krónu. Gengi sterlingspunds hækkar aftur í New York. London 26. sept. United Press. FB. Gengi sterlingspunds í New York hefir hækkað upp í $ 3.841/2- United Press. FB. New York: Gengi sterlings- punds $ 3.82, hefir hækkað í dag um hálft sjötta cent. Síðar frá New York: Ster- lingspundið er nú komið upp í $ 3.87. Tilkynning kauphallar stjórn arinnar í London, sem áður var um símað, að öll viðskifti skyldi fram fara gegn peninga- greiðslu, hefir haft þau áhrif, að viðskiftatraust og ró á kaup höllinni hefir aukist. Bresk ríkisskuldabrjef eru í góðu verði. Blöðin ætla, að alls- herjar kosningar fari fram 28. eða 29. október. Ráðuneytisfundur á mánudag Verður þá tekin ákvörðun um þingrof. Forvextir hækka. Rómaborg: Forvextir hækk- aðir um 1%% upp í 7%. Aþenuborg: Forvextir hafa verið hækkaðir um 3% í 12%. Kauphöllinni í Kaupmannahöfn verður lokað fyrst um sinn. Kaupmannahöfn: Kauphall- arráðið hefir ákveðið, að kaup- höllin verði lokuð óákveðinn tíma. ------*®r>-----— Fisksalan ð Hustfjörðum. Tveir farmar farnir til Eng- lands og einn til Þýskalands. Norðfirði, laugardag. Samband fisksölusamlaganna hefir nú sent tvo fiskfarma til Englands, rúma 3000 kassa með Falkeid, sem seldust á 1485 sterlingspund. Hinn farm- urinn fór með Janmayn í morg- un, um 1700 kassar alls konar fiskur. Þá hefir sambandið selt til Þýskalands með e.s. Justin um 80 smál. áf alls kon- ar ísfiski fyrir ágætt verð fob í kössum, sem koupandi lagði til. — Búist er við að áfram- hald geti orðið á þeirri sölu. Afskaplegir hitar daglega gera ísfisktilraunirnar erfiðar. Is frá Englandi bráðnar um þriðjung í flutningi og fullnægir því ekki ferðinni, en hjer er ekkert af öðrum ís. Yfirleitt er ekki enn gott að segja hvernig útkoman verður á þessari sölutilraun, þó má vænta að markaðurinn batni í Englandi eftir því sem á líður haustið. Talsverð þorsk og ýsuveiði er hjer en kolaveiði treg. Ekkert er selt enn af verkuðum' fiski hjer eystra, nema dálítið í Seyðisfirði. Tíð- arfar heitt og gott og heyfeng- ur bænda sæmilegur því nýting er góð. Hjónaefni. Trúlofun sína opin- beruðu nýlega þau ungfrú Guð- ríður Einarsdóttir og Jón Þorkels- son vjelvirki. sjálfstæðrar rannsóknar með verk- efnum, sem hann á að leita í og brjóta til mergjar. Segir höf. í for- mála að reynslan hafi sýnt sjer afdráttarlaust, um aldarfjórðungs skeið, að slík aðferð borgi sig. Mjólkurbúðin í Þingholtsstræti 21. Athygli skal vakin á auglýs- ingu f»á Mjólkurfjelagi Reykja- víkur um þessa búð hjer í blaðinu í dag. Brúarfoss kom að vestan og norðan í gær. Alls voru með skip- inu um 100 farþegar, þar á meðal Olafur Sveinsson, Þórður Runólfs- son, Sv. Juel Henningsen, Ólafur Ólafsson, síra Jón Ólafsson, Ed- vald Proppé, Böðvar frá Hnífsdal, Maríus Ólafsson, ungfrú Ingibjörg Guðmundsdóttir, ungfrú Ólöf Júlí- usdóttir. Goðafoss fór til vestur- og norð- urlandsins í gær. Meðal farþega voru Sigurður Thoroddsen, Sig- H'íður Stefánsdóttir, Friðrik Hjart- ar og frú, Brynleifur Tobiasson, Nanna Snæland, Gesfur Árskóg og frú, Dagur Sigurjónsson o. fl. Vestri fór á föstudagskvöld frá Bilbao á leið til Portúgals. Knattspyrnukappleikur verður háður í dag kl. 2 milli A og B Hða K. R. Hjálpræði'sherinn. Samkomur í dag: Helgunarsamkoma kl. 10% árd. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8 síðd. Lúðrasveitin og strengja- sveitin aðstoða. Allir velkomnir. Útvarpið varð að hætta útsend- ingu í gærkvöldi vegna þess að rafniagnsspennan frá Elliðaárstöð- inni var of lág, sakir vatnsskorts í ánum. Vegna þess að alt af er rafmagnsnotkun með minna móti á sunnudögum, býst útvarpið við, að útsending megi takast í dag. Glímufjelagið Ármann. Innan- fjelagsmót fyrir drengi innan 15 ára og aðra eldri fjelaga, er iðkað hafa frjálsar íþróttir, hefst í dag kl. 10 árdegis á íþróttavellinum. Em þátttakendur beðnir að mæta stundvíslega. Silfurbrúðkaup eiga 29. sept. Vigdís Sæmundsdóttír og Stefán Guðnason skósm., Frakkastíg 10. Minnisbók ferðamanna heitir dá- lítið kver, sem Sigurður mag. Skúlason hefir tekið saman. Hefir það margvíslegan fróðleik að geyma fyrir þá, sem ferðast um landið. Er þar fyrst lýst Reykja- vík, í stuttu máli, og svo helstu ferðamannaleiðum þaðan, svo sem til Reykjaness, Fljótshlíðar, Heklu, Þjórsárdals, Geysis og Gullfoss, Þingvalla, Borgarfjarðar um Kalda dal, Akureyrar' og Mývatns og •fylgja lýsingar á helstu stöðunum. Eins er lýst Akureyri og leiðum ]iaðan, enn fremur leiðum frá Borg arnesi. Fljótsdalshjeraði og helstu fjallavegum. Þangað er og að sækja margs konar aðra vitneskju, er ferðamönnum getur að góðu haldi kornið, og er kverið hið þarf- asta. Rafmagnið. Mbl. hafði tal af rafmagnsstjóra í gærkvöldi og spurði hann um hvað Elliðaánum Hði og rafspennunni. Hafði hann ekkert gott um það að segja. Byrjað var að safna vatni á Elliða vatnsengjar í ágúst. En vatnsnotk- unin hefir verið meiri en aðrennsl- ið i september. og er nú vatns- safnið þar efra þrotið. Urkoma hefir fram að þessu í september verið hjer 52 millimetri, en meðal úrkoma í öllum sept.. er um 80 mm. Þó talsvert hafi rignt. hjer undan- farna daga, hefir ekkert. vaxið í Ell.iðaánum. K. F. U. M. í Hafnarfirði. Al- j menn samkoma í kvöld kl. 8%. |Síra Friðrik Friðriksson talar. AIl- ir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.