Morgunblaðið - 27.09.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1931, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ 8 Rfiðfterrann og ritstiórlnn. I „Tímanum", sem út kom 12. þ. m., birtist greinin „Ef íslensk framleiðsla fellur um tvo fimtu hluta verðs“, eftir einn ráðherr- anna. Þessi grein, skrifuð af ráðherra, um eitt af flóknustu viðfangsefnum í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar, var með þeim fádæmum, að það var hreint ómögulegt að verj- ast hlátri, og var dregið dár að þessari barnalegu hversdags heimspeki og einfeldni höfund- arins hjer í blaðinu. Svo virðist sem það hafi vak- ið ritstjóra Tímans til meðvit- undar um það, að ekki sje með öllu vansalaust að vera ritstjóri þess blaðs, sem flytur rugl og óvitahjal um stórmál þjóðarinn- ar, og hefir hann þykkst við. Hitt verður tæplega álitið, að hann hafi ætlað að taka upp þykkjuna fyrir ráðherrann, en farist það svo óhönduglega, sem raun er á orðin, því sannast að segja verður ekki annað sjeð, en að í greininni „Lífsvenju- breyting", í næst síðasta tbl Tím- ans, vegi ritstjórinn alveg í sama knjerunn og gert hafði verið hjer í blaðinu og ekki síð- ur fast, þó það sje gert nokkuð með öðrum hætti. Grein ráðherrans var í sjálfu sjer undarleg frá margvíslegu sjónarmiði. Það er t. d. ekkert óspaugilegt að heyra þann mann, sem á þrem árum er bú- inn að eyða 60 miljónum króna af ríkisfje, og þar af 30 miljón- um umfram áætlun fjárlaga, senda þjóðinni þessi karlmann- legu huggunarorð: „Fyrsta skilyrðið er að verj- ast hungurvofunni. Og það á að vera hægt“, svona rjett um leið og hann er að enda við að koma í lóg heilum hestburðum af gulli rík- isins, sem hann hefir bruðlað út 1 heimildarleysi í hreinan ó- þarfa. En bæði þetta og margt annað, sem lagði ráðherrann undir berhögg, var látið kyrt liggja, og af margvíslegum fá- sinnum var ekkert gert að um- talsefni, annað en þessi orð ráð- herrans: „Margt bendir í þá átt, að margar framleiðsluvörur kunni að falla nálega í það verðlag sem var fyrir stríðið . . . í raun og veru er hjer ekki um neinn voða að ræða . . . menn þurfa að hafa það hugfast, að erfið- leikarnir, sem yfir standa, éru ekki annað en verðbreyting og lífsvenjubreyting í land- inu sjálfu . . . þegar hinn nýi verðlagsgrundvöllur er fund- inn, og hann skapast af verði framleiðslunnar á heimsmarkað inum, þurfa laun öll og persónu leg eyðsla að komast í sam- ræmi við verðlagið. Og þá er kreppan búin“. Ráðherra, sem lætur frá sjer fara annað eins óvita-hjal um að en lítilfjörlegur statisti á leiksviðinu. Slík fjármála-homo- pati er auðvitað gagnslaus til alls annars en þess, að skipa höíundinum sess meðal þeirra sem eiga að hlusta en ekki tala, því hver sá sem veit og viður- kennir, að ísl. framleiðsluvara er verðfallin um tvo fimtu hluta hann verður líka að láta sjer skiljast, að sú staðreynd skap- ar íslendingum örðugleika, sem ekkert nema viturlegar ráðstaf- anir og einstök sjálfsafneitun fær yfir stigið. Slíkir sjúkdómar í fjármála- og atvinnulí'finu verða ekki læknaðir með hjali um ,,lífsvenjubreytingar“. — Ef það er óhjákvæmilegt, að þjóðin sætti sig við hálfan hlut, þá er að horfast í augu við þann sannleika, og segja hann afdráttarlaust eins og hann er með þeim upplýsingum, sem rökstyðja slíkt neyðarúrræði, og sem fólk skilur. En að lygna augunum brosandi framan í fólkið, og segja, að hjer sjeu engir „erfiðleikar" á ferðum, „í raun og veru ekki um neinn voða að ræða“, „ekki annað en lífsvenjubreyting í landinu sjálfu“, það er ekki til annars en að sýna þá ósmekkvísi höf- undar, að velja alvarlegustu yrkisefnin til að gera sjálfan sig broslegan. Það er ákaflega hætt við, að álit. almennings á mentun og skilningi þess ráðherra, sem þannig talar „falli um tvo fimtu hluta“, og það, þótt af litlu hafi verið að taka. Það sýnist því svo, sem ekki hafi verið á bætandi, en þó hefir nú ritstjóri „Tímans“ gert ekki alveg mislukkaða tilraun til að fletta enn betur ofan af fávisku ráðherrans. Hann telur nefnilega, að ráðherrann hafi ætlað að ráða bót á afleiðing- um þess, að „íslensk framleiðsla fellur um tvo fimtu hluta verðs“ með því að hvetja þá, „sem nú eyða mestu fje“ til sparnað- ar. Sjálfur telur ritstjórinn, að hjer sje að eins um „fáa menn“ að ræða. Þetta fer nú að verða ekki ófyndið, þegar ráðherrann og ritstjórinn leggja í púkk. Ráð- herrann telur, að „íslensk fram leiðsla falli um tvo fimtu hluta verðs“, og telur sig leggja þjóð- inni ráðin um, hversu megi af- stýra „erfiðleikum" af verð- hruninu. — Að vonum þvælist betta þó dálítið fyrir ráðherr- anum, og ritstjórinn, sem eins og aðrir finnur að hugsun ráð- herrans var ekki vel skýr, kem ur nú honum til hjálpar, og Ieggur honum orð í' munn: Þeir „fáu menn . . . sem nú eyða mestu fje“ eiga að spara, „og þá er kreppan búin“! Ó-jæja. Andvirði íslenskrar framleiðsluvöru, sem út var flutt á síðasta ári var um 60 miljónir króna. ,,Tveir fimtu hlutar verðs“ verða þá nálægt jafn-flókið viðfangsefni, og það 25 miljónum. Segjum nú, að einmitt á örlagaþrungnustu þessir „fáu menn, sem mestu krepputímum, sem riðið hafa eyða“ sjeu 25 að tölu. Þeir yfir þjóðina, hann verður nátt- verða þá að spara eina miljón úrlega ekki skoðaður sem ann- hver af þeim hluta eyðslunnar, Hmna mestu yfirburða, sem nokkuru smni 'hafa verið í bílaframleiðslu, njótið þjer með því að ak.a í hinum dásamlega vel bygðu 8 cyl. bílum, President, Com- mander og Dictator. Þjer svo að segja fljúgið hljóðlaust á vængjum vindanna, er. þjer not- ið hinn merkilega fríhjólaútbúnað. — Mikið fje er sparað vegna þess að vjelin þarf ekki að starfa 2 mílur af hverjum 10, sem farnar eru, 15— 20% sparast í olíur og bensín. An á- taka er skift um frá minstá til mesta hraða. Reynið fríhjólaútbúnaðinn á hin- um fullkomnu Studebaker-bílum, sem nú hefir hlotið viðurkenningu hinna fremstu bílasmiða í Ameríku. Allir Studebaker-bílar eru nú með fríhjólaútbúnaði, í sambandi við eina skiftistöng. Bílar fyrirliggjandi. Komið og skoðið hina nýju vörubíla.. ICN Fyrsta flokks 8 cyl. bíll með frfhjólaútbúnaði. ill!l !ílt f !!! Egill Vilhjólmsson. Grettisgötu 16—18. — Sími 1717. sem ekki hefir veitt meðborgur um þeirra tekjur! Eða ef við nú segjum, að þeir „fáu menn“, sjeu ekki fáir, heldur margir, 1.1 d. 250, þá verður þessi sparn- aður hvers þeirra að nema eitt hundrað þúsundum króna!! Ritstjóri Tímans: Nefnið þessa óhófsmenn, „og þá er kreppan búin“. Almenningur hjer á landi veit, að hjer er engin stjett auð- ugra iðjuleysingja. Það er ef til ( vill mesta gæfa þjóðarinnar að hjer vinna allir, og flestir þeirra mest, sem mest hafa milli handa. — Af eyðslumönnum er l’ryggvi Þórhallsson næst íremstur. Vegna stöðu sinnar, neyðist hann lil að eyða árl. 30— 40 þús. kr. úr ríkissjóði, og er hann löglega að því fje kom- inn. En lang-mestur óhófsmaður er annar af ráðherrunum, sem auk launa sinna hefir á 3 ár- um notað 82.300 kr. úr ríkis- sjóði í bíla, og sum árin hefir varið úr ríkissjóði til eigin þarfa eða óþarfa jafnvel hundr uðum þúsunda í leyfisleysi, og er þá ekki átt við ýmsar stórfjárhæðir, sem hann hefir tekið í heimildarleysi úr ríkis- sjóði og ráðstafað í misjafn- lega þarfleg fyrirtæki. Að slík eyðsla minkaði eða helst hætti er náttúrlega bjarg-j ráð, en jafngildir þó hvergi; nærri skaða þjóðarinnar „ef íslensk framleiðsla fellur um tvo fimtu hluta verðs“. Það er ekkert vel gert af ritstjóranum að gera langloku ráðherrans verri en hún er. Og hjer skal það beinlínis dregið í efa að ritstjórinn hefði haft manndóm til að tugta ráð- herrann eins og hann gerir í, umræddri grein sinni „Lífs-; venjubreyting“ ef ekki svo stæði á, að ráðherrann er fjar- verandi. Þær eru ekki þunn- ar sneiðarnar sem ritstjórinn sendir ráðherranum, eins og t. d. þessi: „Á íslandi er munurinn | milli ríkra og fátækra ekki fyrst og fremst fólginn í mismunandi peningaeign. Munurinn er fólginn í lífs- venjum . . . Sumir menn heimta að fara í luxusbif- reiðum þar sem aðrir fara fótgangandi. Sumir menn þurfa endilega að senda börnin sín til útlanda. Al- menningur hefir orðið að greiða óeðlilega hátt verð fyrir matvæli, húsnæði og jörðina sem hann gengur á, til þess eins að gera þessum fáu mönnum til hæfis sem hafa tamið sjer dýrar lífs- venjur“. Alt þetta, hvert orð og margt fleira sem ritstj. segir í grein sinni, hlýtur að vera sem „títu- prjónastungur“ í þann ráðherra sem komið hefir í lóg 60 milj- 5num á einum þremur áruni. manninn, sem tekið hefir án heimildar úr ríkissjóði hundr- uð þúsunda og jafnvel miljónir króna, manninn, sem haldið hefir um sig hirð hálaunaðs málaliðs, — á ríkisins kostnað, á kostnað þess almennings, sem nú á að gera „lífsvenjubreyt- ing“ og lifa á hálfum launum, manninn, sem sjálfur settist að sólarmegin í 100 þús. kr. íbúðinni en ljet vanþroskuðum æskulýðnum eftir návistina við norðannepjuna, manninn, sem árlega hefir dvalið langvistum erlendis með alt sitt skyldulið og haldið sig ríkulega ýmist á dýrustu baðstöðum eða gistihús- um stórborganna, — og látið þjóðina borga, manninn, sem á 3 árum bakaði ríkinu 82300 krónu kostnað við bílahald fyr- ir sig og sína, manninn, sem hefir notað varðskipin fyrir sig og sína fyrir ' marga tugi þúsunda króna á ári, manninn, sem auk þess als krækir sjer í nær tvo tugi þúsunda úr rík-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.