Morgunblaðið - 18.10.1931, Page 9

Morgunblaðið - 18.10.1931, Page 9
Sunnudaginn 18. október 1931. 9 BráiapesjM siiifje. Tildrög Itennar oy orsakir. Heimsfrsgar kvikmyndaleikkobar nota þessa anaðslegn hvítn sápn XLTS 51-10 Fagrar konur note Lux handsápuna til að viðhalda fegurð sinni1. Hið hvíta, mjúka löður mýkir húðina, gerir hana hvíta og fallega, ilmup hennar er dá- samlegur. Lux handsápan. Hvít sem mjöll — ilmar af angandi blómum. Mjúk húð er mikils virði, hvort heldur þjer eruð kvik- myndaleikkona eða ekki. Jeg nota Lux handsápuna. hún er dá- samleg, lirein og hressandi. Billie Dove 50 au. stk. First National. LUX Ykmd j í LEVER 6R0THERS LIMITED. RORT SUIm.. U. I i . Af ") fí.. Álaborgar rngmjöl og hálfsigtimjöl seljum við mjög ódýrt. H. Benediktsson & Go. Sími 8 (fjórar línur). Stcmisk fatahtcittsuw íituti I, ítaugavc^ 34 ^tmi: 1500 Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. Á liðnum.öldum og alt til þessa dags, hefir hin leiða og hættulega veiki, bráðapestin, gert íslenskum fjáreigendum meira og minna tjón árs árlega. Sum árin hefir hún svo að segja murkað f jeð nið- ur; aftur borið minna á henni annað slagið. Það var því mjög mikilsvert, þegar fundið var upp að bólusetja fjeð gegn pestinni. En þó að bólusetningin hafi dreg- ið mjög úr pestarhættunni, sýnir reynslan samt, að bólusetningin er ekki alls kostar óyggjandi og alveg einhlít vörn gegn pestinni, því stundum hefir drepist fleira og færra af bólusetta f jenu,. en þó ekki í líkingu við það, sem áður var. — Enn í dag eru menn eigi full- komlega komnir að raun um það, hver sje aðalorsök og tildrög til þess, að fjeð sýkist og drepst af bráðapest. Þetta er þó að sjálf- sögðu aðalatriðið. Þegar orsakir til sjúkdómanna, hvort heldur er hjá mönnum eða málleysingjum, eru fundnar, er fremur von til þess, að takast megi að finna meðul og varnir gegn þeim. I Isafold, 8. þ. m. er grein, sem fjallar um þetta efni. — 1 grein- inni segir meðal annars: „Annars er það mjög á huldu, hvernig sauðfje smitast, hvernig það tekur bráðapestina. Þó menn gefi kindum hreinan gróður af bráðapestarsóttkveikjum, þá sýkj ast þær að jafnaði ekki. Sótt- kveikjan fer að jafnaði ekki úr meltingarveginum út í líkamann, nema þegar einhver skilyröi eru fyrir hendi*. En hver eru þau skil yrði? Það er ráðgátan. — Hvað er það þá, sem veikir svo mjög mótstöðuafl fjárins í sumum ár- um, eða eykur bolmagn sóttkveikj unnar, svo fjeð, óbólusett, hryn- ur niður úr bráðapest? — Þeirri spurningu er ekki svarað enn“. Jeg vil nú með línum þessum leitast við að svara þessari spurn- ingu, og byggi jeg það á tilraun- um og reynslu minni á mörgupi árum. — Þegar leita á að einhverju, sem mönnum hefir verið hulið, mun á stundum fara svo, að menn „leita langt yfir skamt“. I>að, sem leit- að er að, liggur ef til vill rjett hjá manni. — Þeir menn, sem aldrei hafa haft það verk með höndum, að hirða fje, eða þekt til þess, fá aldrei tækifæri til að athuga eða gera tilraunir viðvíkjandi bráða- pestinni. En bændur og aðrir f jár xrenn, ættu að geta með athugun- um og ítrekuðum tilraunum kom- ist nálægt því rjetta í þessu efni. Eftir minni skoðun og margra ára reynslu, tel jeg aðal-orsakir til bráðapestarinnar vera: 1. Trjenað, þurt og tormelt fóð- ur. — 2. Snöggar breytingar á fóðri til hins lakara. 3. Ofkæling. Hún getur verið orsök til þess, að hinar veil- ari kindur veikist af pest, og að sjálfsögðu, ef þau skilyrði * Auðkent hjer. Höf. eru meðfram fyrir hendi sem að ofan voru nefnd. Jeg fullyrði afdráttarlaust, að fjármaður geti æfinlega komið í veg fyrir, að fjeð farist úr bráða- pest svo teljandi sje, eftir að far- ið er að hýsa, og hann hefir fjeð undir sinni hendi. Þó ein og ein kind farist með löngu millibili, er ef til vill eigi gott að sjá fyrir eða varast, eins og minst var á hjer á undan. — Jeg býst við, að ætlast verði til, að jeg finni stað svona ákveðnum fullyrðingum, og er ætlun mín með þessu greinarkorni að gera það. Og byggi jeg á reynslu minni og tilraunum. Fyrst vil jeg geta þess, að jeg hefi búið á þessari jörð nær 50 ár um. Land jarðarinnar liggur frá sjó og austur á Vatnsnessfjall alt að hreppamótum Kirkju- hvamms og Þverár-hreppa. Uppi á fjallinu og framan í því er sæmileg beit, þegar til hennar nær, sem oftast er framan af vetri. Nú hefir landið hjer, eins og víðar, gengið úr sjer og beit er lakari en áður fyrr. Jeg beitti upp í fjallið framan af vetri meðan hægt var og áður iandið lagðist undir fönn. Meðan jeg gat notað þetta land og beitt upp í fjallið, þurfti jeg ekki að óttast pestina, það var eigi, nema stöðugt væri beitt á mýrarnar neðra og ofan að sjó. Einn vetur beitti jeg sem oftar upp eftir. Var komið fram yfir miðja jólaföstu, þegar snjó gerði í fjallið og áfreða, en jörð var nær því auð neðra. Jeg varð því að beita ofan fyrir. Tíðin var stilt, en töluvert frost fyrstu dag- ana. — Eftir þrjá sólarhringa byrjaði pestin að drepa, og á þremur fyrstu sólarhringunum fórust fimrn kindur, allar ungar. Seinasta — fjórða — morguninn sem jeg hleypti út, lá ein stein- dauð í húsinu, og tvær voru veik- ar. Jeg gaf þessum tveimur strax inn steinolíu, 2 matskeiðar hvorri — eins og jeg gerði altaf, ef jeg náði því lifandi. Önnur lifði í viku, þá skar jeg hana, meðfram vegna þess, að hún var lungna- veik. — Hin lifði áfram, og bar aldrei á henni síðan. Þessar fimm kindur, sem dráp- ust á hinum nefndu þremur sól- arhringum, voru fyrstu og síð- vstu kindurnar, sem jeg missti þennan vetur. Tókst mjer þannig að stöðva veikina gjörsamlega. Jeg hafði nú alt fjeð inni í 3 daga, og gaf því vel verkað mýr- arhey — en alls ekki töðu eða ann að fmngt hey, og ekki nema % úr fullri gjöf fyrsta daginn, hina tvo dagana % hluta. fullrar gjaf- ar. Alla dagana gaf jeg því heyið saltpæklað, — vætti það ekki mjög mikið, þess þarf ekki. — Fyrsta daginn, áður en jeg fór að gefa, gaf jeg öllu því yngra inn matskeið af steinolíu, hverri kind. Jeg tók eftir því, að vindur gekk upp úr því, einkum fyrsta daginn og var það af áhrifum steinolí-' unnar. Eftir þessa þrjá innistöðu- daga fór jeg að beita fjenu aft- ur, en hjelt áfram fáeina daga að gefa þeim pæklað hey; svo hætti jeg því, þá var líka kom- ínn nokkur snjór og krafsjörð; þegar svo er gerir pestin síður vart við sig. Jeg var nú alveg sannfærður um, að hefði jeg ekki tekið þetta til bragðs, hefði pestin haldið áfram að drepa hver veit hvað lengi. Það var áreiðanlega fleira eða færra af fjenu orðið mót- tækilegt fyrir veikina, og var fleira en eitt sem jeg hafði til marks um það. Enda fanst mjer það líklegt, þegar hún byrjaði svona. Eftir þetta fór jeg að halda, að jeg hefði alveg á mínu valtii, að verjast pestinni. Og jeg sann- færðist betur og betur um þetta eftir því sem fleiri árin liðu. Jeg gerði ítrekaðar tilraunir með að beita fjenu hlífðarlaust þeg- ar pesthættast var, þ. e. frost og þyrringar, eða þá í hjelaðri jörð og frosti. Gaf jeg þá salt- vætt hey. Pestin drap aldrei fyr- ir mjer, þegar jeg fór svona að, og þótti mjer satt að segja ekki lítið unnið, ef jeg framvegis hefði það alveg í hendi minni að verjast pestinni fullkomlega. Mig langaði ekki til að hún gæti leikið mig svo illa, að tína úr fleiri eða færri fallegustu kind- urnar. Því skaðinn af völdum pestarinnar er tvöfaMur. Fyrst er nú það oftast ekki einungis að hinar betri kindur farast, heMur verður oft mestallt ónýtt af þeim. Jeg fjekk eitt sinn nokkurn- vegin ljósa sönnun fyrir því, að fjeð getur smitast og drepist ef varúðar er ekki gætt í með- ferð pestarskrokka, af sjálf- dauðu fje. Jeg gaf fjenu inni. því pestin fór að gera vart við sig. Án þess að athuga það lje); jeg fjármanninn gera til pestar- kindurnar. Jeg misti þannig á einni viku sex ungar kindur. Að þessi var orsökin fór jeg að haMa af því, að lakinn í þessum kindum var mjúkur eins og í fje sem slátrað er heilbrigðu. Jeg þ.óttist nú sjá, að óvarkárni og athugunaleysi var um að kenna að svona fór. Jeg hætti því að láta fjármanninn gera til pest- arkindur og eftir ]>að hætti pest- in að drepa. Síðan hefi jeg gætt fullrar varúðar í meðferð pestar skrokka. Þetta kom fyrir mörg- um árum áður en tilfelli það, sem jeg lýsti hjer á undan. Af sömu orsökum er það hugs- anlegt, að fje geti smitast, ef skrokkar af sjálfdauðum pestar- kindum liggja úti í haganum lengur eða skemur. Sennilega má ef til vill koma í veg fyrir smit- unarhættu með því að bera vel í bæli kindanna ösku eða moM. Æfinlega ætti að taka skrokka af pestarkindum sem sjálfdauðar hafa orðið úti í haganum, og annaðhvort grafa þá eða á ann- an hátt gera þá óskaðlega öðru fje. Jeg verð að segja hjer frá mjög einkennilegu tilfelli sem mjer virðist ómótmælanlega sanna, að snögg breyting á fóðri , til hins lakara, sje ein orsök til t þess, að f jeð veikist af bráða- EfvGERT CLAESSEF, hœstarjettarmálaflutniagsmaður. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Sími 871. Yiðtalstími 10—12 f. h It’jreykt hangikjöt. K1 e i u, Baldursgötu 14. Sími 73.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.