Morgunblaðið - 18.10.1931, Síða 12

Morgunblaðið - 18.10.1931, Síða 12
12 M 0 1 U V W B L A Ð I Ð niðnrsTiðuglösin hafa reynst best til geymslu á öllum mat. Allar stærðir og varablutir fyrirliggjandi. Notið aðeins Weck. NB. Verðið lækkað! Miðlkurbú Flöamanna selur nýmjolk, rjóma, skyr. Týsgötn 1. Sími 1287. Vesturgötu 17. Sími 864. Silvo silfurfægilögur er óviðjafnan- legur á silfur, plet, nickel og alumineum Fæst í ðllum helstu verslun- um. Borðstofnborð og borðstofustóla kaupa nú allir í HúsgagnaversL Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Sími 1940. Hveoær borgar Sildareinkasalan? Þessa spurningu leggja sjómenn Iiver fyrir annan, er þeir hittast á gatnamótum nú daglega. Svörin eru misjöfn, sem eðlilegt er. En flest munu þau vera á þá leið, að hún borgi aldrei. í>á er spurt hvernig standi á þessu? Svarið er, að þó síld seldist eða hafi selst, þá sje nóg af göml- um víxlum, ónýtum tunnum og salti, sem aldrei hafi verið nothæft, en verði nú að greiðast. Er þetta satt? Er þetta þá gullöldin, sem átti að rísa upp hjá okkur sjómönnum með Einkasölunni 1 Eigum við nú að láta okkur nægja 100—öOO kr. fyrir 9—19 þúsund tunna veiði,. sem er langt fram yfir meðalafla. Hvað myndu sjómenn hafa borið úi' býtum eftir meðal aflaár? Hvað segja nú þeir menn sem mest hafa gylt fyrir sjómönnum þeíta einkasölufyrirkomulag. Það heyrist lítið frá þeim. Hvern ig skyldi standa á því? Það væri fróðlegt fyrir sjómenn að athuga það. Sjómenn eru illu vanir, en jeg trúi ekki öðru, en þolinmæði þeirra sje nú þegar þrotin, þegar þeim er sýnd önnur eins smán og nú hefir verið gert. Samkvæmt síðustu skýrslum um xítflutta síld og áætlað verð henn- ar, er engin ástæða til að halda annað en Einkasalan gæti greitt nú þegar, eitthvað til viðbótar við fyrri útborgun. •Teg vil leyfa mjer að spyrja rjetta hlutaðeigendur: Megið þið ekki, getið þið ekki eða viljið þið ekki gera grein fyrir ástæðunum fyrir því, að ekki er greitt meira út á síldina? Það er alveg óhugsanlegt að stjórn slíks fyrirtækis sje saman sett af slíkum glópum, að þeir ekki geti gert grein fyrir gerðum sín- nm, en það eigum við heimting á. •Teg ætla ekki að hæla útkomu þeirri sem orðin var hjá sumum af síldarútvegsmönnum, áður en Einka.salan kom til sögunnar, en: Hvað myndi vera sagt nú, ef sjerstakir menn ættu hlut að máli? •Teg get, liugsað að sumum fyndist þeir hafa lítinn tdverurjett. Hann hefir Einkasalan engan. H. S. sjómaður. A Qrcenlanösjökli, Jökullinn er 2700 metra þykkur. Grænlandsfarið „Hans Egede“ kom td Kaupmannahafnar hinn 23. september og með því komu þýsku vísindamennirnir dr. Georgi og dr. Sorge, fjelagar dr. Wegeners. Þeir voru í fyrravetur á stöðinni „Eis- mitte“, sem er á miðjum Græn- landsjökli, og fóru ekki þaðan fyr en í ágúst í sumar. Stöðin er nú í eyði. Hinir leiðangursmennirnir, 14 alls, þ. á. m. G;úðmundur Gísla- son stúdent, voru þá í Kamarajuk, en ætluðu að fara til Kaupmanna- hafnar með næstu ferð „Hans Egede“ eða þá með „Disko“. Dr. Georgi sagði frá því, að þeir fjelagar hefði dvalist 400 daga í „Eismitte“, og væri þetta í fyrsta sinn, og líklega í seinasta sinn, að menn hefðist við árlangt, uppi á miðjum Grænlandsjökli. 1 janúar, febrúar og mars hefði frostið oft verið 65 gr. þar, en meðalkuldi 40 gr. C. Þeir höfðu alveg nóg matvæli á stöðinni, svo að Wegener þurfti ekki að yfirgefa þá þess vegna. En hann vildi komast til vesturstöðv- arinnar, vegna þess ,að hún var ekki fullger, þegar hann skildi þar við, og hann hafði með sjer Kas- mus Grænlending. Rasmus stjórn- aðii hundasleðanum, en prófessor Wegener gekk á skíðum. Álítur dr. Georgi, að ihann muni hafa feng- ið hjartaslag af þreytu á leiðinni. Rasmus hefir ekki fundist enn, og ekki heldur hinar vísindalegu minnisbækur Wegeners. — Ætla menn, að Rasmus hafi tekið þær með sjer til að reyna að bjarga þeim. Dr. Georgi segir, að með berg- málsmæli hafi hann mælt, hvað jökulHnn á Grænlandi sje þykkur og hjá Eismitte hafi hann verið 2700 metrar. AHt með islenskmn Skipum! Tilkynning. Ráðuneytið vill hjermeð vekja athygli almennings á því, að heimild sú, er gefin er í 52 gr. 1. nr. 75 27. júní 1921 um stimpilgjald til að lækka og láta falla niður sektir fyrir vanrækslu á að láta stimpla skjöl innan lögákveðins tíma, fellur niður 1. janúar næskomandi. Frá þeim tíma verður því eigi hægt að veita nokkrar undanþágur frá stimpilsekt. Fjármálaráðuneytíð 9. október 1931. Revkvfskar húsmæður! i Hafnfirskar húsmæður hafa síðastliðinn hálfan mánuð, keypt og notað 500® stangir af G. S. kaffibæti og með því sparað sjer 500—600 krónur, miðað við ef þær hefðu keypt hinn erlenda kaffibæti. Munið að biðja kaupmann yðár um R. S. kafiibatl. Stiernerne paa Htmmelen (The Stars in their courses) eftir próf. Sir James Jeans, segir frá allra nýjustu niðurstöðu stjörsm- fræðinnar um undur himingeimsins. Hjer er um óenju fróðlega og iskemtilega bók að ræða, sem vjer fullyrðum að enginn fróðleiksfú» lesari sjer eftir að kaupa, lesa og eiga. Bókin er prýdd fjölda mynda. Kostar í bandi kr. 7.30. Bðkav. Sigfúsar Eymundssonar. Stór borðstofihúSDðgn sem ný, einstæð gerð, óvenju vönduð, fögur og sterk, seljast með tæki- færisverði og mánaðarlegri afborgun ábyggilegum kaupanda. Listhaf- endur leggi nafn sitt og heimilisfang í lokað umslag, merkt „1867“, og afhendist afgr. Morgunblaðsins. Kvennagullíð. barðist eitt andartak ótt og títt í mjer, en síðan varg eins og það hætti alveg að slá. Hvað átti bún við. Jeg stóð þarna í sömu sporum og drakk í mig myndina af henni og jeg er ekki í nokkrum vafa um að jeg hafi verið fölur. En til þess að hjegómagimd mín skyldi ekki hlaupa með mig neitt gönuskeið, þorði jeg ekki að hegða mjer eins og grunur minn bauð mjer. — Það er rjett sem þjer segið, náðuga ungfrú, sagði jeg. Þjer munuð verða mjög einmana. Mig tekur það sárt yðar vegna. Þegar hiín svaraði engu, sneri jeg aftur til dyranna og vonin dofnaði við hvert fótmál. — Herra minn .... Rödd hennar stöðvaði mig í þeim svifum sem jeg stóS á þröskuldin- um. — Hvað á veslings ung stúlka að taka td bragðs með svona stóra jarðeign undir sjer? Hún mun ger- samlega ejrðast, þegar enginn karl- maðurinn er til að taka við stjóm- inni. — Þjer megið ekki reyna að taka alt ag yður sjálf. Þjer verðið að útvega duglegan eftirlitsmann. Jeg þóttist heyra, sem var svipað ekka. Gat það verið ? Ó, hamingj- an góða, gat það verið þrátt fyrir alt. Jeg sneri mjer aftur við til hálfs, en rödd hennar stöðvaði mig. Hún hljómaði eins og hún væri óþreyjufull. — Herra Bardelys, þjer hafið efnt loforð yðar eins og göfugum manni sómdi. Ætlið þjer þá alls ekki að krefjast launa yðar fyrir það? Stutta andrá störðu augu hennar á mig. Hinn óendanlegi blámi þeirra var ems og skyggður af tár- um. Síðan leit hún aftur niður fyr- ir sig. — Ó, af hverju viljið þjer ekki veita mjer lið? hraut alt i einu út úr henni og því næst hætti hún við svo óendanlega innilega. — Jeg mun aldrei geta fundið hamingj- una án yðar. — Þjer eigið við ? hrópaði jeg og stóð á öndinni, gekk eitt skref áfram og snaraði ihattinum inn í eitt herbergisskot.ið. — Að jeg elska yður, Marcel, — að jeg vil ekki sleppa yðnr. — Og þjer getið fyrirgefið mjer —• þjer fyrirgefið mjer? hrópaði jeg og greip hana í faðm minn. Svar hennar var hlátur, sem gaf greinilegar 1 skyn, en orð fá gert, hversu fyrirlitning hennar væri djúptæk fyrir öllu í þessum heimi — fyrir öllu að okkur tveimur undanskildum — fyrir öllu að ást- inni undanskiHnni. Hlátur þessi og svo rauðar og blómlegar varir var alt og sumt sem jeg fekk í svar. Og ef þessar freistandi varir — en nei, nú verð jeg of óhæverskur. Og jeg þrýsti henni að barmi mjer og hrópaði: — Ganymedes! —• Hvers óskar yðar göfgi? svar- aði hann um hæl gegnum hina opnu glugga. —- Sjáðu til þess ,að karlarnir komist af baki og komi hestunum í hús. E N D I R . isperBntosaibapd Islands heldur námskeið í Esperanto ,sem hefst föstpdagskvöldið 23. þ. m. Kent verður eftir hinni heimsfrægu aðferð Andreo Ce. Kennarinn verður Þórbergur Þórðarson. Kenslugjald fyrir alt námskeiðið (40 til 50 tíma) er að eins 15 krónur. Til þess að gefa mönnum kost á að kynnast kensluaðferð- inni heldur sambandið ókeypis kenslnsýningn. í Iðnó kl. 9 annað kvöld. Allir velkomnir. Væntanlegir nem- endur tilkynni þátttöku sína í lok sýningarinnar eða hjá Þórbergi Þórðarsyni, Stýrimannastíg 9, kl. 8—9 síðdegis. Sími 33. Stjórn Esperantosambands íslands. ■jé Allt ineð íslenskum skipuni!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.