Morgunblaðið - 08.12.1931, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Nýkomið:
Epli, ný (Jonathan).
Appelsínur.
fcítrónur.
Gráfíkjur,
Epli, þurkuð (,Extra choice')
Bíandaðir ávextir, þurkaðir.
Skemtileg iðlaglöf,
fyrir ættingja og vini, er ávalt góð ljósmynd eða stækkun
í fallegum ramma. — Komið því til okkar sem fyrst.
Myndir teknar virka daga frá kl. 10—6; sunnudaga
frá kl. 4, á öðrum tíma eftir pöntun.
Sigr. Zoðga & Go.
Dráftarvextir
ai ntsvörnm hækka.
Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi, hækka drátt-
arvextir af útsvörum frá 1. jan. næstkomandi um x/±%
á mánuði, og verða þá 1' < á mánuði.
Þeir, sem vilja komast hjá að greiða hina hærri drátt-
arvexti af útsvörum þessa árs og fyrri ára, verða að
greiða útsvarsskuldir sínar að fullu fyrir áramót.
Bæjargjaldkerinn.
* Allt með islenskuin skipum! t
Dýraljóðin er besta jólagjöfin.
Beinir og óbeinir
skattar.
Margs konar hugmyndir gera
menn sjer um, hvernig sje best að
lcggja skatta á fólkið. Öllum dett-
ur ]jaÍ5 sjálfsagt fyrst í hug, að
,,rjettlætið“ eigi að ráða, og mun
þá sú tilætlunin, að þeir, sem að
eins hafa til hnífs og skeiðar,
gjaldi ekkert, en hinir að því
skapi meira sem tekjur eru meiri
og eignir, eða þá að álögur fari
hraðvaxandi, er tekjur vaxa að
mun. Eitthvað slíkt vakir fyrir
flestum fáfróðum eða barnalega
bugsandi mönnum, sem lítið
þekkja til skattamála. Hugsunin
er góð og virðingarverð, en hefir
fyrir löngu reynst óframkvæman-
leg — að mestu loyti ef ekk.i öllu.
Þeir, sem lifa i þeirri von, að
rjettlæti verði fullnægt í skatta-
málum, liailda venjulega að allir
skattar eigi að vera beinir, t. d.
tekjuskattur, eignaskattur, erfða-
skattur o. þvíl. Obeinar álögur,
tolla á nauðsynjavörum o. þvíl. er
þeim illa við, því þær falla einnig,
meira eða mmna, á fátækasta fólk-
ið. —
Aðrir líta mest á það, að skatt-
arnir verði sem minst áberandi,
svo fólkið veiti þeim síðan eftir-
tekt og uni betur við þá. Þannig
sagði frægúr frakkneskur stjórn-
málamaður, að listin í skattamálum
væri sú, að „rýja skepnurnar þann-
ig, að þær skræki sem minst“. —
Þessir menn vilja ná sem mestum
tekjum í ríkissjóðinn með tollum.
Þriðju telja það mestu varða, að
álögumar greiðist og að innheimta
þeirra sje sem auðveldust, hvað
sem öllu i'jettlætinu líður. Þeir
nota þá tolla og- beina skatta á
fasteignir, tekjur o. þvíl.
Elestar þjóðir hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að nota mjog
margbrotið skattakerfi, beina
skatta og óbeina jöfnum höndum,
og sleppur nú fátt „tollfrítt“. —
Bæði fyllist seint „sálin“ þing-
mannanna og svo gera menn sjer
von um, að einn órjetturinn eti
annan upp með þessu lagi.
Það getur brugðist til beggja
vona, að rjettlæti komi út úr öllum
þessum fjárdrætti, en hitt er víst,
að ótrúlega mikið hefir mokast i
ríkissjóðina með þessu llagi, svo
ríkin hafa getað vafsast í öllu. Ar-
angurinn sjá allir. Alt er á hausn-
um úti um öll lönd.
Sósíalistar trúa flestir á beinu
skattana, og halda að með því
móti sje unt að láta álögurnar
lenda á efnamönnunum en sleppa
sjálfir. Þeir, sem bafa atliugað
hversu skattar „veltast“, vita vel
hve hæpið þetta er. Sje t. d. hár
skattur lagður á lóðir og hús, fer
ekki hjá því að húsaleiga hækki
hjá fátæklingum. .Tafnframt dreg-
ur úr byggingum og öll atvinna
við húsabyggingar minkar. Við
þetta kemur fljótlega húsnæðis-
ekla og hún hækkar enn á ný
húsaleiguna. Þá er og þetta bein
leið til þess að gera hús og hústiæði
verra en áður var. Menn hafa ekki
efni á því að gera hús eða íbúðir
stærri en mögulegt er að bjargast
við. Bærinn verður smáin saman að
fátæklingabæli og lóðirnar svo litl-
ar sem frekast má. — Alt verður
lítið ög iljótt. —
Flestir bæjarbúar skilja þetta
einfalda dæmi. Einfaldur skattnr,
■sem ætla mætti að legðist aðallega
á efnamenn, lendir í rann og veru
á öllum og hefir auk þess marg-
víslegar afieiðingar, flestar eða
allar til ills eins. Svo er um flesta
skatta, þó ekki sltuli hjer út í það
farið. Beinir skattar eru ekkert
þjóðráð við órjettlæti i skattamál-
um, og engin þjóð hjer í álfu liefir
treyst sjer til að komast af með
þá. Ekki hafa heldur sósíalistar
reynt að leggja niður óbeina
skatta, þegar }>eir hafa setið !
völdum.
En livernig er þetta þá í Rúss-
landi, þessari Paradís sósíalista?
Nóg er þar af fátæklingum, og
mætti þvi vænta þess að þar væru
engir tollar, síst á nauðsynjavör-
um.
Eftir skýrslum rússneskú stjórn-
arinnar var áætlunin 1929—1930
þannig (í þúsundum rúbla) :
Beinir skattar áætlaðir 2.627.257 R
Óbeinir skattar áætlaðir 2.589.200 -
Það er þá engum blöðum um það
að fletta, að óbeinir skattar eru
því sem næst jafnháir í Rússlandi
og beinir skattar. Af beinu skött-
unum er langmestur hlutinn hinn
svonefndi iðnaðar skattur (1.814,-
000 þús. R. j,' sem ' lagðm' ,er á
hvers konar iðnaðarvörur og verk-
ar á sama hátt og tollur á þeim
vörum, svo óbeinu skattarnir ei:u í
raun og veru miklu hærri en talið
er. — Tekjuskattur er smávaxinn:
369.000 þús. R. og erfðaskattur
hverfandi: 18 þús. R. — Hvort
tveggja er þegjandi vottur um fá-
tækt almennings.
Á livað leggja svo þeir góðu
menn tollana? Fyrsf og fremst á
tóbak, te, sykur og áfengi, en auk
þess á fjö/lda af nauðsynjavörum,
t. d. steinolíu, eldspýtur, gúmmí-
skó, kerti o. fl.
Innflutningsgjald er lagt á ó-
grynni af vörum, en þó ern algeng
ustu korntegundir og ýmsar mat-
artegundir tollfrjálsar. Gjald þetta
er ekkert smáræði á flestum vör-
um, eins og sjá má á eftirfarandi
dæmum. Þau sýna hve mörg pró-
sent gjaldið er af verði vörunnai'
(1929—1930) :
Ávextir 200%
Krydd ýmislegt 800%
Kaffi, kaffibætir 500%
Te 150%
Sykur 150%
Niðursoðinn matur 1 kg. 10 R.
Fiskur , 100%
Kjöt og mjólkurafurðir 1 kg. 3 R.
Vín og vínandi 1 kg. 12 R.
Tóbaksblöð 100%
Húðir og skinn 15%
Það er víst hæpið, að i nokkuru
siðuðu landi sjeu slík innflutnings-
gjöld, og þau falla á ýmsar nauð-
synjavörur: T. d. er innflutnings-
gjald á fiski jafnhátt og innkaups
verð fisksins (100%), og er það
þó miklu hærra á ýmsum öðrum
vörum. Svo bætist sjerstakur tohl-
ur við innflutningsgjaldið á mörg-
um vörum. Það er því ekki að
undra, þó vöruverð sje hátt í Rúss-
landi.
Það verður ekki annað sjeð, en
að sósíalistarnir í Rússlandi sjen
engir eftirbátar annara í því, að
rýja fótkið með öllum ráðum,
beinum og óbeinum álögum, enda
má svo heita að alt sje reitt í rík-
issjóðinn, sem fóllrið get.ur við
sig’ losað.
Kenningin um beina skatta í
stað óbeinna er ko.nringabeita og
annað ekki. Jafnveil Rússarnir hafa
liana að engu.
„Brnarfoss"
fer anaaA kvðld, vestnr og
norðnr nm land, til Noregs
og Kanpmannahafnar.
Vðrnr alhendist fyrir hí-
degí á morgnn, og farseðlar
ðskast sðttir.
Lokasalan
Skoðið plötuhölfiir,*
kr. 1.90. kr. 2.35 platan.
Án tillits til verulegs verðs.
Fónatnir gjafverð.
Hljóðfærahúsið.
(Brauns-verslun.)
M.s. Drcnning
Alexandrine
fer í kvttld kl. 6
til Vestnr- og Norðnrlandsins
G. Zimsen.
Ný bðk:
Hrafnlilldur
eftir
Jðn Bjðrnsson
fæst 4 afgreiðslu
Morgunblaðsins og hjá bóksölum.
Astma
lungnaslúkdómar, Bronchitis, háls-
og nef- sjúkdómar, svefnleysi,
taugaveiklun.
dp. Hassencamps „Meúicatus"
Notkunarreglur, þatkarbrjef og aðrar Uppl.
sendar burðargjaldsfrítt. Verö 10 kr.
M. Bro, kem. tekn. Fabrik,
Danasrej 32, Köbenliavn V.
Fylgist með tímanum
og líftryggið yður í
Andvðkn
'Lækjartorg 1.
Sími 1250.