Morgunblaðið - 08.12.1931, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1931, Blaðsíða 6
tö 0 K G U N B L A r I Ð nemi 10 af hundraði af útsvari hvers einstaks gjaldanda. Ráðuneytinu er kunnugt um að mjög verulegur íhi uti af útsvörum yfirstandandi árs og nokkur hluti útfivaranna á s.l. ári, er enn óinn- heimtur. Telur ráðuneytið það all- hart að gengið hinurn skilvísu gjaldendum í bænum að hækka útsvarsupphæðina um 10% meðan innheimtan er svo lítt rekin, þó að að vísu sje enn stutt liðið frá síðai'i gjalddaga. Hinsvegar er ráðuneytinu kunn- ugt um, að að baki þessari ósk stendur einhuga vilji bæjarstjói’n- arinnar, enda um sjerstaka að- stöðu að ræða svo .sem fram kem- ur i brjefinu og ráðuneytið vill yfirleitt fylgja þeirri reglu, að draga ekki úr sjálfsákvörðunar- rjett.i bæjarfjelaganna. Þar sem þjer ennfremur í samtali við und- irritaðan atvinnumálaráðherra, s.T. laugardag hafið lýst því yfir að innheimta útsvaranna skuli nú rekin svo fastlega sem unt er, veitist umbeðið leyfi í trausti þess að svo verði. Er það lagt á vald bæjarstjórn- arinnar hvenær gjalddagi þessarar framhaldsniðurjöfnunar skuli vera Brjef borgarstjóra til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins ds. 2. des. 1931. le- Með breifi dags. 30. f. m. hefir ráðuneytið heimilað framhaldsnið- urjiifnun í Rvík, er nemi 10% af útsvörum hvers gjaldanda, og er útsvarshækkunin ætluð til þess að greiða með bráðabirgðalán, af því að áætlað lán til langs tíma hefir ekki fengist. f þessu brjefi farast ráðuneytinu svo orð, að innheimta útsvaranna muni ekki nægilega fljótt rekin, og leyfi jeg mjer því að gefa ráðu- neytinu skýrslu um, hvernig inn- heimtan hefir gengið til þessa tíma, samanborin við innheimtu undanfarandi ára. Alls hefir á þessu ári verið jafn- að niður útsvörum, er nemi kr. 2,256,070,00, þegar taldar eru með þær leiðrjettingar, sem niðurjöfn- unarnefnd, yfirskattanefnd og ráðuneytið hafa gjört á útsvars- skránni, en ótaldar eru nokkurar burtfellingar, sem bæjarstjórnin verður að samþykkja vegna þess, að ranglega hafa verið lögð út- svör á einstaka gjaldendur, svo sem árlega kemur fyrir. Af þessum útsvörum var 30. nóv. búið að innheimta krónur 1 520.396,06, eða 67,4% af allri fúlgunni, en það samsvarar 70,6% ar áætlaðri útsvarsupphæð. Til samanburðar hefi jeg athug- að hvað innheimtunni hefir liðið á sama tíma undanfarin 5 ár, þ. ,e. 30. nóv. ár hvert, og sýnir eft- irfarandi tafla hvað innheimt var, miðað við þau útsvör, sem bæjar- gjaldkerinn hefir fengið til inn- heimtu: 1926 var innheimt 68.9% 1927 var innheimt 70,7% 1928 var innheimt 69,9% 1929 var innheimt 66,2% 1930 var innheimt, 68,0% Að meðaltali var innheimt af útsvörunum 30. nóv. árin 1926— 1930 68,7%, en í ár 67,4%, og er það mjög nálægt meðaltali síð- ustu 5 ára, en dálítið meira en meðaltal síðustu 2 ára, sem er 67,1%. Þegar tillit er tekið til peninga kreppunnar, sem nú stendur yfir virðist því innheimtan ganga fult svo vel í ár og undanfarið og jeg get fullvissað ráðuneytið um, að gengið mun verða ríkt eftir greiðslu eftirstöðva útsvaranna. nú þegar sá túni er kominn, að beita má lögtaki. Hokkur orð til athugunar. Eins og vænta mátti reynir Al- þýðublaðið að færa cillögur mínar á síðasta bæjarstjórnarfundi eins og alt annað, sem kemur frá Sjálf- jstæðisflokknum til „betri vegar!!“ fyrir sig, til þess að veiða á því nokkrar sálir ef hægt væri. 1 yrsta tillagan var um það, að leita fyrir sjer um atvinnu í sveit- um. Annars staðar gerði jeg ekki ráð fyrir, að um neina atvinnu- n öguleika væri að ræða. í raun og veru er hjer um svo sjálfsagt atriði að ræða, að það ætti ekki að þurfa að evða orðum að því, og jafnaðarmönnum sem öðrum, ætti að vera jafnkært, að úr at- vinnuieysinu yrði bætt á hvern þann hátt, sem unt væri. Má það því heita hin mesta furða, hvílíku moldviðri Alþbl. hefir getað þyrl- að upp um jafneinfalt og sjálf- sagt mál. Nú er það alkunna, að annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, — landbúnaðurinn, — hefir um mörg ár átt mjög erfitt vegna fólks- leysis og verið öllum hugsandi mönnum hið mesta áhyggjuefni. Er eiginlega broslegt að þurfa að rökstyðja jafnalviðurkent mál, er hefir verið á dagskrá og mikið bæði rætt og ritað um, nú vsíð- ustu 10—20 árin. Sjer í lagi er það broslegt, að heyra fulltrúa bænda- flokksins í bæjarstjórninni bera brigður á þetta og var helst að heyra e.ins og það að leita fyrir sjer um atvinnu i sveit væri því íkast að vísa fólkinu út á eyði- mörku, þar sem ekkert þekktist nema sultur, fátækt og eymd. — Landbúnaðurinn fæðir þó og klæð- •ir sitt fólk og margir lifa þar góðu Ufi. Það er líka alveg ó})arfi að rökstyðja þetta frekar þar sem blöðin einmitt þessa dagana hafa flutt fregnir, sem sanna þetta mjög átakanlega, svo gegninga- menn eru jafnvel sóttir t.il Þýska- lands. -Jeg þekki líka mesta mynd- arheimili í Rangárvallasýslu, sem í haust leitaði um alla Reykjavík að vetrarmanni, en fann engan. Jeg fyrir mitt leyti trúi því ekki, að hjer sje ekki hægt að fá vetr- armann í sveit. Jeg vil ekki trúa því, að hugsunarháttur fólks yfir- leitt sje svo gerspiltur, að hjer sje ekki fjöldi einhleypra manna, sem sjái svo sóma sinn, að vilja heldur vera þó ekki sje nema mat- vinnungur í sveit, en að þiggja hje'r framfærslu af öðrum. Auk þess sem .jeg fæ ekki sjeð, að hjer blasi þeir framtíðarmöguleikar við fólkinu, að mikið sje í liúfi. þó Jeitað sje fyrir sjer annars staðar. Að ekki er hjer hægt að 'fá fólk — að minsta kosti í haust — býst jeg við að komi að miklu leyti af þvj, að það vantar milli- liðinn. Eðlilegast væri, að Bún- fjel. ísl. tæki að sjer að vera það, en úr því að það ekki tekur sjer fram um að að vera það, þá sýnist mjer ekki öðrum standa það nær en stjórnarvöldum bæjarins og að vísu ætti engum að vera það auð- veldara. Það er svo alls staðar í heim- inum, að atvinna á hverjum stað er ekki alt af stöðug og jöfn. Hjerað, sveit eða bær getur verið á framfaraskeiði og atvinna mikil, á öðrum tíma getur þar verið kyr- staða eða afturför og því betri lífsskilyrðí annars staðar. Galdur- inn er þá, að flytja fólkið á milli eftir því sem atvinnuskilyrðin segja til. \Htanlega er það fyrst og fremst unga og ógifta fólkið, sem liægt er að flytja og sem verður að sætta sig við að fara þangað, sem atvinna er til handa .því. Þes-si krafa er alls staðar viðurkend, jafnvel í Rússlandi, og ev ekki neitt íslenskt „íhalds“- fyrirbrigði. I Rússlandi mun það vera liaft þannig, að þegar verka- maður ekki rill þiggja vinnu, þar sem honum er vísað á hana, þá ifær liann heldur ekki neinn styrk. Hann á völina milli þess að vinna eða svelta. Jeg er svo góður kom- múnisti, að jeg er á alveg sama imáli og StaHn í þessu efni. Jeg jætlast til að ungt fólk, sem ekk- jert á við bundið fari þangað sem ívinnu er að fá; jafnvel uppi í ísveit. Ef }>að ekki vill það, þá i'má það mín vegna svelta. — En það er vitanlega sjálfsag't, að sjá um það folk, sem hvergi get- ui' fengið vinnu, svo það ekki bíði r.eyð. — Hitt fær enginn nng til að hlusta á, að sú krafa eigi nckkurn rjett á sjer, sem \ erið að af reyna að berja inn í Reykvík- inga, þó ekki sje það sagt berum orðum, að fólkið geti safnast sam- an á einn stað, t. d. hjer í Rvík og sagt: Hjer erum við, hjer vilj- i:m við vera og hvergi annars stað- ar og við heimtum vinnu. Svo eiga skattþegnarnir möglunarlauat að rýja sig inn að skyrtunni og láta skyrtuna líka, ef með þarf, til þess að fullnægja þessari heimsku- legu kröfu. Þetta er einmitt það, sem er að gerast hjer og þetta er ein aðal- ástæðan fyrir annari tillögu minni um að hefta aðstreymi að Reykja- vík og skal jeg nú fara nokkurum fleiri orðum um hana Jeg skal strax taka það fram, að ])ó jeg í tillögunni geri ráð fyrir, að innflutningur sje heftur eða gerður erfiðari með því að einhverjar lágmarkskröfur sjeu gerðar um eignir, þegar menn ’-'lja sctjast hjer að, þá er það ekki af því, að jeg vilji einskorða höftin við efnahag. Ef einhverjir sjá önnur og heppilegri ráð, })á er sjálfsagt að hafa þau. Má þar sjálfsagt ýmislegt nefna, t. d. að þeir hafi fasta atvinnu, kunni ein- hverja iðn, sem líklegt „je að þeir geti unnið fyrir sjer með o. fl. mætti finna. Það er daglegt umræðuefni að sveitirnar sjeu að tæmast af fólki. Skorður við ótakmörkuðu að- streymi er vitanlega það eina, sem Reykjavík getur að sínu leyti gert til þess að hindra þennan flótta úr sveitunum. Auk unga fólksins, sem síst er ástæða til að amast við, ef lífsskilyrði og atvinnumögu leikar eru fyrir hendi, þá er þessi flótti aðallega innifalinn í því, að menn sem gengur búskapurinn erf- iðlega, eða flosna upp, flytja sig til Reykjavíkur og heimta hjeri sitt framfæri, ef vinna bregst. Þegar talað er um það, að Reykvíkingar leiti sjer sjálfir vinnu um alt land á sumrin og aðrir landsmenn gætu farið að amast við Reykvíkingum, ef þe.ir settu slíkar hömlur, þá er hjer blandað málum. Fyrst og fremst er enginn að amast við því, að menn leiti sjer hjer þeirrar atvinnu, sem til er. Reykvíkingar fara í kaupa- Þegar þjer kanpiO dósamjólk þá munið að biCja nm OYHELRND því þá fáið þjer það besta. Jðla-lnnkanpln er úuggjjeg'ast að gera sem fyrst, á meðan að úrvalið er sem mest. Höfuin afar mikið úrval af ýmiss konar jóla- gjöfum með gamla lága verðinu. K. Einarsson & Bjðrnsson. Bankastræti 11. vinnu á sumrin. Ef þeir ekki gerðu ]»að, væri landbúnaðurinn kominu í kaklakol.Sú atvinnule.it er beggja þægð. í sddarvinnu býst jeg ekki við að fleiri fari en ráðnir eru. ITjer er líka um þörf atvinnuveg- arins að ræða. En ef þeir, sem fara í kaupavinnu eða sildarvinnu til Siglufjarðar, settust um kyrt, þegar vinnan væri úti og segðu: Hjer ætla jeg að setjast að, og jeg heimta vinnu. Hvað yrði þá sagt? — En það er einmitt þetta, sem á sjer stað lijer í Reykjavík. Fólkið þyrpist hingað i atvinnu- jleit og þegar enga atvinnu er að fá, þá rís það upp undir forustu innna svokölluðu jafnaðarmanna og heimtar vinnu. Og nú eru kröfurnar farnar að ganga svo langt, að það er ekki ánægt með framfærslu, heldur heimtar það háan atvinnuleysisstyrk, ókeypis gas, rafmagn, koks o. fl. Það má vera hverjum hugsandi manni ljóst, að það getur ekki fram farið til lengdar eins og nú og liefir gert undanfarið. Það verð- ur að finna einhver ráð til að stöðva fólkið við framleiðsluna, einkum landbúnaðinn, sem er rniklu öruggarj atvinnuvegur, þó gróðinn sje seiutekinn. Og Reyk- víkingar verða að gera sjer ljóst, ao ef þeir ekk.i treysta sjer til að hefta áðstreymið á einhvern hátt, ]cá er ekkert fyrir ])á að gera ann- að en að borga, því að fyrir fólk- inu verður að sjá á einhvern hátt, svo það ekki líði neyð. Hitt getur oi'kað tvímælis ,hvort nokkur sann girni sje að heimta atvinnuleysis- styrk af bænum. f öðrum löndum, þar sem atvinnuleysisstyrkur hefir verið tekinn upp, þá veit jeg ekki betur en að það sje alls staðar ríkið, sem borgi hann. í öðru lagi virðist atvinnuleysisstyrkur ekki hafa gefist öðrum þjóðum svo vel, að ástæða sje fyrir okkur í mjög ei’fiðu árferði að fara að taka hann upp. Atvinnuleysisstyrkur hefir komið öðrum þjóðum á knje, nú síðast Englendingum. og enim við nú að súpa seyðið af honum og býst jeg ekki við að mönnum al- mennt þykti seyðið svo ljúffengt, að ástæða þyki til að fara -að elda súpuna. Ilvað sem um þetta er og hver sem niðurstaðan verður um það, hvern.ig Reykvíkingar ákveða að sjá fyrir atvinnuleysingjunum nú, þá er aðalkjarni málsins þessi: Árlega bætast við í landinu 1000 —1500 fullvinnandi manns, sem þarf að fá og heimtar vinnu. — Megnið af þessu fólki leitar til Reykjavíkur. Ef það reynist svo, að ekki þykir fært að hefta þetta ; aðstreymi a.ð meira eða minna leyti, þá verður Reykvíkingum [líka að vera ])að' ljóst, að þeir ,verða að borga, verða að bera þær álÖgur, sem nauðsynlegar eru til að framfleyta fólkinu og þá vor- kenni jeg þeim fyrir mitt leyti heldur ekki að gera það og þá er sjálfsag't að krefja inn nauðsyn- legar álögur með harðri hendi. Jeg kem þá að þriðju tillögunni um rannsókn á fátækramálum bæj arins. Eins og menn vita, eru útgjöld til fátækramáia orðin mjög há, nmnu á yfirstandandi ári nema nálægt % milj. Með öðrum orðum fer á þessu ári þriðja hver króna aí útsvörum bæjarmanna í þetta óvirka starf. í þessum útgjöldum eru meðtalin læknishjálp, hjúkra- húsvistir og yfirleitt öll sú hjálp, sem menn þiggja af því opinbera. Þó er hjer ekki tallið framlag til farsóttahúss, sjúkrabifreiðir, berkla varnir eða styrkir til líknarstarf- semi, t. d. Líknar, Hjúkrunarfjel. Rvíkur, Elliheimilisins o. fl. Jeg býst við að allir sjeu á einu máli um það, að útsvör bæjar- manna sjeu orðin afarhá, svo há, að ekki sje viðbt að hækka þau frá því sem er, svo neinu nemi. En ef svo er eftir undanfarin góð- æri, hvað mun þá, þegar harðnar í ári? Jeg veit ekki hvað aðrir álíta, en jeg sje engin llíkindi til að hægt sje að pína út úr borgurum þessa bæjar 2% milj. á næsta ári. Hins vegar eru engin Hkindi til að fá- tækrastyrkurinn lækki, þvert á móti verður ekki gert ráð fyrir öði'u en að hann hækki og það til stórra muna. Þá er svo komið, að útsvörin gera litið betur en að lirökkva fyrir fátækraframfærsl- unni. Stjórn bæjarins, viðhald gatna og annara eigna, heilbrigðis- mál, skólamál, vextir og afborg- anir skullda o. s. frv. ltosta stórfje. Hvaða fje er svo eftir til nauð- synlegra nýrra framkvæmda? Það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.