Morgunblaðið - 20.12.1931, Page 5
Sunnudagiim 20. desember 1931.
5
JPtoripiiwMjtMI)
Ftdlveldí og fákænska.
Eftir Gísla Sveínsson.
Það var næsta vel til fallið,
að stúdentar tóku hátíðahöld
„fullveldisdagsins“ 1. desem-
ber á sína arma og gerðu hann
að sínum hátíðisdegi. Því að
hvorttveggja var, að ella hefði
hann enginn tilhaldsdagur orð-
ið með þjóðinni — þótt merki-
legt sje —, og einnig eru stú-
dentar (með hverri þjóð) allra
manna rjettbornastir til þess
að hafa á hendi forustu slíks
dags. Ef nokkur frelsishugsun
er lifandi í landi, þá er hún
það hjá stúdentum.
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að íslenskir stúdentar
hafa verið frumherjar hins ís-
lenska fullveldis, þeir báru uppi
frelsishreyfinguna fram á þessa
öld (Hafnarstúdentar ekki síð
ur en heimastúdentar) og þeir
stóðu í fylkingarbrjósti sjálf-
stæðisbaráttunnar, þangað til
fullum sigri var hrósað með
viðurkenningu hins íslenska
ríkis hinn 1. desember 1918.
Lærðir og leikir tóku þátt i
henni og loks þjóðin öll, en
meðal stúdenta, eldri og yngri,
var foringjana að finna.
Þetta er mjög eðlilegt. Stú-
dentar höfðu átt kost á að afla
sjer víðtækastrar og gagn-
gerðastrar mentunar, innan
lands og utan; þeir höfðu fram
að síðustu tímupi ausið af Mím-
isbrunni þekkingar og gamall-
ar og nýrrar menningar þjóð-
anna, framar öllum öðrum
stjettum þjóðfjelagsins, svo að
útsýn þeirra yfir menn og mál-
efni hlaut að verða þroskaðri,
víðsýni þeirra að jafnaði meira
en gerðist með öðrum lands-
mönnum. Þetta verða menn að
vita, þótt upp á síðkastið hafi
verið gerð allsvæsin tilraun af
hálfu nokkurra skammskóla-
genginna manna (þetta orð er
notað andspænis „langskóla-
genginn“) til þess að ,,eyða“
þessari staðreynd, sumpart af
greinilegu lýðfylgisbralli. —
Það er ekki óholt á þessum
tímum og eins og nú árar, að
minnast þess, sem mikið er í
fari þjóðanna, ef það mætti
verða til þess, að menn rankaði
við því, hvert horfir nú' með
s.jálfstæði lands og lýðs. Það
var því vissulega ánægjulegt
að hlusta á það, sem fram fór
á fullveldisdeginum 1. desem-
ber síðastliðinn. Og sjerstakur
hátíðarauki var að því, er minst
var nokkurra ágætismanna
þjóðarinnar vegna afhjúpunar
minnismerkis Hannesar Haf-
stein. Þeir, sem sátu að mál-
pípu útvarpsins þann dag,
heyrðu að vísu ekki allt, sem
sagt var, en þeir bjuggust þó
ýmsir við því sem sjálfsögðu,
að ríkisstjórnin mundi koma
til skjalanna við hátíðahöldin,
er sú afhjúpun fór fram —
íraman við dyr sjálfs stjórnar-
ráðshússins; en ekki hefir
heyrst, að svo hafi verið, og
mega það firn heita, að forsæt-
isráðherra skuli ekki hafa talið
það skyldu sína að mæla þar.
— Aftur voru töluð nokkur
orð að kveldi dagsins í útvarp-
ið um H. H. og getið annara
frömuða sjálfstæðismálsins, að
því er skilja mátti á ræðumanni
(Þ. G.), en sá er þetta ritar,
heyrði hann ekki nefna nema
fáa þeirra og sleppa öðrum, er
fremri voru sumum þeim, er
tijgreindir voru. T. d. varð
ekki tekið eftir, að nefndir
væru menn eins og Benedikt
Sveinsson eldri, Einar Bene-
diktsson, Bjarni Jónsson frá
Vogi, próf. Guðmundur Hann-
esson, Skúli Thoroddsen, dr.
Jón Þorkelsson, Benedikt Sveins
son yngri, o. f 1., svo að sýnt er,
hve ófullkomin upptalningin
hefir verið, og þó verður því
ekki borið við, að kostað hefði
of mikinn tíma eða fyrirhöfn
að nefna þessi nöfn; — Ekki er
um að sakast, þótt talað væri
vel um Valtý Guðmundsson —
hann átti það að ýmsu leyti skil-
ið — og til skammar var skít-
kast það, er úr einni átt var haf-
ið á hann fyrir fáum árum, og
var hann þá annað hvort við
andlátið eða liðinn. En sjerleg
sjálfstæðishetja á íslenskan
mælikvarða var Valtýr aldrei
(enn þá kannast menn við ,,val-
týskuna“ gömlu). Og Jón Magn
ússon — já, í hans hlut fjell
það, að vera forsætisráðherra í
þessu landi, er samningunum
var á komið við Dani 1918. —
Hann var heppinn, í þvf eins og
fleiru, það skal viðurkent. En
nokkuð var mér kunnugt um
(jeg átti þá sæti á Alþingi),
hvernig á því stóð, að hann
íekst til að tefla fram sam-
bandsmálinu og lausn þess á
þeim tíma, og fullvíst er það,
að ef eigi hefði staðið svo sjer-
staklega á fyrir Dönum 1918
eins og stóð (þá voru þeir
hræddir við alt og alla), hefði
J M. ekki hreyft því máli; og
tf eigi hefði honum skjelegg-
ari menn fengist við samninga-
gerðirnar af íslands hálfu (svo
sem þeir nefndarmennirnir Ein-
ar Arnórsson og Bjarni Jóns-
son frá Vogi), hefði ekki kom-
ið þaðan neitt hreint í vorn
garð. En vitaskuld studdi hann
hinar íslensku niðurstöður,
| enda tóku Danir talsvert tillit
til hans, m. a. vegna stöðu hans^
svo að hans þáttur á málalykt-
unum var nokkur, svo sem skylt
var. En skörungur í sjálfstæð-
ismálum var hann ekki, hvorki
fyr nje síðar. Um það held jeg
að verði ekki deilt (jafnvel
þótt breitt sje yfir „uppkast“
og alla ,,bræðinga“).
Ekki er mein að, þótt satt sje
sagt um menn þá, er framarlega
hafa staðið, þá er ríkt tilefni er
gefið; kostir þeirra geta borið
þá uppi jafnt sem áður. J. M.
var að mörgu leyti hygginn
stjórnandi og gegn starfsmað-
ur, í hverju því, er hann fjekst
Dettiioss"
»
fer hjeðan um jólin til ísa-
ijarðaa', Si^lufjarðar og Ak-
ureyrar. — Þaðan beint til
Hamborgar.
„Gnllfoss“
fer hjeðan annan jóladag
(26. des.) að kvöldi, um Leith
til Kaupmannahafnar.
Vörur í bæði skipin af-
hendist fyrir hádeg'i á að-
fangadag;, og farseðlar ósk-
ast sóttir fyrir sama tíma.
við, þó að landið græddi ekki
á ,,makki“ hans við framsókn-
ar- og jafnaðarmenn um eitt
skeið. En langt var frá, að hann
væri háfleygur stjórnmálamað-
ur. Sumir mundu hafa kallað
hann í þeim efnum fremur lít-
illa sanda og lítilla sæva. Heima
stjórnarflokkurinn gamli átti
ýmsa dugandi menn, en að eins
einn úrvalsmann, og um hann
munaði líka, — það var Hann-
es Hafstein. í því málinu, er
áður skifti flokkum hjer í landi,
V
_