Morgunblaðið - 24.03.1932, Síða 3

Morgunblaðið - 24.03.1932, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ i'* ••••••••••••••••••••••••• i * Útgeí.: H.f. Arvakur, R«ykJ»Tlk. • * Hltatjörar: Jön KJartanaaon. a Valtýr Stefánaaon. • * Wltatjörn og afirrelöala: Auaturatreetl S. — Slaal (00. a í AuKlýalnaaatJörl: n. Hafberk. auKlýalnkaakrlfatofa' • t Auaturatrgetl 17. — 81aa* 700. • ttelaaaalBiar: « 3 Jón KJartanaaon nr. 741. • Valtýr Stefánaaon nr. 1110. • E. Hafber* nr. 770 J | Aakriftagrjald: • :« Innanlanda kr. 1.00 á aaánnQi. * Utanlanda kr. 1.50 4 naAnuBL • * 1 lauaaaölu 10 anra atntaklB. * ta 10 anra maB Ueabök. • S • **••••••••••••••••••••••••• Síjórnarskrárnefnö Efri öeilöar klafin. Afturhaldið hafði hvað eftir annað fengið frest til þess að koma með til- lögur í kjördæmamálinu. Frestinn notaði það að eins til þess að tefja málið. Stjórnarskrárnefnd efri deild- .ar hefir setið á rökstólum síð- an snemma á þingi. Nefndina skipa tveir Sjálfstæðismenn, tveir úr liði Afturhaldsins og einn sósíalisti. Fulltrúar Afturhaldsins Ijetu •á sjer skilja, að þeir myndu bera fram í nefndinni tillögur í kjördæmamálinu. Báðu þeir «m frest til þessa. Þeir fengu viku-frest til að koma saman' tillögunum. Að þeim tíma lokn- um báðu þeir um framhalds- frest, og fengu hann. Hjeldu þeir þessum leik áfram lengi — fengu frestinn hvað eftir annað framlengdan. Loks var svo ákveðið, að til- lögur skyldu fram komnar á fundi, sem haldinn var síðdeg- is í gær. Fór enn sem fyr, að fulltrúar Afturhaldsins höfðu engar ákveðnar tillögur fram að bera. Var þá sjeð, að hjer var enn verið að leika gamla leikinn: að tefja fyrir fram- gangi rjettlætismálanna. Var þá .gengið til atkvæða um stjórnar- skrárfrumvarpið, eins og það lá fyrir og klofnaði þá nefndin. Afturhaldið fekkst ekki til að vera með frumvarpinu — það sat hjá. Kemur nú stjórnarskráin á -dagskrá í Ed. fyrstu dagana ■eftir páska. Hefst þá væntan- lega úrslitaorusta um málið inn- ^n þings að þessu sinni. Togari stranöar í Grmdavík. Enski togarinn „Dairycoates“ strandaði í fyrri nótt í þoku á Þorkötlunesi í Grindavík. — Guð- mundur Benónýsson á Þorköt.lu- ■stöðum varð var við strandið þeg- •ar hann ætlaði að róa, og bjargaði Tnönnunum. „Ægir“ var sendur í gær til þess að reyna að hjarga skipinu ■Og mun hann hafa komið á strand- staðinn um nón í gær. Enn fremur Fom enska eftirlitsskipið ,Godetia‘ á vettvang. Það tókst fljótlega að ná skip- inu af grunni. Lagði „Godetia“ svo á stað með það í eftirdragi og munu þau hafa komið hingað í nótt. ------— Fellibylur veldur stórtjóni í U. S. A. Newyork 22. mars. United Press. FB Fellibylur hefir farið yfir nokk- urn liluta Alabamaríkis og gert mikinn usla í bæjunum Columbia, Marion, Faunsdale, Clanton og Northport. 106 menn biðn bana, en 250 meiddust. Þeir sem biðu bana, voru flestir frá Northport. Er unnið að skóg- arhöggi þar skamt frá og voru timburlilaðar uniklir í nánd við borgina. Fauk timbrið sem fis væri inn í bæinn og varð að manntjón og eigna. 133 manns meiddust þar. Eldur kviknaði í borginni um sama leyti, en slökkvitækjum var hrað- að frá Birmingham og fleiri bæj- um og tókst að slökkva eldinn. — Verið er að flytja hina meiddu á brott í sjúkrabifreiðum. Flug- menn, sem flogið hafa yfir svæðið segja, að á svæði sem nær yfir 16 götur sje alt í rústum. Sam- bandslaust er við ýmsa bæi á svæðinu, sem hvirfilvindurinn fór vfir, og óttast menn, að langt um fleiri hafi farist en rnenn nú vita til, bæði í Northport og víðar. Svæði það, sem hvirfilbýlurinn fór yfir þar syðra er 500 mílur enskar á lengd. Síðar: Giskað er á, að 186 manns liafi farist af völdum hvirfilbylsins, en 700 meiðst. Tala þeirra, sem farist hafa og meiðst, hækkar með bverri stundu. Tuscaloosa, Alab. 23. mars. United Press. FB Manntjón af völdum hvirfilbyls- ins virðist. ætla að verða meira en menn hafa ætlað. 243 hafa beðið bana, en 726 meiðst. Þessar tölur hækka vafalaust enn. Fólk er hús- næðislaust í þúsundatali. Aðalbjörgunarstarfsemin fer fram j Clanton. Bíður þar fjöldi manna fregna um ástvini, sem þeir óttast að hafi farist. Birmingham, Alabama, 23. mars. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að 275 rianns hafi beðið bana af völdum hvirfilbylsins, en á annað þúsund meiðst. Af þeim sem fórust áttu 220 heima í Alabamaríki. Irska fríríkið vill ainema hollustueiðinn. • Dublin, 22. mars. United Press. FB. Opinberlega tilkynt, að fríríkis- stjórnin hafi tilkynt stjórninni í jBretlandi, að hún muni þegar beita ^jer fyrir afnámi hollustueiðsins. London, 23. mars. United Press. FB. Thomas nýlendumálaráðherra hefir tilkynt neðri málstofunni, að ríkisstjórnin undirbúi orðsendingu til frírIkisstj órnarinnar írsku út ■f þeim ákvæðum hennar, að beita sjer fyrir afnámi hollústueiðsins. Kvað Tbomas að stjórnin mundi marka afstöðu sína til þess máls svo skýrt í orðsendingu sinni, að +vka muni af allan vafa í þeim efnum. K. F. U. M. A.—D. fundur í kvöld (skírdag) kl. 8V2. Allir karl- menn velkomnir. Goethe-hátfð Háskólans fór fram í Gamla Bíó í fyrra kvöld, og var húsið fult af á- heyrendum. Fyrst ljek 14 manna hljóm- sveit, en því næst bauð próf. Ágúst H. Bjarnason gesti vel- komna fyrir hönd rektors, sem var forfallaður, og flutti því næst erindi um skáldskap Goe- thes , eða öllu heldur hinn rauða þráð, sem gengur í gegn um allan skáldskap hans, og náði hámatki sínu í „Faust“. Þá söng ungfrú Guðrún Páls- dóttir einsöng, þrjú kvæði eftir Goethe, og hlaut mikið lófaklapp að launum, og eins ungfrú Sig- rún Ögmundsdóttir, sem las upp tvö kvæði. Dr. Alexander Jó- hannesson flutti erindi um áhrif Goethes á íslenskar bókmentir og hvað vjer eigum af þýddum kvæðum eftir hann. Dr. Max Keil las upp eintal Fausts, og að lokum söng Karlakór stu- denta „Álfakonginn'* og „Kvöld- vísu vegfaranda". Hátíðin fór hið besta fram, og var samboðin minningu skálds- ins og Háskólanum til sóma. SfBlng á skrifsiofuviBlum Verslunarskólinn hefir í vetur1 starfrækt dáJlitla sjerstaka æfinga- stofu, þar sem kenna á ýmisleg skrifstofustörf og notkun og hirð- ingu skrifstofuáhalda. Enn sem lcomið er, er það aðallega vjelritun og fjölritun, sem þarna fer fram og fá nemendur tveggja efri bekkj anna þar nú daglegar vjelritun- aræfingar. I gær hafði Verslunar- skólinn þarna sýningu á helstu skrifstofuvjelum, sem notaðar eru og var veitt tilsögn í notkun þeirra og meðferð. Sýningin var fyrst og fremst ætluð nemendum efsta bekkjar, en aðrir nemendur höfðu einnig aðgang að henni og var húsfylllir allan daginn. Þetta mun vera í fyrsta skifti, sem slík alls- herjarsýning á skrifstofuvjelum er haldin hjer og nokkrir verslunar- menn hafa farið fram á það, að fieirum en Verslunarskólanemend- [um einum verði veittur aðgangur að sýningunni á frídegi. Skólinn hefir því ákveðið að hafa hana opna fyrir almenning í dag kl. 2—4 e. h. ef einhverjir verslunarmenn vildu kynna sjer hana. Þar er gott tæki- færi til þess að kynnast vjelar- vinnu á nýt.ísku skrifstofum. A sýningunni eru 40—50 vjelar af ýmsum gerðum og sumar þeirra eru enn þá mjög sjaldgæfar á skrif stofum hjerlendis. Þar eru, auk ýmissa ritvjelategunda, m. a. raf- magnsritvjelar, fjölritarar, hefti- vjelar 0. fk, einnig nýtísku bók- haldsvjelar, frímerkjavjel, reikni- vjelar, utanáskriftavjel, tjekkvjel, fjárhirsluvjel o. s. frv. Þeir, sem hafa í hyggju að kaupa slíkar vjelar, geta þarna kynst ýmsum gerðum þeirra, auk þess sem í því er nokkur almennur fróðleikur fólginn að sjá slíkar vjelar saman komnar á einum stað. Strætisvagnarnir verða ekki á ferðinni á föstudaginn langa og páskadaginn fyr en eftir kl. 1, en eftir það eru reglubundnar ferðir tiT lcvölds báða dagana. ________________ _ % Fnndarboð. Mánudaginn 28. þ. m. kl. 4 e. h. verður haldinn aðal- fundur í h.f. „Land“ í Kaupþingssalnum. STJÓRNIN. AðalfunÖur Iðnaðarmannafjelagsins verður haldiinn föstud. 1. apríl n. k. í Baðstofunni kl. 8V2. STJÖRNIN. Friðarsamningar Japana og Kínverja. Shanghai, 21. mars. United Press. FB. Bráðabirgasamkomulag hefir náðst milli Japana og Kínverja. Hafa fúlltrúar þeirra komið sjer saman um að fela nefnd sem báð- ir aðilar eiga sæti í, að ræða frið- arskilmálana í einstökum atriðum. Nefnd þessi lieldur fyrsta fund sinn kl. 10 á miðvikudag. Shanghai, 23. mars. Friðarskilmálafundinum, sem átti að hakla ld. 10 í gærmorgun var frestað, þegar Kínverjar tilkyntu að hershöfðingi 19. hersins væri farinn til Nanking og neitaði að t.aka þátt í fundinum þar sem full- tiúi Japana væri yfirforingi, sem hefði herforingjatitil. Shangliai, 23. mars. United Press. FB. Tilkynt, að friðarskilmálafund- Urinn hefjist kíl. 10 f. h. á skírdag. Tuiehi hershöfðingi kemur fram á fundinum fyrir hönd Kína. Veðurútllit í Rvík í dag: SA- kaldi. Dálítil rigning. Páskamessur í fríkirkjunni í Reykjavík: Á skírdag kl. 2, altaris ganga. Á föstudaginn langa kl. 5. Á páskadagsmorgun kl. 8. Á páska daginn ld. 2. Á annan páskadag kl. 5. Síra Árni Sigurðsson prjedikar plla dagana. Rúmsjármjaidasýning Sigurðar ÍTómassonar verður opin á skírdag og ann\an páskadag kl. 2—10. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. Mannalát vestra. Látinn er í (Norður-Dakota bændaöldungurinn Jósef Einarsson frá Víðislæk í Skriðdal í Suður-Múlasýslu, Jósef iiafði búið í Dakota í nær 50 ár, yar búhöldur góður og sæmdar- luaður. Látinn er að Blaine Jón Jónsson Freeman. Hann var fædd- ur 28. maí 1843 að Miðgerði í Miklagarðssókn í Eyjafjarðarsýslu. lann var bróðir Karolínu, ltonu dr. Jóns Þorkelssonar skjalavarð- hr. — Látin er Margrjet Guðmunds idóttir, ekkja Jóns Sigurðssonar frá Kumblavík á Langanesi. Hún var fædd að Flögu í Þistilfirði 1852. (Bjó faðir hennar þar þá, en síðan að SyðrarLóni og í Sköruvík á Langanesi. Tsai Ting-Kai, yfirforingi 19. hers Kínverja. — Honum eiga Kínverjar að þakka það, að ekki varð meira úr innrás Japana hjá Shanghai. Dagbók. ______ • Gamla Bíó. Goethe-mynd sú, þem Gamla Bíó sýndi í fyrsta skifti á þriðjudaginn var, hefir vakið fnikla eftirtekt meðal bæjarbúa, pnda er það alt af kvikmyndum il gildis ef þær greina frá sann- ögulegu efni — þegar saman fer þá um leið góður og skemtilegur Jeikur. Myndin skýrir frá þætti í æfisögu skáldjöfursins, frá æsku- járum lians og æskuást. Leikur Hans Stúvve sjálfan Goethe, en Elge {Priuk leikur Friedrikke ástmey þans. 1 Voraldarsamkoma verður haldin ! Goodtemplarahúsinu, uppi, í kvö'ld ld. 8V2. — Allir velkomnir. Pjetur Sigurðsson talar. I Hjúskapur. Gefin verða saman í dag Jónína Sigurðardóttir og Ásgeir Guðbjartsson í Viðey. „Heim að Hólum“. Skólastjóri bændaskó'lans á Hólum hefir, með ,augl. á öðrum stað hjer í blaðinu, ,bcðað „Hólamenn“ á fund í Bún- aðarfjelagshúsinu kl. 2 á morgun. Verkefni fundarins er að ræða um 50 ára afmæli skóllans á Hólum. Afmælið verður haldið í sumar. — | ,Heim að Hólum“, segja Skag- firðingar enn í dag, eins og sagt [var á dögum Jóns Ögmundssonar bg alla þá tíð, er Líkaböng kallaði Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5) : toenn þangað. Þá menn, sem verið Veðnr er enn mjög lcyrt um alt kafa á Hólum, dregur þangað röm land, nema í Vestmannaeyjum er aug. Mun það sjást í sumar, þegar stinningsgola á SA. Á N- og A- Hólaskóli hinn yngri heldur 50 ára landi er víðast bjart veður, en \afmæli sitt. Hjer í Reykjavík eru þykt loft austan lands og þoku- margir Hólamenn. Allir munu þeir veður. Fyrir sunnan land er grunn kjósa sig á Hólum í sumar. En lægð, sem hreyfist hægt NA-eftir. hvort sem ástæður leyfa, eða ekki, Lítur út fyrir góðviðri áfram hjer í.ð þeir sæki „heim að Hólum“, á á landi. Hiti er frá 2—6 st., mest- mæsta sumri, ættu þeir að mæta á úr sunnan lands. fundinum á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.