Morgunblaðið - 05.04.1932, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
fuJltrúar þjóðarinnar. Hið síðara
að Alþingi, livað atkvæðamagn
snertir. skuli vera lilutfallslega
rjett, myncl af þeim skoðunum ogf
stefnum, sem uppi eru meðal þjóð-
arinnar og skifta henni í lands-
málaflokka. Þetta er sama sem að
segja að kosningarrjetturinn skuli
vera jafn fyrir kjósendur, hvaða
landsmálaskoðun sem þeir aðhyll-
ast. .Teg vil nú athuga ákvæði þess-
arar greinar nokkru nánar í sam-
bandi við hvert þeirra fjögra mála,
sem jeg áður hefi minst á, sem er
tala alþingismanna, kjördæmaskift
ingin, kosningaraðferðin og jafn-
rjetti kjósendanna.
1. Tala alþingismanna. Hjer á
landi hefir hún aldrei verið bundin
af stjórnarskrárákvæði, eins og um
var getið. Reynslan hefir sýnt, að
öðru hvoru hefir þótt brýn þörf á
að fjölga alþingismönnum. til þess
að fuQlnægja kröfum vaxandi fjöl-
niennis á ýmsum stöðum landsins
um þátttöku í skipun Alþingis, án
þess að rýra um leið þátttöku ann-
ara. Með tilvísun til þessarar
reynslu teljurn við varliugavert að
fara nú inn á þá braut. að fast-
skorða tölu þingmanna með stjórn-
a.rskrárákvæði. Hjer við bætist, að
á' síðari tímum hafa komið upp
kosningaraðferðir, sem gera það
ýmist sjerstaklega óhentugt eða
rdveg ókleift. að hafa tölu þjóðar-
fulltrúanna alveg fastákveðna með
lagaboði eða stjórnarskrárákvæði.
Má þar til nefna hlutfa'llskosningar
í sambandi við einmenningskjör-
dæmi. ]>ar sem mjög er æskilegt að
tala uppbótarsætanna geti verið
eitthvað hreifanleg, eftir því hve
mikið misræmi milli flokka kemur
fram við kjördæmakosninguna. —
Enn fremur hina þýsku kosninga-
tilhögun, sem felur ]>að í sjer, að
hver þingflokkur fær eitt þingsæti
fýrir tiltekinn atkvæðaf jölda (í
þýska ríkinu fyrir hver 60 þús.
atkv.), sem flokknum áskotnast við
kosningar. Þar ákveðst tala þing-
inanna að lokum af kjörfundar-
sókn. Hugsum oss t. d.. að hjer
yiði ákveðið að hver þingflokkur
fengi eitt þingsæti fyrir hver 1000
greidd atkvæði. Þá væri taía þing-
manna ekki fyrirfram ákveðin, en
gæti þó ekki vaxið úr hófi. og
færi eitthvað vaxandi með fó'lks-
fjölguninni í landinu. Við teljum
því sjerstaklega ókleift að fast-
ákveða tölu þingmanna meðan ekki
er fengið samkomulag um endan-
lega tHhögun á kjördæmaskiftingu
og kosningaaðferð. En af hálfu
okkar Sjálfstæðismanna í nefnd-
inni get jeg lýst yfir því, að ef
samkomulag næst um kjördæma-
skiftingu og kosningaraðferð, og í
sambandi þar við þykir æskilegt
að setja takmörk fyrir fjölda
þingmanna, þá erum við reiðubún-
ir til samkomulags þar um, hvort
sem væri með því að setja há-
marksákvæði fyrir tölu þingmanna,
eða með því að binda töln þing-
manna við t.ölu greiddra atkvæða
við kosningar. Og sjerstaklega vil
jeg taka það fram, að ef samkomu-
lag fengist um þá kosningatilhög-
ur> í aðalatriðum, sem við höfum
stungið upp á í milliþinganefnd-
inni, þá erum við reiðubúnir til
þess að samþvkkja takmörk fyrir
tölu þingmanna, þannig að þeir t.
d. geti ekki farið fram íir 50, eins
og Landsfundur Sjálfstæðismanna
í febr. þ. á. samþykkti, og vikið
er að í nefndaráliti okkar, þskj.
37, bls. 32, sem sent hefir verið
]
mörgum kjósendum víðs vegar um
land. En samkvæmt þeim tillögum
og með sæmilegá skynsamlegum á-
kvæðum í kosninga'lögum mundi
tala þingmanna venjulega verða
milli 42 og 45.
2. Kjördæmaskiftingin. Prv. fylg
ir þeirri reglu, sem hingað til hefir
verið ríkjandi hjer og í nálega öll-
um öðrum löndum, að taka engin
ákvæði um kjördæmaskiftinguna,
þ e. stærð og takmörk kjördæm-
anna, upp í stjórnarskrána. Með
tillögum okkar Sjálfstæðismanna í
milliþinganefndinni höfum við sýnt
fram á það, að vel er unt að full-
nægja rjettlætiskröfunni í þessari
frumvarpsgrein þótt núverandi
kjördæmaskiftingu sje haldið ó-
breyttri. Auðvitað er Hka unt að
fullnægja henni með svo að segja
hverri annari kjördæmaskipun, sem
menn vildu hugsa sjer. Jeg læt
mjer því nægja að sinni að slá því
föstu, að greinin, eins og hún hjer
er orðuð, lætur löggjafarvaldinu
fullkomlega óbundnar hendur um
kjördæmaskipunina. Einnig lætur
hún alt óbundið um fulltrúatölu
hinna einstöku kjördæma. — Frá
sjónarmiði ])eirra, sem hafa ein-
hverjar sjerstakar óskir um kjör-
aæmaskiftingu og fulltrúaf jölda
hinna einstöku kjördæma er því
ekki unt að hafa neitt á móti á-
kvæðum þessarar greinar.
3. Kosningaaðferðin. Einnig um
hana lætur frv. alt óbundið, og
fylgir ])ar fordæmi þeirra 5 Norð-
urálfuríkja, sem ekki hafa fyrir-
skipað hlutfallskosningar í stjórn-
arskrám sínum. En krafan um
flokkslegt jafnrjetti kjósenda ger-
ir þó vissar kröfur um tilhögun
kosninganna, þannig, að annað
hvort verður að viðhafa hlutfalls-
kosningar beinlínis, eða þá að hafa
uppbótarsæti ti'l jöfnunar á því
misræmi, sem kann að koma fram
við kosningar í mörgum kjördæm-
um með einum eða fáum fulltrú-
iim kosnum í hverju.
Þótt kosningaraðferðin sje látin
óbundin í þessu frv., og enginn
gfti haft á móti þessari 1. gr.
fyrir það, að hann aðhyllist frem-
ur .eina kosningaraðferð en aðra,
þykir mjer rjett að benda hjer á
hvað menn virðast vera sammála
urn í þessu efni. Ollum kemur sam-
<vn um að ‘hafa hlutfallskosningu í
,kjördæmi eins og Reykjavík, sem
við Sjálfstæðismenn höfum stungið
upp á að kysi 4 kjördæmiskosna
þingmenn, eins og nú er, en Fram-
sóknarmennirnir í brtt. sínum vilja
fjölga upp í 8. Enn fremur er það
sjálfgefið, að í einmenningskjör-
dæmum verður eiginlegri hlutfaQls-
kosningu ekki komið við. Aftur
virðist ekki vera fult samkomulag
um kosningaraðferð í tvímennings-
kjördæmum, ef þeim. yrði haldið
að einhverju leyti, enda hefir það
atriði sama sem ekki komið til
umræðu hingað til. En það er þó
auðsjeð, ef menn viðurkenna rjett-
læti hlutfallskosningar, þegar
kjósa á þrjá fulltrúa samtímis eins
og nú er við landkjör, eða 4 sam-
tímis, eins og nú er í Reykjavík,
þá er jafnsjálfsagt að beita hlut-
fa’ilskosningu þegar kjósa á tvo
menn samtímis í sama kjördæmi. í
þinglögum Svía, sem annars hafa
engin tvímenningskjördæmi, er svo
fyrir mælt. að hlutfallskosningum
sludi beita ]>á er kjósa skal tvo
eða fleiri fulltrúa samtímis. A-
kvæðið er orðað þannig, af því
að þetta er hugsunarrjett, þó að
þar komi aldrei fvrir kosning á
tveim þingmönnum samtímis. Inn-
an Alþingis eru sömU reglur lög-
leiddar og þj'kja sjálfsagðar, t. d.
yið kosningu skrifara (tveggja sam
timis) í þingdeildum og samein-
uðu þingi. ()g þetta sama mun
þykja sjá'lfsagt alls staðar, þar
sem lilutfallskosningar annars eru
notaðar. Og úr því að menn eru
hjer á landi sammála um að nota
þær við kosningu þriggja eða fleiri
þingmanna, þá er alveg sjálfsagt
að taka þær upp einnig við tveggja
manna kosningar.
4. Jafnrjetti kjósendanna. Það
er orðin viðurkend grundvallar-
regla og undirstaða þjóðskipulags-
ins í lýðfrjálsum ríkjum nú á
tímum, að kosningarrjettur borg-
aranna á að vera jafn. Einstöku
leyfar af mismunandi atkvæða-
rjetti fyrri akla eru enn eftir hjá
íhaldssömustu þjóð á'lfunnar, Eng-
lendingum, þar sein atvinnurekend
ur og háskólaborgarar geta undir
vissum skilyrðum neltt atkvæðis-
rjettar í tveim kjördæmum við
sömu kosningar.
Jafnrjettiskröfunni hafa menn
reynt að fullnægja með tveim mis-
munandi aðferðum. Onnur, sem
■kalla mætti hið staðarlega jafn-
rjetti, er í því fólgin, að láta jafn-
marga íbúa eða jafnmarga kjós-
endur vera um hvern þingmann
hvar sem er í landinu. Þessari að-
ferð er t. d. beitt í þeim tveim lönd
um, Englandi og Frakklandi, sem
enn þá búa við kosningu í ein-
menningskjiirdæmum, og er gert
þar með því að breyta öðru hvoru
takmörkum kjördæmanna, svo að
þau verði sem jöfnust að mann-
fjölda. Það má heita að þessi leið
sje óframkvæman’leg hjer, ef menn
vilja halda kjördæmaskiftingu á
svipuðum grundvelli og nú er. —
Skiftingin í sýslur og kaupstaði
ræður kjördæmaskiftingunni, og
menn mundu alls ekki vilja fara
að slíta hluta úr hinum fjölmenn-
ari sýslufjelögum og leggja við
hin fámennari til þess að jafna
kjördæmin. Jeg skil ekki að nokk-
ur maður treysti sjer til að leysa
þá þraut, að skifta 'landinu í 36
eða 42 nokkurn veginn jafnfjöl-
menn einmenningskjördæmi, svo
viðunandi þætti. Hin aðferðin, sem
kalla mætti hið flokkslega jafn-
rjetti er víðast hvar notuð, og er
í því fólgin, að tryggja 'hverjum
fiokki eftir því sem unt, er þing-
sæti að rjettri tiltölu við fylgi
hans meðal kjósenda landsins í
heild. Þessi leiðin er valin í frum-
varpinu. Breyt i n garti 11 ögur minni
hlutans ganga fram hjá báðnm
þessum aðferðum.
T orði munu nú allir Islending-
ar vilja viðurkenna að kosningar-
rjetturinn eigi að vera jafn. En
þegar til framkvæmdarinnar kem-
ur verður þess æði mikið vart úti
um land. að mönnum finst að
fjölmennið í Reykjavík þurfi ekki
að njóta fulls jafnrjettis um þing-
sætatölu við aðra landsmenn. sem
búa dreifðar. Út af þessu vil jeg
sjerstaklega leiða athygli að því,
að krafan um flokkslegt jafnrjetti,
som borin er fram í þessu frv.
felur ekki í sjer beina kröfu um
það, að jafnmargir íbúar komi á
hvern þingmann hvar sem er á
landinu. Þar er því ekki sjerstak-
lega borin fram nein krafa um
ful'Ia hlutfallslega þingmannatölu
fyrir höfuðstaðinn eftir fólks-
fjölda. En samt sem áður þykir
*
p>
c
•c
e
3
«9
í> ENSKA VIKAN: ÍSLENSKA VIKAN:
Dilkakjöt spoðsaltað; einnig stórhöggiÖ.
Saltkjöt af fullorðnu fje úr Borgarfirði.
Dilkakjöt niðursoÖið í 1/1 og 1/2 dósum.
Kartöflur, Fiskimjöl,
Riklingur, Sundmagi,
Smjör, Tólg, Egg, Síld.
Kanpið það sem Llenskt er.
Trlesmfðavlnnustifa
Hiðlnars Þarsteinssoaar
28 Sfmi 1956.
Húsgögn:
Svefnherbergi. — Dagstofur.
Borðstofur. — Skrifstofur.
Innrjettingar:
Búðir. — Skrifstofur.
Veitingahús. — Eldhús.
Siergrein:
Stigahandrið og stigastólpar.
Teak- og Oregortpine hurðir.
Vinnusteían:
Úrvals kunnáttumenn. 100% íslensk vinna.
Fyrirmyndar húsakynni eru trygging fyrir
því, að smíðisgripir verði vandaðir.
Sjerverslun meö haröviö:
Mahogni — Hnotviður.
Tcak — Birki.
Beyki — Eik. ,
Oregonpine — Oregonpine krossviður
Spónn: Mahogni, Hnota, Rósviður, Birki,
Eik, Zelera,
íslenska vikan:
Nokkurir smíðisgripir vinnustofunnar eru
til sýnis í búðargluggum Skóversl. Lárus
G. Lúðvígsson og Braunsverslunar.
íslensk bollapör.
Yfir ísl. vikuna ættu allir að drekka kaffi úr ísl. boll-
um. Bollapör með 100 mismunandi ísl. áletrunum. Ýmis-
konar óskir, karla- og kvennanöfn. — Kaupið yður bolla-
par með nafninu yðar.
K. Einarsson & Bjðrnsson.
Bankastræti 11.
PappfrsUokklr
smáar og stórar, margar tegundir,
við verði frá 0.25—3.00, — fást í
Bðkaverslun Sigfúsar Eymundssonar.