Morgunblaðið - 15.05.1932, Blaðsíða 2
MORGUNBL. AÐIÐ
Umskiftin f Englandi.
Framtíð sterlingspundsins.
Daginn fyrir þingkosningarnar
í Englandi í fyrra sagði enskur
ráðkerra úr ílialdsflokknum: „To-
morrow there will be a new Eng-
land or no England“. — Þjóð-
stjórnin vann sigur við kosning-
arnar. Hún fekk umboð þjóðar-
innar til þess að skapa „nýtt Eng-
land“ og halda áfram því við-
reisnarstarfi, sem hófst í Englandi
eftir fall verkamannastjórnarinn-
ar. Eftirtektarvert er að líta á,
hverju þjóðstjórnin hefir áorkað
síðan, þótt um stuttan tíma sje
að ræða.
Eins og kunnugt er var ástandið
í Englandi mjög alvarlegt, þegar
verkamannastjórnin sagði af sjer.
Tekjuhalli ríkisins nani miljörðum
króna. viðskiftajöfnuðurinn varð
stöðugt óhagstæðari, atvinnulevsið
sívaxandi, vantranstið á Englend-
ingum og flóttinn frá pundinu
jókst dag frá degi. Englendingar
urðu að taka stór erlend lán með
háum vöxtum, en að lokum var
lánstraust þeirra þrotið og pundið
í yfirvofandi hættu.
Nú er tekjuhalli ríkisins jafnað-
ur. Þegar verkamannastjórnin fór
frá völdum var fyrirsjáanlegt, að
tekjuhallinn mundi verða 75 milj.
punda á fjárhagsárinu 1930—1931
og 170 miljónir á árinu 1932—1933.
Snowden hækkaði skattana og
lækkaði útgjöldin. 1 lok fjárhags-
ársins 1931—1932 var dálítill
tekjuafgangur, um 360.000 punda.
Chamberlain f jármálaráðherra
lagði nýlega fyrif þingið fjárlögin
fyrir komandi fjárhagsár. Hann
gerir ráð fyrir 766.000 punda tekju
afgangi að nýju tollatekjunum
meðtöildum. Hinir háu skattar í
Engíandi verða ekki lækkaðir að
svo stöddu. Hinsvegar verða þeir
ekki hækkaðir. En Chamberlain
bjóst við töluverðum tekjuhalla,
ef ekki hefði verið liægt að auka
tekjur ríkisins. Þess vegna hefir
enska stjórnin hækkað tollana á
ýmsum vörum. Að undanförnu
liefir 10% tollur verið lagður á
flestar. vörur, sem fluttst hafa til
Engiands. 50% tollur liefir þó ver-
ið lagður á vörur, ef óeðlilega
mikið fluttist af þeim til landsins.
50% tollurinn hefir nú verið af-
numinn. En framvegis verður lagð-
ur 15% tollur á landbúnaðarvjel-
ar, byggingaefni o. fl. 20% tollur
verður lagður á ýmsar málmvörur,
glervörur, leðurvörur o. fl. 25% á
skotfæri o. fl. 30% á ýmsar mun-
aðarvörur og 33%% á reiðhjól o.
fl. Nýju tollarnir eru þannig
sumpart hækkun á 10% tollun-
um, sumpart lækkun á 50% toll-
unum. Svo að segja eingöngu iðn-
aðarvörur verða fyrir tollahækk-
uninni. Áætlað er, að nýju tollarn-
ir muni auka tekjur ríkisins um 5
miljónir punda á ári. —
Chamberlain hefir hvorki sett
hernaðarskaðabæturnar nje stríðs-
skuldirnar á nýju fjárlögin. Hefir
það vakið allmikla gremju í
Bandaríkjunum. Chamberlain ætl-
ar sjer þó vafalaust ekki að strika
skaðabæturnar og stríðsskuldirnar
út fyrir fult og alt án samþykkis
hlutaðeigandi þjóða. En hann hef-
ir álitið þýðingarlaust. að setja
þessa tekju- og útgjaldáliði á
fjárlögin á meðan óvíst er um
úrlausn skaðabótamálsins á Laus-
annefundirium í næsta mánuði.
Fjáríög Chamberlains bera vott
um það, að þjóðstjórninni hefir
tekist að ráða fram úr fjárhags-
vandræðum ríkisins. Og jafnhliða
þessu má sjá þýðingarmiklar fram-
farir á öðrum sviðum í Englandi.
— Viðskiftajöfnuðurinn batnar
smátt og smátt. Vöruútflutningur-
inn vex og vöruinnflutningur rnink
ar. 1 marsmánuði jókst t. d. út-
flutningurinn um 1.156.000 pund
og innflutningurinn minkaði um
9,083.000£ í samanburði við febrú-
ar. í fyrra var vöruinnflutningur-
inn að jafnaði á mánuði 33 milj.
punda meiri en útflutningnrinn, en
í marsmánuði á þessu ári að eins
24.5 miljónum meiri.
Eftirtektarvert er lílta, að versl-
unarvelta Bandaríkjanna minkaði
um 35%. Frakklands um 33% og
Þýskalands nm 21% á þremur
fyrstu mánuðunum á þessu ári.
Á sama tíma minkaði verslunar-
velta Englendinga að eins um 11%.
Atvinnuleysingjatalan bendir líka
til þess, að iðnaður og viðskifti
í Englandi sjeu farin að örvast
að nýju. Á tímabilinu september
1931 tii mars 1932 hefir atvinnu-
lausum fæltkað enn meira en %
rniljón.
INCOLN
Enska pundið hefir stöðugt
ækkað í verði. Gengi þess hefir á
nokkrum mánuðum hækkað úr
1.25 upp í 3.80 dollara. Ástæðurn-
ar til þess eru aðallega þrjár. 1.
■iri horfur í Englandi og þar
af leiðandi vaxandi traust á pund-
inu. 2. Gróðabrall. Margir hafa
keypt sterlingspund í þeirri von
að gengi þess mundi hækka. 3.
Vaxandi vantraust á gjaldeyri ann
ara landa, einkum á dollar. Marg-
ir hafa því flutt fje frá Banda-
ríkjunum til Englands.
Gengishækkun pundsins hefir
valdið miklum áhyggjum í Eng-
iandi. Gengishækkunin dregur úr
samkeppnisgetu Englendingá og
skaðar þannig útflutningsverslun
þeirra. Englandsbanki hefir hvað
eftir annað reynt að reisa skorður
við gengishækkun pundsins. For-
vextir hafa verið lækkaðir. En alt
liefir verið árangurslaust. Enska
stjórnin hefir því fkveðið að taka
stórt innlent lán, 150 miljónir
punda að upphæð, til þess að
stofna eins konar verðféstingar-
sjóð. Sjóðnum verður varið til þess
að kaupa erlendan gjaldeyri og
hindra þannig gengishækkun. ef
líkur eru til að gengi pundsins
hækki meira en góðu liófi gegnir.
Það er líka hugsanlegt. að pund-
ið falli meira en Englendingar
óska. Hvernig fer t. d. ef gróða-
brallarar flytja heim alt það fje,
sem þeir hafa að undanförnu flutt
til Lundúna? Englandsbanki hefir
smátt og smátt aukið gullforða
sinn og ræður þar að auki yfir
svo miklu af erlendum gjaldeyri,
að allar líkur eru til, að bankinn
geti afstýrt óvelkominni gengis-
lækkun.
Gengi sterlingspundsins hefir
lækkað dálítið síðan að verðfest-
ingarsjóðurinn var stofnaður. —
Gengi pundsins er nú 3.65 dollar-
ar. Pundið er þannig 25% neðan
við gamla gullgildið. Allar líkur
eru til . að Englendingar ætli sjer
að halda þessu gengi óbreyttu, og
að þetta eigi að verða framtíðar-
gengi pundsins, þegar það verður
endanlega verðfest.
FORDSON
FLUGVJELAR
P. Stefánsson
umboðsmaíur
Ford
Af öllum bílum, sem til þessa lands hafa fluttst, nytur FOHD-bíllinn mesta trausts. Hann stend-
ur og mun standa sem klettur úr hafinu.
Allir þeir, sem óska sjer að fá góðan nýjan bíl, kaupa FORD.
Þrátt fyrir alla kreppu og innflutningshaftavitleysu geta menn fullnægt þessari ósk ineð því
að korna á LÆKJARTORG- 1. —• Þar eru fvrirliggjandi FORD-bílar, bæði fólks -og vörubílar.
Þar má líka fá notaða FORB-bíla, suma Sc. ua sem nýja og mjög lítið keyrða, bæði yfirbygða og
óyfirbygða.
Að VARAHLUTUM er enginn bíll eins vel trygður og FORD, auk þess eru verðgæði og efnis-
gæði viðurk'end. T r engum öðrum bíl er hægt að nota eins mikið af varahlutum í- aðra bíla, og má
sjerstaklega nefna alla lagera, rafgeyma, kerti, flautur o. m. fl., að ógleymdum hinum óviðjafnanlega
sterku fjöðrum. Fjökli bíleigenda hefir margra ára reynslu fyrir þessu og sparað sjer stórfje með
því að kaupa FORD-varahluti.
P. Stefánsson. Lækjartorgi 1.
Englendingar eiga stöðugt við
marga erfiðleika að stríða. En
engum getur dulist að gagngerð
umskifti til bóta hafa orðið í Eng-
landi síðan verkamannastjómin
fór frá völdum. Og þó hefir heims-
kreppan aukist að miklum mun á
þessu tímabili. Þetta sýnir því
Ijóst, að vandræðin í Englandi
voru ekki eingöngu heimskrepp-
únni heldur líka verkamannastjórn
inni að kenna.
Khöfn í maí.
P.
Gunnlaugur BIGndal
■uar sýningu kl. 10 árd. í dag í
Reykjavíkurapóteki, þar sem áður
var hressingarskáli Bj. Björns-
sonar. — Mikið af myndum Gunnl.
eru geymdar í París, og hefir hann
því ekki nema 23 myndir á sýn-
ingu þessari, flestar málaðar nú
síðustu mánuðina.
En þó myndirnar sjeu ekki fleiri
þarna, er sýningin fjölbreytt, og
gefur ákaflega glögt yfirlit yfir
Iist Gunnl., eins og hrin er nú.
Sýning þessi ber það ótvírætt með
sjer, að Gunnl. er orðinn þrótt-
meiri, djarfari og persónulegri í
iist sinni, en hann áður var. —
Hinir tæru og blæfögru liti sína
hefir hann varðveitt, en innsýn
hans við meðferð verkefnanna í
síðustu myndum hans, og festa
gefur myndunum hið innra líf,
sem gerir þær að varanlegum
listaverkum.
Þarna eru mannamyndir nokkr-
ar, stór mynd af Einari Bene-
diktssyni, mynd af franskri leik-
konu, önnur af danskri. Þarna eru
margar „model“-myndir, nokkr-
ar landlagsmyndir frá Bretagne,
frá höfninni hjer í Rvík o, fl.
Reykvíkingar ættu að nota há-
tíðisdagana til að skoða þessa
sýningu Gunnl. Hann er sá ísl.
listamaður, sem mest frægðarorð
hefir fengið í listanna borg, París.
Sýning þessi leiðir það í ljþs, að
hann á það skilið.
BMaimMiOiLSEiNif
Opal, Opacol.
Opal, Opacol
kaldir litir eru fallegir og tærir, sem litir náttúr-
unnar. Þola sólskin og þvott án þess að upplitast
Opal, Opacol
litir eru einu litirnir, sem fullnægja algerlega
kröfum tískunnar og þeirra vandlátu.
Kaupið því OPAL, OPACOL liti ef
þjer viljið vera viss um að fá
það besta. -
Hestamannaf jelagið Fákur.
Hðal-kappreíðar
fjelagsins á þessu ári verða háðar á skeiðvellinum við Ell-
iðaár á morgun (2. hvítasunnudag) og hefjast kl. 3 Stund-
vislega. Á staðnum er danspállur og veitt verður í rúm-
góðum tjöldum.
Veltlngaskáli
Mjólkurbús Ölvesinga í Hveragerði verður opnaður í dag
Allar veitingar þær sömu og síðastliðið sumar.
MJÓLKURBÚ ÖLVESINGA.
Sðlnbáð
til leign i hnsi minn viö Lnngnveg 3.
Andrjes Andrjesson.
/
M