Morgunblaðið - 25.09.1932, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.1932, Blaðsíða 7
MORGÖNBLAÐIÐ Ef þjer hafið ónot 1 hálsi af reyking- um, þá eigið þjer Nn að skifta ogreykja TEOFHHI ljettar og ilmandi. 20 stk. 1.25. TEOFANI - LONDON. Silvo- Bllfarfægi- lögnr er 6- viðjafnan- legur á silf- ur plett og a’luminium. Gefur fagr- an varan- legan gljáa. -•alda gamlan héilaspuna, eða þekkingu •vorra tíma f ‘ Nei, þar er um sameiginlegt stefnu- anál að ræða, þótt einhver, sem kallar fsig kommúnista, sje ekki svo fróður -nÖ vita þai'i, Bjett til dæmis get jeg nefnt það :að í erlendu blaði frá 31. júlí s.l. las ,jcg þessa fregn: „Moskva-frjettaritari stórblaðsins New York Herald Tribune, skýrir svo frá: >. „Samband guðleysingja hefir sam- kvæmt skipun framkvæmdaráðsins gert ráðstafanir til að hefja árásir út um allan heim gegn kristinni trú <og guðsþjónustum. Ávextirnir eru þeg- :vr farnir að koma í ljós. Guðleysingja sambandið hefir stofnað deildir í Sví- ■þjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi og I’ýskalandi." Liðsmanna fyrirskipun „sambands- ins“ er á þessa leið: „Öreigar allra landa! Vjer hvetjum yður til að vinna að því, að kristin- vlómurinn verði gjaldþrota. Lítið á ;starf vort og lærið af oss. Yjer höfum á nokkurum árum útrýmt sama sem öllum kristindómsboðúm; vjer höfum lokað kirkjum og prjedikunarhúsum; smám saman hefir oss tekist að draga alla athygli fólksins að daglegum líkamlegum þörfum. Útrýming kristinnar trúar verður að fylgja sjerhverri fimm ára áætlun. Framkvæmd 5 ára áætlunarinnar felur í sjer algera útrýmingu kristin- dómsins frá öllu víðlendi Sovjet sam- bandsins — — Munið orð Lenins: „Trúarbrögð eru ópíum fyrir fólk- ið“--------- Því endurtek jeg í fylstu alvöru: íslendingar! Varið yður á „Rauðu hættunni“, — og jeg bæti við, út af greinínni í Alþýðublaðinu í sumar: Varið yður á öllum trúhræsnurum, sem vilja stinga kristindóminum svefnþorn, með því að loka hann inni í kirkjunum, en styðja og verja guð- last og guðleysi í „veraldlegum mál- um‘ ‘. (Frh.) Sesselia Stefðnsdöttir pianoleikari. Ungfrú Sesselja Stefánsdóttir, Gunn- arssonar skókaupmanns, er fyrir skömmu komin heim frá Berlín, eftir þriggja ára píanonám. Kennari hennar var Frederic Lamond. Hann er fræg- ur fyrir tvent: fyrst það, að hann er ásamt þeim Eugen d’Albert og Conrad Ansorge talinn einhver ' besti Beethovensspilari heimsins eftir daga Franz Liszt, og því næst það, að hann er svo nauðalíkur Beethoven í útliti, að engu er líkara en að hann sje sjálfur Beethoven endurborinn. Þjóð- verjar segja, að enginn kunni betur að fara með Beethovens verk en La- mond og sje meðferðin líkust því sem maður gæti hugsað sjer að verið hafi hjá höfundinum sjálfum. Lamond er þó ekki einskorðaður við Beet- hovensverk. Hann leikur t. d. tón- smíðar Franz Liszt með afburða fimi og glæsileik, enda var hann lærisveinn hans. Larnond er nú um sextugt, pró- fessor að nafnbót og hefir hlotið margskonar heiður í lífinu. Hann er skotskur að ætt. Hann er meðal þeirra fáu pianoleikara í þýska heiminum, sem jafnan fá húsfylli á þessum neyð- artímum þýsku þjóðarinnar. Það liggur í hlutarins eðli, að jafn merkur maður eyðir ekki tíma sínum og kröftum til að kenna öðrum en þeim, sem hann telur þess verða. — Hann hefir lagt mikla rækt við að kenna ungfrú Sesselju Stefánsdóttur og hvatt hana til að halda áfram á listabrautinni. Árangurinn af náminu befir orðið svo góður, að hann ljet hana leika opinberlega á nemenda- hljómleikum í Berlín síðast liðinn vetur. Er í ráði að ungfrúin efni til hljómleika hjer næstkomandi fimtudag ath. Níjjir vörur komnar í allav deildir. Mikið úrval. Sanngjarnt verð. og ætlar hún meðal annars að leika Toceata og fuga í d-moll eftir Bach, upprunalega samið fyrir orgel, en hún leikur verkið í pianoútsetnjngu Tausig, og verður það svo stórfelt í þessum búningi, að það hljómar líkt og voldugt orgel, eða jafnvel eins og heilt orkestur á köflum. Ennfremur ætlar hún að leika h-moll sónötu Chopins, eitthvert mesta og glæsi- legasta verk hins pólska meistara. — Mörg fleiri verk verða að sjálfsögðu leikin, meðal annars tónsmíðar eftir franska tónskáldið Debussy, en hann hefir numið nýtt land í æfintýraheimi tónanna. Góður hljóðfæraleikur er hjer ekki daglegt brauð, eins og í erlendum menningarborgum. Hjer er hann -sjald gæfur. Ættu því allir þeir, sem yndi hafa að honum að sækja hljóm- leika ungfrúarinnar. B. A. Geðveik kona reynir að myrða börn sín. Oslo, 23. sept. NRP. — FB. Hroðalegur atburður varð á bænda- býlinu Hopdal í Statsbygd í Þrænda- lögum í gær. Kona, að nafni Elisabet Belling, 37 ára gömul, varð skyndilega brjáluð og gerði tilraun til þess að bana fimm börnum sínum, á aldrinum 9 mánaða til 7 ára. Því næst gerði hún sjálf-smorðstilraun. Búist er við, að takast muni að bjarga lífi þriggja yngstu barnanna, en hin eru í mikilli hættu. Konan hafði verið taugaveikluð um skeið og átt við mikla fjárhagslega crfiðleika að stríða. Gandhi sveltir sig. Gandhi er í bresku fangelsi í Ind- landi. Þaðan hefir hann nýlega skrif- að Mac Donald. Segir hann forsætis- ráðherranum að hann ætli að svelta sig, uns gerðar verði þær breytingar á kosningalögum Indlands, sem hann og flokkur hans hefir samþykt að gera skuli. Verði breytingar þessar ekki gerðar, ætlar Gandhi að svelta sig í hel. Hann kvaðst áetla að hætta að taka I til sín næringu þann 20. september. Samkvæmt nýjum fregnum byrjaði þann sveltuna um hádegi þann dag. Mae Donald svaraði Gándhi því um daginn, að hann yrði að gera sem honum sýndist með það, hvort hann mataðist eða ekki, það væri mjög vafasamt hvort breska stjórnin gæti tekið nokkurt tillit til þess, eða hvor' það breytti nokkuru í ákvörðunum stjórnarinnar um kosningalögin. Síðast er Gandhi svelt-i sig, tók hann enga næringu til sín í þrjár vikur. Beið hann ekkert varanlegt tjón á heilsunni af þeim sulti. fhíilmtelftgeiavíltue iTcmisfc fatfttircinsuit titun <ðúni> 4300 Itfjhistít. Nýr verðllstl frá I. JfUí. Verðlð mlklð lækkað. Kenslnbæknr stílabækur, skrifbækor, ritföng og aðrar nauðsynjar námsfólks fást f Bðkarerslnn Sigfúsar Eymnndssonar (og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34). Fyrirligg jandi s Kartöflur, danskar og hollenskar. Akraneskartöflur. Laukur. Appelsínur. Epli. Bláber. Eggert Kristjánsson & Co. Udet flugkappi í Grænlandi. . Frá því hefir verið sagt í blaða- fregnum, að hins þýska flugkappa Udet, var saknað um tíma, eftir að hann fór að leita að Hutchinson. En nú er hann kominn fram. Norður við Umanak, hefir flokk- ur kvikmyndaleikara unnið í sumar. Knud Rasmussen landkönnuður var með þeim, þeim til leiðbeiningar, áð- ur en hann byrjaði rannsóknir sínar í Austur-Grænlandi. Kvikmyndin, er tekin hefir verið við Umanak, verður að sögn hin stórfenglegasta. En mest orð hefir farið af flug- manninum Udet, sem þar hefir leikið listir sínar í loftinu. Mælt er að hann hafi t. d. hvað eftir annað leikið sjer að því, að fljúga beint inn að þver- hnýptum hömrnm, og kastað sjer síðan aftur á hak á fluginu og flogið í nokkra metra hæð upp með hamra- veggnum. En ef flugmanninum fip- aðist vitund í slíku flugi, var hann kominn í hamrana og steindauðnr. Enn hefir hann leikið það, að fljúga í gegnum svo þröngar klettasprungur, að hann hefir orðið að reisa flng- vjelina á rönd á fluginu, til þess að vængirnir rækist ekki í hamravegginn, beggja megin. — Bíógestir geta hlakkað til að sjá þetta og þvílíkt með eigin augum. Amatörar látið okkur framkalla, copiera og stækka myndir yðar. Öll vinna fljótt og vei af hendi leyst. Kodakfilmur með 8 myndum, venjulegar og ljósnæmar fást I Amatördeild laugav|gmápótek) Qdvrt læðl. Svannrlnn við Grettisgötu og Barónsstíg, selur einstakar máltíðir frá 1 krónu og fast fæði með morg- nnkaffi og eftirmiðdagskaffi á 75 til 80 krónur. Fjölskyldur og einstaklingar geta fengið matinn heim til sín, ef hann er sóttur og koniið með ílát. Svanurinn sjer einnig um mat og atiiiað fyrir' samkvæmi, alt að 40 manns, í einu. Semjið við forstöðukonuna. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.