Morgunblaðið - 25.09.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ ■9 *• '• '• ttiaL: H.f. ÁmkiT, ItrUtTlk, JUtatJörwr: Jfln KJnrUuumoB. Vsltrr Btaf&aaoon. Kitatlflrn oi nfsralValn: ▲natnratnstl >. — Btml III. Aa*l?alntaatjðrl; Hafbar*. Anclýalnaaakrlfatofa: ▲natnratraatl 17. —* Kad »». Halaaaalaur: Jðn KJartanaaon ar. IU. Valttr ataf&naaon ir. lUt, H. Hafbar* nr. 77», lakrlftaalnld: Innanlanda kr. 1.00 d ntailL Utanlanda kr. 1.10 * aukanVl, I lanaaaðlu 10 anra alntaklV. 10 anra naa« Ia«Mk framboðin. Þrír Iístar í boði. Framboðsírestur til aukakosning- íinnar til AJþingis hjer í Reykjavík, var útrunninn í gær. Þrír listar komu fram og eni þcir bcssir: A—listi, sósíalistar. Þeir hafa í kjöri Sigurjón A. Ólafsson, fyrver- -andi alþm. B—listi, kommúnistar. Frambjóð- andi þeirra er Brynjólfur Bjarnason, a-itstjóri Yerklýðsblaðsins. €5—listi, Sjálfstæðisflokksins. Fram- fcjóðandi er Pjetur Halldórsson, bók- saíi. Það er í raun og veru hleegilegt, al sósíalistar og kommúnistar skuli vora að bnrðast með lista við þessa kosningu. Þar verður leikurinn svo ■ójafn, að kosningin hlýtur að verSa þeim til minkunar. Fyrst er nú þess að gæta, að fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Pjetur Halldórsson, gnæfir svo hátt yfir báða hina frambjóðendurna, sakir •óvenjulegra mannkosta hans og hæfi- íeika, að þar kemst enginn saman- fcnrður að. Þá er hitt einnig vitanlegt, ■aí Sjálfstæðisflokkurinn hefir svo langsamlega mest fylgi allra flokka Tijer í bænum, að sigur hans væri viss 3>ótt allir andstöðuflokkamir samein- mðust gegn honum. Framboð sósíalista og kommúnista ber sennilega að skoða sem einskonar 'kappleik innbyrðis. Kommúnistar hafa hug á, að krækja í nokkur atkvæði tfrá sósíalistum við þessa kosningu, 4il þess svo að geta hampað þeim íraman í Rvissa næst þegar farið verður fram á fjárgjafir. Sósíalistar vilja hinsvegar ógjaman missa atkv. jfir til kommúnista; það getur auð- •veldlega haft áhrif á mjólkurkú þeirra við Eyrarsund. Sjálfstæðismenn munu lítt hugsa um þenna innbyrðis kappleik andstæðing- iiBna. Þeir munu sjá um, að kapp- leikurinn verði báðum til minkunar <og fylkja sjer um C—listann. Nýja sænska stjórnin. Oslo, 24. sept. NRP. — FB. Nýja sænska ríkisstjórnin verður útnefnd í dag. Stjórnarforseti verður jafnaðarmannaleiðtoginn Albin Hans- son og utanríkismáiaráðherra Rikard Sandler, sem var forsætisráðherra í fyi'ri jafnaðarmannastjórninni. Vinnudeilan í Lancashíre. Manehester, 24. sept. United Press. FB. Seint í gærkvöldi var fulltrúafúnd- inum frestað, án þess samkomulag næðist um endurráðningu 2000 vefara, sem gert höfðu verkfall áður en vinnu- stöðvunin varð almenn. — Málamiðl- unartilraun um þetta mikilvæga deilu- atriði heldur áfram kl. 11.15 árd. liotið (slenskar vðrur. A landsþingi iðnaðarmanna, sem lial-dið var í Reykjavík 18.—21. júní s.l., var samþykt. svohljóðandi tillaga: „Þingið skorar á útvarp ríkisins, dagblöðin og tímaritin í landinu, að ge>-a sitt ítrasta' til þess að halda áhuga þjóðarinnar vakandi fyrir því, að nota fyrst og fremst íslenska fram- leiðslu. Þingið leggur sjerstaka áherslu á, að allir, sem nota þurfa þær vörur, sem unt er að framleiða í landinu sjálfu, láti innlenda framleiðendur sitja fyrir viðskiftum að öðru jöfnu“. Frá Slglnfirðl. Siglufirði, FB. 24. sept. Síldveiðinni er nú að fullu lokið og hefir engin síld verið söltuð síðasta hálfan mánuð. Tíðarfar hefir verið mjög óstöðugt, en þurkar allgóðir þessa viku og hafa því hey náðst inn. Þorskafli var mjög misjafn þessa vikn, enda róðrar stopulir sökum ó- gæfta. 1 dag er hjer bleytuhríð og orðið grátt í sjó fram. Skarlatssótt geisar í bænum og hafa læknarnir fengið vitneskju um yfir 20 sjúkdómstilfellí. Veikin kom fyrst upp á heimili bústjóra mjólkurbúsins á Hóli og breiddist út þaðan. Ríkisverksmiðjan lauk í dag við að bræða síldina. Vorn alls breedd 1371/2 þúsund mál. Dagbók. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Lægðin, sem var við S-land í gær, er nú komin suðaustur undir Skotland, en önnur lægð er milli Jan Mayen og Noregs. Vindur er N-lægur um alt land, víða allhvass, hiti 5—7 stig og víðast bjartviðri sunnan lands en 2—4 st. hiti með þykkviðri og rigningu eða slyddu á N- og A-landi. Útlit fyrir N-átt næstn dægur, en lægir eitthvað vestan lands á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: N-kaldi. Bjartviðri. Munið drengjamót K. R. í dag kl. 10. Litla blómabúðin heitir ný verslun sem frú Jóhanna Zoega hefir opnað á Laugaveg 8, þar sem áðnr var útsala frá Boeskow á Reykjum. (Sjá augl. í blaðinu í dag). Til Strandarkirkju frá G. J. 204 kr. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg3. Almenn samkoma í kvöld kl. 8. Gjöf til Kvennadeildar Slysavarna- fjelags Hafnarfjarðar, að upphæð 216 krónur, frá skipverjum á b.v. „Garð- ar“, Hafnarfirði, móttekið með þökk- um. Fyrir hönd fjelagsins. Ólafía Þ.orláksdóttir, gjaldkeri. Fimtugur er á morgun, 26. septem- ber, Jóhann Tómasson skipstjóri, Aust urgötu 32, Hafnarfirði. Dansskóli Rigmor Hanson byrjar mánudaginn 3. okt. í Iðnó, kl. 4 fyrir smábörn og byrjendur, kl. 5 fyrir unglinga, kl. 8 fyrir fullorðna byrj- endur og kl. 9 fyrir fullorðna, sem hafa dansað áður. 40 áxa hjúskaparafmæli eiga í dag Magnea Egilsdóttir og Vilhjálmur G. Gunnarsson, Grjótagötu 7. Frú Jóna Kristjánsdóttir Fjalldal frá Melgraseyri andaðist í gærmorgun á Vífilsstaðahæli eftir langvinn veik- , indi. Útvarpið í dag: 10.40 Veðurfregnir. 14.00 Messa í fríkirkjunni (sr. Arni Sigurðsson). 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Barnatími (Einar Guðmnndsson). 20.00 Klukkusláttur. Erindi: Nytjum landið (gíra Björn O .Björnsson). 20.30 Frjett ir. 2L00 Grammóf óntónleikar: Sym- phonia nr. 4, eftir Tschaikowski. — Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tónleikar: Alþýðulög (Útvarps- kvartettinn). 20.00 Klukkusláttur. Ein- söngur. Fiðlu-sóló. 20.30 Frjettir. — Músík. Bethanía. Samkoma í kvöld kl. 8%. Allir velkomnir. Skæð bráðapest. Haft er eftir leitarmönnum í Flóa- og Hi-eppamanna afrjettum, að sauðfjárpestin hafi verið ^vo megn, að þeir hafi orðið að skilja eítir á þriðja hundrað fjár sem ýmist lá dautt á afrjettinum eða var skorið á leiðinni heim til rjetta. Fjöltefli háði skáksnillingurinn Bogoljubow í Darmstadt fyrir skömmu, tefldi 27 skákir og lauk þeim á 3 stundum; vann 18, tapaði 2, en 7 urðu jafntefli. Tveir íslenskir stú- dentar tóku þátt í fjölteflinu, Einar Sveinsson og Arni Snævarr. Þeir náðu báðir jafntefli. Árni er talinn með snjöllustu skákmönnum í Darmstadt. Skipafrjettir. Gullfoss er væntanleg- ur til Reykjavíkur seinni partinn í dag. — Goðafoss fór frá Hamborg í gær. — Brúarfoss er væntanlegur til Reykjavíkur í dag, að vestan. —- Lag- arfoss kemur til Djúpavogs í dag, fré Leith. — ■ Selfoss kom til Hamborgar í gærmorgun, fer þaðan á mánudag. — Dettifoss er á Húsavík. Umboðsfirma í Portúgal óskar eftir að komast í samband við útflytjendur af saltfiski, reyktum laxi, saltaðri og reyktri síld, görnum og tólg. Upplýs- ingar gefur danska utanríkisráðuneyt- ið (Erhvervskontoret) Christiansborg. Kári Ásbjörnsson veitingaþjónn andaðist að Vífilsstaðabæli þann 11. þ. m. Hann var nú síðast þjónn á Hótel ísland og áðnr á Eimskipafje- lagsskipum. Hann varð 24 ára, prúður maður og vel látinn af öllum þeim mörgu, er hann átti viðskifti við. Hann verður jarðsunginn á morgun frá heimili sínu, Öldugötu 59, kl. 2 síðd. Ný bók, „Alríkisstef nan“, eftir Ingvar Signrðsson. Þetta er mikil bók, 308 blaðsíður og er henni skift í 6 aðalkafla: Nýr grundvöllur, Nýtt al- heimsvald, Alríkið, Stórmálin, Bar- dagaaðferðir alríkisstefnunnar, Mót- bárur, Eina leiðin. Strandferðaskipin. Esja fór hjeðan í gærkvöldi í strandferð vestnr um land. Súðin á að fara á þriðjudaginn austur um land. — Þegar hún kemur úr þeirri ferð verður hún send til út- landa með kjötfarm og fellur því niður áætlunarferðin frá Reykjavík 24. októ- ber. Símaskráin nýja. Handrit að henni er til sýnis daglega í nýju símastöð- iuni. Þar geta menn um leið fengið leiðbeiningar um notkun sjálfvirku símatækjanna, sem bráðum koma í stað þeirra símatækja, sem nú eru. Útiskemtun heldur knattspyrnufje- lagið Þjálfi í Hafnarfirði að Víði- stöðnm í dag. Meðal annars fer þar fram reiptog milli þeirra sem búa í suðurbænum og hinna sem í vestur- bænum búa. Eggert Stefánsson ætlar að syngja opinberlega á sunnudaginn kemur. A söngskránni verða eingöngu ný íslensk lög eftir ýmsa böfunda. Tímarit Iðnaðarmanna, annað hefti 6. árgangs, er komið út. í því er fyrst sagt frá fyrsta iðnaðarþingi íslend- inga, sem haldið var í júní s.l. og fylgir mynd af þinginu. Þá er sagt frá iðnsýningunni og 65 ára afmælis- fagnaði Iðnaðarmannafjelagsins. Sein- ast er glögg, sundurliðuð skýrsla um bygging&r í Reykjavík á árinu 1931. N#tit ísieszkir Hnf og ískazk skip. Dansleikur knattspyrnumanna úr K. R. verður í kvöld í húsi fjelagsins og hefst kl. 9. Látinn er í Ellihcimilinu Hermann Gnðmundsson, háaldraður maður og einn af þeim Reykvíkingum, sem allir munu hafa þekt. Jarðarför hans fór fram í gær. Ársskýrsla Flensborgarskólans er komin út. Henni fylgja myndir þær, sem birtust í Lesbók með grein um fimtugsafmæli skólans, ennfremur myndir af 32 nemendum skólans, sem luku gagnfræðaprófi við Mentaskólann sama vorið og þeir útskrifuðust úr Flensborg. Þá er og þarna línurit, sem sýnir nemendafjölda í skólanum ftlt frá byrjun. Resolute, flutningaskip, kom hingað í gær. Hafði það affermt í Keflavík í rokinn í gær. Lá það þar við nýju bryggjuna og þótti Keflvíkingum mun- ur á að afgreiða skipið og á afgreiðslu áður, meðan engin var bryggjan. Skip- ið fer hjeðan eftir tvo daga til Norð- urlandsins og tekur þar ísfisk til út- flutnings. Endurminningar um Björnstjerne Björnson heitir bók sem kemur í bókaverslanir á morgun. Hún er eftir Karl Konow, en þýdd af Einari Guð- mnndssyni. Kostnaðarmenn eru nokkr- ir Reykvíkingar. Bókin mun gefin út í tilefni af aldarafmæli Björnsons. f henni ern 6 myndir, en stærðin er 4 arkir í átta blaða broti. Grasspretta hefir verið góð um alt land í sumar, þar sem tíl frjettist. Hefir heyfengur víðast hvar orðið góS- ur, og óvíða hafa hey hrakist að mun. Hjer í austursveitunum munu nú flest- ir hafa hirt alt hey. Heybruni. í Kalmanstungu kvíkn- aði nýskeð í hlöðu. Er talið að þar hafi brunnið um 100 hestar af heyi. Jarðskjálftar. Þrír jarðskjálftakipp- ir fundust hjer í gær, einn kl. rúmleg* 1, annar kl. tæplega 4 og sá þriðji rúmlega kl. 6. Var sá fyrsti talsvert langur, en sá næsti snarpari. Sá þriðji vægur. Ekki er enn vitað hvar þeir hafa haft upptök sín, en það verður rannsakað í dag. Morgunblaðið átti tal við stöðina í Hveragerði í gær ög fekk þær frjettir, að þar hefði menn ekki orðið varir við jarðskjálftana. Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Auglýsingar kvikmyndahús- anna eru á 4. síðu. Húsahyggingar í Reykjavík. í sein- asta hefti Tímarits iðnaðarmanna er skýrsla frá Sigurði Pjeturssyni bygg- ingafulltrúa um húsabyggingar í Reykjavík árið sem leið. Sjest á henni að bygð hafa verið 122 hús (bæði steinhús og timburhús) og eru í þeirn 214 íbúðir. Hafa hús þessi kostað rúmlega 4 miljónir króna. Eru hjer ekki taldar með breytingar á eldri húsum, skúrabyggingar, girðingar kring um lóðir o. fl. þ. h., en til alls slíks var varið miklu fje á árinu. Ekki er heldur talinn með kostnaður við byggingu þjóðleikbússins. Knattspyrnukappleikur fer fram í dag kl. 3 milli Danska íþróttafjelags- ins og skipverja af Fylla. Kept er um Sendiherrabikarinn. Síra Björn O. Bjömsson, ritstjóri „Jarðar“, flytur erindi á ,,Voraldar“- samkomu í Varðarhúsinu í dag kl. 5 síðd. Pjetur Sigurðsson stjórnar sam- komunni. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Barna- samkoma kl. 2 síðd. Útisamkoma við Barónsstíg kl. 4. Fagnaðarsamkoma fyrir nýja flokksstjórann Adjutant Svöfu Gísladóttur. Kapt. K. Kjærbo og kapt. Jósef Speneer. Allir vel- komnir! G«nGariE IHOBllÓlL VACUUM OIJL COBPAKY ^ Umboðsmenn: H. Benediktsson S Go. í Slðtrið: Bngmiöl (Isleuskl og danskt). Bankabyggsm|Bl Krydd alskonar. Sanmgarn. pppSHBKBRl Brauða og kökuútsala 1 „Svaninum“ (hornið á Barónsstíff og Grettisgötu). Kvensloppar, Hvensuuntur, [| Náttföt. M barna, kvenna or- karla. Verslunin Björn Kristiinsson. lön Björnsson i Go. Skóli ísaks lónsonar. Sími 1224 kl. 6—7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.