Morgunblaðið - 31.12.1932, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Árshátið Kennaraskólans
verður haldin að „Café Vífill“ þriðjudaginn 3. janúar 1933
og hefst kl. 21.
SKEMTISKRÁ :
Skemtunin sett (af skólastjóra Kennaraskólans).
Ræða (síra Þorsteinn Briem kenslumálaráðherra).
Kórsöngur (nemendur skólans).
Upplestur (þrír nemendur skólans).
Einsöngur (hr. Kristján Kristjánsson og spilar sjálf-
ur undlir).
Dans (hljómsveit Aage Lorange).
Þátttökukostnaður er kr. 3.00 pr. mann. Þar í falið
kaffi.
Kennarar og nemendur, einnig eldri nemendur, vitji
aðgöngumiða fyrir sig og gesti í Amatörverslun Þorl. Þorl.
í Austurstræti 6, 2. og 3. janúar til kl. 5 síðd.
Húsinu lokað kl. 23.30.
Undirbúningsnefndin.
fielag Velnaðarvörukaupmanna
I Reykjavík
hefúr ákveðið að loka bnðnm
sfnnm allan daginn 2. jannar.
Stjtrnin.
SkrifsialuiB
mðiflitnlngsmanna
er lokað annan nýársdag.
Stjórii M. F. í.
SkrUstofnr
vorar verða lokaðar 2. jaunar.
Sjðvðtryggingarfjelag islands.
2. janúar
verða skrifstofnr nmboðs-
og beildverslana lokaðar
allan daginn.
fjelag íslenskra stórkaupmanna.
„Gharmalne11.
Fráteknir aðgöngumiðar að dansleiknum í kvöld sækist í
versl. Havana fyrir kl. 4. Annars seldir öðrum meðlimum.
Þegar litið er til baka yfir
liðna árið kann svo að virðast í
fljótu bragði, sem fjárhagskrepp-
an hafi markað sjer það og sett á
það yfirbragð sitt öðrum árum
fremur. Jeg bygg þó, að þegar
frá líður, muni mönnum verða
það ljóst, að hjer á landi hefir
þetta ár ekki verið neitt sjerstakt
ógæfuár í efnalegu tilliti. Erfið-
leikar hafa að vísu verið allmikl-
ir á þessu sviði, en að langmestu
leyti hafa þeir verið beinlínis af-
leiðing undangenginnar ljettúð-
ar og óstjórnar og að tiltölulega
iitlu leyti átt rætur sínar í ár
ferði liðna ársins sjálfs.
Fyrir hinn afkastameiri af að-
alatvinnuvegum landsins, sjávar-
útveginn, virðast erfiðleikar yfir
standandi kreppu hafa náð há-
marki á árinu, og viðreisnin vera
byrjuð. Það er alment lögmál, að
slík viðreisn atvinnuvegar að af-
stöðnu krepputímabili er undin
úr tveim þáttum. Annarsvegar og
fyrst og fremst niðurfærsla til-
kostnaðar við atvinnureksturinn,
og hinsvegar nokkur hækkun á
verði afurðanna úr því lágmarki,
sem kreppan hafði orsakað. Kunn
ugir menn telja, að bátaútvegur
landsmanrta hafi á liðna árinu
fengið bæði nauðsynlegustu nið-
urfærslu á rekstrarkostnaði og
hækkun á afurðaverði upp úr
undangengnu lágmarki. Stór-
skipaútgerðin hefir einnig fengið
hlutdeild í verðhækkuninni, en
ýmislegt er þar enn í meiri tví-
sýnu um nauðsynlega niður-
færslu framleiðslukostnaðar en
hjá bátaútveginum.
Landbúnaðurinn hefir á árinu
fengið talsverða niðurfærslu á
framleiðslukostnaði, en verðfall
afurðanna hefir haldið áfram,
og erfiðleikar kréppunnar liggja
þess vegna ennþá þungt á hon-
um. Hjer við bætist, að vegna
þess, hve framleiðslan á mann er
ennþá lítil í þessari atvinnu-
grein, hvíla yfirsjónir undan-
genginna ára ennþá með sérstak-
lega tilfinnanlegum þunga á
bændastjettinni, og koma aðal-
lega fram í tveim myndum, ann-
arsvegar sem skuldir, hinsvegar
sem lítt bærilegar álögur til sveit-
ar og ríkis, og eru það sveitar-
gjöldin, sem þar vega þyngst, og
eru beinlínis að sliga marga
gjaldendur og heil sveitarfjelög.
Nú hefir verið skipuð nefnd til
þess að safna skýrslum um skuld-
irnar, og gjöra tillögur út af því.
Vonandi ber starf hennar góðan
árangur. Utan að hafa heyrst
ýmsar uppástungur um lírlausn
þessa máls, eins og gengur. En öll
reynsla veraldar sýnir, að ekki
er til nema eitt óbrigðult ráð við
meinsemd of mikilla skuldá. Ráð-
ið er það, að láta tapið lenda á
þeim, sem hafa lánað einhverj-
um meira en hann er borgunar-
maður fyrir. Þetta ráð getur
stundum orðið beiskt á bragðið
fyrir lánsstofnanir og verslanir,
sem hafa lánað ógætilega,.en þaðj
er þá þeim og öðrum til viðvör-
unar og skapar aðhald um heil-
brigði í lánaviðskiftum. Allar til-1
raunir til þess að velta byrði af
skuldum annara ’yfir á óviðkom-
andi menn eru mjög varhuga-
verðar, og frekar líklegar til þess
að viðhalda sjúkdómum við-
skiftalífsins en að lækna þá. Ef
skuldanefndin hefir þessa megin-
reglu fyrir augum, má vænta
þess að starf hennar verði einn
liður í gagnlegum, heilbrigðis-
ráðstöfunum fyrir viðskiftalíf
landbúnaðarins. En þá er eftir
þungi opinberu gjaldanna, og er
þar komið að stjórnmálunum.
Stjórnmál liðna árcins byrj-
uðu með því, að bornar voru
fram af hálfu Sjálfstæðisflokks-
ins ákveðnar tillögur um fram-
kvæmd á sjálfsögðu jafnrjetti
allra kjósenda í landinu til áhrifa
á skipun Alþingis. 1 tillögum þess
um voru sameinuð þau tvö meg-
inatriði, sem mest áhersla hafði
verið lögð á frá ýmsum hliðum.
Annarsvegar var kosningarrjett-
urinn gerður jafn fyrir alla, sem
’hans njóta, hinsvegar var varð-
veittur rjettur núverandi kjör-
dæma til þess sjálf að kjósa sjer-
staka fulltrúa fyrir sig til Al-
þingis.
Um þetta rjettlætismál var svo
deilt í þinginu. Deilan var ein-
kennileg að því leyti, að and-
stæ'ðingar rjettlætiskröfunnar
gerðu engar tilraunir til þess að
færa rök fyrir andstöðu sinni,
enda er það öllum ljóst, að í þjóð-
fjelagi, sem vill standa á lýð-
ræðisgrundvelli, er ekki mögu-
legt að finna nein rök fyrir þeirri
skoðun, að kosningarrjettur
manna eigi að vera misjafn. Ó-
jnögulegt reyndist að fá sam-
þykkta viðunandi úrlausn máls-
ins á þinginu, og endaði þingið
með því, að sú stjórn, sem hafði
haft forustu andþófsins í málinu,
hröklaðist úr sessi, en við tók
samsteypustjórn, sem lofaði að
leggja tillögur um sanngjarna
úrlausn þessa máls fyrir þing
það, sem næst kemur saman. Á
sviði stjórnmálanna er það því
jafnrjettiskrafan og myndun
samsteypustjórnarinnar út af
henni, sem mótar svip liðna árs-
ins. —
Að sjálfsögðu höfðu menn
vonast eftir því, að stjórnar-
störfin mundu fara að ýmsu leyti
betur úr hendi hjá samsteypu-
stjórninni en hjá fyrrennara
hennar. Þær vonir hafa ræst að
því leyti, að nýja stjórnin hefir
ekki framið nein hneykslisverk
— og það út af fyrir sig er stór-
kostleg framför frá því niður-
lægingarástandi, sem stjórn
landsins var komin í — og ýmis-
legt liggur eftir hana, sem bein-
línis horfir til bóta.
En hafi einhverjir gjört sjer
vonir um, að samsteypustjórnin
mundi leysa úr því viðfangsefn-
inu á sviði stjórnmálanna, sem
kreppan sjerstaklega krefst úr-
lausnar á, þá hafa þær brugðist.
Fyrir mitt leyti hafði jeg ekki
gjört mjer vonir í þessa átt, og
I því ekki orðið fyrir neinum von-
brigðum. Það liggur í augum
uppi, að með svo stórkostlegri
jlækkun á verði afurða, sem orð-
in er og haldast mun, þótt krepp-
„DTN6JA"
er íslenskt skúri- og ræstiduft
og fæst i
■>- Nýlenduvðruversluniit
les Zimsen.
unni sjálfri ljetti af, verður al-
gjörlega ókleift fyrir atvinnu-
vegi landsins að bera uppi jafn-
mikil gjöld til opinberra þarfa,
eins og þau, er tekin voru af
mönnum á hófleysisárunum 1928
—1931. í ^veitunum eru það, eins
og áður var getið, sveitargjöldin,
sem komin eru úr öllu hófi, í
kaupstöðum og kauptúnum eru
það engu síður eða nokkru frem-
ur gjöldin til ríkissjóðsins. Nið-
urfærsla opinberra gjalda er ó-
hjákvæmileg nauðsyn, eins og
nú er komið. Frá fyrverandi
stjórn var auðvitað engrar for-
ustu að vænta í þessu efni, því að
algerður óvitaháttur í fjármál-
um var það sem fastast og á-
kveðnast einkenndi allan henn-
ar feril. Síðustu vonirnar um að
finna fjármálavit innan forystu-
hóps Framsóknarflokksins voru
tengdar við Ásgeir Ásgeirsson.
En á síðasta þingi beitti hann
sjer gegn alveg sjálfsögðum til-
lögum um það, að þingið tæki
þetta mál til rannsóknar. Jeg veit
ekki hvort heldur var, að hann
sjálfan vantaði skilning á nauð-
syninni, eða fjármálaóvitarnir í
flokknum knúðu hann til þessar-
ar andstöðu. En hvor sem orsök-
in var, þá var ekki með neinni
skynsemd unt að gera sjer vonir
um að hann tæki það mál upp af
neinni alúð sem stjórnarforpeti
og fjármálaráðherra milli þinga,
sem hann hafði lagst á móti í
þinginu, þegar hann var orðinn
fjármálaráðherra í hinni fyrver-
andi stjórn. Enda er ekki vitan-
legt annað en að á þessu sviði sje
alt ógjört ennþá, þótt samsteypu-
stjórnin efalaust hafi gætt
sparnaðar langtum betur en
fyrri stjórnin, að því er viðkemur
öllum daglegum rekstri. En þetta
er ekki nóg. Nauðsynlegar niður-
færslur á gjöldum til opinberra
þarfa fást ekki nema með víðtæk-
um skipulagsbreytingum á mörg-
um útgjaldasviðum og tilsvarandi
breytingum á gildandi löggjöf og
fyrri stjórnarákvörðunum. Hafi
samsteypustjórnin eitthvað unnið
að þessu, þá er það enn sem kom-
ið er í kyrþey og án þess að al-
menningi sje kunnugt, en fyrir
mitt leyti er jeg hræddur um að
þetta sje alt ógjört enn.
Svo að segja í öllum nágranna-
löndum vorum hefir kreppan nú
þegar fyrir nokkru knúð fram
margvíslegar ráðstafanir til var-
anlegrar niðurfærslu á opinberum
gjöldum, og þessu er stöðugt hald-
ið áfram þar, með því að draga
fleiri og fleiri svið hins opinbera
inn undir slíkar aðgerðir. Kreppu
atvinnuveganna getur ekki orðið
afljett hjer á landi fyr en slíkar
ráðstafanir eru komnar til fram-
kvæmdar. Það hefir dregist of
lengi að byrja á þeim, og verður
nú hið byrjandi ár að skera úr
því, hvort forsætisráðherra sam-
steypustjórnarirnar hefir þrek til
þess að taka upp forustu í þessu
alveg nauðsynlega — en vitanlega
mjög svo vanþakkláta — starfi.