Morgunblaðið - 31.12.1932, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1932, Blaðsíða 7
7 GLEÐÍLEGT NÝÁR! T>ökk fyrir viðskiftin'á liðna árinu. Auglýsingaskrifstofa íslands. □ □ §§ □ □ □ □ □ □ GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiftin á liðna árinu. K. Einarsson & Björnsson. r GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Nathan & Olsen. L. 000000000000000000000000000000000 GLEÐILEGS NÝÁRS óskum við öllum okkar við- skiftavinum nær og fjær. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. GLEÐILEGT NÝÁR! w Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. w Verslunin Bjöm Kristjánsson Jón Björnsson & Co. dr4> . GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Verslunin Edinborg. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar. R sjó og lanöL Ferðasaga eftir Böðuar frö Hnífsðal, MORGUNBLAÐIÐ 2. . Aftur ljetum vjer frá landi og hjeldum inn eftir firðinum. Drjúg an spöl innan til við Hrafnf jarð- r areyri gengur svonefnd Skipeyri í fjörð fram. Þar eiga þeir Fóst- bræður að hafa naustað skip sitt er þeir höfðu vetursetu á Hrafn- f jarðareyri svo sem lesa má í Fóst- bræðrasögu. Beint á móti Skip- eyri eða því sem næst, hinum megin við fjörðinn, sást móta fyr- ir grænum' bletti. sem stingur í stúf við umhverfið. Þar er eyði- býlið Álfsstaðir. Var þar síðast bjrgð laust eftir aldamót, um 190:3. og þá tvíbýli. Orsök þess, að það lag'ðist þá í eyði var þessi: Það bar til rjett fyrir jólin, þann vet- ur, að báðir bændurnir að Álfs- stöðum lögðu land undir fót og fóru niður í Furufjörð. Rjett þeg- ar þeir voru komnir norður, skall á blindbylur með veðurhörku og snjókyngi, svo að þeir treystust eigi til baka. Hríðin hjelst órofin í tvo daga. Þá birti eitthVað til í biii og þeir hjeldu af stað. En eftir að þeir voru komnir af stað versnaði veðrið aftur. Næsta dag var aftur á móti komið besta veð- ur. Leið nú sá dagur og fram á þann næsta, og ek'ki komu þeir heim. Fór nú konum þeirra að lengja eftir þeim, því að þær bjuggust við. að þeir hefðu lagt af stað að norðan, daginn, sem fyrstur kom góður, eftir hríðina. Hinsvegar áttu þær illa heiman- gengt, þar sem þær voru einar lieima með börnin. Gengu þær þá • út með sjónuin, uns þær koinu á móts við Hrafnfjarðareyri. Köll- uðu þær nú yfir. Jakob Haga- línsson, sem þá bjó þar, bráðdug- legur maður og fylginn sjer, fór til fundar við þær. Þegar hann frjettir hvernig sakir stánda, sendir hann syni sína norður til Furufjarðar, strax um kvöldið. Þeir koma um hæl aftur með þær fregnir, að Álfsstaðabændur hafi lagt af stað frá Furufirði fyrir tveim dögum. Er nú safnað mönnum og leit- að upp um Skorarheiði. Fundust mennirnir á Skorará, sem var á ísi. Lágu þeir þar undir steini. Ólafur Torfason hjet annar þeirra. Hann var handleggsbrotinn og lagður til. Hinn njaðurinn, Bær- ingur Guðmundsson sat' upp við dogg og hafði breitt rauðan vasa- klút yfir andlit sjer, eins og hann hefði sofnað út af. Báðir vorn þeir frosnir í hel. Var auðsætt, að þeir höfðu vilst í hríðinni og hrapað fram af hömrum nokkrum. Hefir iólafur þá fengið áverkann. og ékki getað komist lengra. — Hefir hann því dáið fyr, og Bær- ingur veitt honum nábjargirnar, áður en hann sjálfur lagðist til hinrtar hinstu, jarðnesku hvíldar. Ekkjur þessara manna fluttust burt, og síðan hefir ekki verið bú- ið á Álfsstöðum. Þegar, vjer vorum komin lijer um bil inn í fjarðarbotn lenti „trillan“, Vjer stigum á land þar sem heitir Bjartilækur, og gengum nú inn með firðinum. Komum vjer brátt þar að, sem vegurinn liggur upp með ánni, upp svokallaðar Andbrekkur, sem líltlega draga nafn sitt af þvl, að þar blæs vind- urinn úr öllum áttum, hvaðau sem hann annars er. Svo segir Guð- mnndur Hrafnfjörð, sem þar er uppalinn og öllum hnútum kunnugur. Er það og vel slriljan- legt, því að skarðið er þröngt og djúpt, svo að vindurinn kast- ast frá fjöllunum. Þegar And- brekkum sleppir lmllar undan fæti niður í dal einn, Skorardal. Þar er nálega altaf logn, því að fjöll umkringja á alla vegu, nema þar sem áin rennur í gljúfrum fvam til sjávar. Eklri sjer á sjó úr dalnum, og landslagið er að ýmsu leyti einkennilegt. Þar er klettur einn, afarstór og þver- hníptur, sem kallaður er Gýgjar- sporsliamar. Fjöll eru þar hrika- leg' og hörkuleg á svip, en sums staðar gróðursælir blettir, eins og vinjar á eyðimörku. Vegurinn liggur upp úr Skorardal og kem- ur þá Skorarheiði. Annars er fjallvegurinn frá Hrafnfirði til Furufjarðar nefndur Skorarheiði í daglegu tali, og er tveggja stunda lestagangur frá botni Hrafnfjárðar. Uppi á heiðinni liggur leiðin með fram Skorarvatni á kafla. Slrorarheiði er greiðfærasti fjall- vegur, sem vjer höfum farið um, sljett, en þó með aðlíðandi öldum, þöktum hörðum auri eða kast- grjóti. Svo lítið er þar um steina, að eklri er hægt að hlaða vörðu, en fram með vatninu eru staura- raðir, sem.vísa veginn. Þær voru settar. eftir að þeir Álfsstaða- bændur höfðu orðið úti, en þeir eru einu mennirnir, sem farist hafa þannig, á þessari leið, og er inin þó æði fjölfarin. Nú hjeldum vjer áfram, uns vjer komum upp á hæðina, hand- an við vatnið, þá opnast fögur og víðsýn iitsýn, Furufjörður, blasir við.------ 3. Heit af göngunni, hress af fjallaloftinu, stöndum vjer á heiða brúninni og liorfum yfir Furu- f jörð. Víðuiy og breiður liggur liann við sjónum vorum, en ekki mjög langur. Milli hans og Bol- ungavíkur á Ströndum er fjallið Ernir, en hinum megin Furufjarð- arnúpur, — handan þess fjalls er Þaralátursfjörður. Á skerjúm úti um annesin brotnar hafaldan, og sjest löðr- ið ofan af heiðarbrúninni. Upp frá sjónnm, fjallanna á milli, alla leið að heiðabrekkunum, sem vjer stöndum :á, er sljett og grasgefið undirlendi, og finst þar ekki steinn í grasi. fvr en uppi í hlíð- um. Þegar vjer komum niður á þessa grasfláka eða eyrar, brá svo undarlega við, að ekki sást framar á sjó. Guðmundur Hrafnfjörð, er alt vissi um staðháttu, gaf þá skýringu, að eyrarnar væru .ekki nema einn metra vfir sjó, en kamburinn, sem bæirnir stæðu á væru 4—5 m. ofar sjávarmáli. Nú vildi svo til, að þennan dag var sólskin og brakandi þurkur, þótt svo mjög væri áliðið sumars, en óþurkar miklir höfðu gengið undanfarið. Fólk var því úti á túni við heyvinnu, er vjer komum, og var þar rösklega gengið áð verki. Fórum vjer til bæjar og liittum húsfreyju og dóttur henn- ar. Leið þá eigi á löngu, áður vjer setfumst að góðgerðum. Jörðin Furuf jörður er 24 hundr- uð að fornu mati. Nri eru þar þrír búendur: Ólafur Sæniundsspn, Vagn Guðmundsson og Árni Frxð- rik Jónsson. Árni er þar ^ðaláfft*- andinn og til hans var hefmsðícw vor ger. Hann fluttist til Furu- fjarðar 1909 ásamt konu sinni, Elínu Jónsdóttur. Sonur EHnar frá fyrra hjónabandi er Vagn, sem er giftur H'jálmfríði Jónatans- dóttur. Um Árna bónda er það að segja, að liann er manna fróðastur og skemtilegastur í tali, prýðilega hagorður og gestrisinn með af- brigðum — og ekki er kona báns síðri. Þá er Vagn og kona ffáns mjög viðfeldin og þjóðleg, bæði tvö. Ólaf þekkum vjer því míður eklri og getum því ekkert um hann sagt. Yfirleitt er ekki hægt að bera Furufirðingum ofvel söguna, og hyggjum vjer. að þeir, sem þar hafa komið. sjeu oss fyllilega sammJála. Víkjum svo að öðru. Eftir ,mat, gengum vjer út til að skoða. mann- virki og annað markvert. Hus eru þarna traustlega bygð og mikið notaður til þeirra rekaviður. Öfan til í túninu stendur kirkja lítil eða rjettara sagt bænhús, með grafreit umhA'erfis. Þangað fórum vjer. en höfðum gleymt. að taka með oss lykla. Kom það þó ekki að sök. því að vjer lyftum hlerum frá gluggum að utanverðu, og skoðuðum þannig innviði bætta- hússins. Alt ATar þar í röð og reglu, þokkalegt og snoturt. bótt eigi væri mikill íburður. Það væri í sjálfu sjer íiægilegt efni í ritgerð, hver áhrif það hefir á mann, að sjá guðshús á svona afskektum stað. ng standa á grónum leiðum löngu liðinna manna, sem hafa barist íyrir ííf- inu í fámenni afskektra sveita, unz þeir hnigu í valinn — og > gleymdust. Bænhúsið talar máli þögulla til- finninga, leiðin tala tungu minn- inganna. Alt segir sína sögu, ef einhver vill hlusta. En eitt er að finna til hughrifa, annað að geta útskýrt þau fyrlr öði'um, sem ef til vill eru alt -t annað en hrifnæmir á slíkt. Vjer trevstumst tæplega til þess, enda ætti þess konar lýsing elcki við í stuttri ferðasögu. í stað þess gefum vjer yður holt ráð: — Farið, og leitið slílrra staða, hvar sem þeir eru. Ef þjer finnið engin göfgandi áhrif, þá kunnið þjer hvorki að dýrka náttúruna nje heldur þann guð, sem hana skóp. Og þá gætum vjer heldur eigi komið vður í skilning um það, sem. vjer eigum við, jafnvel þott vjer töluðum tungum frægustu snillinga. Sleppum því og snúum að öðru. t Furufirði rennur á ein tU sjávar rjett hjá bænum. ósinn er , breiður og gætir mjög sjávarfalla i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.