Morgunblaðið - 15.01.1933, Qupperneq 3
m < > K G t; N H
3
r
E.kk\ er öll uitleysan eins.
Hátekjuskattu’-inn og hálaunamenn rikisins
*
JpftorgunMaMft
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltstjörar: Jön KJartanaaon.
Valtýr Stefánsaon.
Rltatjörn og afgrelRsla:
Austuratræti 8. — Slml 1800.
Augrlýslngastjörl: E. Hafberc.
Auglýslngaskrlfstofa:
Austurstrætl 17. — Slml 3700
Helmasfmar:
Jön Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
K. Hafberg nr. 3770.
ÁskrlftagJald:
Innanlands kr. 2.00 á. mánuOt.
Utanlands kr. 2.50 & mánuBl.
t lausasölu 10 aura elntaklfl.
20 aura með Lesbök.
Spyrðubanöið,
Borgarstjórakosning fór nýlega
fram í bæjarstjórn Reyk.javíknr.
Það er látið heita svo, sem þrír
stjórnmálaflokkar eigi fulltúa í
'bæjarstjórn: Sjálfstæðisflokkurinn
með 8 fulltrúa, Alþýðuflokkurinn
-eða sósíalistar með 5 fulltrúa og
,,Framsókn“ með 2 fulltrúa. En
reynslan befir sýnt, að flokkarnir
í bæjarstjórninni eru í raun og
veru aðeins tveir: Sjálfstæðisflokk
urinn og sósíalistar.
Við síðustu bæjarstjórnarkosn-
‘ingar kom „Framsóknarflokkur-
inn“ tveim fulltrúum að í bæjar-
-stjórn. Hafa þar setið að jafnaði
taf flokksins hálfu þau Hermann
-Tónasson lögreglustjóri, sem nú
«er orðinn frægur fyrir „dómara“-
•störf sín og frú Aðalbjörg Sig-
urðardóttir. Bæði tilheyra þau
-Tónasar- eða sósíalistadeild „Fram
sóknar“, enda hafa þau í öllum
stefnumálum í bæjarstjórn dyggi-
lega fylgt sósíalistum að málúm.
„Framsóknar“-hjúin í bæjar-
stjórn geta ekki afsakað sína fram
l;omu með því að segja. að þau
hafi ekki haft annað úrræði en
að kjósa með öðrum hvorum hinna
flokkanna, því að enginn „Fram-
•sóknar“-maður hafi verið í boði.
Allir flokkarnir þrír áttu fulltrúa
við borgarstjórakosninguna. Þar
var m. a. í boði Magnús -Tónsson
lagaprófessor, fyrv. fjármálaráð-
herra „Framsóknar“. En hjúin
hans Jónasar frá Hriflu í bæ.jar-
stjórn, Hermann og frú Aðalbjörg,
litu ekki við þessum fyrverandi
ráðherra flokksins, heldur kusu
frambjóðanda siósfalista, Sigurð
- Jónasson.
Tíminn gefur þá einu skýringu
■á þessu- fvrirbrigði, að Sig. J. sje
„alviðurkendur liæfileiba- og dugn
aðarmaður“ Qg að hann hafi allra
manna mest lagt sig fram til þess
að koma Sogsvirkjuninni í fram-
kvæmd.
Um dugnað og liæfileika Sig.
-J. skal eigi fjölyrt hjer. Hann er
vafalaust góður fyrir sig, eins og
fleiri fjáraflamenn í liði sósíalista.
En hitt gegnir furðu, að Tíminn
sltuli nú telja ]iað kost á manni,
að hann er fylgjandi virkjun
Sogsins. Áður hjet þetta svindil-
‘brask á Tímamáli, og það er ein-
göngu „Framsókn“ að kenna, að
þessi virkjun hefir ekki enn kom-
ist í framkvæmd.
Jón Þorláksson hefir allrá
manna mest barist fyrir Sogsvirkj-
uninni. Hann hefir með þeirri
virkjun viljað leggja grundvöllinn
að raflýsingu svéitanna. Hins veg-
•ar mun Sigurður Jónasson, í sam-
bandi við þetta mál, aðallega hafa
'haft fjáraflaplön sjálfs sín í huga.
í sumar er leið birti þetta blað
skýrslu yfir launagreiðslur við
noklcrar stofnanir ríkisins, sem
.Framsóknar' -stjórnin sællar minn
ingar setti á laggirnar.
Þessi skýrsla vakti feikna at-
hygli um land alt. Hún opnaði
tjaldið, og sýndi mönnum, hvernig
óreiðustjórn Hriflunga hafði ráð-
stafað fje ríkissjóðs á hátekjuár-
unum. Þjóðin hafði ekki minstn
hugmynd um hvað þarna hafði
gerst, vegna þess, að reikningum
þessara ríkisstofnana var haldið
leyndum fyrir almenningi.
0
En þegar skýrslan kom fyrir
almennings sjónir, kom í ljós, að
ríkissjóði hafði þarna bættst ár-
legur launabaggi, sem nam a. m.
k. 350.000 kr. — Þarna var sæg-
ur starfsmanna og laun þeirra í
engu samræmi við laun annará
starfsmanna ríkisins, er laun taka'
samkvæmt launalögunum. Þarna
voru margir „forstjórar“ og flest-
ir með ráðherralaun og þar yfir.
Þarna voru ótal skrifstofumenn
með hærri laun en prófessorar við
Háskólann o. sí frv.
Þjóðin átti í fyrstu erfitt með
að trúa því, að skýrslan um launa-
greiðslurnar við ríkisstofnanirnar
væri rjett. Hún vildi ekki trúa
því, að nokkur ríkisstjórn leyfði
sjer að fara með fje ríkissjóðs á
þann liátt, sem skýrslan bar vitni
um. Einkum og sjer í lagi voru
það stuðningsmenn „Framsókn-
ar“, sem vildu bera brigður á að
skýrslan væri rjett, þar sem hún
fór svo mjög í bág við áður gefin
lofoi-ð þeirra manna, sem sátu í
stjórn á þessum tíma.
En nú er enginn sá maður til
á landinu, sém ekki veit að launa-
skýrslan var rjett og sannleikan-
um samkvæm í öllum greinum.
Forstjórar ríkisstofhananna liafa
ekki treyst sjer til að mótmæla
skýrslunni; Tíminn, málgagn
Hriflunga hefir engu getað mót-
mælt í skýrslunni; og sjálfúr höf-
uðpaurinn. Jónas frá Hriflu hefir
orðið að viðurkenna hana rjetta-
Það vita allir, að Jónas frá
Hriflu rjeði mestu í ríkisstjórn-
inni þau ár, sem hann átti þar
sæti. Hann hefir því vafalaust ráð-
ið mestu um það, hvernig launa-
greiðslum var háttað í hinum
nýju ríkisstofnunum og hverjir
veittu þeim forstöðu. Yar og dyggi
lega farið eftir hans kokkabókum
við val á forstjórum fyrir stofn-
anirnar. Þar var eingöngu litið á
ílókkslega liagsmuni, en ekkert
hirt um hitt, hvort forstjórarnir
væru hæfir til starfans eða ekki.
Jónas frá Hriflu mun hafa
skoðað ríkisstofnanirnar nýju sem
einskonar pólitísk mötuneyti fyrir
sig og sinn flokk. Og mönnum
skilst það e. t. v. betur hvers
i’egna hann ákvað launin við stofn
anirnar margfalt hærri en laun
annara starfsmanna ríkisins, ef
það hefir verið alment, sem upp-
lýst er að átt hefir sjer stað við
surnar þessar stofnanir, að starfs-
mennimir hafa verið krafðir um
s.ierstakt gjald í flokkssjóð „Fram
sóknar“. Það út af fyrir sig er
fullkomið hneyksli, að maður er
ráðinn í opinbera stöðu, miáske
beinlínis með því skilyrði, að hann
greiði árlegt gjald til styrktar
starfsemi ákveðins stjórnmála-
flokks.
Jónas frá Hriflu hefir nú fund-
ið þá miklu og almennu andúð
í landinu, sem risin er upp gegn
launafarganinu við ríkisstofnan-
irnar. En hann er ekki nú, fremur
en endranær maður til, að taka
afleiðingum sinna eigin verka.
Hann þykist *hafa komist að
raun um, að ríltið hafi ekki ráð
á að greiða neinum manni hærri
laun en 8000 kr. Svona er þá
komin ,,brynjan“, sem hann saum
aði handa ríkissjóði á hátekjuár-
unúm, úr 15 miljóna króna tekj-
um, umfram fjórlagaáætlun og 15
miljóna króna lánsfje.
En svo kemur það skoplega.
Jónas fer að leita að leiðum til
þess, að koma laununum niður í
S000 kr. Ekki má lækka launin
niður í þessa upphæð. Nei þau
eiga að vera óbreytt. En það sem
fram yfir er 8000 kr„ skal tekið í
skatt — hátebjuskatt. Sá skattur
á svo að fara í nýja eyðslu ríkis-
sjóðs.
—- Það er sagt að ósvífnustu
okrarar hafi þá aðferð er þeir eru
að herja fje út úr náuðstöddum
mönnum, sem til þeirra leita
um lán, að þeir gefi út skulda-
brjef fyrir ákveðinni upphæð,
segjum 10 þfis. krónum, en út-
borgaðar eru að eins 8 þús. kr.
Mismunurinn, 2000 kr. er skattur
ti! okrarans, ofan á hina árlegu
vexti. Svipaða aðferð vill Jónas
frá Hriflu nú hafa til þess að
lækka laun hátekjúmannanna. sem
Ijann sjálfur hafði ungað út.
Enginn skyldi undrast það, þótt
slíkur fjár.málaglópur sem Jónas
frá Hriflu láti sjer detta í hug, að
enn muni vera hægt að fleyta
þjóðarskútunni eitthvað áfram
með nýjum álögum. Hitt gegnir
furðu, að nokkur maður skuli fást
til að leggja slíkri regin-firru liðs-
yrði, e.ins og ástandið er hjá at-
vinnuvegum landsmanna.
Það er öllum Ijóst, að kommún-
istar og sósíalistar stefna að því,
að kollvarpa núverandi þjóðskipu-
lagi. Þeir fara ekki dult með þessa
stefnu sína, enda þót.t. þá greini
á um leiðirnar að markinu.
Sú skoðun hefir alment verið
ríkjandi hjer á landi, að bvltinga-
stéfna kominúnista og sósíalista
væri húgarórar, sem enga stoð ætti
í veruleikanum. Menn hafa sagt,
og ]tað með nokkrum rjetti, að
þjóðin væri mjög fráhverf þess-
um kenniúgum.
En hafa menn athugað, hvað
það er, sem í raun og veru er ver-
ið að gera með þeirri taumlausu
skattakúgun, sem hjer er rekin ’?
Með skattakúguninni er beiúlínis
stefnt að kollvörpúú núverandi
þjóðskipulags. Auðug þjóð getur
ekki staðist það, að farið s,je
ránshendi um eignir sinna þegna.
Því siður getur iátæk þjóð og
fámenn staðist slíkt
Jónas frá Hriflu og samherjar
Slðmenn
01
Verkamenn
Alt sem þið þarfnist til
klæðuaðar áðnr en þið
^ iarið á sjóínn, fáið þið
ðdýrast og[i fjölbreytt-
nstn úrvali hjá okknr.
Gúmmístígvjel, W.A.C. allar stærðir.
Olíustakkar
Olíukápur, gular og svartar.
Olíubuxur gular og svartar
Olíukápur síðar, svartar
Sjóhattar
Olíuermar
Fatapokar
Fatapokalásar
Trawldoppur
Trawlbuxur
Nankinsfatnaður allar stærðir
Kakífatnaður allar stærðir
Peysur bláar, fjölda tegundir
Færeyiskar peysur
Vinnuvetlingar, fjölda tegundir
Sjóvetlingar
Vattteppi
Ullarteppi
Madressur
Nærfatnaður, fjölda tegundir
Ullarsokkar, fjölda tegundir
Hrosshárstátiljur
Trjeskóstígvjel
do. fóðruð
Klossar
do. fóðraðir.
Strigaskyrtur
Kakískyi'tur
Ullartreflar
Úlnliðakeðjur
Axlabönd
Enskar húfur
Kuldajakkar fóðraðir með lambskinni
Kuldahúfur (skinnhúfur)
Gúmmíkápur
Samfestingar brúnir og gráir
Kakísloppar
og margt margt fleira.
Veiðarfærauerslunin „0EY8IR“.
Sími 1350 (3 línur).
hans í flokki kommúnista og sósí-
alista ganga vitandi vits til verks.
Þessum mönnum er það ljóst, að
því fleiri atvinnufyrirtæki ein-
staklinga, sem að velli eru lögð,
því nær stendur byltingin. Þess
vegna heimta þeir í sífellu nýjar
íálögur á þrautpínda og sligaSa
atvinnuvegi landsmanna.
En eru valdhafarnir og þeir
menn, sem á Alþingi sitja virki-
lega svo blindir, að þeir ekki sjái
hvert stefnir með þeim eigna-rán-
um, sem framkvæmd eru hjer í
skjóli skatta- og tollalaga?
Morgunblaðið er 8 síður í dag
og Lesbók.
Flugslys.
Hjá París var nýlega verið að
reyna flugvjel á skíðum. Tókst
henni vel að hef.ja sig til flugs,
en alt í éinu hrapaði liún og kóm
niður í þorpinu Antony, sem er
rjett fyrir sunnan París. Lenti lnin
þar á húsi og við áreksturinn varð
sprenging í bensíngeymi hennar.
Logandi bensínið flóði yfir húsið
og stóð það á svipstundu í björtu
báli. Fimm menn voru í því þegar
slysið varð og björguðust fjói’ir
út, en gömul kona brann inni.
Flugmaðurinn beið lika bana í eld-
inúm, en 21 maður af þeim, sem
komu til hjálpar og ætluðu að
slökkva, eldinn, brendust meira og
rninna.