Morgunblaðið - 29.01.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1933, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ lega skvldur erlendnm miðflokk- um. Eftir því sem Lloyd George lýs- ir sínum gamla og úrelta flokki, mun ekki síður nú en áður vera hægt, að draga samlíkingar milli hins breska flokks og hinnar ís- lensku eftirmyndar. Minningarathöfa. ' í nýkomnum erlendum blöðum er frá því skýrt, að norsku fje- lögin í Chicago hafi boðið Ifákoni Noregskonungi til þess að vera viðstaddur afhjúpim minnismerkis Leifs hepna er afhjúpað verður þar vestra í júní í sumar. Megum við íslendingar að sjálf- sögðu fagna þeirri virðíng allri, sem minnings hins íslenska forn- aldarkappa er sýnd. En því verður ekki neitað, að skuggi nokkur fellur á þá gleði vora. fi-á ýmsum þeim skrifum op athöfnum frænda vorra Aust- manna, er lýsa skoðun þeirri, að Leifs frægð sje þeirra þjóðfrægð. Verður fróðlegt að heyra hvern- ig þær tilfinningar verða túlkað- ai við hina miklu minningarat- höfn. í sömu Norðurlandablöðum og fregnin er um konungsboðið, er sagt frá því, að NorrænafjelAgið ætlí að gangast fyrir því, að sam- ræmd verði sögukensla í alþýðu- skólum allra Norðurlanda, svo sögukenslu þjóðanna gefi livergi tilefni til misskilnings, kala og misklíðar meðal Norðurlandabúa. Hefir fjelagið hjer tekið sjer fyrir hendur menningarstarf, sem við íslendingar ættum vissulega að fagna. Dutlungar. Þegar sósíalistar ræða um opin- beran rekstur togara, og ímynd- aða kosti þess, að ríki eða bær eigi framleiðslutækin er jafnan þetta viðkvæði, að meðan veiði- skipin sjeu eign einstakra manna, sje það „undir dutlungum eigend- anna komið“ hvort skipin fái að fara á veiðar, eða ekki. Ekki ber á öðru, en „dutlung- ar“ annara manna en eigenda geti stöðvað togara. Vikum saman hefir togarinn Otur nú legið á hinni nýju drátt- arbraut og ekki fengið nauðsyn- lega aðgerð, vegna þess að þar vantar lítilsháttar járnsmíði. Járn- smiðirnir hindra vinnuna. Eins er með togarann Ólaf, er misti skrúf- una. Vjelstjórar fengu að setja skrúfuna á, eftir dúk og disk. En togarinn var lýstur í bann. í Kennaraskólanum. Nemendur Kennaraskólans lafa beðið blaðið að birta fundarsam- þykt eða yfirlýsingu, sam gertí var á almennum nemendafundi um kenslu Sigurðar Einarssonar. Segja nemendur Jar m. a. að Sig- urður gæti hTatleysis við kensl- una, og noíi sjer ekki kennara- stöðuna ? flokksþágu. j>ar eð roaður þessi hefir utan kernarastarfsins sýnt sig svo of- jtopafullan í pólitískri þröngsýni, að jafnvel flokksbræður hans, sem eru ekki sjerlega feimnir að eðlis- fari, hafa lýst andstygð sinni á framkomu mannsins, verða menn að óreyndu máli að tortryggja. hann í kennarastarfinu, og hafa vakandi auga á, að þessi kennari sleppi ekki taum- haldi á sínum lökustu tilhneiging- En Hklegt er, að ekki síst rjett- sýni sjálfra nemenda skólans sje að þakka, að þessi pólitíski bullu- strokkur situr á strák sínum við kennarastar f ið. t Frú Guðrún Ragr.tieiður Snorradóttir Hinn 7, janúar s.l. Ijest að heim- il: sínu hjer í bænum, frú Guðrún Ragnheiður Snorradóttir. Hún var fædd 26. ,ágúst árið 1863, að Syðra Hóli í Kaupangssveit í Eyjafjarð- arsýslu. Foreldrar hennar Hall- dóra Randversdóttir og Snorri Snorrason járnsmiður. Þau bjuggu fyrst á Syðra-Hóli. Þaðan fluttust. þau kingað og búsettust á Sel- tjarnarnesi. Ung fór Gnðrún sál. frá foreldrum sínum að Mýrar- húsúm. Þar giftist hún fyrri manni sínum, Bjarna Sigurðssyni, er hún misti eftir þriggja ára sambúð. Eina dóttir, Sigríði, eignuðust þau í hjónabandi sínu, sem enn er á lífi, gift hjer. Eftir lát manns síns dvaldi hún um tíma í Engev- Þar kyntist hún seinni manni sínum, Benedikt Daníelssyni. Bjuggu þau saman í samfelt 40 ár. í seinna hjónabandi sínu eign- aðist hiin 4 börn, er öll komust upp, og urðu hin mannvænlegustu. Auk þess tóku. þau einn dreng til uppfósturs. Dóttur sína eina mistu þau fyrir þremur árum. Sonur og fóstúrsonur hafa ávalt dvalist, á heimili hinnar látnu. Með þyí að jeg vil teljs mig einn af viriúm hinnar látnu, get jeg ekki stilt mig um að minnast hennar dálítið nánar. Guðrún sál. var kona mjög myndarleg og sköruleg í allri framkomu þróttmikil, björt og sviphrein, og hjelt hún sjer vel til líkama og sálar fram á síðústu æfiár sín, þótt oft bljesi kalt í fangið. Guðrxin sál. var ein af þeim mörgu, sem verða að stríða hinni hörðu barát.tu í Hfinu. En sökum þreks síns, og þolinmæði veittist henni ljett að sigrast á. örðugleikunum. Ætíð og altaf var hún vakin og sofin yfir velferð Jieirailisins. og ávalt fann hún ein- hverja leið, þótt örðugt væri. Að koma sem gestur á heimili hennar, mun engum gleymast. Guðrún sál. var ein af okkar ramíslensku hús- freyjum; sem tók á móti gestum sínum með rausn og höfðingsskap. Og þótt oft, væri af litlu að taka, var sjálfsagt að deila bæði broðir og systir og vinum. Og kæmi ein- hver sem byrðar bar af ömurleik lífsins var líka sjálfsagt að styrkja hann í raunum hans. Því var eins Veiði- rjettnrinn. í Hvítá í Borgarfirði, tilheyrandi höfuðbólinu Hvítárvcllir, er til leigu á næstkomandi vori, ásamt tilheyrandi veiðiáhöldum Semja ber við Hannes Ólafsson, Hvítárvöllum, eða í síma 4304. og sagt er: „Bá er kom hryggur, fór aftur glaðúr“. Mjer virtist altaf það hafa mjög góð áhrif þegar maður var í þungu skapi, að vera í návist þessarar hughraustu, glöðu og kjarkmiklu lionu, og svo mun áreiðanlega hafa verið með fleiri sem kyntust henni. Og nú er þessi systir okkai1 farin burtu frá okkar mannlegu augum. En í hjárta okkar eru ,svo marg- ar og hlýjar endurminningar að þær verða sem sólargeislar, er þerra tár hinna syrgjandi ástvina. Svo þökkum við þjer fyrir öll þin blessunai’ríku og vel unnip störf. Blessuð sje minning þín. Vinur. Rannvelg ItnlbeinsJðttir. Daglega lesum vjer andláts- fregnir í blöðunum. Að jafnaði vekja þær athygli vora, um leið og þær njinna oss á vort eigið skapadægur, og stundum koma þær oss til að Hta um öxl og bregða Ijósi endurminninganna yf- ij liðinn tíma. Þannig fór mjer er jeg las and- látsfregn Rannveikar Kolbeins- dóttur, sem lauk jarðneskri æfi sinni i Hafnarfirði 21. þ. m. Ung og glæsileg stúlka elst upp í föðurranni, gáfuð og gjörvileg ber hún öll einkenni þess að heilla vænleg störf biði góðrar úrlausn- ar í höndum hennar. Umkringd er hón af ástvinum, sem ala með sjer Itinar fegurstu vonir um framtíð hennar. En skyndilega syrtir að. Á svip- stundu hverfur gleðin og vonar- ljósin slokkna. Unga stúlkan sýk- ist af megnri lömunarveiki, sem á stuttum tíma ræður niðurlögum heilsu hennar og líkamsþreks. Barátta hefst. Ægileg viðureign Vonar og kvíða, sem lýkur með fullum sigri kvíðans, að því er líkamsþróttinn snerti. Þannig eru í stuttu máli æfiatriði Rannveigar Kolbeinsdóttur, sem þessar Hnur eru helgaðar. En —- „þegar mát.tur mannsins dvín, miskunn DrottÍBH bjart.ast skín“. Helldsðlubirgðlr: Þakjárn nr. 24-6-10’ do - 26-7-10’ Sími: Eina - tveir - þrír - Ijórir. jScmtskfðtahreittffUtt Ututt íaugavej 34 ^únir 1300 avtk. Fullkomnar vjelar. Nýjnstu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk 10 ára reynsla. Þessi orð hlut.u staðfestingu allra þeirra, sem kyptust Rann- veigu. Kolbeinsdóttur, og sáu með eigin augiim hvernig hún bar hinú örðuga kross, sem á lienni hvíldi fullan aldarfjórðung. •Jeg liygg’ að fáura er sáu, gleym- )st hið frábæra þrek hennar og óbifanleg hugpvýði, liið glaða við- mót og innilega samúð sem henni var svo lagið að auðsýna vinum, sem til hennai' komu. A3 heimsækja Ranuveigu Kol- beinsdóttir var að standa augliti til auglitis við hugprúða hetju, sem um mátti segja: „Hvergi hræddur hjörs í þrá, hlífum klædd ur Drottni frá“. Slíkt er sjerhverjum manni lær- dómsríkt, enda fullyrði jeg að margur gekk frá sjúkrabeði Rann- veigar, styrktur í hugar og kunn- iigri æðstu verðmætnm lífsins. Seinustu 8 ár æfiunar dvaldi hún óslitið í sjúkrahúsi, ávalt rúmliggjandi og oft mikið þjáð. 1 sjúkrastofunni eru stundirnar hægfara. Dagarnir hver öðrum líkir. Urið á veggnum er oft hið eina sem rýfur þögnina, annað en veikindastunur sjúkra manna. — Tnnan þeirra vjebanda þrengir að, og mörgum hættir þá, við að missa sjónar á öllu öðru en eymdum og basli lífsins. En það gerði Rannveig aldrei. Andi hennar hóf sig upp yfir eymd og basl daglega lífsins. Hún bar jafnan höfuðið hátt og hún horfði ávalt hátt. Ekki dvaldi hún við eigin kjör nje taldi harma sína. Hún vorkendi öðrum, en hún vildi ekki lát,a vorkenna sjer. Sönn hetja hugsar heldur ekki fyrst og fremst um sjálfa sig, Jeg þekti Rannveign um ma.rgra ára skeið Jeg kyntist lífi hennar, starfi, hæfileikum, lunderni, og því betur, sem mjer gafst að skygnast inn í hennar -stórhuga sál, því sárari, því örðugri varð mjer spurningin: Hvers vegna fjekk hún, fiekk þjóðin hennar ekki að njóta hinna góðn og miklu hæfileika hennar? TJm nokkur ár hafði hún barna- kenslu á hendi, og reyndi þannig t.il að hafa ofan af fyrir sjer sjálf. Það er vissulega átakanlegt dæmi þess, hverju sjálfsbjörgunarþrá- i in fær til vegar komið. Hægt | átti hún þó ekki nm vik, jafn I iömuð og hún var. Þnrfti hún , ii jálp til að klæðast og afklæðast, ! en þegar búið var að setja hana á stólinn við borðendann, og börnin i sest umhverfis hana, bar ekki á 1 ; neinni lömum, allra síst andlegri, í því að Rannveig átti yfir að ráða I frábærum skilningi, og gat því j raanna best útskýrt fyrir öðrum. Rannveig var ljóðelsk og list- elsk Sönglistinni unni liún mjög j og var gædd góðri söngrödd. i í hópi vina sinna gat hún verið „hrókur alls fagnaðar“, orðhepp- in og gamansöm. Þrátt fyrir van- j heilan líkama, sem aldrei tók á heilum sjer, hreyfði sálin hennar heilum vængjnm, og var gleðin ! jafnan efst á baugi er vinafundum I bar saman. Það var að vísu eigi j liávær kæti, heldur kyrlát gleði I hinnar reyndu sálar, sem mótuð er og þroskuð i skóla þjáriinganna, og hefir lært þar til hlýtar að treysta Guði og „láta hverjum degi nægja sína þjáning“. Rannveig Kolbeinsdóttir fædd- ist 17. ágúst 1887, að Vestra-Mið- felli á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hennar voru Kolbeinn Þórðarson Þorsteinssonar að Leirá, og kona hans Láretta Þorvalds- dóttir, Böðvarssonar prests að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hún dvaldi fyrstu æfiárin með föðurömmu sinni, Rannveigu Kol- . beinsdóttur að Leirá, liinni ágæt- j ustu konu og hafði af henni ást- ríki mikið. Þeir, sem best kyntust Rann- veigu Kolbeinsdóttur bljóta að sakna hennar, þótt þeir fagni lausn hennar frá þrautnm og þján ingum. Vinirnir hennar fjær og nær, fela hana miskunn Drottins í von nm sæla endurfundi, þar sem „sjerhver rún er ráðin, og rauna- spurning er oss duldist hjer“. Guðrún Lárusdóttir. Einar maqnÚ55on fyrverandi kaupmaður á Patreksfirði. Ifann andaðist þann 14. þ. m. að heimili sínu Vatneyri við Pat- reksfjörð, tæpra 82 ára að aldri. Hann var fæddnr á Hamri í Múla- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.