Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.06.1933, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Það er ömurleg mynd, sem við sjáum þarna af íslensku tómlæti, ræktarleysi og andlegri visnun. Yei þeirri þjóð, sem er ræktar- laus við fornar minningar sínar, en þó um fram alt ef hún rækir ekki minningu sinna bestu manna og reynir að greiða vexti af þakk- arskuld sinni við þá. Hún er á hættulegri braut, hún er rótlaus og hún byggir hús sitt á sandi. Útvarpserindi heyrir ekki nema nokkur hluti þjóðarinnar, og af því að hjer er um að ræða mál, sem varðar hana alla, þá ætla jeg nú að segja frá tillögu Ólafs Björnssonar, úr því að ekki hafa aðrir orðið til þess. Hún er ofur einföld, eins og úrlausnir vanda- mála eru venjulega, þær er vel reynast. Hann leggur það til, að í hverri einustu sókn á landinu verði valin fimm manna nefnd, Hallgrímsnefnd, er hafi það hlut- verk að safna fje til kirkjunnar. Er svo að sjá, sem hann ætlist til að presturinn hafi forgöngu málsins, og skal jeg ekki leggja á móti því. Það er eðlilegast og reynist vonandi vel, enda þótt mjer sje kunnugt um þann sorg- lega og ótrúlega sannleik að til eru þeir prestar, sem alls engan áhuga hafa á þessu máli, hafa engin skilning á því og virðast alls ekkert vilja 'á sig leggja fyrir það. En þeir eru væntanlega hreinar undantekningar. Hann vill gera það að reglu, að í hverri nefnd sjeu bæði karlar og konur telur æskilegt að konur sjeu í meiri hluta. Alment' dýrka jeg ekki kvennavald í opinberum málum, en í þessu tilfelli er jeg tillögumanni þó svo eindregið sammála að 'á þetta atriði mundi jeg blátt áfram vilja leggja á- herslu. Hjer er verkefni sem góð- um konum sæmir að láta til sín taka, sem jeg veit að þær vilja sinna og er sannfærður um að þær munu yfirleitt rækja með meiri kostgæfni og betra árangri en karlmenn. Pjárframlögin, sem Ólafur fer fram á, eru ekki gífurleg. Iíann bendir á það, að ef hvert heimili á landinu vildi nú í þrjú ár leggja fram sem svaraði 10 aur- um á heimilsmann á ári, þá væri þar með fengið það fje, sem á vantar að unt sje að hefjast handa til þess að reisa þá kirkju, sem þjóðin þvrfti ekki að blygðast sín fyrir. Spurningin er nti aðeins sú, hvort menn fáist til að láta af hendi rakna þessa -30 aura, sem greiðast mega á þrem árum. Þeirri spurningu er jeg ekki bærari að svara en aðrir, en sjálfur efast, jeg ekki um það. Viljan einn er um að ræða., því til allrar ham- ingju er ekki til á íslandi svo snautt heimili að 10 aurar á mann sjeu því tilfinnanleg út- gjöld. Einhver kann að segja, að það verði trúaða fólkið eitt, sem þetta geri; í hinum vantrúuðu eígi Hallgrímur Pjetursson engin ítök, og þeir sjeu margir. Þetta er ekki rjett. Orð Hallgríms hafa í sjer falinn þann töframátt and- ríks sannleika og speki, sem smýgur dýpra en nokkur trúar- játning og tekur margan þann enginn sem mig þekkir mundi svo ómarkglöggur að hann drægi mig annað en í vantrúardilkinn, en eigi að síður eru þó sálmar Hallgríms á meðal þess, sem jeg ann mest, og því er minning hans mjer einnig kærari en svo að jeg hafi orð til áð lýsa. Líkt mun vera um fleiri týnda sauði. Það er alls ekki vantrúin sjálf, sem jeg óttast að sjái eftir tíeyringn um, en annað kann að gera það. Eitt hið átakanlegasta skáldrit sem til er, nefnist „Dauðar sálir“, og jeg býst við að margir les- enda minna hafi einhvern tíma á lífsleið sinni hitt fyrir lif- andi líkami, sem virtust geyma dauðar eða líflitlar sálir. Víst er um það, að sjálfur hefir Hall grímur rekið sig á eitthvað þessu líkt, því oftar en einu sinni víkur hann að því í sálmum sínum, eins og t. d. þegar hann segir: „Sálin í brjósti sofnuð sýnist að mestu dauð.“ Hvað sem líður ítalska málshættinum, sem segir að á síð- ustu kápunni okkar verði engir vasar, óttast jeg að þeir, sem fjenu eiga að safna, kunni að reka sig á dauðar sálir, sem jafn vel í þessu tilfelli kreppi hnefann um tíevringinn. „Guð er ekki guð dauðra, heldur lifenda“ og það sem lífvana er, getur jafnvel ekki andríki Hallgríms snortið. En varla held jeg að þeir hrafnar verði svo margir að ekki gerist einhverjir til þess að borga fyrir og þá, svo að áætlunin standist eftir sem áður. Blöðin hafa ekki ótakmarkað rúm og jeg ætla því að leiða hjá mjer frekari greinargerð fyrir hug 11 mynd Ólafs. En það er jeg viss um að í framkvæmd kemst hún, og þegar nú loks málið kemst, á skipulega rás, þá held jeg að fleira falli til en tíeyringurinn. „1 heiðn- um og helgum sig, á horfnri og val nýrri öld“ hafa allar þjóðir haft trú á áheitum. Um þá trú mega menn deila ef þeir vilja, jeg ætla engan þátt að taka þar í. En ef menn hafa trú á áheitum eða vilja reyna þau, ætli Hallgrímskirkjan væri þá ósigurvænlegri en annað? Þeim sem á annað borð hafa nokk- urn skilning á þessu málþ skilst það fullvel. að hjer er um annað og meira að ræða en hús það, sem rísa á í Saurbæ og nefnast Hall- ?rímskirkja. Hversu veglegt sem bað hús kann að verða, þá verð- ur það þó fyrst og fremst hið sýnilega tákn hins sem er aðal- atriðið og ósýnilegt. Meginatriðið er að láta í Ijósi meira en „tveggja alda gróna ástarþökk" þjóðarinnar til síns besta manns með því að veita hvatningu og stuðning til þess, að áfram verði haldið því starfi sem hann vann, svo að þjóð- in megi „þroskast á guðsríkis braut“ meðal fólk af norrænum kynstofni heyir lífsbaráttu sína í þessu kalda og hrjóstruga landi. Vera má að hin ágæta hugmynd ura árfega kirkjuhátíð í Saurbæ til minningar um Hallgrím verði þessu fjársöfnunarmáli að nokk- i'.rum styrk, en mest hygg jeg að sá styrkur komi fram óbeinlínis. Hiuu get jeg trúað, að þau há- tíðahöld kunni að verða kirkju- legri starfsemi í landinu til meira má hann því vel una. Þann kalla jeg gæfumann, sem fær það hlutskifti að gera fagr- ar hugsjónir að veruleika, og jeg er sannfærður um að með tillögu sinni hefir Ólafur Björnsson loks bent á greiðfæra leið til lausnar þessu máli. Enginn, sem til hans þekkir, mun vantreysta honum að fylgja því nú fram til sigurs, <>■ samverkamenn mun hann finna vo vítt sem bygðir ná á íslandi. Sn. J. ir. Frasier. hugfanginn, sem kennisetningar gagns þegar fram í sækir heldur guðfræðinnar láta ósnortinn. — | en tillögumanninn hefir órað fyrir Þannig er það (svo að jeg taki, þegar hann fyrst ljet uppskátt um það dæmið sem næst liggur), að hugmynd sína. Pari þetta svo, þá Þriöja febrúar síðastliðinn barst hingaS skeyti frá Ameríku, um það, að Jenný Þóra Jónsdóttir, Frasier hafi látist daginn áður. Skeytið sendi frú Jakobína Jóns- dóttir, skáldkona, í Seattle, fjöl- skyldu hinnar látnu. Jenný Þóra Jónsdóttir var dótt- frú Arndísar Þorsteinsdóttur, systur liinna þektu Þorsteinssona, síra Bjarna á Siglufirði, Halldó'rs Háteigi og Þorsteins í Þórs- hamri. Jón Jónsson, faðir Jenný- ar, var ættaður af Álftanesi. Hann ek'pstjóri' á fiskiskipi og lagði iit hjeðan í apríl árið 1900, en kom aldrei aftur. Skipið hefir að sjálfsögðu farist, en ,hvar eða hvernig það atvikaðist er engum ljóst. Heilt ár var frú Arndís milli vonar og ótta. Ýmsir hjeldu að mennirnir kynnu að hafa kom- ist í útlent skip og bjargast þann- ig, þó skip þeirra hefði farist og myndu þá dg þegar koma heim. Svo fór þó eigi. 14. desember árið 1900 fæddist Jenný. Eðlilega bar heilsa bamsins ótvíræðan vott um sálarkvalir móðurinnar um þær mundir. Guðný hjúkrunarkona, gift síra Sigurði Einárssyni, lærði hjúkrun á sjúkrahúsi í New York, og því var það að Jennýu langaði til að freista gæfunnar og fara þang- að til systur sinnar. Seytján ára byrjaði hún að ”:nna fyrir sjer í óþektu landi lijá ókunnu fólki. En frábærar gáfur og yndisþokki hennar, sem engum duldist er henni kvntist, gerðu það að verkum, að híin fekk brátt stöðu á skrifstofu í stóru líftryggingarfjelagi í New Yrok, og stundaöi hún nám jafn- framt í frístundum sínum. Vorið 1925 giftist hún manni að nafni Frasier, og fluttust þau til Se- attle. Samvera þeirra var ekki löng, því vorið 1926 veikt.ist Jenný af sjúkdómi þeim, sem hana dró til bana. Eftir það varð sjúkra húsið heimili hennar lengst af. Sagt er að læknar og hjúkrunar- konur á sjúkrahúsinu hafi mjög dáðst að þreki og þolgæði henn- ar í þessari löngu legu. Lífsgleði og innri ró og friður voru megin þættir Mfs hennar þessi mörgu sjiikdómsár. Lífsskoðun hennar er best lýst með hennar eigin orð- um í brjefi, sem. hún skrifaði þeirri, sem þessar línur ritar, 10. janúar síðastliðinn: „Það er alt gott af mjer að frjetta eins og vant er. Jeg er að smá læra og •kilja betur, hvað dýrmætur minn skóli er. Lifið er fult af tækifær- um, og því meiri sem erfiðleikarn- ir eru, þess betri tækifæri. Dag- lega sköpum vjer framtíðarforlög vor, og að því starfa jeg nú. Það gerir mig svo hamingjusama“. Hvílík orð skrifuð af konu, sem var sjer þess meðvitandi að um- skiftin voru í nánd! Oll br jef hennar voru í þessum anda. Prú Jakobína Johnson skrifar um kveðjuathöfn, sem höfð var á sjúkrahúsinu 7. febrúar, daginn áður en likbrenslan fór fram, að viðstöddum allstórum hóp íslend- inga frá Seattle: „Fyrst las síra Albert Kristjánsson kafla úr ,Gíta‘. Síðan söng Gunnar Matthíasson „Drottinn vakir“, eftir Sig. Kristó fer Pjetursson. Þá flutti sira Al- bert framúrskarandi góða ræðu. Síðan bar jeg fram þakkarorð, sem sú látna bað mig fyrir, og svo ™ Gunnar „Rósin“. Þá lauk athöfninni með stuttri bæn, Blóm frá vinum hjer prýddu, og sló fögrum ljósbjarma yfir andlitið, (kistan hefir verið opin), sem var frítt og gáfulegt alt 1 gegn“. Allir ættingjar og vinir Jenný- ar samgleðjast henni. Hafi hún .verið hamingjusöm á banabeði, er hún það vissulega i enn ríkara mæli nú. Tslendingarnir í Seattle gerðu umhyggju sína fyrir Jennýu ekki endasleppa. Þökk og heiður sje þeim fyrir það. H. Á. Funöargjörð. Knapinn. Jeg heilsa þjer einasta einum, þii útvaldi mera caud. phil. Þú kemur á kostunum hreinum, við kómum, þeir gömlu, í bíl. Þú ort sólskin og sætur í hófi og saklaust þitt kappreiðatár; það skellur hjá sumum í skúrum full skarpt, hjer við Elliðaár. Nú heldurðu heim eins og engill og hratt yfir veginn þig ber. Hann verður þess vakrari, hann Þengill, som vinið fer betur í þjer. Svo kyssir hún Kata þig heima, hún ltveið dálítið fyrir þjer samt, ekki frítt, væri farið að dreyma að þú færir of langt — eða skamt. Hún veit ekki ’ um koss, sem þú kystir sem kærleikans gróandi vott, en elskar þig eins og þig lystir og alt er svo fagurt og gott. Sigmrður Sigtirðsson, frá Arnarholti. Þefir, sem kaupa trúlofunarhrinffa hjá SÍKurhór verða altaf ánægðir. Hið góðkunna vísnaskáld ,Zeta‘j. er velur sjer jafnan yrkisefni úr bæjarlífinu, hefir ekki lengi látið til sín heyra, þangað til hann hjer um daginn, að því er liann sjálfur sagði, fann þessa „fundargerð'1 a bak við eyrað. Um messutímann mættu flestir á miðri götu í vorri borg. Heimamenn og heldri gestir á húsþök, skúra’ og tunnur sestir. í engum stað sást örla á sorg. Var eins og menn væru hrestir á veigamiklum sopum. — Stefán miðlar dæmalausuna: dropum. — Pyrst var langur sálmur sunginn um sjálfan Hitler — lausnarann. — Hann var eldi’ og ógnum þrunginn. Innri tók að magnast þunginn. Ur augum flestra eldur brann. Einhver hreyfing út var sprungin,. ei ber því að neita. Þjóðarvakning, — það mátti nú heita. — Lengri Gísli í stólinn stígur, starði á hópinn þjett og hvast. Böddin hvell Um hvolfin smýgur, hnefinn út í bláinn flýgur. —ITattinum mínum hjelt jeg fast. Oft fær sá er engu lýgur aðkast heimsins barna. — Gísla veittust þakkir miklar- þarna. — Næstur styttri Gísli gengur gleiður ræðustólnum að. Bláa augað lafði ei lengur. Líklega er hann besti drengur og Hitlers sinni’, — en hvað um það? — Mjúkur eins og eltiþvengur . andi’ af þýsku tæi, vel frímerktur var — og alt í lagL Ötal fleiri orðið fluttu, einn var Páll, og nokkur börn. Ut úr hópnum ýmsir spruttu, af ákafanum nærri duttu, og „möluðu sinni kjaftakvörn' ‘. í andartaki æði stuttu endurreisn og fleira fengu þeir, sem þurftu ekki meira. Af hattinum jeg hendi slepti hræddur mjög, en sló þó til. Engan framar arnsúg hrepti. Enginn Gísli hnefann krepti. Algert logn eða’ um það bil. Pjöldinn sínum hnöppum hnepti og Hitler blessa náði að Gíslinga og góðra manna ráðí. Þvínæst lokasálminn sungu sálirnar af klökkri þrá. Pór hann vel af flestra tungu, fáir nema Gísli sprungu — ekki Gúmm — nei, — af og frá. Þau eru góð hin þýsku lungu, þar sem nóg er vitið. — Sendisveinar flúnir. — Pundl slitið. —- Þjóð mín rís úr rökkurdvala við rauðan fána’ og hakakross. Út við striind og upp til dala (á öðrum hverjum beljuhala) merki þessi mæta oss. Það er ekkert um að fala, hjer eru tveir í ráðum, Stalin, og svo Hitler, — lieill sje báðum. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.