Morgunblaðið - 24.09.1933, Page 8
8
N b
M
VeraiæUan:
Matarstell 7 teg. 6 m. frá 17.50
Matarstell 6 teg. 12 m. frá 30.00
Kaffistell 28 teg. 6 m. frá 10.00
Kaffistell 19 teg. 12 m. frá 16.50
Avaxtastell 26 teg. 6 m. frá 3.75
Ávaxtastell 18 teg. 12 m. frá 6.75
Mjólkurkönnur ótal teg. frá 0.60
Sykursett margar teg. frá 1-35
Diskar afar margar teg. frá 0.30
Kökudiskar ýmiskonar frá 0.50
Skálar margskonar frá 0.25
Bollapör 44 teg. postulín frá 0.50
Borðhnífar ryðfríir frá 0.80
Skeiðar og Gafflar 2ja turna 1.85
Skeiðar og Gafflar ryðfrítt 1.00
Dömudtöskur ekta leður frá Ö-50
Yekjaraklukkur ágætar frá 5.00
Aldrei hefir úrvalið hjá okkur
verið eins mikið og nú eða verðið
eins lágt.
I Bnu & HiliBif
Bankastræti 11.
Tii Biurevraí
alla mánudaga, þriðjudaga, fimtu
daga og föstudaga. Afgreiðsluna
Reykjavík hefir Aðalstöðin. Sím
1383.
Slfreiðastðð Hkurevtar.
Sími 9.
Lifurog hjörtu.
KLEIN.
Baldursgötu 14. Sími 3073.
Hin aukna sala á
Rósol-tauBkremi,
sannar, að það eru fleiri og fleiri,
sem læra að meta gæði þess.
H.f. Efnagerð Reykjavíkur
kemisk-teknisk verksmiðja.
Fljótshliðar -
rjsttir
eru á þriðjudaginn.
Sætaferðir frá
Aðalstððinni
Sími 1383.
Sjálfum sjer líkir eru þeir
jafnan skriffinnar Tímans. — Nú
telja þeir, að Magnús Guðmunds-
'son dómsmálaráðherra hafi mis-
boðið sjálfstæði landsins með því
að bera það undir þýsku stjórnina
hvort höfða skyldi mál gegn kom-
múnistum þeim, sem svívirtu
stjórnarfánann þýska við bústað
þýska konsúlsins á Siglufirði í
sumar- Annað hvort er, að Tíma-
menn vita ekki, að það er beint
fyrirskipað í lögum (sjá 85. gr.
hgnl.) að eigi skuli höfða mál út
af slíkum afbrotum nema stjóm
sú, sem í hlut á, krefjist þess,
ellegar þá hitt, að þeir álíti sjálf-
sagt, að núverandi dómsmálaráð-
herra fari að eins og fyrirrennari
hans frá Hriflu gerði, að virða lög
landsins vettugi. En hvað sem
Tíminn segir um þetta, mun nú-
verandi dómsmálaráðherra halda
sjer að fyrirskipunum landsins
laga um framltvæmdir sínar.
Spyrðubandið. Tíminn skýrir frá
því, að nýlega hafi verið stofnað
„Framsóknarfjelag“ í Snæfells-
og Hnappadalssýslu og að for-
maður þess sje Jón Steingrímsson
sýslumaðim, sem hefir verið og er
sósíalisti. Þetta sýnir að enn held-
ur spyrðubandið milli Hriflunga
og sósíalista.
Bvrd leggur af stað frá Boston
25. sept. Byrd sjóliðsforingi hefir
í hyggju að leggja af stað í Suður-
Pólarleiðangurinn 25. sept. 70
menn taka þátt í leiðangrinum.
Hafa þeir meðferðis flugvjel, sem
fer 250 lcm. á klst. Var hún hygð
sjerstaklega fyrir leiðangur þenn-
an. —
35
Getur bð fyrlrgefið?
hverju jeg mátti eiga von. Ljósið
skein á bak við eina hauskúpuna
— en hinar glottu á móti mjer —
og kolsvart tjaldið á bak við. —
Það var þó ástæða til að finnast
sviðið dálítið óviðfeldið, ekki
satt ?“
,,Ef til vill“, samsinti hann. „En
þegar þjer nú bráðum sjáið inn-
tektir yðar aukast um helming —
þá er það að þakka uppfinningu
minni um aukna næringu fyrir
taugarnar — og þá munuð þjer
fyrirgefa mjer.“
í þessu kom bíllinn. Hann hjálp-
aðj henni upp í.
„Komið þjer svo bráðum aftur
til að borða hjá okkur?“
Hann hristi höfuðið.
„Nei, þakka yður fyrir- Jeg
hefi leið á samkvæmum. Jeg vil
heldur koma þegar þjer eruð
einar“.
Hún hugsaði sig um stundar-
korn.
„Jæja, þá getið þjer símað þeg-
ar þjer viljið koma“, og hún hall-
aði sjer aftur á bak í sætinu og
ók burt.
Samúel yngri, sem hafði beðið
í móttökuherberginu var nú vísað
inn í dagstofuna. Hann litaðist um
með sýnilegum áhuga. Honum
fanst sjer hafa verið sýnd óþarf-
lega mikil virðing af verslunar-
eigandanum síðustu vikurnar, og
ákvað því með sjálfum sjer að
viðhafa nokkuð öðru vísi tón.
„Hæ, hæ“, hrópaði hann og leit
á teborðið.
„Þetta er allra snotrasta pipar-
sveinaíbúð, sem þjer hafið fengið
hjer. —- — Te fyrir tvo — ker
með gulum rósum, og kökur, og
meira að segja mjög góðar kök-
ur“, hjelt hann áfram, og fekk
sjer eina.
„Slikt sjer m-aður ekki hinum
megin á svæðinu — eða hvað“.
Paule svaraði ekki, en tók sjer
vindling, og ýtti öskjunni yfir til
rkt þvoiHu ef n i
Heiðraða húsmóðir!
Hversvegna nota önnur þvottaefni, þegar að
til er þvottaefni, sem sameinar alla kostii —
sem er ódýrt, fljótvirkt og hlífir bæði höndun-
um og þvottinum?
Það heitir FLIK-FLAK — það þvær fljótt og
rækilega. Bff
Þegar þvotturinn hefir soðið stundarfjórðung
eru öll óhreinindi horfin og eftir er aðeins að
skola þvottinn — og svo eruð þjer búnar.
Auðveldara getur það ekki verið. — Og ekk-
ert þvoítaefni gtur gert það betur. Sparið tíma
og peninga. Látið FLIK-FLAK hjálpa yður með-
erfiði þvottadagsins.
Heildsölubirgðir hjá
I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN.
gestsins.
„Getið þjer giskað á hversvegna
jeg er kominn hingað?“ hjelt
hann áfram. Það er þetta styrktar-
meðal sem þjer gáfuð pahba —
það gerði hann alveg að nýjum
manni. Honum bragðaðist matur-
inn ágætlega — meira að segja
reykti liann vindil á eftir — og
það er nokkuð sem hann hefir
ekki gert í heilt ár. Honum leið
vel allan seinni hluta dagsins, eíi
varð svo syfjaður eins og þjer
sögðnð að hann mnndi verða Nú
langar hann að vita hvort hann
getur ekki fengið uppskriftina“.
Paule hristi höfuðið. „Mjer þyk-
ir það mjög leitt — en það getnr
hann ekki fengið“.
„Hvað er þetta“, mótmælti Sam-
úel.
„Hvers vegna ekki? Það þarf
ekkert skrautlegt vörumerki, eða
þess háttar, slíkt gerir ekkert'.
„Það er heldur ekki ástæðan“,
sagði Paule. Þetta er óþekt örfun-
armeðal, sem almennir efnafræð-
ingar geta ekki búið til. Jeg nota
í það efni, sem undir vissum á-
stæðum getur verið hættulegt".
„Búið þjer þá bara til eina
inntöku fyrir hann — jeg verð að
geta friðað hann einhvem veg-
inn“.
„Jeg vil heldur komast hjá því“
sagði Paule. „Þessi óþekti, örfandi
drykkur, er hættulegur þó hann
sjo tekinn einu sinni — en í hvert
sinn þar á eftir, getur fylgt
því hætta, einkum ef hjartað er
ekki sterkt“.
„Nú, jæja. Þjer hljótið að vita
það best sjálfir“, sagði Samuel
hikandi. „En vitið þjer hvað þjer
gætuð gert fyrir mig, Panle, ef
þjer vilduð, hjartað í mjer er eins
sterkt og í uxa, en finnið þjer
bara slagæðina“.
Paule gjörði það, og varð mjög
undrandi.
„Jeg hjelt áð þjer værað í
Brighton hjá fiiður yðar“.
„Það er jeg líka“, sagði Samuel.
„En hann fer að hátta klukkan
níu, og í gærkvöldi fór jeg til
höfuðstaðarins til þess að fá mjer
í staupinu og dansa ofurlítið. Jeg
kom heim ldukkan fimm i morg-
un. Jeg á að borða kvöldverð hjá
hans hátign, Joseph frænda — og
það er hátíðleg athöfn — enda-
laus dýrð. Nú sjáið þjer sjálfir
í hvaða ástandi jeg er. Mjer datt
fyrst í hug að fara til kunningja
míns, sem er efnafræðingur, en
jeg vil þó heldur að þjer gefið
mjer. eitthvað'.
Paule kinkaði kolli.
„Eruð þjer syfjaðir?“ spurði
hann.
„Jeg hefi ekki beint verið syfj-
aður, þó er jeg það ef til vill. En
jeg er búinn að taka fjóra „Asp-
erin“-skamta, og jeg hefi ógnr-
legan höfuðverk“.
„Setjist snöggvast í þennan
stól“, sagði Paule, „svo skal jeg
blanda eitthvað handa yður í
skyndi- Það mun ekki skaða yður
neitt“, hjelt hann áfram meðan
hann stóð og athugaði gest sinn,
„þó þjer gætuð sofið augnablik.
Svefninn færði taugum yðar
hvíld“.
Samuel rjetti höndina út eftir1
glasinu, saup úr þvi, og skyndi-
lega sat hann þráðheinn í stólnuml
„En hvað er þetta?“ lirópaði
hann. „Jeg hefi þó ekki sofnað?“
Paule ypti öxlum.
„Þjer hafið kannske aðeins
gleymt yður á meðan jeg setti
glösin frá mjer“, sagði hann. —
„Hvernig líður yður núna?“
„Jeg er dálítið undarlegur, en
alt öðru vísi en jeg var‘, sagði
Samuel, og stóð upp. „Herra minn
trúr! Fyrst svimaði mig, en það
batnar sjálfsagt strax. Þakka yð-
ur fyrir, Paule. Yerst að jeg gat
ekkert fengið handa pabba. Nú
líður mjer hetur. En sá árans
fjöldi af bókum sem þjer hafið,
maður“ sagði hann, þegar hann
leit til haka frá dyrunum- „Yerið
þjer sælir kunnin gi“.
Meiislar
afnrðir
seldar í umboðssölu,
Albert Obenhaupt.
Hamburg 37, Klosterallee 49u
Símnefni: Sykur.
Hár
Hefi altaf fyrirliggjandi hár við»
íslensan búning.
Verð við allra hæfi.
Veril. GoHifoss.
Laugaveg 5. Sími 3436,-
HOTEL ROSENHRHHTS
BERGEN.
Centralt beliggende
ved Tyskebrygg-en.
Værelser m. varmt
og koldt vann, tele-
fon og bad.
Rimelige priser.