Morgunblaðið - 08.10.1933, Síða 11

Morgunblaðið - 08.10.1933, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ Karlmanna- Unglinga- osr Drensfia- Fermingar- Skóla- Ferming ar sky rtur. Hvítar slaufur. Enskar húfur, stórt úrval. Fötin vel sniðin og nýjasta tíska. flsg. G. iunniaugsson S Co. Verðiœkhun. Molasykur 30 au. % kg. Strau- sykur 25 au. y2 kg. Sveskjur 75 au. y2 kg. Rúsínur, 75 au. % kg. Epli, þurkuð, 1,50 y2 kg. Apri- kósur 2,00 y2 kg. Komvörur og — Búsáhöld með lægsta verði í bænum. Yersina Símsnar Jiossonar Laugaveg 33. Sími 3221. Nokkur búsund krónur gegn góðri tryggingu, lána jeg þeim, sem útvegar mjer atvinnu. Tilboð um atvinnugrein, kaup o. fi. sendist A. S. í. fyrir 12. þessa mán. merkt: „Atvinna“. Verðlækkun enn. Sjálfblekungar með 14 karat gullpenna á 5.00 Sjálfblekunga með ágætum glerpenna á 3.00 Skrúfblýantar ágætir á 0.75 Bridge skrúfblýantar á 1.00 Spil, stór, ágæt, gylt á 0.60 Borðhnífar ryðfríir frá 0.75 Vatnsglös frá 0.25 Ávalt óýrast hjá i. Eim Bankastræti 11. Því nota þeir, sem ætíð biðja um það besta, og mesta þekkingu hafa á vörum til bökunar, ávalt Lillu-bökunardropa Af því þeir reynast bestir og drýgstir. Elly I* *orláksson, Itnnkastr. 111 . Frk. Hrafnhildur Thors, Laug-. 70 — Milly Sigur.tSsson, SuÖurg. 12 — Sigríður Sætersmoen, Garðastr. 39 Stefán ISjarnason, Galtafelli: Elís O. Guðmundss., c.o. Mjólkurfjel. Hávarður Valdimarsson, co Liverpool Árni Snævar, cand. ing., Vesturg. Sisr. Skúlason, niag'ister: Sig. Birkis, söngkennari • Einar Jónsson, verkstj., c.o. Félagspr. Þorleifur Gunnarsson, bóbandsmeistari Dfdf Kjertilf: Haukur Claessen Frk. Helga Claessen Addi Claessen Guöni. Ganmlielsson, I.íekjarg. 6A: Frú María Guðmundsd., Bergst.str. 6 — Kristrún Jósefsd., Lækjarg. 6A — Kristín Guðmundsd., Gróðrarstöð 3Iorit* V, Ólafsson: Síra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur Jón J. Auðuns, Hafnarskr. Ól. B. Björnsson, kaupm., Akranes Vegna rúsleysis í blaðinu urðu mjög margar áskoranir, sem fram voru komnar í gær, að bíða og koma þær í næsta blaði. Söngskemtun Pjeturs Jónssonar. Pjetur Jónsson ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur. Söngskráin á fimtu- dagskvöldið bar þetta með sjer. Flest viðfangsefnin voru hvert öðru stórfeldara og erfiðara. Söngskráin endaði á Romerzáhl- ung úr óperunni Tannháuser, einhverjum erfiðasta söngbálk, sem tenorsöngvara er fenginn, til meðférðar. Eftir að hafa sungið 6 stórar aríur úr ýrr um óperum auk nokkurra ann- ara auðveldari sönglaga, mundu flestir söngvarar hafa hliðrað sjer við að klykkja út með þessu volduga söngverki. En Pjetur er þannig gerður, að hann fær- ist í aukana við erfiðleikana. — í>að er í honum einhver forn- norrænn hetjumóður, sem vafa- laust hefir átt sinn ríka þátt í vinsældum hans, sem Wagners- söngvara. Hann gengur að söng leiknum gunnreifur eins og hann færi til vopnaþings. Hann er hvorki ísmeygilegur nje við- kvæmur, því síður væminn. Það er einarðlegur, karlmannlegur þróttur, sem einkennir söng hans öllu öðru fremur. Á söngskemtun hans á fimtu dagskvöldið komu öll bestu einkenni hans í ljós. Húsið var nálega fullskipað og auðheyrt á undirtektunum að menn kunnu að meta söngvarann. Emil Thoroddsen' Ijek undir og leysti hlutverk sitt prýðilega af hendi. Munu flestir þeir, sem voru í Gamla Bíó á fimtudagskvöld- ið óska þess, að Pjetur Jónsson láti bráðlega til sín heyra að nýju. Cis. Blindraskólinn Fyrsti blindraskóli á íslandi, var settur föstudaginn 6. þ. m. kl. 10 árdegis í samkomusal Elliheimilisins. — Formaður Blindravinafjelags Islands, Sig- urður Sivertsen prófessor, setti skólann. Skýrði hann frá tiMrög um og undirbúningi að stofnun hans, Iýsti þörfinni á blindra- skóla hjer á landi og gerði grein fyrir gildi skólamentun- ar fyrir blinda menn alment. Því næst talaði kenslukona skól- ans, ungfrú Ragnheiður Kjart- ansdóttir, og sagði frá ýmsu frá dvöl sinni á blindraskólum er- lendis. í skólanum eru 4 börn, 2 stúlkur, önnur 16 en hin 10 ára, og 2 piltar, 15 og 13 ára. Eitt barnið er úr Reykjavík, en hin utan af landi, úr Rangárvalla- sýslu, Snæfellsnessýslu og frá Akureyri, og eru þau í heima- vist á Elliheimilinu. Sennilegt er, að einhverjir bætist síðar við fulltíða men|n blindir, er læra vilja að hagnýta sjer blindraletur. Vinnustofa fyrir blinda menn á öllum aldri verður mjög bráð- lega opnuð í sambandi við blindraskólann og er hún einn- ig 1 Elliheimilinu. Hefir Stræt- isvagnafjelag Reykjavíkur sýnt Blindravinafjelagi íslands þá velvild, að taka að sjer að flytja alla þá blinda menn, er til vinnustofunnar sækja, ókeypis fram og aftur með vögnum sín- um. (F.B.). Væringjar Annar fyrirlestur dr. Sigfúsar Blöndals. Síðari fyrirlestur dr. Sigfúsar Blöndals bókavarðar um Vær- ingjalíf í Miklagarði fjallaði mestmegnis um Harald konung harðráða og dvöl hans þar syðra í þjónustu stólkonungs- ins. Gerði dr. S. Bl. grein fyrir frásögnum grískra sagnaritara um Harald og Væringja hans, og kemur sú saga furðuvel heim við íslenskar sagnir um þetta efni. Meðal annars las dr. S. Bl. upp kafla úr grísku riti, þar sem getið er Haralds og sumra hreystiverka hans, og greint frá því, að hann væri bróðir Ólafs Noregskonungs. Að lokum sýndi dr. S. Bl. margar myndir úr Miklagarði, af mönnum, bygg- ingum, götum og listaverkum og til samanburðar myndir af íslenskum vefnaði, þar sem greinileg eru áhrif af bysantisk- um stíl. Dr. Blöndal taldi þó, að aðrir en Væringjar myndu hafa átt drýgstan þátt í því, að flytja grísk menningaráhrif til Norðurlanda, því að þeir myndu flestir hafa borið beinin þar syðra, en fáir einir átt aftur- kvæmt í átthagana. Á morgun kl. 6 flytur dr. Blöndal í Kaupþingssalnum fyrsta fyrirlestur sinn (af þrem) um pílagrímsferðir Islend- inga til rómönsku landanna á miðöldunum. Dagbók. I. O. O.F.3 — 1151098 = 8V* I. Edda □ 593310107—1. Atkv. Veðrið í gær: Suður af Reykja- nesi er allstór lægð, sem hreyfist A-eftir og veldur hvassri A-átt og dálítilli rigningu við S-strönd íslands. í öðrum landshlutum er NA-gola o g víðast þurt veður. Hiti frá 0—4 st. Suðaustanlands mun verða nokkur úrkoma í nótt en ljettir líklega til á morgun. Veðurútlit í dag: Stinnings- kaldi á NA. Úrkomulaust. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 15.00 Miðdegisútvarp. 11 Víking-haf r amj öl í 1/1 og 1/2 kg. pökkum. Gerana-bygggrfón í 1/1, 1/2 og 1/4 kg. pökkum, er hreinn, ódýr og heilnæmur matur, ráðlagður af læknum- — §imi 1-2-3-4. Saltkjöt. Eins og undanfarin haust fáum við valið dilkakjöt bæði í hálfum og héilum tunnum. Kjötið kemur hingað um miðjan þennan mánuð. — Sendið pantanir sem fyrst. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400. SSiatíœglieijbiainkur Sztmsk fútaörcittsttii litutt 34 «£úbís Í300 Jtejjktaatk. Fullkomnar vjelar. Nýjustn og hestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. 15.30 Kvikmyndin „Tákn kross- (Ragnar Kvaran). 17.00 íns . Messa í fríkirkjunni. (Síra Árni Sigurðsson). 18.45 Barnatími. (Arn grímur Kristjánsson). 19.10 Veður- fregnir. 19.20 Tilkynningar. Tón- leikar. 19.35 Óákveðið. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Fiðlu- sóló (Einar Sigfússon). 20,20 Erindi frá Væringjum, I. (Dr. Sigfús Blöndal). 21.00 Frjettir. 21.30 Grammófóntónleikar: Nýju íslensku plöturnar. Danslög til kl. 24. — Útvarpið á morgun: 10,00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,00 Gram- mófóntónleikar. 19,10 Veðurfregn- ir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Einsöngur. 20,00 Klukkusl. Tónl. Alþýðulög (Útvarpskvart- ettinn). 20,30 Erindi: Frá útlönd- um. (Sr. Sig. Einarsson). 21,00 Frjettir. 21,30 Grammófóntónleik- ar. Beethoven: Krentzer-Sonate (Thibaud & Cortot). Morgunblaðig er 12 síður og Lesbók. Þórhallur Þorgilsson heldur uppi námskeiðnm í rómönskum málum í vetur eins og að undanförnu. — Vegna viðskifta vorra við Suðurlandaþjóðir, er ungum og upprennandi kaupsýslumönnum íslenskum nauðsyn að læra mál þessi. Daufdumbir töldust hjer á landi við manntalið 1930 76 alls, 45 karlar og 31 kona. Er það minna heldur en við manntalið 1920. — Þeir eru á öllum aldri, en flestir ógiftir. Þó vorn 6 karlar og 4 konur gift. Fábjánar eru þeir taldir i mann- tali, setn frá fæðingu eða ung- barnsaldri hafa verið vitfirringar. Við manntalið 1930 voru þeir tald- i ir 101 og er það sama tala og við næsta manntal á nndan (1920). Komu 0,9 á hvert þúsnnd lands- manna 1930, en 1,1 árið 1920. Mesta mál nútímans heitir fyr- ! irlestur, sem Arthnr Gook flytur í Varðarhúsinu kl. 8,30 í kvöld, Allir velkomnir. Mannfjöldi á fslandi. í árslok ' 1932 eru íbúar alls landsins taldir 111.555, en voru við næstu áramót á undan 109.844. í sveitnm fækk- aði fólki dálítið á árinu og kenrur aukning fólksfjöldans eingöngu niður á kaupstöðunum. Mannfjölg unin er svipnð og undanfarin ár. En samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- um um fædda og dána árið 1932, hefði fjölgunin samt ekki átt að vera nema 1455. Mismunurinn 256 ætti því að hafa bæst við utan frá (útlendingar fluttir til landsins og íslendingar komnir aftnr frá út- löndum). Þess ber að geta, að fólksfækkunin í sveitnnum stafar j af breyttri umdæmaskipun. Árið j 1931 var Skildinganes talið með j Gullbringu- og Kjósarsýslu, en • 1932 var það innlimað í Reykja- I víkurkaupstað. Ef Skildinganes er i talið með kaupstöðunum 1931, þá ' er mannfjölgun þeirra aðeins 1196 ! manns, en í sýslunum hefir fólki fjölgað um 515 manns. í sumum kauptúnum hefir fólksfjölgun orð- , ið meiri heldur en í Reykjavík, t. ! d. Keflavík og Þingeyri 8.5%, , Búðareyri 7%, Flateyri 6.4%, . Akranesi 5.9%, Húsavík 4.3% og Borgarnesi'3.8%. (Eftir Hagtíð- indum). . 1 Leiðrjetting. t blaðinu í gær var sagt. frá því að Carl Tulinius vá- tryggingastjóri hefði farið með íslandi norður, en það er ekki rjett, heldur var það frændi hans, Carl Tulinius útgerðarmaður á Ak ureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.