Morgunblaðið - 15.10.1933, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
„Dettiioss((
fer í kvöld um Vestmanna-
eyjar til Hull og- Ham-
borgar.
„Boðaioss((
fer á miðvikudagskvöld í
hraðferð vestur og norður.
„Bnllioss((
fer á miðvikudagskvöld um
Vestmannaeyjar, til Ham-
borgar 0£ Kaupmanna-
hafnar.
VII kaupa
prívat Drossíu. Tilboð send-
ist A. S. í. fyrir mánudags-
kvöld, merkist „H. ó.“.
[ifssa eignat-jettar síns vill hann
að ungir og g-amlir fórni tíma og
fje til að Jæra svonefnt, „allieims-
mál“, sem er á vörhm færri manna
en íslensfcan okfcar.
Þörfin á nýrri
síldarverksmiðju.
Jeg vil skýra frá þeirri reynslu,
sem jeg og flestir aðrir úr Sunn-
lendingafjórðungi fengum á síld-
veiðunum í sumar.
Flest skip, sem á síldveiðar
fóru, lögðu af stað norður síðast
í júní og fyrstu daga júlímánaðar.
Framkvæmdamenn skipanna höfðu
]iá selt frá 2000—3000 tunmir af
nýsíld til söltunar af hverju skipi.
Verðið var fjórar til fimm krón-
ur fyrir tunnuna. fíáðstafaður afli
hjá skipunum nam því sem svarar
kr. 10.000,00, til 15,000.00 hjá
hverju skipi, ef íyrirframselda
tunnutalan veiddist og kaupand-
inn vildi taka á móti síldinni.
Bræðslusíld var ráðstafað þann-
ig, að um 40 skip höfðu ótak-
markað löndunarleyfi hjá Síldar-
verksmiðju ríkisins á Siglufirði
á meðan að bræðslan gat tekið
á móti. Val þessara skipa var
þannig, að þau skip sem höfðu
lagt upp hjá verksmiðjunni alla,
bræðslusíld sína fyrsta eða annað
starfsár verksmiðjunnar voru
tekin, en önnur ekki. Svo mikið
virðir ríkisbræðslustjórnin þann
greiða, er henni var gerður með
því að selja þenni síld fyrir sama
verð og aðrir gáfu á sama tíma,
að rjettur ■ til löndunar á síld
í yerksmiðjunni hefir fylgt skip-
unum síðan, sem nokkurskonar
erfðarjettur.
Um tuttngu skip fengu tak-
markað löndunarleyfi hjá verk-
smiðjunni og var þeim ætlað" að
landa síldinni í Dr. Pauls verk-
smiðjuna á Siglufirði, sem ríkið.
keypti í sumar. En þessi skip
liöfðu ekki löndunarleyfi fyrir
meiru en tvö til þrjú þúsund mál-
um hvert. Um þrjátíu skip voru þá
eftir og seldu þau bræðslusíld sína
hjá Hjaltalín á Siglufirði eða hjá
h.f. Ægi í Krossanesi. Hjer eru
togarar Kveldúlfs ekki taldir með.
Þegar á stað var farið á síld-
veiðarnar leit þannig út, að afli
hvers skips yrði, ef vel gengi, kr.
16.000.00—30.000.00. En þetta fór
hjá öllum eitthvað betur, en á
horfðist, og er það eingöngu að
þakka hinni miklu veiði ásamt
hagstæðri og góðri veðráttu.
Þegar .síldveiðiskipin komu á
veiðistöðvarnar út af Vatnsnesi
um mánaðamótin júní og júlí var
síld nóg og fitumagn hennar reynd
ist 14 til 16% og er það talin dá-
góð síld til bræðslu, en til söltun-
■ar þarf hún að hafa 17 til 20%
fitumagn, svo að vel líki.
Þegar til Siglufjarðar kom með
fyrstu farmana var Ríkisbræðslan
óst.arfhæf, vegna kaupgjaldsþrætu,
sem upp úr skar með verkfalli, er
stóð fimm daga. Um líkt leyti til-
kynti vérksmiðjustjórnin, að hún
tæki ekki á móti bræðslusíld fyr
en 10. júlí. Með öðrum orðum eiga
fiskimenn og útgerðarmenn að bíða
í 10 daga, sjer til stórskaða, vegna
þess, að verksmiðjustjórnin á eftir
að semja við kommiiinistaflokk
Sigiufjarðar. Kommúnistum er
það vel ljóst, að bræðslurnar eru
afkastamestu tækin til jiess að
gera peninga lir afla skipanna og
gera þess vegna verkfall við þær,
svo að segja árlega, til skaða fyrir
alla aðila. Stöðvunin í sumar leiddi
til þess, að á tímabilinu fram til 12.
júlí heldu skipin sig ekki að veið-
um, eins og hægt hefði verið, því
að aðeins var hægt að fá losun hjá
Hjaltalín á Siglufirði og hjá hon-
um ekki nema lítils háttar.
Loks um þann 12. júlí byrjaði
starfræksla síldarverksmiðju rík-
isins og þangað sóttu nú um 60
kip. Hægt er að afgreiða 8 skip
í einu samanlagt hjá báðum verk-
miðjunum. En í sumar var verk-
stjórinn hjá ríkisbræðslunni svo
nærgætinn að hann hafði alt sum-
arið gálga á einni bryggju í ólagi,
svo að losun þar kom ekki til
greina. Verkstjórinn hafði tvær
verslanir uppi í bæ jafphliða verk-
stjórastarfinu. Auk ólags, sem yirt
:st vera. á verkstjórninni hafði
verksmiðjan alt of mörg skip til
afgreiðslu fram að söltunar-tíma.
Afleiðingin af þessu verður sí-
feldar tafir á veiðiskipunum og
Ijelegar tekjur hjá sjómönnum og
útgerðarmönnum.
Þetta þarf að laga.
Mjer ‘hafa sagt sjerfróðir menn
í þeim efnum, sem snerta markað
fyrir síldarmjöl og síldarlýsi, að
þótt Islendingar bygðu verk-
smiðju, er bræddi 2000 til 3000
mál síldar á sólarhring, þá hefði
sá viðbætir á lýsis- og mjölsfram-
leiðslunni engin áhrif á markaðs-
verð þeirrar vöru.
Loks er rjett að minnast á það
hvar slík verksmiðja er best nið-
ur komin- Sjálfsagt er að velja
lienni stað, sem næst veiðistöðv-
unum. Verksmiðjan myndi greiða,
'ins og nú er, lágt verð fyrir
liráefnið og þess vegna er ekki
nema sjálfsagt að ljetta, sem mest
undir með þeim sem leggja það til.
Sldveiði hefir ekki brugðist, í Húna
Nýjasfa búkin er:
Heið¥indar
eftir Jakob Thorarensen og fæst nú hjá bóksölum. Kostar
heft kr. 4.50 og kr. 5.75 í bandi.
flóa í 20 ár í röð og það bendir
ekki margt til þess að hún bregð-
ist í framtíðinni, nema þá að það
komi síldarleysis-ár fyrir öllu
Norðurlandi. —■ Fyrir nýja síldar-
verksiðju er Reykjarfjörður einna
líklegastur, eins og bent hefir ver-
ið á af nokkrum vel fróðum mönn-
um. Um Higluf.jörð getur varla
verið að tala, ekki samt vegna
þess, að hann liggi svo langt frá
veiðistöðvunum, heldur vegna þess,
að óstjórn ríkir hjá þeim mönnum,
sem þann bæ bvggja, eins og dæm-
in sanna.
Það þarf þegar i stað að liefjast
handa og byggja nýja síldar-
biæðslustöð. Þeir sem ráða fjár-
miálum landsins mega ekki láta
það undir höfuð léggjast. Sem
dæmi um nauðsýnina skal jeg taka
sumarir í sumar, sém er styst
undan. Þáð mun láta nærri, að í
sumar hafi hvert einasta síldveiði-
skip beðið eftir afgreiðslu samtals
10 veiðidaga. Á þeim tíma Iiefði
hvert sltip getað veitt um 1500
ínál. Skipin sem voru um 90 táls-
ins, því samtals 135 þúsund mál
af síld, sem hin nýja bræðsla
hefði fengið til vinslu hefði hún
verið komin upp.
Sje reiknað sama verð og í sum-
ar kr. 3.00 fyrir málið gera þetta
kr. 405.000.00 eða krónur 4.500.00
á hvert skip. Þetta hefði verið
sæmileg uppbót og hún liefði orð-
ið og myndi verða til þess, að
mörgum verður mögulegra að
gréiða hina háu lögboðnu skatta,
þegar reist liefir verið ný síldar-
verksmiðja.
Hafnarfirði, 12. okt. 1933.
Ólafur Þórðarson
skipstjóri.
Tilkynning.
Eins og öllum mjólkurframleiðendum mun vera kunn-
figt, eru nokkrir mánuðir síðan „Lög um heilbrigðisráð-
stafanir um sölu mjólkur og rjóma“ voru staðfest.
Það er og vitanlegt að þessi lög eru daglega brotin,
bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem seld er í mjólk-
urbúðum ógerilsneydd nýmjólk og rjómi, þrátt fyrir það
að þessir bæir báðir koma undir ákvæði mjólkurlaganna.
Aðilar Mjólkurbandalags Suðurlands, sem stóðu að því
að lög þessi voru sett, munu innan skamms gera ráðstaf-
anir til'að sjeð verði um að lögunum verði framfylgt. Það
eru því vinsamleg tilmæli Mjólkurbandalagsins að þeir
framleiðendur, sem óskað hafa eftir, eða fært í tal, að fá
mjólk sína gerilsneydda hjá aðilum bandalagsins, gangi frá
slíkum samningum í síðasta lagi fyrir fimtudaginn 19. þ.m.
Virðingarfylst.
f. h. H]ilknrbandalags Snðnrlands
Eyjólfur Jóhannsson.
Hristlðn Hristlðnsson
söngvari.
Það eru sex ár síðan Kristján
Kristjánsson söng fyrst opinber
lega hjer í Reykjavík. — Hann
vakti þá þegar athygli á sjer
fyrir óvenjulega heiðríkju í
hljómblæ raddarinnar og ótví-
ræða músikalska gáfu. Á þess-
um árum hefir rödd hans þrosk-
ast mikið, og er komin meiri
öryggi og festa í meðferðina,
meiri persónuleiki. — Á fimtu-
dagskvöldið gætti þess sjerstak-
lega, hve röddin er orðin þrótt-
mikil á háum tónum. — Kom
það t. d. mjög skýrt í l.jós U
hinni erfiðu Aríu grande úr
aríu eftir Goudonow.
Annars virtist áheyrendum
líka hvert lagið öðru betur.
Lag Emils Thoroddsens ,,Sá
uð þið hana systur mina“ hel'ir
ekki heyrst hjer fyr á konsert.
En það vakti alveg sjerstaka að
dáun.
Húsið var nálega fullskipað,
og lýstu undirtektir áheyrenda
sjer best í því, að söngvarinn
varð að endurtaka mörg af lög-
FÍLAPENSAR
OG
HÚDOHMAR
ÞeMMum livimleUJii óhreinlnflum, sem
iillir vlta nó eru síðrlýti á hverju and-
liti er lnfhægrt að ná nf sjer meií
HIIE.VNISTFJNS-MJÓLKURSÁPU Idndes
læknÍN. Þvoitl yóur eins og með öíírum
sáimtrgunduni, en gætlð l»ess, að froti-
nu núi yfir nlt andlitiö; Jieftnr l»jer haf-
iö skolaö hana af, skulnö l»jer hera
froðunn aftur á rnnön hiettinn — en
skolið n ú ekki fyr en eftir nokkrar
nifnfitur. Afi örfáunt dögtim liönttm sjest
greinilegnr Imti, og andlitlö veröttr hrátt
frfsklepft og lýtalaiist.
í samlmndi viö sápu liessa ætti aö
notn BRBXNISTEINSMJÓI.KURSMYBSI,
(creme) Undes læknis. SmyrsHn eru
borin á lti« sýkta ltörund aö kvöldi dags
og látin vera nlla nóttina. Þau eru svo
sótthreinsnndi, aö l»au eru afar-sterkt
meöal viö fllapenstim. T»au ertt smyrsl-
in sem allir ltafa l»ráö, sem vlija fá
verulejsfa lieilhrÍRÖan og? hreinan hör-
undslit OR- fnjsrn, hjarta htiö.
Ný bók:
Guðni Jónsson: Forn-íslensk lestrarbók.
367 bls. Með skýringum og orðasafni. Verð ib. kr. 10.00.
Fæst hjá bóksölum.
BíkavÉrslan Slgf. Eymnndssonar
og Bókabúð Austnrbæjar BSE Laugaveg 34.