Morgunblaðið - 15.10.1933, Side 9

Morgunblaðið - 15.10.1933, Side 9
Sunnudaginn 15. október 1933. 9 Bannið í Bandaríkjum. Útvarpserindi eftir Ragnar E. Kvaran. Mig langar til að geta þess þegar, nú við upphaf máls míns um bannið í Bandaríkjunum, að enda þótt jeg sje máli þessu töluvert kunnugur, þá get jeg þó ekki talað um það nema að litlu leyti af beinni reynslu. Jeg hefi aldrei átt heima í því landi, en jeg hefi ferðast um það frá Atlantshafi til Kyrrahafs og víða komið. En hinsvegar hefi jeg búið í nágrenni við það um meira en áratugs skeið og það í umhverfi, sem fyrir sjerstak- ar ástæður hafði óvenjulega mikinn áhuga á að fylgjast sem vandlegast með því, hvern- ig bann Bandaríkjamanna tæk- ist. Heimili mitt hefir lengst af verið í borginni Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada. Þeg- ar jeg kom þangað höfðu Mani- tobamenn farið að dæmi Banda- ríkjanna, eins og fleiri fylki í Kanada, og sett á hjá sjer bann við tilbúningi, innflutningi og sölu áfengra drykkja. En bann þetta stóð ekki nema skamma hríð, og nú hafa öll fyki Kana- da afnumið það, ekki síst fyrir þá sök, að bannhugmyndin fekk á sig óvirðing og varð fyrir ó- vinsældum sökum þess, hvern- ig tekist hefir í höfuðbannland- inu sjálfu — Bandaríkjunum. Eins og öllum er kunnugt, komst bannið í Bandaríkjunum á í umróti því, er fylgdi ófriðn- um mikla. Á þeim árum mátti fá flesta hluti samþykta í Con- gressinum og afla því fylgi þjóð arinnar, ef unt var að færa sæmileg rök fyrir því, að verið væri að styrkja og efla landið í vopnaviðskiftunum. Menn fundu, sem satt var, að mikil hætta getur verið því samfara, að menn hafi greiðan aðgang að áfengi, þegar um slíkar æsingar og ólgu er að ræða, sem jafnan fylgir ófriði. En hinir áhuga- sömu bindindismenn ljetu sjer ekki nægja að hefta áfengis- verslun eða hafa á henni hemil meðan þetta ástand gekk yfir, heldur voru keyrð í gegn alls- herjarlög um bann og ákvæð- inu jafnvel stungið inn í sjálfa stjórnarskrá landsins. Árið 1917 var stjórnarskrárbreytingin sam þykt í Congressinum og tveimur árum síðar varð hún að lögum, er fleiri en þrír fjórðu allra ríkj anna höfðu samþykt ákvæðið. Mig langar til þess að leiða athygli áheyrenda sjerstaklega að þessu atriði, að bannákvæðið var sett inn í sjálfa stjórnar- skrá landsins, með því að ef til vill sýnir ekkert eitt atriði ljós- ara, hve viðsjárverð og hættu- leg sú hugsun er, sem liggur að baki banninu. Merkilegt skjal. Sennilega er ekkert pólitískt skjal til í heiminum, sem eins heillandi er að kynna sjer eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er til orðið á þeim tíma, er hugsjónaríkustu menn ver- aldar voru að losa sig úr hugs- ana læðingi miðaldanna. — Þeir menn, sem mestan hlut áttu að stjórnarskránni, eftir frelsisstríð ið, er Bandaríkin brutust und- an Englandi, voru framar öllu gagnteknir af þeirri hugsun, að hið mesta pólitíska mein þjóða væri alræðisvald yfir mönnum. Þeir böfðu ekki einungis kynst því af reynslu, heldur og íhug- að, rætt og ritað um heimspeki stjórnmálanna og þektu vand- lega hvern þann höfund, er eitt- hvað verulegt hafði hjer lagt fram af mörkum. En nú skyldu menn ætla, að þjóð, sem nýlega hafði brotist undan ofríki kon- ungs og höfðingjastjórnar mundi í ríkisskipun sinni tafar- laust hafa snúið við blaðinu og sett alveldi lýðræðisins í stað hins, er brotist var undan. En svo var ekki. Og* fyrir þær sak- ir er stjórnarskráin einkum furðulegt og eftirtektarvert skjal. — Ótrúin á alræðisvald meirihlutans er engu minni held ur en ótrúin á hið forna ein- veldi. Og fyrir því verður stjórn- arskráin fyrst og fremst vam- argarður gegn því, að meirihlut- inn í Iandinu geti kúgað minni- hlutann. Hvert ríki innan Banda ríkjanna verður sjálfstæð heild, sem verndar með afbrýði rjett- inn til þess að ráða sínum eigin högum. Vandlega er gengið frá takmörkunum ríkisvaldsins. — Stjórnarskráin ákveður valdsvið stjómanna, bæði Sambands- stjómarinnar og hinna einstöku ríkja, en framar öllu verndar hún rjett einstaklinga til frels- is og eigna. Þegar bannlagaákvæðið var nú sett inn í stjómarskrána, þá var með því gengið inn á braut sem í eðli sínu var alveg þver- öfug við alt eðli stjómarskrár- innar. Því að hverjar skoðanir, sem menn annars hafa á bann- inu, þá hljóta allir að verða um það sammála, að það sje skerð- ing á frelsi einstaklinganna. Sú skerðing kann að vera til heilla eða óheilla, en skerðing er það. En öll önnur ákvæði stjórnar- skrárinnar miða að því að vemda en ekki skerða frelsi manna. Stjórnarskráin er fyrst og fremst rituð til þess að sjá um, að hvorki þing eða stjórnir, meirihluti eða minnihluti geti gengið á rjett manna til þess að lifa lífinu, eins og þeim sjálf um líst og e"kki er með öllu ó- samrímanlegt mannlegu fjelags- lífi. Bannákvæðið eitt fer aðrar leiðir. Fyrir 1919 var ekki einungis ekkert ákvæði um bann gegn s j erstökum drykk j arföngum þar, heldur alls ekkert bann til gegn neinum persónulegum athöfn- um, hve glæpsamlegar sem þær kynnu að vera. Glæpir eru eftir- skildir hinu almenna löggjafar- valdi til meðferðar. Það voru þar mörg bannákvæði, en boð- orðið „Þú skalt ekki“ var sí- feldlega stílað gegn stjómun- um, aldrei gegn einstaklingum. Stöðugt eru augun höfð á því, að takmarka stjórnarvaldið, en aldrei að hefta athafnir einstakl inganna. Þar var ekkert bann við morðum, skjalafölsun, mein- særi eða ránum. Eina persónu- lega athöfnin, sem stjórnarskrá Bandaríkjanna sjálf telur glæp, er tilbúningur, sala eða flutn- ingur áfengra drykkja. Á einn glæp er að vísu minst í stjórnarskránni — landráð. En meðferð stjórnarskrárinnar á þeim glæp sýnir ef til vill bet- ur en nokkuð annað anda henn- ar og eðli. Landráð eru að því leyti einstæð meðal glæpa, að þau stefna áhrifum sínum beint að sjálfri tilveru þjóðfjelags- skipunarinnar. Fyrir þær sakir mætti ætla, að stjómarskráin færi í þessu efni í aðra átt en með afskiftum sínum eða af- skiftaleysi af öðrum glæpum, og mælti fyrir um sérstök á- kvæði um meðferð landráða- manna. En stjórnarskráin ger’> ekkert því líkt. Þvert á móti snú ast ákvæði hennar um landráð eingöngu að því að hefta vöid stjórnarinnar. Þar er enn hinn sami andi — jafnvel menn, sem grunaðir eru um eða staðnir eru að sviksemi við landið sjálft, verndar stjórnarskráin gegn tilhneigingu valdnafanna að neyta aflsmunar. Skjalið alt er varnargarður gegn af!i valdhaf- anna eða ofstæki lýðsins. Mistök. Þegar þess er nú gætt, sem jeg hefi leitast við að skýra frá um eðli og einkenni þess- ara grundvallarlaga Bandaríkj- anna, þá mætti það vekja furðu manna, að takast skyldi að koma þarna inn ákvæðum, sem svona eru gjörandstæð öllum öðrum ákvæðum þeirra. Og er þÁ við fyrstu sýn augljóst, að þetta muni ékki hafa verið gjört með sjerstaklega vand- lega yfirveguðu ráði og eftir miklar yfirlegur viturra manna. Enda erþað mála sannast, aðalt, sem viðkemur bannmáli Banda- ríkjanna, og raunar víðasthvar annarstaðar, ber með sjer tölu- vert ákveðin fingraför ofstækis- ins. Þetta er í sjálfu sjer mjög skiljanlegt og skýranlegt. Á- fengi er svo afdráttarlaust við- sjárvert efni, og það hefir skil- ið eftir svo mörg opin sár í lífi manna og heimila, að það er ekkert furðuefni, þótt hugir manna komist í nokkurn æsing er um það er barist, hvernig með þetta efni eigi að fara. Löggjöf þjóðanna hefir fjallað um þetta frá því að fyrst fara sagnir af. Það er sagt að á- fengislöggjöf sé meðal annars í fyrirmælum Hammurabis, meira en tvö þúsund árum fyr- ir Kristsburð. Og sannarlega má segja, að gátan hafi ekki verið leyst enn. En bannmenn Bandaríkjanna voru svo sann- færðir um, að bannið væri lausn in, sem sígild væri, að þeir neyttu allra bragða til þess að keyra þetta inn í stjórnarskrána sem óvenjulegum örðugleikum er bundið að fá breytt. Nú er það að ganga upp fyrir mönn- um, að áfengislöggjöf eigi að vera sem allra hjólliðugust, því að með margvíslegum tilraun- um einum og reynslu af margs- konar aðferðum er unt að kom- ast að raun um, hvernig hent- ast sje að fara með þetta efni sem að vísu er hættulegt en menn þó ekki vilja sleppa. Vonbrigði. En er eg nú kem að því að skýra frá, hvemig þessi sjer- staka tilraun með áfengismeð- ferð, bannið, hafi reynst í þessi víðlenda og volduga ríki, þá er óhjákvæmilegt við það að kann- ast, að naumast mun til vera maður, sem hefir búist við því, 1917, að svo illa mundi takast, sem raun ber vitni. Yfirleitt áttu menn von á því, bæði með- haldsmenn bannsins og mót- mælenaur, að hvort sem mönn- um þætti betur eða miður, þá mundi þó ríkisvald Bandaríkj- anna reynast nægílega öfiugt til þess að framfylgja vilja lög- gjafarvaldsins. En fjærri hefir farið að svo hafi reynst. Mönn- um telst svo til, að í New York- borg einni séu 30.000 knæpur, sem versla með áfengi. 30.000 knæpur, sem lögreglan veit um. í Bandaríkjunum eru til menn, sem hafa óhagganlegan átrún- að á harðar refsingar við yfir- sjónum, eins og svo víða annars- staðar. Farið hefir verið að ráð um þessara manna, hvað bann- afbrotin áhrærir, því að refsing- ar við þeim eru orðnar svo villi- mannlegar, að lengra verður naumast komist. Síðasta viðbót- in við refsiákvæðin er kend vio Senator Wesley Jones og lög- in nefnd „The Jones Act“. Sam- kvæmt lögum þe*ssum eru á- fengisgrot talin í stórglæpatölu og má dæma menn í fimm ára fangelsi fyrir þau. Brjóti mað- ur fjórum sinnum, missir hann ekki eingöngu öll borgaraleg rjettindi, heldur skal hann dæmdur til æfilangrár fangels- isvistar. Ennfremur er bætt í lögin þeim nýungum, að hver sem ekki segir til um brot á lög- unum, er hann hefir komist að, skal sekur vera. Fyrir því er sem stendur sennilega engin fullorðinn maður eða kona til í Bandaríkjunum, þeirra sem lausir ganga og fulla rænu hafa sem ekki sjeu lögbrjótar, því að vitanlega er öllum kunnugt um einhvern mann, sem brotið hefir bannlögin. Gæsla laganna. Þegar menn minnast þess, að unt hefir verið að fá samþykt önnur eins ákvæði og þessi, þá má geta nærri, að sömu öflin, sem hafa þrýst þessu inn í'lög- gjöfina, muni líka hafa lag á því að sjá um að gæsla laganna sje á köflum rekin með nokk- uni kappi. Eitt vikublað Banda- ríkjanna birti eitt sinn frá- sögn um frjettirnar, sem birt- ust um þetta efni á einni viku. Hjer er ofurlítið sýnishorn úr skýrslunni: „í Illinois er kona skotin til bana, maður hennar laminn þar til hann var meðvitundarlaus og tólf ára sonur tekinn og stungið í steininn er bannlög- gæslumenn gerðu leit í húsum þeirra. I South Carolina er tólf ára svertingjastúlka, er ekki gat greitt sekt, sett í þrjátíu daga fangelsi fyrir að bera whiskyflösku þvert yfir götu. í Michigan er kona dæmd í æfi- langt fangelsi er hálfflaska af gin finst í fórum hennar. í Minnesota er veikur maður tek- inn upp úr rúmi sínu og honum ekið 130 mílur í bíl til St. Paul, en þar lést hann úr lungnabólgu er hann hafði fengið af ferða- laginu. Breska gufuskipinu I’m Alone er sökt á opnu hafi af varðskipum, sumir skipverjar drepnir og skipstjóri hafður í járnum til lands“. Þannig má lengi áfram halda, en þess skal að lokum eins getið, að snemma á árinu 1929 voru skýrslur um 135 menn, er bannlöggæslu- menn Sambandsstjórnarinnar höfðu drepið, og 55 löggæslu- menn höfðu látið lífið fyrir at- beina þeirra, er átt var í höggi við. Þessi fágæta harðneskja í lög gæslunni stafar fyrst og fremst af því, að þeir menn, sem ann- ast láta sér um bannið, og þá fyrst og fremst hið fræga bann- mannafjelag The Anti Saloon League, þrýstir á með fádæma afli cg hefir hleypt þessum ofsa í málið. Lögreglumenn vita, að ef þeir sækja ekki með kappi á Jögbrjótana í þeim borgum og á þeim stöðum, sem bannmenn ' fara með völdin, þá er þeim jvægðarlaust kastað á dyr. Hins- j vegar er feiknafje komið í hina ólöglegu vínsölu og smyglarar og bruggarar bera látlaust fje á lögregluna og beinlínis kaupa sjer vernd hennar þar, sem því verður við komið. Afleiðingin verður því sú, að alt logar í hræsni og menn svamla í mút- um, voldugir lögbrjótar eru látn ir í friði og í fullkomnu öryggi, en ómannúðlegri harðneskju beitt við hina, sem ekki eiga þess kost að vernda sig með fje gjöfum. Þess er ekki kostur að gefa í útvarpsræðu neina heildarmynd af áhrifum og einkennum banns ins í Bandaríkjunum svo, að menn sjeu verulega að bættari. Málið er svo margþætt og flók- ið. En með örfáum orðum lang- ar mig til þess að gjöra grein fyrir þeim vonbrigðum, sem al- me'nnust 'munu vera í sam- bandi við þessa tilraun til þess að leysa þetta vandamál. Áfengi og glæpir. Þess skal þá fyrst getið, að menn gerðu sér fyrrum ákveðn- ar vonir um, að bannið mundi að mestu leyti losa þjóðfélagið við glæpalif. Því var alment trúað, a$ glæpir stæðu í mjög nánu sambandi við áfengis- nautn og að bajnnið mundi út- rýma hvorttveggju. Nú má vel vera, að náið samband sje á milli glæpa og áfengis, en sje það staðreynd, þá haggar það ekkert þeim sannleika, að bann- ið hefir orðið upphaf þeirra óaldar og taumleysi glæpa í landinu, að síðari aldir muni naumast geta greint frá neinu, er við það jafnist. Sumir hafa reynt að skýra þetta fyrir- brigði á þann hátt, að glæpaöld- in sje afleiðing og eftirköst ó- friðarins mikla. En sú skýring nær skamt, því að ef svo væri, þá hefði þessa sama átt að verða vart í löndum eins og Englandi, Frakklandi og Þýska- landi, þar sem þær þjóðir byggja er skyldastar eru Bandaríkjum að kyni og menningu. Enda fer svo fyrir flestum rannsóknar- mönnum í fjelagslegum efnum,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.