Morgunblaðið - 02.11.1933, Qupperneq 6
8
MORGUNBLAÐIÐ
stráka til þess starfa. Þetta
gekk nú alt saman nokkurn
veginn, og um kvöldið voru ráðn-
ir 12 strákar til þess að bera út
blaðið framvegis. Nú var eftir
að ganga frá næsta blaði og
gekk það fram á nótt. Var mað-
ur þá orðinn þreyttur en ánægð-
ur samt, því að dagurinn þótti
spá góðu um framtíð blaðsins.
Skr if borðskaup.
Morgunblaðið var víst orðið
tveggja ára gamalt þegar skrif-
borðsleysinu varð ekki unað
lengur. Var þá auglýst í blað-
inu sjálfu eftir skrifborði. —
3ama daginn kemur aldraður
maður inn í skrifstofu blaðsins/
Hann var með húfuna í hendinni
og tvísteig lengi þegjandi á gólf-
inu.
Finsen spurði hann um er-
indi.
Jú — hvort blaðið hefði ver-
ið að auglýsa eftir skrifborði?
— Já, já, eigið þjer skrif-
borð? Hvernig er það? Hvað á
það að kosta?
Karlinn stóð þegjandi nokkra
hríð, tvísteig og sneri húfunni
milli handanna. Að lokum
sagði hann með hægð og nokk-
uð drýgindalega:
— Jeg á skrifborð — en jeg
vil ekki selja það.
Og með það fór hann — lík-
lega ánægður út af því að hann
átti það, sem Morgunblaðið átti
ekki. Svo fór um þau skrifborðs-
kaup.
Máttur auglýsinga.
Það var rjett fyrir jólin og
kaupmenn voru að keppast við
að undirbúa jólasöluna. Finsen
spurði þá verslunarstjóra nokk-
urn að því hvort hann ætlaði
ekki að auglýsa í blaðinu fyrir
jólin. Hinn kvað nei við, sagði
að þessar auglýsingar í blöðun-
um gerði ekki hið minsta gagn,
fólk læsi þær ekki, og þar fram
eftir götunum. Auk þess vissi
fólk ósköp vel hvar það ætti að
kaupa hvað eina.
Þeir stældu nokkuð um gagn
auglýsinga og að lokum bauð
Finsen honum að hann mætti
auglýsa ókeypis í Morgunblað-
inu, og á hvern þann hátt sem
hann vildi, einhverja þá vöru,
sem hann teldi óútgengilegasta.
Ef sú auglýsing bæri einhvern
árangur skyldi hann setja stóra
auglýsingu í Morgunblaðið á
eftir. Þetta varð að samkomu-
lagi og verslunarstjórinn kom
með örlitla auglýsingu um
rottugildrur. Maður skyldi nú
ætla að rottugildrur væri eng-
inn jólavarningur. En verslun-
in hafði legið með birgðir af
þeim í mörg ár, og var það ekki
undarlegt, þar sem þetta var
aðallega álnavöruverslun.
En viti menn — daginn eftir
kemur verslunarstjórinn með
stóra auglýsingu í Morgunblað-
ið. Hann var alveg orðlaus út
af því hvaða áhrif auglýsingar
gæti haft. Þama höfðu allar
rottugildrurnar selst á svip-
stundu, skömmu eftir að blaðið
kom út!
Fyrsta myndagerðin.
Þegar Júlíana Jónsdóttir í
Dúkskoti myrti Eyólf bróður
sinn, fekk Morgunblaðið Bang,
bíóstjóra, til þess að teikna og
skera út í ,,linoleum“ myndir
af Dúkskoti, bæði utan og innan.
Ljósmynd var fengin af Júlí-
önu til þess að gera myndamót
eftir, en engin mynd var til af
Eyólfi. Jeg þóttist muna eftir
karlinn og teiknaði mynd af
honum eftir minni, og Bang
skar hana í ,,linoleum“. En
sama daginn, sem myndin kom
í blaðinu, var jeg á gangi
í Aðalstræti, og þar mætti jeg
karlinum, sem jeg helt að væri
Eyólfur. Var hann Ijóslifandi
og gott ef hann er ekki enn á
lífi!
Myndin, sem kom í blaðinu
af Eyólfi þótti hálf rosaleg og
honum lítill vegsauki að henni.
Því var það lengi á eftir, þá er
unglingar vildu hafa 1 sem
stærstum hótunum hver við
annan, að þeir sögðu sem svo:
— Jeg skal setja mynd af
þjer í Morgunblaðið h.........
þitt!
Kerling og neðanmálssaga.
Fjöldi fólks var mjög sólg-
inn í neðanmálssögur þær, sem
Morgunblaðið birti fyrstu árin,
en eitt man jeg glöggvast dæmi
þess, hvernig sumir gátu lifað
og hrærst í því, sem gerðist í
sögunum.
Það var sumarið 1916. Þá var
í blaðinu saga sem hjet
faðmi heimskautsnæturinnar“.
Segir hún frá farþegaskipi, sem
fórst við Spitzbergen. Komust
þar aðeins fjórir farþegar af,
þrír karlmenn og ein kona,
þýsk barónsdóttir, sem einum
þessara þriggja leist mjög vel á.
Þau komust í Rússakofa. Þar
var kveiktur upp eldur og bar-
ónsdótturinni skipað að fara úr
hverri spjör og þurka föt sín
við eldinn. Karlmennirnir heldu
til sjávar. ,,Og um leið og hún
færði sig úr kniplingaskreyttum
nærserk sínum, sá hún nakinn
mann fleygja sjer í sjóinn, út
af fremsta nesinu og synda
hratt til hafs“. Það var sögu-
hetjan, sem synti út í skipsflak-
ið til þess að reyna að bjarga
einhverju. Þetta stóð í Morg-
unblaðinu 29. ágúst. I blaðinu
aaginn eftir segir frá för hans
um borð og þá lauk með þessu:
,,Hann var á leiðinni upp á þil-
farið með hálftunnu af öli, en
þá varð honum svo hverft við
að hann staðnæmdist. Hvað var
nú á ferðum? Undir fótum sjer
heyrði hann eitthvert einkenni-
legt marrhljóð".
Þennan dag var jeg einn á
afgreiðslu blaðsins um miðjan
dag. Kemur þá þangað roskin
kona til þess að greiða áskrift-
argjald sitt. Meðan jeg var að
leita í bókunum að nafni henn-
ar og skrifa kvittun fyrir gjald-
inu, var hún að lesa Morgun-
blaðið í fremra herbergi. Alt í
einu rekur hún upp hljóð og
biður guð að hjálpa sjer. Jeg
stökk á fætur og spurði hvort
nokkur væri að henni.
„Nei, en það er hjerna í
sögunni. Skipið er þó líklega
ekki að farast?“
Jú, jeg helt nú það.
Þá bað hún enn innilegar
fyrir sjer, en þagði síðan um
stund og virtist íhuga málið.
Heyri jeg svo að hún segir við
sjálfa sig:
„Nei, hann kemst af — ekki
væri sagan ef enginn væri til að
segja frá“.
Og litlu síðar:
„Já, hann kemst af, og þau
bæði. Þarna er alt undir eins
hjá þeim báðum. Þarna voru
þau bæði allsber á sama tíma
í gær!“
Ófriðarskeytin.
Þegar ófriðurinn mikli byrj-
aði og öll Norðurálfan var svo
að segja komin í bál og brand,
var Morgunblaðið sjer úti um
allar þær frjettir sem hægt var
að ná í. — Ljet það sjer ekki
nægja þau símskeyti, sem það
fekk frá útlöndum, heldur
snapaði það saman öll þau
skeyti, sem komu til kaupsýsl-
umanna hjer í bæ. Þau skeyti
bárust úr öllum áttum og gáfu
mörg þeirra sjerstakar upp-
lýsingar um stríðið. Öll þessi
skeyti voru jafnharðan límd
upp hjá dyrum ísafoldar, svo
að allir gæti sjeð þau, og síð-
an birtust flest þeirra í Morg-
unblaðinu. Mörg af skeytum
þessum þóttu brosleg, en Morg-
unblaðið skeytti því ekki. Það
stakk engu skeyti undir stól.
Það var gert til þess að styggja
ekki viðkomendur, því að vel
gat verið að þeir fengi ná-
kvæmari skeyti síðar, og þá
var gott að eiga þá að. Sjer-
staklega var það eitt skeyti sem
menn skopuðust að. Það var frá
Hilleröd, um að ált væri rólegt
þar. Varð þetta síðan máltæki
í bænum: „Alt rólegt í Hille-
röd“. En mjer þótti lítið betra
skeytið, sem stjórnarráðsskrif-
stofan í Kaupmannahöfn sendi
stjórnarráðinu um þær mundir
sem herbi esturinn varð: „Horf-
urnar voðalegar!“ Ekkert ann-
að. En sama daginn fengu
kaupsýslumenn skeyti um það,
að bannaður væri komútflutn-
ingur frá Þýskalandi, Rússar
og Þjóðverjar hefði kallað sam-
an allan sinn her, borgaraleg
lög verið upphafin í Frakk-
landi, en herlög sett í staðinn,
o. s. frv.
Ensku skeytin.
Þegar hinar opinberu ensku
Jkynningar fóru að birtast í
Morgunblaðinu, fell það vana-
lega í minn hlut að þýða þær.
En Mr. Cable, sem þá var út-
sendur ræðismaður Breta hjer,
vændi mig um það að draga
fremur taum Þjóðverja en
Bandamanna og grunaði mig
því um græsku, að jeg mundi
þýða skeytin Þjóðverjum í vil,
eða að minsta kosti draga úr
hið versta, sem um þá var sagt.
Vildi hann því að jafnaði fá að
lesa þýðingarnar, áður en þær
birtust í blaðinu. Cable skildi
vel íslensku og var gott við
hann að eiga, en verra var þeg-
ar Olsen kom, norskur upp-
belgingur ,sem með einhverjum
óskiljanlegum ráðum hafði
komist í þjónustu utanríkist-
stjórnar Breta.
Nú var það einn sumar
sunnudag að þeir Finsen og Mr.
Cable fengu sjer hesta og fóru
upp í sveit, en Olsen var eftir.
Jeg fekk skipun um að sýna
honum skeytin, þegar jeg hefði
1 þýtt þau. Þetta gerði jeg. Olsen
Aðal endurbætur á
„1934 vagninnm
í öllum stærðum:
„Synchromesh gear“
er ábyrgist hljóðlausa »gear« skiftingu
Hljóðlaust 2., 3. og 4. „gear“.
Vjelin fest í gúmí fóðringum.
Kross styrkt grind.
Ljósmerki.
12 volta
rafspenna á »AUSTIN 10«.
Aflmeiri
vjel í »AUSTIN 7«.
Auk þess eru margar smá endurbætur.
\
sem auka þægindi og bæta vagninn
framleidd af heims-
firmanu COLGftTES
andlits-
og handsápa
Mýkir húðina.
Mefir þægilegan ilm.
Drjúg í notþun
Fæst allstaðar.