Morgunblaðið - 02.11.1933, Síða 10
12
MORGUNBLAÐIÐ
nema það, að atburðirnir hefðu
gerst. I>á varðaði ekkert um það
hvemig atburðir gerast, varðaði
ekkert um nánari atvik, lýsingar.
Þeir voru orðnir svo vanir þeirri
frjettamensku, er fór ekki lengra,
að þeir gerðu ekki hærri kröfur.
Það er lítilf jörleg blaðamenska
að segja aðeins frá því, að at-
burðir hafi gerst, án þess að láta
nokkrar lýsingar fylgja. Vandi
frjettamannsins byrjar þá fyrst,
er til lýsinganna kemur.
Þegar frjettamaðurinn er svo
heppinn að vera sjálfur sjónar-
og heyrnarvottur, á hann að geta
haft efnið á valdi sínu. Sjást þó
stundum hörmuleg mistök, þó
slík sje aðstaða frjettamanns.
Stundum er það afsakanlegt.
Þegar óvæntir stórviðburðir ger-
ast, svo sjónarvottar missa meira
og minna rólegt jafnvægi, fer at-
hyglisgáfan oft óendanlega mik-
ið á ringulreið. Það er þá e. t. v.
ekki fyr en með langri íhugun
og yfirvegun, að samhengi og
hinn rjetti atvikaþráður fæst í
meðvitund sjónarvotta.
Má í þessu sambandi minna á,
hve geisimiklum erfiðleikum það
var bundið, að fá skýr og skil-
merkilega greinargerð, um at-
burðina sem hjer gerðust 9. nóv-
ember í fyrrahaust, er kommún-
istar og samherjar þeirra hleyptu
upp bæjarstjórnarfundinum í
Goodtemplarahúsinu, og lögreglu-
lið bæjarins hlaut hin alvarleg-
ustu meiðsl. Þá skorti þó ekki
sjónarvotta. Þeir voru í hundr-
aðatali viðstaddir. Þeim bar ekki
saman, jafnvel þótt þeir vildu
satt eitt segja. Til slíks eru ótal
dæmi og alkunn.
Erfiðleikar blaðamanna, sem
eiga að fá rjett samhengi og
skrifa frásögn samdægurs eða
svo að segja á svipstundu, eru
miður ljósir almenningi. Það eru
gamansamar tilviljanir, þegar
menn hjer, sem nefna sig blaða-
menn, en árum saman reyna
aldrei á sig, til að greina skil-
merkilega frá atburðum, láta
ekki annað frá sjer fara frjetta-
kyns en margra daga gamlan
sparðatíning. Þeir gera stund-
um gleiðgosalegar ásakanir í
garð þeirra manna, sem leggja á
sig vandasaman frjettaflutning.
Sú er tækifæri til þess að eignast
reglulega vandaðan og ódýran híl.
Verð á nýjasta FORD er í dag
sem hjer segir:
Fólksbílar:
5 m. drossía 2 dyra, 4 cyl. kr. 4190.00 og kr. 4300.00
5 m. I I I — 4525.00 — — 4750.00
5 m. — 2 — 8 — — 4910.00 — — 5115.00
5 m. — 4 — 8 — — 5340.00 — — 5560.00
7 m. _ 4 — 4 — — 6055.00 — — 6330.00
7 m. I I 00 I — 6305.00 — — 6580.00
Vjjrubílar:
Model B, 106" 4 cyl. kr. 2830.00
— 118" eða 122" 4 — — 3205.00
— 106" 8 — — 3220.00
— 118" eða 122" 8 — — 4105.00
— AA, 131" 4 — — 3480.00
Fordson BB 131" 4 — — 4315.00
— 131" 8 — — 4705.00
157" 4 — — 4430.00
— 157" 8 — — 4820.00
\
FORD JUNIOR
yfírbygðar vörabílí kr. 2700.00.
Komið á Lækjartorg 1 og þá fáið þjer allar frekari upplýsingar.
Vísið til þessarar auglýsingar.
P. STEFÁNSSON.
Hjer úti á íslandi, í fólksfæð-
inni, fátækt blaða, og fjarlægð
heimsviðburða er auðsætt, að hið
algilda fullkomna blaðamensku-
starf, verður aldrei rækt
sem skyldi, að íslensk blöð eru
svo óendanlega langt frá því að
hafa mátt til að leysa hið víð-
feðma hlutverk blaða.
Mest alúð er að sjálfsögðu,
einkum fyrst í stað, við það lögð,
að láta blöðin flytja fregnir um
alt sem innlent er, og máli skift-
ir fyrir einstaklinga og alþjóð.
Með því að leitast sífelt við að
segja sem mest frá innlendum
viðburðum og öllum nýjung-
um, sem gerast á sviði andans
mála og veraldlegra fram-
fara, á sviði uppeldis og í-
þrótta og ótal margs annars, er
unnið að því, að örfa og glæða
hraða daglegra framfara, þjóð-
fjelagsþróunina.
fenglegra iðukasti heimsviðburð-
anna.
Eftir því sem blöðunum tekst
betur, að vekja lesendur sína til
fróðleikslöngunar um fjölbreytt-
ari og fjarlægari viðburði, eftir
því verður svið það stærra, sem
lesandinn getur vænst áhrifa frá,
þeim mun betri verða þroska-
skilyrði hans.
! •
Þegar jeg afrjeð, fyrir tæpum
tíu árum, að gerast blaðamaður,
átti jeg eitt sinn tal við kunn-
ingja minn í Danmörku. Hann
er kunnugur blaðamensku og
blaðaútgáfu. Hann fremur latti
mig en hvatti til þess að leggja
út á þá braut. Hann komst, man
jeg, að orði á þá leið, að út úr
blaðamenskunni losnaði jeg
aldrei. Hans skoðun var þessi:
Sá sem gerist blaðamaður með
lífi og sál, hann verður heillað-
ur af starfinu. Blaðamenskan
verður líf hans, andrúmsloft hans,
starfið slítur kröftum hans öll-
En því má heldur ekki gleyma,
að lögð skal sívaxandi áhersla á,
að flytja frjettir af hinu stór-!um. —
Af þekkingu minni á íslenskri
blaðaútgáfu hafði jeg ekki litið
svo á. Hjer hefir ritstjórn blaða
oft verið aukastörf, íhlaupaverk
manna, sem hafa haft öðrum
hnöppum að hneppa, og farið
hafa frá því starfi við fyrsta
tækifæri.
Fyrir löngu hefi jeg fallist á,
að skoðun kunningja míns var
rjett og rjettmæt.
Sá maður, sem á annað borð
gefur sig við blaðamensku, á
fyrst og fremst að ganga að því
starfi heill og óskiftur.
Annars er hann ekki blaða-
maður.
Hann á að standa í straum-
þungri móðu daglegra viðburða,
og leitast við að greina samstund
is frá því, sem fyrir hann ber,
og hann veit, að gerist fjær og
nær.
Blaðamaðurinn sem frjettir flyt
ur, á að vera tilfinninganæmur,
alsjáandi, ópersónulegur áhorf-
andi hinna daglegu viðburða. —
Hann á að leiða lesendurna við
hönd sjer og gefa þeim útsýn
yfir alt, sem er að gerast, gera
þá þátttakendur í viðburðunum,
og kenna þeim að greina tildrög
þeirra, orsakir og afleiðingar.
Engin fyrirhöfn á að vaxa
blaðamanni í augum, eh
getur bætt frásögn hans.
Og þó hann að kvöldi
sjái, hvað lítið hefir áunnist, hve
ábótavant er öllu því, sem hann
vann í dag fyrir lesendur sína,
verður hann að vakna að morgni
með sama áhugann, sömu viss-
una og í gær um það, að hver
dagur færi hann í einhverju nær
því marki, að umbæta starf hans,
blað hans.
Á hverjum degi verður hann
að finna til þess, að blaðamensk-
an, hin daglega þátttaka í öllu
því, sem gerist og máli skiftir, er
gróandi þjóðlífsins á öllum svið-
um — er lífið sjálft.
Leggið leið yðar um
Hafnarstræti í
EDINBORG
Fullkomnasta
gleruöru og bús-
öhalöauerslun
lanösins.
Óöýrar og uanö
aðar uörur.
Eöinborg
«