Morgunblaðið - 21.12.1933, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1933, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Píano Og Orgel Nokkur stykki til sölu. É Því að bera á sjer tvö rittæki þegar þjer getið fengið l seni er hvort tveggja lindar- penni og blýant- ur. — Wonder er fullkomnasta rit- tækið, en þó frek- ar ódýr. Tilvalin jólagjöf. ifc> !H(aýí8 I'fltöfl fl 05 c3 cö >> kO Sh O <o ‘rS > ?H vo5 ko o5 XU ’> $© ,—i >4 vo5 o> bo 8 w s o5 fl bo fl *+-< w •r—i > bc <o rO ko :0 •r-5 s o5 s <z> xfl o5 bó <D zri -JA) cn o5 kO o bn O cn O C 7 cn fl <D kO o> > o5 C cn ,r~| Ps fl 05 kO bC 05 æ s r* >4 JO s , o5 03 ójO cn cn <D O) A X3 A kO o> s fl m 0> X> .5 2 bo O cS U u ’SS A cS P f-l fl > fð 23* >> <D 05 XO <D ÖO cö fl C4-H w ekki einbver af þeim gramraófönplötum, sem útvarpað var s.l. ár, er þjer vilduð eignast eða P gefa núna um jólin? Lík- legast höfum við hana enn. Stærri og miimi tónverk ^ mestu listamanna lífs og liðinna á Polydor og His Masters Voice ^ og fl. eða aftur á móti allar skemtilegustu og besíu „Rytm“ dansplöt- umar. P Auðvitað getið þið líka fengið Jólasálmana og jóla- söngvana. Þá höfum við alla P Plötulistar liggja frammi til að flýta fyrir afgreiðslunni. Hliððfœrahúsið. Við hliðina á skóbúð Lárusar. HTLHSfifl, Laugavegi 38. Opi8 til kl. 10 í kvöld. hefir aldrei einkent neinn part af Framsókn. Svo var farið að skrifa í blöðin. Tryggvi Þór- hallsson skrifaði 11—12 dálka grein í ,,Framsókn“ til þess að sanna, að hann væri óbundinn af öllu, sem hann hefði sagt og gert. Nýja dagblaðið og Tíminn vildu fyrst ,,skikka“ Tryggva út úr öllum stjórnmálum, en urðu svo að byrja að nöldra. Það gerðu þeir svo eftirminnilega, að fylti tvo „Tíma“ að mestu. ,,Bræður munu berjast“ sann- ast nú á grátbroslegan hátt á þessum fornu samstarfsmönnum að óþurftarverkunum. „Fram- sókn“ berst gegn Framsókn. — Framsóknarflokkurinn berst gegn „Framsóknar“-flokknum, þ.e. bændaflokknum með blað- ið Framsókn. Má mikið vera ef þetta ruglar ekki einhvern af þeim gáfumönnum, sem hafa jfylgt flokknum óskiftum áður. En þeir um það. Eigast þar þeir einir við, að Sjálfstæðismönnum má einu gilda þótt þeir klóri hvor öðrum. Framsókn, gæsalappalaus. Nú mun skemtiskráin vera eitthvað á þessa leið: Jónasar- deildin eða Framsókn án gæsa- lappa, snýr sjer til þeirra flokksmanna, sem eru hneigðir til jafnaðarstefnu og kommún- isma. Þeir ætla að draga að s.ier með því, að láta það opin- bera taka jarðirnar. Þeir snúa sjer yfirleitt, eins og aðrir jafn- aðarmenn, til lítilsigldustu mananna, þeirra, sem vantar manndóm til þess að standa á eigin fótum og vilja sitja í kjöltu mömmu sinnar alla æfi. Það eru „Tímabolsarnir“, sem hjer fara fylktu liði undir fána Reykholtssamþyktarinnar, með einvaldsstjómina í fylkingar- broddi. Þeirra aðal von er sú, að þeir geti slitið atkvæði frá öllum tegundum bolsanna, sem nú standa sjálfir klofnir. Bæði Al- þýðuflokkurinn og kommúnist- ar eru nú klofnir, og þar er því talsvert verkefni fyrir enn eina nýja tegund af bolsum. Að svo miklu leyti, sem þeir geta ekki slitið atkvæðin frá þeim, von- ast þeir svo eftir góðri sam- vinnu. Jafnaðarmenn eiga von í talsverðu af uppbótarþing- sætum, og er hreint ekki að vita nema upp úr þessu krafsi öllu saman geti myndast dálag- legur flokkur, með Sambandið og öll þess sambönd að bak- hjalli. Þetta verður sennilega ekki tiltakanlega gætinn flokk- ur í fjármálum eða sárnákvæm ur að stjórnmálavelsæmi. En hávaðasamur verður hann og kannske ekki svo óskemtilegur. Og með öllum þessum sínum eiginleikum er sennilegt að hann verði allskæður keppinaut ur alþýðuflokks og kommúnista. En ekki ætti þetta að þurfa að verulegum mun að spilla milli þessara flokka. Þeir eru hvort sem er allir nokkurn veginn sama tóbakið, aðeins af ofurlítið mismunandi tegund og styrk- le-ika. ,,Framsókn“ á gæsalöppum. Og þá er það nú „bænda- flokkurinn“, „Framsóknar“- mennimir. Þeir fara nú ekki dult með það til hverra þeir ætla að biðla. Það er bændur, bændur, bændur. I annað sinn eiga bændumir að trúa þeim fyrir sínum málum, og það í sömu ándránni og þeir horfa upp á það, hvernig með þá var farið af sömu mönnum áður. Foringinn er sá sami, hann sem fyrir 7 árum bjó til herópið „alt er betra en íhaldið“, til þess að narra flokk sinn út í samstarfið við jafnaðarmenn. Það er sami maðurinn og sá, sem var forsætisráðherra með stuðningi jafnaðarmanna, gaf þeim kjördæmi og skatta og bein og bitlinga, uppihjelt Jón- asi til þess að hann gæti unnið að því að sveigja bændaflokk- inn inn á stefnu jafnaðarmanna o.fl. o.fl. Það er sami maðurinn, sem enn fyrir fáeinum dögum skrifaði skorinorða grein um það, að nú ætti að taka hönd- um saman við jafnaðarmenn og stóð í samningum við Alþýðu- flokkinn um kauphækkun og annað slíkt. Já, hann hefir ver- ið bændanna maður alla tíð, aldrei annað en bændanna mað ur. Skárra væri það nú ófrjáls- lyndið, ef hann mætti ekki renna augunum til hliðar. Eftir 10—20 ára starf að því, að ná vænum hóp bænda til fylgis við jafnaðarmenn, byrj- ar nú, eftir samviskusamlega' afhendingu, nýr barningur „móti straumnum“. Það er rjett eins og þegar Ameríkuagent- arnir voru á ferðinni hjer áður. Þeir sóttu hóp manna, skiluðu honum til Kanada og lögðu svo af stað eftir nýjum hóp. Þegar búið er að fletta ofan af hinum sanna tilgangi með starfsemi Framsóknarflokksins, og alt er orðið svo uppvíst, að þúsundir bænda hverfa frá, þá er ekki annað að gera en skila af sjer, og hefja nýja 'h'reinræktaða ,bændapólitík“ aftur. Það er vel líklegt, að þessir, sem „fjellu ffá“, náist nú aftur vel flestir. Ekkert mun tilspar- að og ekki er hætta á, að lands ins heill verði látinn standa í vegi fyrir þeim herbrögðum, er gætu aflað flokknum stundar- hagsmuna. — Til dæmis er sí og æ verið áð hringa sig utan um þá hugsun, að fella íslenska gjaJdeyrinn, ef von þætti til þess að það yrði vinsælt í svip. Er alls ekki ósennilegt, að þetta „þjóðráð" eigi að verða aðal kosningabomban í vor. Þó að þeim dytti ekki í hug að framkvæma neitt þess háttar, bá mætti halda því fram fyrir kosningarnar. eViðimenn beita fleiru en góðum og ósviknum mat, og dæmin frá kosningun- um 1927 sýna, að þessum mönn um verður ekki sjerlega óglatt ;if því að ganga frá stefnumál- um sínum þegar þau eru búin að skola þeim á land. Hvað var ekki þá sagt um gengismál- ið, eða um sendiherrann eðai Spánarlegátann og svo margt og margt annað. Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðismenn geta horft með mestu Imgrró á allar þess- Ranpmenn Nokkffir kassar af (ii’á(ík)iiin Konfeklrúsmu enn óseldir. !U1 íll r\ W PBOTOS RTKSUBUR Jólaverð kr. 165.00. Hjá raftækjasölum. ar aðfarir. Það er náttúrlega sárgrætilegt fyrir hina klofnu og sprungnu flokka, að horfa á Sjálfstæðisflokkinn heilan og samtaka. Maður skilur þetta svo vel, og finnur til með þeim. Það er svo sem ekki furða þó að þeir fái bæði ofsjónir og of- heyrnir og birti í blöðum sín- um fregnir af því, að einn og annar Sjálfstæðismaður sje að fara úr flokknum. Þess konar ofsjónir fá t. d. banhungraðir menn. Þeir sjá full trog matar og horfa á steiktar gæsir fljúga sjer í fang, þar sem ekkert er fyrir annað en dauðinn í blá- skel. Sjálfstæðisflokkurinn er sam- ansettur af fjarskyldustu hags- munum. En hann er eini flokk- urinr., sem hefir þoraö að vera demókratískur flokkui frjáís- Jyndur, með lausan taum. Allir hinir flokkarnir hafa keyrt sig í dróma ofstjórnar og harðræð- :r,._ Alþýðuflokkurinn er undir svo voldugu ,,ráði“ að þing- menn mega ekki hafa skoðanir. Kommúnista talar maður ekki um. Framsóknarflokkurinn tók svo þetta sama ráð, að setja alla undir ósveigjanlega harð- stjórn. En Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki látið undan slíkum kröfum. Hann er tengdur sam- an af sameiginlegum áhuga- málum einum. Mismuandi á- hugamál geta auðvitað þar sem annars -staðár togast á. En út- koman verður stefna, sem tek- ur tillit til allra. Stefna og aðferð Sjálfstæðis- flokksins í glundroða þeim, sem nú ríkir, er alveg einföld og augljós: Þjettir saman, ótráuð- ir og sigurvissir. Enginn Sjálf- stæðismaður lætur ginna sig með nýjum flokksheitum, nýj- um veiðiáhöldum. Þessir góðu , pólitísku veiðimenn geta fisk- Lað fyrir sínu eigin landi. — Úr Sjálfstæðisflokknum veiða þeir enga sál. Hitt mun sanni nær, að margur* sem áður hefir fylgt hinum flokkunum, sjái nú í hvernig „selskap“ hann hefir verið, og hverfi þar að, sem hann sjer mest heilindin og best barist fyrir góðum mál- stað. Hjálparmerkin og jólin. Þessar línur eru ritaðar til þess að vekja athygli á hinum svokölluðu hjálparmerkjum, sem gefin voru út á þessu ári til styrktar ýmsum mannúðarmál- um, svo sem slysavörnum, elli- heimilum, barnavernd o. fl. — Eins og kunnugt er fást þessi merki á pósthúsinu og hafa að hálfu leyti gildi sem frímerki á brje'f og bögia, en hinn helming- ur andvirðis þeirra rennur til nefndrar hjálparstarfsemi. Væri vej við eigandi, að menn frí- merktu jólabrjefin og jólasend- ingarnar meo þessum frímerkj- um og stuðluðu þannig að fram- gangi góðs máiefnis, um leið og þeir gleðja vini sír.a og ættmenni. Öll líkindi eru einnig til þess, að þessi hjálparmerki (frimerki) verði mjög dýr með tímanum. komist ef til vill í margfalt hærra verð notuð en nafnverðið er á þeim ónotuðum. Þannig er það um samskonar hjálparmerki hjá öorum þjóðum, að þau seljast hærra verði notuð en önnur frí- merki. Þó því skuli ekki spáð um þessi frímerki, að þau komist í sama háa verð og ein tegund ís- iensk á undan þeim, má til gam- ans og fróðleiks geta þess, að eitt þriggja-aura frímerki gamalt selst nú fyrir kr. 17.50 á erlend- um og innlendum frímerkjamark aði, og hefir jafnvel komist upp í kr. 80.00 stykkið. Annað 10- aura frímerki má nú selja í Þýskalandi fyrlr 400 ríkismörk (600 ísl. kr.). Það eru fyrir- hyggjumenn, sem tryggja sjer eða sínum svo vaxtahá verðbrjef. Lárus Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.