Morgunblaðið - 21.12.1933, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1933, Blaðsíða 12
12 MOJRGUNBLAÐIÐ Áður en þ jer endanlega ákveðið jólagjöfina ættuð þjer að líta á úrvalið hjá okkur af konfekt-skrautöskjum, vindhun og reykjarpípum. — Róma. Laugaveg 8. Olympía?*1 Fallegar og ódýrar vetrarkápur, einnig fallegir dagkjólar og samkvæm- iskjólar. Sigurður Ouðmunflsson. Laugaveg 35. Sími 4278. Hinn mikli þjóðvegur í Mexíkó. Innan fárra mánaða verður fullgerður hinn mikli þjóðveg- ur sem verið er að leggja frá Laredo í Texas í Bandaríkjum, alla leið suður til Mexico City, höfuðborgar Mexico, en þjóð- vegur þes^i verður um 800 enskar mílur á lengd, og ligg- ur víða um sjerkennilega fögur hjeruð, enda er búist við, að hann verði afar mikið notaður af ferðamönnum, einkanlega muni Bandaríkjamenn nota hann mikið til bifreiðaferða til Mexico. — Kunnur amerískur blaðamaður, William G. Shep- herd, sem á ófriðarárunum var styrjaldarfregnritari tímaritsins Colliers Weekly, hefir fyrir skömmu skrifað skemtilegar blaðagreinar um fyrirtæki þetta og hjeruð þau, sem hann liggur um. Undir eins og kem- ur suður fyrir Rio Grande, sem skilur Mexico frá Bandaríkjum, segir Shepherd, mun ameríska !ferðamanninum, sem fer þessa :Ieið, finnast að hann sje kom- ! inn í undraland, svo .fagurt ,og sjerkennilegt sje á þessum Islóðum. „Þessi þjóðvegur Mexi- | cobúa er í rauninni jafnframt !nokkurs konar gjöf til þeirra, sem byggja Norður-Ameríku“, segir Shepherd, „og hann er hluti hins mikla þjóðvegar, er á að ná alla leið frá Kanada suður Bandaríkin og Mexico og eftir endilangri Mið-Ame- ríku til Suður-Ameríku, um lönd tólf þjóða“. — „Þegar frá Laredo er farið, liggur veg- urinn í þráðbeinni línu 45 míl- ur enskar og mun hvergi í heim inum vera slíkur vegur sem þessi jafnlanga leið, án þess nokkur bugða sje á. Þegar kom ið er suður fyrir Monterry fer landið hækkandi og þar sem hæst er, liggur vegurinn í 8600 feta hæð yfir sjávarflöt. Yfir- borð vegarins er ekki alls stað- ar steypt, en vegurinn er hvar- vetna breiður og góður“. (UP —FB.) "vÉIÍII Hertoginn af Guise. Konungssinnarnir frönsku hafa viðurkent Jean hertoga af Guise sem ríkiserfingja þar, ef Frakkland skyldi aftur gert að | keisararíki. Nýlega gaf hann út ! ávarp til þjóðarinnar um það, | að hverri þjóð sje það nauðsyn- legt að hafa einveldi. Hann sjest hjer á myndinni til hægri. Hverfur handaband úr sögunni? f ítalska blaðinu ,Corriera dellal Sera“, er meðal annars komist þannig að orði í grein einni: Og þá munu nútímamenn, að dæmi fasistií láta af hinni heimskulegu og sóða legu venju að kveðjast með handa bandi. — Parísarblaðið Notre Temps tekur efni þetta Hka til meðferðar og segir í greinarstúf að lýðræðisríkin hafi orðið þrælar þessa óskiljanlega kveðjnmáta. — Höf. greinarinnar mælir með því, að menn taki heldur upp kveðju- Vatnsvsitan. LOKUN! W Fimmtndaginn 21. þ. m. iverdnr --- MWT”-- «BBÉ! lokað fyrir vatoið f þeim hlnta anstnr- hæfar, snnnan Langavegar og vestan Hringbrantar, sem venjnlega verðnr ekkl fyrir vatnsskorti. Lokað verðnr frá kl. 2-5 e. h. Takið ekki vatn frá að áþðrin! Þennan tfma verðnr reynt að koma vatni npp á Skélavðrðnhæðina. Ibnar þar ern beðnir að athnga að vatns- kanar sjen ekki stððngt opnir. Reykjavik, 20. áes. 1933. BæjarverkfræðingDr. hátt fasista. Hann segir fyrir sig! að hún s.je sj'erstakl’ega karl- að sjer finnist það beinlínis óvið- í mannleg’- kunnanlegt að þurfa að taka í Litasamræmi. hendina á fólki. Hann lýkur máli j Stórt verslunarhús í Chicago- sínu með því, að segja, að hann auglýsti þannig: 50 ranðliærðar dáist að kveðju fasista, ekki að! afgreiðslustúlkur geta fengið at- eins af því að hún sje auðveld j vinnu í „Bláa erninum'1'. A. v. á- framkvæmda, heldur og af þvílo. s. fi-v. Grand-Hótel. 6. sagði Kringelein. „Yfirforstjórinn okkar, Preysing, til dæmis, férðast eitthvað á hverju ári. Nýlega var hann í St. Moritz. í fyrra um páskaleytið með alla fjölskylduna á Capri. Það hlýtur að vera stórkost- legt. . . “. „Eruð þér heimilisfaðir?“ spurði Otternschlag læknir og lagði frá sér blaðið. Kringelein hugsaði sig um eitt augnabiik og svaraði.: „Nei“. „Nei“ endurtók Otternschlag, og orðin urðu í munni hans, eins og einhver ór.júfanleg skipun. fyr en í maímánuði“, tautaði hann, og Kringelein „Það kvað vera svo falleg borg“. Otternschlag, sem rétt í þessu bili hafði sýnt inni- l^gan áhuga, virtist nú vera að sofna. Hann fekk oft á dag þessi máttleysisköst, sem hann gat ekki varist nema með skaðlegum meðulum, sesn. hann neytti í laumi. „Þér skuluð ekki fara til Parísar fyr en í maímánuði“ tautaði hann, og Kringelein flýtti sér að svara: „Svo langan tíma hefi ég ekki til umráða“. Allt í einu yfirgaf Otternschlag iæknir hanii. „Eg ætla að fara upp og leggja mig“, sagði hann, fremur við sjáifan sig en Kringelein, sem varð eftir með bréfin sín í hendinni. Blaðið, sem læknirinn hafði verið að fitla við, datt á gólfíð. Á það voru teiknaðar f jölmargar mannamyndir, en yfir hverja mynd var dreginn feitur kross. Kringelein gekk út úr lestrarsalnum, dapur í bragði. Hann dró fæt- urna eftir gólfábreiðunni og gekk hálfvandræða- legur í áttina til borðsalsins, en þaðan heyrðist lág- ur, taktfastur hljóðfærasláttur um allt gistihúsið. II. Tjaldið féll og dálítill dynkur heyrðist, er járn- stöngin lenti í ‘leiksviðsgólfinu. Grusiskjafa, sem hafði sveimað innan um ungu stúlkurnar, létt sem blóm, hnipraði sig stynjandi framan við fremsta leiksviðsvænginn. Án þess að hugsa nokkuð, hélt hún sér dauðahaldi í sterkan handlegg leiksviðs- þjónsins og greip andann á lofti, eins og hún væri særð. Svitinn rann í djúpum hrukkum undir augun- um. Lófatakið heyrðist dauft eins og rigning í fjarska, en snöggiega kom það nær, er tjaldið fór aftur upp. Þreyttur maður, sem stóð hinumegin við sviðið, dró það upp með stórri sveif. Grusinskaja setti upp áhorfendabrosið og dansaði fram að fót- lömpunum til þess að þakka. . . . Gaigern, sem hafoi iátið sér ieiðast undir drep, skellti þrisvar saman höndunum, af eintómri kuri- eisi og tróð sér út úr sætaröðinni á framgólfinu, og út að einum troðfullu dyrunum. í fremstu röðinni og á svölunum voru enn nokkrir, sem höfðu þol til að æpa og klappa, en þeir, sem aftar sátu, ruddust út að fatageymslunum. í augum Grusinskaju uppi á leiksviðinu var þetta eins og flótti í ofboði, þegar öll hvítu skyrtubrjóstin, allir baksvipirnir á karl- mönnunum og skrautkápurnar á kvenfólkinu streymdi út . . . alt í sömu áttina. Hún brosti, reygði höfuðið aftur á bak á hálsinum, sem var grannur sem blómstöngull, hoppaði til hægri og vinstri og teygði fram handleggina í kveðjuskyni til áhorf- endanna, sem voru að fara. Tjaidið féll og fór upp aftur. Danskórinn stóð enn í óbreyttum stellingum. Hann vissi hvað við átti. „Upp með tjaldið, upp með tjaldið!“ æpti dansstjórinn Pimenoff, eins og hann ætti lífið að leysa. Það var hann, sem átti að stjórna þessum sigri. Það gekk allt of seint. Mað- urinn með stóru sveifina þrælaði eins og vitlaus maður. Fáeinar persónur, sem voru komnar alveg út að dyrum, staðnæmdust, brostu sviplaust og klöppuðu. Einnig var kiappað í einni stúkunni. — Grusinskaja benti á ungu stúlkurnar, sem stóðu kringum hann eins og gyðjur í grisjuhjúpum; með áberandi hæversku ýtti hún hinum vesaldarlegu fagnaðarlátum frá sér og til þessarra ómerku per- sóna. Örfáir komu aftur inn í salinn, sem höfðu þegar farið í yfirhafnir sínar, og gerðu að gamnl sínu yfir þessu atriði. Gamli Witte, hljómsveitar- stjórinn, var niðri á sínum stað og grátbað menn sína, sem voru þegar farnir að ganga frá hljóðfær- unum, að fara ekki alveg strax. ,Enginn má fara ennþá“, sagði hann, og var í einu svitalöðri. „Eng- inn má fara, mínir herrar. Ef til vill þurfum við aö enriurtaka vorvalsinn“. „O, verið þér alveg óhræddur“, sagði einn blás- arinn. „Það verður ekki neitt úr endurtekningum í þetta sinn. Við erum bunir í dag. Nú, hvað sagði ég ekki?“ Og í raun og veru dó lófaklappið út.. Grusinskaja rétt náði í að sjá breitt háðsbrosið á andliti blásarans fyrir neðan sviðið, áður en tjaldið- lokaði milli hennar og áhorfendasviðsins. Þá þagn- aði íófaklappið allt í einu, og þessi snögga þögn var rétt eins og ógeðslegt gapandi op. Dansmeyjarnar heyrðust klóra í gólfið með silkitánum. „Megum við fara?“ spurði fyrsta dansmærin, Lucile Lafitte Grusinskaju á frönsku, en húnsneri að þeim hvft- máluðu bakinu, sem titraði. „Já, farið þið . . . farið þið fjandans til, allar sam- an“, svaraði Grusinskaja á rússnesku. Hún ætlaði að æpa það upp, en það kom fram eins og hósti eða snökt. Dansmeyjarnar flýttu sér út, hræddar. Fót- lamparnir voru slökktir, og í tvær sekúndur stóð Grusinskaja einsömul á sviðinu, og skalf í daufu. birtunni, sem þar var nú. Snögglega heyrðist Idjóð, sem var líkast því, er kemur þegar grein brotnar eða hestur skellir fæt- inum á bikað strætið — hljóð, sem ekki var vel hægt að gera sér grein fyrir, hvað væri. . . Úti á tómu áhorfendasvæðinu stóð maður og klappaði aleinn. En hér var ekkert kraftaverk að gerast, heldur var þetta auglýsiugaráðsmaðurinn Meyerheim, sem gerði síðustu tilraun til að bjarga kvöldinu, í fífl- dirfsku örvæntingarinnar. Hann barði saman lóf- um og beitti öllum kröftum sínum og eldmóði, og árangurinn var líka eftir því, en jafnframt leit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.