Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þróun stjórnmálanna. Sljettaflokkar verða altaf tftl bölvunar. : rftojf rrH'V *f' ■ Tvær stefnur. jPtorgimBlafcifc Crtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Ritstjörar: Jön KJartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjörn og afgreitisla: Austurstrœti 8. — Stml ltðO. Augrlýsingastjöri: E. Hafbergf. AuKlýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Stmi J700. Helmaslmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr StefAnsaon nr. 4220. Árnl Óla nr. 304i. E. Hafberg nr. 3770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & aa&nuOl. Utanlands kr. 2.50 á mánuOl. í lausasölu 10 aura elntakll. 20 aura meS Lesbök. Utan gátta. Svafar Guðmundsson virtist hafa lent utan gátta í stjórn- málunum við það að Samband- inu tókst að ljetta honum af fóðrunum, með því að fá hann skipaðan í skilanefnd síldar- einkasölunnar. Þó vildi Svafar hafa allar dyr opnar. Hann gerðist því útgáfu- stjóri tveggja blaða, Framsókn- ar og kosningableðilsins hjer í bænum. En svo skildu leiðir þessara blaða og Svafar lenti utan gátta aftur. Og nú var Svafari það Ijóst orðið, að skilanefndin myndi ekki fá óáreitt að starfa mörg árin ennþá, á fullum launum. Þess vegna var tími tii kominn, að sýna pólitískan lit aftur. Svafar er nu byrjaður að skrifa í Framsókn. Og ennþá lendir hann utan gátta, því að hann velur sjer það efni til að skrifa um, sem hann enga þekk- ingu hefir á og engan vilja tii að fara rjett með, þótt þekkingin væri fyrir hendi. Svafar þykist vera að skrifa irtn sögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sú saga er endileysa frá byrjun til enda. Nær hefði Svafari vissulega verið, að skrifa sögu skilanefndarinnar frægu. Þar hefði hann átt að geta far- ið rjett með. Sem dæmi um það, hve ger- samlega utan gátta Svafar er í þessum skrifum, skal aðeins minst á eitt atriði í ritsmíð hans. Hann er að blaðra um Sogs virkjunina og hitaveituna, senr Sjálfstæðisflokkurinn berst nú fyrir. Hann hefir heyrt, að bæði þessi fyrirtæki kosti til samans 11—14 milj. kr. Hver á að borga þetta? spyr Svafar. Er það ríkis$jóður, sem á að borga? Nei; Svafar Guðmundsson. Bæði þessi fyrirtæki, Sogsvirkj- unin og hitaveitan eiga að borga sig sjálf. Ríkissjóður þarf áreið- anlega engar áhyggjur af þeim að hafa. Framtíðin mun sýna það, að Sogsvirkjunin og hitaveitan munu ekki aðeins sjálf endur- greiða til fulls allan sinn stofn- kostnað, heldur munu þau auk þess gefa stórfeldan arð, þegar fram líða stundir. Svafar Guðmundsson ætti að átta sig betur á hlutunum, áð- ur en hann fer að skrifa aítur Og best færi á, að hann held:: sig eingöngu að skilanefndar- starfinu — því ekki mun af veita. Stjettaflokkar. Tryggvi Þórhallsson virðist undrandi yfir því, að Morgnn- blaðið sknli vara kjósendur Sjálf- stæðisflokksihs við honuln og öðr- um, sem nú eru komnir á bænda- veiðar að nýju. Skoðun Tr. Þ. er þessi: Þar sem jeg hefi nú gengist fyrir stofnun Bændaflokks, hljóta allir bændur landsins að fylkja sjer um þenna flokk; ella vinna þeir á móti sínum eigin hagsmunum_ Enda þótt svo kunni að vera, að ásetningur Tr. Þ. og annara Bændaflokksmanna sje einlægur, þannig að þeirra ætlan sje að mynda hreinræktaðan bænda- fiokk, sem hefir bændapólitík og ekkert annað á dagskrá sinni, er . það sannfæring vor, að slík flokks j myndun yrði bændum landsins til | ills eins. íislenskir bændur eru þannig settir, að þeir eiga allan sinn hag undir náinni samvinnu og sam- starfi við aðrar stjettir þjóðfje- lagsins. Lítum t. d. á afurðasölu bænda. Ekkert er bændum jafnáríðándi og það; að geta notið sem mest markaðs í bæjunum. Framtíð land búnaðar vors byggist blátt áfram á því, að markaðurinn innan lands blómgist og eflist. Fari nú svo, að myndaður verði harðsnúinn og þröngsýnn stjettar- flokkur bænda, sem telur sig ekki g'eta átt samleið í stjórnmálum með öðrum stjettum þjóðfjelags- ins, er ekkert líklegra en afleið- ingin verði sú, að í kaupstöðunum myndist einnig stjettaflokkar, til þess að gæta hagsmuna þeirra, er við sjóinn búa. Afleiðing slíks yrði stjettarígur og jafnvel stjettahatur, verslun- arstríð og allskonar óáran, engri stjett til góðs, en þjóðarheildinni til stórrar bölvunar. Bændurflokkur var áður. stofnaður. En þó að Tryggvi Þórhallsson skrifi nú mikið um nauðsyn þess, áð bændur landsins fylki sjer uin þann flokk, sem hann hefir geng- ist fyrir að stofnaður yrði, vegna þess að flokkurinn er skírður Bændaflokkuur, hefir Morgunbl. eng'a trú á, að hann verði fastur á því svellinu nú, fremur en endranær. Tr. Þ. skýrði sjálfur frá því nýlega í ,,Framsókn“, að hann hefði fyrir 16 árum gengið í Framsóknarflokkinn — „af því að hann var bændaflokkur“. — Hann kvaðst einnig hafa verið ritstjóri Framsóknarflokksins í 10 ár, ráðherra í 5 ár og þingmaður hans í 11 ár — „af því að hann var bændaflokkur". Já; það vantaði vissulega ekki l „bændaflokkinn" — í orði kveðnu a. m. k. En hvernig fór? Eftir að hafa verið 16 ár í : „bændaflokknum“, þar af ritstjóri í 10 ár, ráðherra í 5 ár og þing- maður í 11 ár, vaknar þessi ötuli og árvaki bændaforingi loks við þann vonda draum, að „bænda- flokkurinn' ‘ er ekki lengur til — hann er horfinn yfir til sósíal- istanna! Dettur nokkurum manni í hug, að Tr. Þ. sje svo blindur, að hann hafi ekki sjeð það fyr en nú, hvert stefndi hjá Framsóknar- flokknum ? Nei; Tryggvi Þórhallsson. Það er ekki til neins fyrir yður, að ætla að telja bændum landsins trú um, að þjer hafið ekki sjeð fyrir hvert stefndi. Alla yðar stjórnartíð ljetuð þjer sósíalista ráða gerðum yðar og yðar ráðuneytis. Þjer hafið sjálfur nýlega látið skýra frá því í umburðarbrjefi til bænda víðsvegar um land, að þjer hafið öll árin, 1927, 1928, 1929 og 1930 keypt sósíalista fyrir fje alþjóðar, til þess að geta se|ið við völdin. 011 þjóðin stynur nú undan afleiðingum þessa illræmda stjórnarfars. Á aukaþinginu í vetur voruð það ekki þjer, Tryggvi Þórhalls- son, sem komuð í veg fyrir nýtt verslunarhneyksli á Alþingi. Þjer voruð reiðubúinn að styðja stjórn með sósíalistum, en það strandaði á flokksbræðrum yðar, Jóni í Stóradal og Hannesi á Hvamms- tanga. Með þessa fortíð hljótið þjer að skilja, að þeir verða margir sem tortryggja yður nú, þegar þjer komið á bændaveiðar aftur. En hvað sem fortíðipni líður, er sjálfsagtj að fagna þyí, að til voru menn í Framsókn arfI ok kn - um á síðasta þirigi, sem höfðu þrek til þess að segja skilið við hina grímuklæddu sósíalista, sem öllu rjeðu í flokknum. Eiga þessir menn skilið þakkir fyrir fram- komu sína. Þróun stjórnmálanna. Um nokkurt skeið hefir þróun stjórnmálanna verið sú hjer á landi, að hinar ráðandi stefnur hafa verið tvær, stefna Sjálfstæð- flokksins annars vegar og sósíal- ista hins vegar. Margt. bendir til þess, að þjóðin sje einmitt nú að greinast í þessar tvær höfuðstefnur. Framsóknarflokkurinn, með Jón as Jónsson í broddi fylkingar, fer nú yfir t.il sósíalista. Þar á hann heima og hefir altaf átt; því að sannleikurinn er sá, hvað sem Tr. Þ. segir, að Framsóknarflokk- urinn hefir aldrei bændaflokkur verið. Hann hefir altaf verið pólit- 5tyrjölöin í Flusturríki 5tjórnarliðinu ueitir betur uíð- ast hvar. Stórbyggingar, sem jafnaðarmenn höfðust uið í, sprengðar í Ioft upp. Kalundborg 13. febr. F. Ú. Barist um Unz. í Linz náði stjómarherinn yf- irtökum þegar í gærdag og voru jafnaðarmenn þeir, er þátt tóku í bardaganum, hraktir út úr borginni. í dag hafa þeir tekið sjer stöðu á hæðum nokkrum ut an við borgina, en þangað eru nú á leiðinni 3 herfylki Heimwehr manna sitt úr hverri áttinni. I nálega öllum borgum Austurrík is hefir verið barist meira eða minna í dag, og hafa jafnaðar- menn enn á valdi sínu nokkrar opinberar byggingar. Með hlífðarlausri hörku skal uppreisnin bæld niður. Varakanzlari Austurríkis til- kynti í dag opinberlega, að bar- áttunni yrði haldið áfram með hlífðarlausri hörku svo að ró og friður skyldi á ný verða kominn á fyrir kvöldið. I miðhluta Vínarborgar hafa nú ríkisherinn og lögreglan al- gerlega náð yfirtökum, en barT ist hefir verið í dag í ýmsum út- hverfum borgarinnar, þar sem jafnaðarmenn höfðu búist um í þúsundatali í hinum nýju verka mannabújst(j|ðum. — Þar, sem lögreglan hefir orðið yfirsterk- 'ii i, hefir verið unt að setja ljósá kerfi borgarinnar í garig, en víg girðingar eru víðsvegár í götum oy. sporvagnaumferð sama sem cngin. — Þrjár stórbyggingar, sem jafnaðarmenn höfðust við í. voru sprengdar í loft upp síðast- liðna nótt. 1 bardögum þessum hafa ver- ið notaðar allar tegundir vopna: vjelbyssur, handsprengj ur, gas, brynvagnar og lögreglu flugvjelar eru nú á sveimi yfir þeim stöðvum, þar sem jafnað- armenn hafa búist um, til þess að njósna um atferli þeirra. Um hádegisbi! ljet stjórnin útvarpa boðskap til þjóðarinnar, þar sem hún tilkynnir, að verkfalls+il- raunir jafnaðarmanna hafi end að í fullkomnu fálmi og að þesv.- ískur afleggjari frá sósíalistum. Flokkurinn reyndi í lengstu lög að fela þetta fyrir þjóðinni. En nú hefir hann kastað g'rímunni og getur því ekki lengur blekt kjósendur. Það er öldungis víst, að kjós- endur Framsóknarflokksins hverfa nú í stórum hópum frá þeim flokki. Þessa kjósendur hugsa þeir Bændaflokksmenn sjer að veiða, og þeim tekst það vafalaust að einhverju leyti, fyrst í stað. En þegar fram líða stundir munu þessir kjósendur, sem aðrir, sjá það, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í landinu, sem hefir hreina stefnu gagnvart só- síalismanum. Hann er líká eini flokkurinn, sem berst fyrir hags-! munum allra stjetta þjóðfjelags-1 ins. Þess vegna er hann flokkur framtíðarinnar. ari baráttu muni ekki veröa ljett, fyr en búið sje að reka hina ,,rauðu glæpamenn“ úr síðasta hreiðri sínu. — Foringjar jafnaðarmanna teknir fastir og verður stefnt fyrir herrjett. Foringjar jafnaðarmanna hafa unnvörpum verið teknir fastir og ganga fregnir um, a5 þeim muni verða stefnt fyrir herrjett. — Dr, Karl Seitz fyr- verandi borgarstjóri í Vien var settur af embætti sínu á laug- ardaginn var og handtekinn í gær, en síðdegis í dag kemur fregn um það, að hann haíi fengið slag í fangelsinu og sje nú dáinn. — Einstaka jafnaðar- mannaforingja er getið, sem tekist hafi að flýja til Tjekkó- slóvakíu. Engin vissa er enn um það, hvað margir hafi fallið í þessari borgarstyrjöld. — Eru nefndar tölur t. d. frá 200—500, en vitað mál, að þúsundir manna hafa særst. — í útlendum blöðum er að von- um mjög rætt í dag um borgara- styrjöldina í Austurríki. — Eru þýsku blöðin sammála um, aS Dollfuss eigi sök á þessum at- burðum og hafi hann með fávís- legri og ranglátri stjórnmála- stefnu sirini steypt þjóð sipni út* í blóðuga styrjöld. Annars kveður víðsvegar við þann tón, að þessir atburðir í Austurríki komi vonum seinna, en að Doll- fuss muni með tilliti til þess sem undanfarið hefir gerst í Frakk- landi ha% talið heppilegt |að láta nú til skarar skríða, svo að ekki yrði nema um tvent að velja, einræði austurrísku stjórn arinnar annars vegar eða inn- limun í Þýskaland og yfirtök þýskra nasista hinsvegar. Nazistar hafa ekki látið neitt til sín taka. Eftirtektarvert þykir það, að í öllum þessum óeirðum hefir lítið borið á austurrískum Nas- istum og er talið, að þeir hlíti þar fyrirmælum frá Þýskalandi um það, að láta ekki dragast inn í þessar óeirðir, nema sem allra minst. Vínarborg 13. febr. United Press. F.B. Enn er barist víðsvegar í Aust urríki. — í Vínarborg var um tíma barist á tu^tugu stöðum samtímis. — Víða, þar sem jafn- aðarmenn höfðu öflugar vamar stöðvar voru fallbyssur not- aðar í sókninni gegn þeim, m. a. á Karl Marx Hof. — í Linz verjast jafnaðarmenn enn stjóm arliðinu. Starhemberg, höfuðs- maður Heimwehrmanna, hafði þar sjálfur á hendi stjóm liðs síns. Að afstaðinni fallbyssu- skothríð gerði heimwehrliðið á- rás á Bruck. í sumum borgum hefir verið barist á götunum og hefir stórskotalið verið sent til þeirra borga, sem enn er barist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.