Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 8
1 MGRGUNBLAÐIÐ 9 I Smá-auglýsingar| Viðgerð á barnavögnum fæst af- greidd á Laufásveg 4. Sími 3492. Öskupokar fást í stóru úrvali á Bókhlöðutíg 9. Herbergi til leigu. Bað fylgir. Bankastræti 7. Leví. Pantið páskafötin tímanlega. Mjög fjölbreytt sýnishornasafn nýkomið í Bankastræti 7. Leví. M uiiið Þjófnaðartryggingarnar. Upplýsingar á Vátryggingarskrifstofu Sígfásar,Síghvatssonar Lækjargötu 2. Sími 3171. Rfúpur. Norðlenskf dilkakjöt, hangikjöt íslenskt smjör, egg og margt og margt fleira. Jóhannes Jóhannsson (Jrundarstíg 2. Sími 4131. 1 miðdagsmattnii: ófrosið dilkakjöt, saltkjöt, hangikjöt. Beykt bjúgu, miðdags- pylsur, kjötfars, nýlagað daglega. Það besta, að allra dómi, sem reynt hafa. Veislun'FI H Sveins lóhannssnnar. BergstaBaatræti 15. Simi 2091. Odýrt hveiti, Alexandra, í 50 kg. sekkjum á 13.35. I smápokum. mjög ódýrt. Enn- Sremur íslenskt bændasmjör, ísl. og útlend egg; ódýrast í Vsrsl. Biðrninn. Frægur kappakstursbíll. Þessi mýnd er af hinum fræga kappakstursbíl Kaye Dofns „Silf- urkúlunni“, sem kappakstursmað- urinn .Jack Field hefir nú tekið við, og- ætlar að reyna að setja nýtt met í vor. Á Katrínarmessu er það sið- ur í París, að ungu stúlkurnar mega rjúka á hvern mann á götu og kyssa hann. Nota þær sjer þessi kvenrjettindi óspart, og sjálfir lögregluþjónarnir komast ekki undan ástleitni þeirra. Það verður ekki með sanni sagt um Austurlandaþjóðir að þær sje þrifnar og hugsi mikið um heil- brigðismál. Þar eru þó Japanar undantekning, því að þeir leggja meiri rækt við heilbrigðismálin lieldur en margar Kvrópuþjóðir. Á hverju ári er haldin þar svonefnd ,,heilbrigðisvika“ og er þá safnað I f je um alt land til styrktar heil- brigðismálunum og ungar stúlkur útbýta ritlingum um það hvernig menn eigi að varðveita heilsu sína. Er hjer mynd frá „heilbrigðisidk- nnni“ í Tokio. 1 viðurkenningarskyni fyrir á- liuga japönsku þjóðarinnar á heil- j brigðismálum, hefir Rorkefeller- ■ stofnunin nýl. gefið henni 4 milj- j ónir yen til heilhrigðsmálanna. Besta stjórnin. Sá er best fall- inn til að stjóma, sem síst vill takast þann vanda á hendur. Hann liefir að minsta kosti ábyrgðartil- finningu og' þekkir vandann. Plato. Konan: Þið karlmennirnir eruð óþolandi. Þið hugsið ekki um að klæða ykkur nema eftir því, sem ykkur finst best henta. Við kon- urnar höfum þó altaf tilgang með því livernig við klæðum okkur. Við klæðum okkur til þess að storka liver annari. 1 4 4 Hqlmblaðs - spll ertí víð hæfí allra spílamanna. * ♦ Nýju bækumar: Sögur frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00. Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00. Sögur handa bömum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50. Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fomritafjelagsins, ib. 15.00* Bókaverslnn Sigf. Eymnndssonar ogBókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34. Happdrættl Háskóla Islands Með því að fá hæsta vinning á sama númer í hverjum flokki er hægt að vinna á einu ári 185000 krónar. Fjórðungsmiði kostar 1 kr. 50 au. í hverjum flokki. Á fjórðungsmiða er hægt að vinna á einu ári 46250 krónur. ■Jífl Vínníngarnír era skatt- og titsvarsfrjálsír,. Grand-Hótel. 32. húsameistarans viljað hafa sléttan flöt; og þar var lieldur enginn gluggabrún, og baðherbergið lá ein- mítt yfir að húsagarðinum, þar sem baróninn hafði sést forðum vera að athuga loftnetið. En strax hinu- megin við sléttan múrinn tóku við mjóu járntein- amir, sem voru í grindverkinu utan um svalirnar á nr 68. Gaigern stundi lágt er hann stóð á síðasta útskot- inu, sem gaf honum fótfestu á slétta múrfletinum; hann blístraði og bölvaði í hálfum hljóðum. Lær- vððvar hans titruðu og fótliðir hans fengu þunga kippi af áreynslunni. Annars var hann ánægður með framgang sinn og öll atriðin, sem hann hafði áaötlað hundrað sinnum fyrirfram, stóðu heirna. Gaigern var sem sé í fullkomnu skjóli fyrir stór- «orgar-maulraþúfunni fyrir neðan, svo var fyrir ð þaklca sterku Ijóskösturunum, sem hótelið hafði . ýlega skreytt með framhlið sína. Ef litið var upp, rðu menn fullkomlega blindaðir af hvítu ljósgeisl- u.um. Það var gjörsamlega ómögulegt að sjá litla, ökkbláa manninn, sem klifraði eftir veggnum, bak :ð þessa geisla. Gaigern hafði lært þetta bragð af >framanni í fjölleikahúsi einu — sá maður hafði nnig blindað áhorfendur með slíkum ljóskastara, ÍUÍ en hann gerði töfrabrögð sín við dökka flauels- iktjaldið: sagaði kvenfólk sundur í miðju og lét ripagrindur svífa yfir sýningarpallinum. Gaig- • a horfði niður á götuna, meðan hann var að hvíla ý bak við annan 1 jóskastarann; hann hallaði sér ún og hélt niðri í sér andanum. Hann hafði ekkí \ :und af svima, en fann aðeins til þessa yndislega spennings í slagæðunum undir hönskunum — sem fjallgöngumenn finna svo oft til. Sívali turninn í Ried, höll Gaigernættarinnar, hafði verið hærri. „Þrítindurinn" í Týrólölpunum hafði heldur ekki verið lambið að leika sér við. Og þessi hálf þriðja stika, sem eftir var að svölunum var heldur ekki auðveld leið að komast, en þó mátti hugsa sér verra. Gaigern hætti að líta niður; leit nú heldur upp á við, það sem það var. Rétt fyrir ofan hann skein hreyfanleg ljósauglýsing á þakinu: rafmagnslamp- ar, sem ólguðu út úr glasi eins og froða. Himininn var ekki til, heldur endaði heimurinn rétt fyrir of- an þökin, þræðina og loftnetin. Gaigern hreyfði * fingurna innan í hönskunum — þeir klesstust sam- an; líklega blæddi úr þeim. Hann prófaði andar- drátt sinn — og hann reyndist vera í lagi. Hann tók saman þá krafta, sem hann hafði, þandi sig og þaut eins og flugfiskur út í tómið. Loftið hvein fyr- ir eyrum hans og svo hékk hann í teinunum á svöl- unum, sem nístu hendur hans með brúnum sínum. Hann hékk þannig augnablik með ákafann hjart- slátt, síðan vó hann sig upp, komst inn fyrir grind- urnar og lét sig detta. Jú, það stóð heima: nú lá hann á svölunum fyrir framan herbergi Grusin- skaju. „Fínt“, sagði hann ánægður við sjálfan sig og lá fyrst kyrr á steingólfinu í litlu svölunum. Hann dró andann með opnum munni, heyrði flugvél fyrir of- an sig og sá ljósin á henni þjóta í gegnum rauðleit skýin yfir stórborginni. Neðan af götunni heyrði hann þungt skröltið — því rétt sem snöggvast gleymdi hann allri þreytu. Bílhornin skattyrtust um það, hver skyldi aka á undan — því mannvina- sambandið hélt einmitt fund í litla salnum, þetta kvöld, og fjöldinn allur af kvöldkápum komu skríð- andi út úr vagnadyrunum, eins og gylt skordýr, og gengu síðan þrjú þrep upp að inngangi nr. 2. „Guð minn góðuur, hvað mig langar í sígarettu“,. hugsaði Gaigern með ofþreyttu taugamar, en slíkt þýddi lítið að láta sér detta í hug. Hann strauk af sér hægri hanskann, þar sem hann lá og tók að> sjúga út úr skurðinum í vísifingrinum, því ekki þýddi honum að vinna með blóðuga fingur. Hann gleypti gramur í sig málmbragðið, og hann fann tiL þæginda á léttklæddu bakinu af því að liggja á svölu steingólfinu. Út á milli teinanna kring um svalirnar mældi hann veginn, sem hann hafði far- ið og tók að hugsa um hina erfiðu ferð til baka. Hann hafði með sér kaðal. Á eftir yrði hann að binda sig við svalirnar og sveifla sér síðan til baka « eins og dingull. ,, Góða ferð“, sagði hann við sjálf- an sig með hinum kurteislega liðsforingjatón, sem. hann átti eftir frá sinni fyrri tilveru. Hann setti uppi hanskana, eins og hann ætlaði í einhverja hátíðlega: heimsókn og gekk af svölunum inn í herbergi Grus- inskaju. Hurðin hreyfðist ekki, aðeins tjaldið bifaðist til, og tíglagólfið var þögult og vingjarnlegt. Inni í tóma herberginu tístu tvö úr, og annað hér um bil helmingi óðar en hitt. Þarna var áberandi ilmur, sem minnti á jarðarför og bálstofu. Ljósauglýsingin beint á móti kastaði þríhymdum ljósbletti á gólfið, rétt að röndinni á ábreiðunni. Gaigern tók fram vasaljós sitt, eitt þessara litlu, ódýru, sívölu vasa- ljósa, sem léttúðugar eldhússtúlkur eru vanar að nota, og lýsti varlega um herbergið. Svo var fyrir að þakka hinu stutta samtali, er hann hafði átt við Suzette, þá mundi hann alveg hvernig húsgögnun- *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.