Morgunblaðið - 14.02.1934, Page 6
6
Borgarritari.
Nýtt embætti, sem er
nauðsynlegt, en hefir
ekki aukin útgjöld i
för með sjer.
Borgarstjóri hefir komið fram
með frumvarp við samþykt nm
atjóm bæjarmálefna í Reykjavík.
Samkvæmt því á að stofna nýtt
embætti, borgarritaraembætti. Á.
borgarritari að vera embættisgeng-
tbi lögfræðingur og standa beint
ondir borgarstjóra og ganga í
hans stað nema það sje öðrum
falið. Hann skal hafa á hendi
stjómina á innheimtu bæjargjalda,
omsjá sjerstakra sjóða bæjarins og
störf skrifstofustjóra að því er
kemur til fjármála, fasteignamála
og þeirra annara mála, sem ekki
era lögð undir skrifstofustjóra fá-
tækramála og fjelagsmála. Hann
skal og flytja mál bæjarins fyrir
undirrjetti, nema málflutningur
sje í einstökum tilfellum falinn
öðram sjerstaklega.
í greinargerð segir svo:
Snemma á árinu 1933 var til
bráðabirgða ráðinn sjerstakur mað
ur, til þess að hafa á hendi stjóm-
ina á innheimtu bæjargjalda. Var
tilætlunin að þessi bráðabirgða til-
hðgun stæði í eitt ár, og liggtir
því fyrir að gera nú endanlega
skipun á þessu. Þessi stjóm á
innheimtunni má alls ekki falla
niður. Bæjargjaldkeri getur alls
ekki sint henni, eins og þarf, sök-
nm þess að hann er bundinn af-
greiðslustörfum við sjóð bæjarins
allan daginn. Borgarstjóri getur
ekki sint því að neinu ráði sakir
margvíslegra annara starfa.
Jafnframt er orðin brýn þörf á
því, að á bæjarskrifstofunum sje
til maður, sem getur gengið í stað
borgarstjóra í forföllum hans, tek-
ið þátt í daglegum afgreiðslu-
störfum með borgarstjóra, og
gegnt skrifstofustjórastörfum fyr-
ir þau af málefnum bæjarins, sem
ekki heyra undir skrifstofu fá-
tækramálanna eða þann skrifstofu
stjóra, sem þar er nú.
Þess vegna er stungið upp á að
ráða fram úr þessum vöntunum í
einu, með því að skipa fastan
starfsmann, er nefnist borgarrit-
ari. Er þar höfð hliðsjón af því,
að samskonar tilhögun hefir lengi
verið í bæjar- og sveitarfjelögum
í Danmörku, ser\ eru á reki við
Reykjavík, en aðallega era þó til-
lögumar bygðar á því, að þetta
.sýnist vera nauðsynleg og hentug
ráðstöfun eins og hjer stendur á,
til þess að innheimta bæjarg'jalda
Og afgreiðsla bæjarmála geti hald-
ist í góðu lagi, jafnvel þótt borg-
arstjóraskifti verði og störfin
haldi áfram að vaxa.
Hjer er ekki gerð nein uppá-
stunga um launakjör borgarritara,
því að það á ekki heima í sam-
þyktinni um stjórn bæjarmálefna.
En þess skal getið, að sem stend-
ur mun þessi breyting ekki valda
neinum kostnaðarauka, ef frv.
verður samþykt óbreytt, því að
jafnframt skipun borgarritarans
fellur niður hin sjerstaka borgun
fyrir stjóm innheimtunnar (500
kr. á mán.) nokkur greiðsla fyrir
málflutning í hjeraði og þóknunin
til annars af tveim fulltrúum lög-
manns, sem ákveðið er að seg'ja
Erlendar aflafrjettir
nauðsynlegar
til leiðbeiningar fyrir
sjávarútveginn.
Útvarpinu skylt að
taka málið að sjer
Undanfarin ár hefi jeg verið
í hópi þeirra manna, sem reynt
hafa að ryðja fiskútflutningi
okkar nýjar brautir á enskum
markaði. Með hverju ári verða
það fleiri og fleiri, sem sjá, að
við íslendingar þurfum að hag-
nýta okkur sem best hinn enska
markað. -Mör:■ c\r.
Hjer áður, var sá markaður
aðeins notaður fyrir togarafisk,
sem kunnugt er. En nú er það
ekki síður bátafiskur, sem kem-
ur þar til greina.
Áður sigldu togaramir á Eng-
land, og varð að skeika að sköp-
uðu með það, hvemig verðlag
væri í markaðshöfnum, er þá bar
að landi. Þá voru það aðeins fá-
ir menn, sem höfðu hagsmuna
að gæta í verðsveiflum á ísfiski.
En nú er alt öðru máli að
gegna, síðan bátaútvegurinn fór
að leggja hvað drýgstan skerf
til ísfiskútflutningsins. Nú er
það fjöldinn, sem þarf á því að
halda, að vita sem gleggst skil á
aflafrjettum ¥rá fiskveiðaþjóð-
um, sem við okkur keppa, afla-
söluna og markaðshorfur í mark
aðshöfnum okkar erlendis.
Þegar maður lítur í kringum
sig eftir því, hver eigi að bæta
úr þessu, þá rekur maður fyrst
augun í Fiskifjelagið og út-
varpið.
Jeg hefi átt tal um þetta við
forseta Fiskifjelagsins, Kristján
Bergsson. ,
Hann segir m. a.
Mig hefir oft furðað á því, hve
útvarpið gerir lítið til þess að
flytja almenningi frjettir, sem
koma að praktisku gagni fyrir
atvinnuvegina.
Jeg get ímyndað mjer, að ein-
hverjum útvarpshlustendum
þyki fróðlegt að heyra um skip-
strönd og eldsvoða utan úr
heimi, ásiglingar o. þessh. En
praktiska þýðing hefir slíkt
ekki.
Aftur á móti gætu aflafrjett-
irfrá Noregi, Englandi, Holland?
o. v. komið okkur. að miklu
gagni, og markaðsfrjettir frá
Englandi og Þýskalandi. Þyrfti
jafnframt að geta um verðlag
undanfarinna daga, svo sjeð yrði
hvort verðið færi hækkandi eða
lækkandi.
Hefðu slíkar frjettir alt aðra
og meiri þýðingu fyrir útgerð-
ina, en hinar innlendu afla- eða
aflaleysisfrjettir, er útvarpið nú
flytur.
Þannig farast forseta Fiskif je-
lagsins orð. En jeg fyrir mitt
leyti lít svo á, að rjettast væri,
að Fiskifjelagið tæki að sjer að
safna þessum erlendu frjettum,
en útva'rpið flytti þær svo áfram
til þeirra hlustenda, sem af þeim
hafa not. Teldi jeg það fyrri-
komulaíg tryggara, en ef slík
npp frá 1. júní, og hefir haft að
launum úr bæjarsjóði 600 kr. á
mánuði.
MORGUNBLAÐIÐ
frjettasöfnun yrði látin í hendur
þeirra pólitísku gutlara, sem
hæstráðandi eru við útvarpið
okkar, en virðast lítt sinna því,
sem að gagni má koma, nema
ef þeir kunna að halda t. d., að
bændum út um sveitir komi eld-
gamlar aflasölur að gagni, eða
almenningur hjer við Faxaflóa
hafi af því nokkra leiðbeining að
heyra hvernig sauðburður og
kartöfluuppskera í fyrra og hitÞ
eðfyrra lukkaðist norður á
Langanesi.
Sje eigi fje fyrir hendi til þess
að Fiskifjel. t. d. geti safnað
þessum nauðsynlegu erlendu
frjettum handa útvarpinu og al-
menningi, þá segi jeg fyrir mitt
leyti, að jeg tel sjávarútveginn
svo mikjnn þátt í fjárhagsaf-
komu okkar íslendinga, að jeg
tel beinlínis skyldu hins opin-
bera að annast, að útvegaðar
verði þessar mikilsvarðandi leið-
beiniiígar fyrir fisksölu vora.
S. Ármann.
Barnaskemtun.
Ein af þeim mörgu skyldum er
hvíla á foreldrum er að velja
góðar skemtanir handa bömum
sínum, skemtanir er hafa göfg-
andi áhrif á hina reikandi hugi
barnanna, þessara ungu og ó-
þroskuðu sálna, sem eru að leita
eftir einhverju er grípur hugann
fðstum tökum og eykur vilja-
þróttinn til starfa að vissu marki.
f dag heldur Ármann sína ár-
legu barnaskemtun er hefst kl. 4
óíðd £ Iðnó. Þar sýna 2 fl. telpur
og drengir fimleika, stjórnandi
Yíg'nir Andrjesson. Ballet og
danssýning, stjórnandi ungfrú Ása
Hanson. Einsöngur og Marta Kal-
man les upp. Hljómsveit A. Lor-
ange spilar. Fjelagar mega hafa
gesti með sjer. M.
Athuganir
rússnesku háloftsfaranna.
Loftið er mismunandi
litt eftir því sem hærra
dregur.
Osló, 12. febr. FÚ.
Prófessor, sem haft hefir til
meðferðar rannsókn skilríkja
þeirra og tækja, sem fundust úr
rússneska háloftsfarinu, hefir nú
gefið út skýrslu um árangur at-
hug'ana sinna. Hann segir, að í
þessari háloftsferð hafi fengist ým-
iskonar merkilegur og skemtilegur
fróðleikur, sem enn megi byggja
á, þó ýmislegt hafi laskast af rann-
sóknartækjunum, þegar loftfarið
fórst. Úr skýrslu prófessorsins eru
sjerstaklega nefndar athuganir há-
loftsfaranna á lit og litbrigðum
loftsins eða himinsins, en liturinn
er mismunandi eftir því hver hæð-
in er. I 8500 m. hæð er loftið
heiðblátt, í 11000 m. hæð er það
dökkblátt. í 13000 m. hæð er það
dökkfjólublátt, í 19000 m. hæð er
það gráfjólublátt og í 22000 m.
hæð er það orðið grásvart.
Útvarpsnotendur í Bretlandi eru
nú orðnir yfir 6 miljónir; vora í
janúarlok, samkvæmt nýjustu
skýrslum 6.124.000, eða 758 þús-
undum fleiri en í janúarlok 1932.
Minningarrit Bförns Jónssonar
það rita:
Ólafur Björnsson, ritstjóri.
Einar H. Kvaran, rithöf.
Olafur Rósinkranz.
Guðm. Finnbogason.
Síra Ólafur Ólafsson.
Indriði Einarsson.
Síra Magnús Helgason.
Haraldur Níelsson, próf.
Guðm. Guðmundsson, skáld.
Bjarni Jónsson dómkirkjupr.
Friðrik B. Bergmann.
G. Björnson landlæknir. v
Guðm. Friðjónsson.
Y. Guðmundsson frá Engey.
Eigið þfer þelta rit.
Það er 160 bls., í stóru broti með mörgum myndum og kostar
aðeins kr. 1.50.
Ný bók:
Brjef Jöns Sigurðssonar.
Nýtt safn.
Gefin út af Bókadeild Menningarsjóðs. XXXVI + 334 bls.
í stóru broti. Verð 10 kr. ób.
Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari hefir gefið út þetta nýja
safn af brjefum Jóns Sigurðssonar, eins og hið fyrra, er kom
út á aldarafmœli hans. Er þetta safn eigi síður merkilegt
en hið fyrra Brjefin eru alls 130, flest til Eiriks Magnússon-
ar í Cambridge og hafa engin þeirra birtst áður. Það gefur
og bókinni gildi að útgef. hefir látið prenta framan við safn-
ið nokkrar minnisgreinar, sem hann hefir átt í fórum sinum,
þar sem i/msir samtiðarmenu Jóns Sigurðssonar lýsa hon-
um og birta stuttorðar endurminningar um hann. Loks hef-
ir útgefandi ritað ýtarlegar skýringar við hvert brjef, alls
um 100 bls., sem gefa þeim enn meira gildi fyrir nútímann.
Bókin fæst hjá bóksölum. Aðalútsala hjá:
IM’-MtllM
Trawlgarn,
besta tegund, 3 og 4 þætt, fyrirliggjandi í heildsölu.
Verðið mikið lækkað.
Veiðarfæraverslunin Geysir
Tækni er góð í hófi.
Tæknin er afbragðs góð, sje
aðeins rjett með hana farið. Hjer
fer á eftir lítið dæmi þess:
Á pósthúsinu í Essen átti fyrir
alvöru að stemma stigú við þjóf-
um. Var því útbúin „þjófagildra“,
þannig að við hvert horð var
takki, og þurfti ekki annað en
styðja á hann, þá lokuðust allar
dyr sjálfkrafa — og þjófurinn var
genginn í gildruna.
Brátt gafst færi á að nota „gilðr
una“ í fyrsta sinni. Náungi einn
gerðist svo djarfur að hrifsa til
sín stóran seðlabunka við eitt
lúkugatið og tók síðan til fótanna.
Einn póstþjónanna studdi fljótt
á takkann, eins og fyrir var mælt,
og allar dyr lokuðust sjálfkrafa.
En það leiðinlega var, að þjófur-
í inn var fyrri til og komst leiðar
sinnar áður en þær lokuðust. Hins
vegar var ekki hægt að veita hon-
um eftirför, fyr en um seinan,
því að enginn annar en hann
komst út. Þegar loksins eftir
langa mæðu var hægt að opna
dyrnar aftur var hann allur á bak:
og bnrt.
Indlandsmálaráðherrann, Sir
Samuel Hoare, skýrði frá því f
breska þinginu í dag, að3% milj.
sterlingspunda myndi þurfa til
viðreisnarstarfa á landskjálfta-
svæðinu í Indlandi. Samkvæmt
þeim skýrslum sem tekist hefir
að ná, hafa 6.582 farist í jarð-
skjálftunum. (FÚ).