Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Þakkarorð. Hjartanlega þökkum við Ijós- móður frú Þórdísi J. Carlquist og ðllum þeim mörgu, sem í erfiðum ástæðum okkar nú í vetur, hafa hjálpað og glatt okkur og börnin okkar. Eannveig og Gísli Þorkelsson. Urðarstíg 14. Eldvoði á Sandi Ólafsvík, 13. febr. PÚ. Pldur kom upp í gær síðdegis S húsi Sigurjóns Kristjánssonár, Hraunprýði á Sandi. Tókst að elökkva eldinn áður enn mikið tjón hlaust af, en skemdir urðu á tveim stöðum í hiisinu. Álitið er að kviknað hafi út frá ofnröri. Sjaldan gefur nú hjer á sjó, en ■afli er í meðallagi, aef á sjó gefur. Qagbók. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Á Yestfjörðum og í útsveitum norðan lands er vindur allhvass V. og snjójel. Suðvestan lands eru regnskúrir en bjart og gott veður & Austfjörðum. Ný lægð mun vera yfir hafinu suður af Grænlandi, en nær varla hingað fyr en síðdegis á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: Yax- andi S-átt, allhvasst og rigning þegar líður á daginn. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 19.30 Brindi: Kosningalögin nýju (Lárus H. Blöndal). 20.00 Klukkusláttur. — Prjettir. 20.30 Föstumessa í Prí- kirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 21.20 Ópera: Pueeini: Madame Butterfly. Fyrirlestri próf. Perdinandsens verður útvarpað í kvöld. Er það BÍðasti fyriylestur hans og g'efur hann þar meðal annars yfirlit yfir efni fyrri fyrirlestra sinna. Vegna þessa fellur niður háskólafyrir- lestur próf. dr. Ág. H. Bjarnason. Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni kl. 8y2 í kvöld. Síra Bjarni Jónsson prjedikanir. NB. Guðs- þjónustutíminn er kl. 8y2 (ekki kl. 6). í. R. heldur framhaldsaðalfund «inn í kvöld í Oddfellowhöllinni. Stjómarkosning. Hjúskapur. Þann 3. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Hulda Brynjólfsdóttir og Magnús Valdemarsson rakari. Heimili þeirra er á Njálsgötu 65. Há,skólafyrirlestur próf. Ágústs H. Bjarnason um sálarlíf barna ■og unglinga, fellur niður í dag. Nýir kaupendur að Morgunblað- inu fá blaðið ðkeypis til næstkom- andi mánaðamóta. Óskudagsfagnaður verður að Hótel Borg í kvöld. Veitingar fyr- ir aðra gesti verða uppi. Lúðrafjelagið „Svanur“, æfing í kvöld kl. 8 á Klapparstíg 8, og verða þar æfingar fyrst um sinn. Vestfirðingamót á að halda að Hótel Borg miðvikudaginn 21. þ. mánaðar. Aðalsteinn Eiríksson barnakenn- ari hefir fengið frí frá kenslu frá febrúarlokum vegna veikinda. Bæjarstjórnarfundur er á inorg- un í Kaupþingsalnum. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- húðinni Iðunn. EftirkÖst verkfalisins í Frakklandi Alvarlegar óeirðir í Marseille. París, 13. febr. United Press. F.B. Allsherjarverkfallinu lauk kyr- látlega. Giskað er á, að á meðan á því stóð hafi tveir menn verið drepnir en 300 særst í skærum í gervöllu landinu. London 13. febr. F. Ú. I Frakklandi hrósa blöð beggja flokkanna hægri og vinstri — sigri yfir úrslitum verkfallsins í gær. Blöð hægri flokkanna telja, að verkfallið hafi algjörlega mistekist, og segir Echo de Paris, að það hafi verið greinilegur ösigur fyrir jafnaðarmenn. Aftur á móti telja blöð jafnaðarmanna það hafa verið einstætt í sögu frakk- nesks verkalýðs, o,g telja það hafa sýnt, að fasisminn verði ekki liðinn í landinu. Segja þau, að verkfallið hafi borið þess ljós- an vott, að verkamenn sjeu vaknaðir tli baráttu gegn fas- ismanum. London 13. febr. F. Ú. f Marseille urðu í kvöld alva,rf legar óeirðir. Múgurinn rjeðist á ýmsar sölubúðir og gerði þar talsverðan óskunda svo að bú- ist var við því, að kalla þyrfti á her til þess að skakka leikinn. ! Prófi í forspjallsvísindum luku við Háskólann í gær þeir Hinrik Jónsson og Skarphjeðinn Þorkels- son, báðir með fyrstu einkunn. Dánarfregn. Á sunnudagskvöld- ið varð bráðkvaddur Jósef Helga- son, óðalsbóndi að Bspihóli, á átt- ræðisaldri. FÚ. Verslunarmannaf jelag Reykja- víkur heldur fund annað kvöld. Hefir spilakvöld og bókaútlán. Krossmark 5.2 metra hátt á nú að reisa á heimag'rafreit Landa- kötskirkju. Fátækralæknir. Um annað fá- tækralæknisstarfið hjer í bæ hafa sótt Sveinn Gunnarsson, Bragi Ólafsson, Halldór Stefánsson, Árni Pjetursson, Kristín Ólafsdóttir, Daníel V. Fjeldsted, Jón Kristjáns son, Kristinn Bjarnarson og Berg- sveinn Ólafsson. Bæjarráð hefir ákveðið að láta bæjarstjórn velja úr. — fsfisksala. Hávarður seldi í gær í Grimsby, bátafisk frá fsafirði, fyrir 1520 stpd. Markham Cook sá um söluna. Togararnir. Baldur og Hannes ráðherra voru sóttir út í Skerja- fjörð í gær. Fór Baldur í Slippinn til eftirlits. Hannes ráðherra mun fara á saltfisksveiðar næstu daga. Esja lá hjá Ketubjörgum um kl. 3 í gær, og mun liafa haldið áfram síðari hluta dags í gær. Höfnin. Bnskt veiðiskip, Tmperi- alist, sem ætlar að stunda salt- fiskveiðar hjer við land, kom hing- að í gær. Það tekur hjer ísl. skip-^ stjóra og fl. ísl. skipsmenn. Þá komu hingað tveir togarar, enskur og franskur. fsland fór frá ísafirði kl. 10 í gærmorgún og var væntanlegt hingað í nótt. Lyra fer frá Bergen annað kvöld áleiðis hingað. Franska verkfallið. Úr skýringu með myndinni af Renaudel í blað- inu í gær hafði fallið niður orðið „ekki“. Þar átti að standa: for- ingi hins nýja jafnaðarmanna- fiokks í Frakklandi, sem ekki stendur að verkfallinu. Þessi jafn- aðarmanna flokkur styður stjórn Doumergues, því að hann á mann í henni. Arinbjörn hersir kom frá Eng- landi í gærmorgun. Hafði hann hrept, versta veður og.verið 6 daga á leiðinni. Hjá Vestmannaeyjum varð hann að leggja til drifs vegna veðursins. Fríkirkjan í Reykjavík. Móttek- ið frá S. S. 5 kr„ frá S. E. 5 kr. Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. Embættisprófi í lögum luku í gær þeir Björn Fr. Björnsson með 1. eink. 116Ú, stig og Gunnar Thoroddsen með 1. eink. 144% stig. Er þetta þriðja hæsta lög- fræðipróf, sem tekið hefir verið hjer við Háskólann. Hærri hafa aðeins orðið Bjami Benediktsson prófessor og Thor Thors alþingis- maður. Eimskip. Gullfoss er væntanleg- ur til Vestmannaeyja snemma í dag. Goðafoss kom að vestan og norðan í gærkvöldi. Brúarfoss kom til Leith í fyrradag. Dettifoss er a leið til Hull frá Hamborg. Lag- arfoss fer til Austfjarða og Kaup- mannahafnar í kvöld kl. 8. Selfoss fór frá Leith í fyrradag á Teið hingað. Lögtök á bæjargjöldum. Bæjar- ráð hefir samþykt að tilkynna lög- manni að frá 1. júní n.k. verði ekki lengiir þörf á fulltriia þeim, sem löggiltur var til bráðabirgða 16. jan. 1931 til þess að hafa á hendi lögtök á bæjargjöldum. Sundkensla. Skólanefnd hefir heimilað að Sigríður Sigurjóns- dóttir frá Álafossi, sundkennari, megi kenna sfúlkúm úr Kennara- skólanum sund einn tíma á viku í sundlaug Austurbæjarskólans. Helgi Sigurðsson verkfræðingur hefir verið ráðinn frá 1. mars deildarverkfræðingur undir yfir- stjórn bæjarverkfræðings til þess að hafa á hendi verklega stjórn vatns- og' hitaveitunnar, og sje byrjunarlaun hans kr. 550 á mán- uði. — Gufunes. Bæjarráð hefir heim- ilað borgarstjóra að leigja jörð- ina Gufunes frá næstu fardögum, að fráskildu Geldinganesi og landsafnotum þeim, sem Landsíma íslands hefir verið gefinn kostur á undir talstöðina. Árlegt eftir- gjald fyrir Gufunes á að vera 2500 krónur í peningum og 100 dags- verk í jarðabótum, eða tilsvarandi upphæð í húsabótum. Skákþing Reykjavíkur. 5. um- ferð var tefld á mánudagskvöldið. I meistaraflokki varð jafntefli milli B. Möllers og Steingr. Guð- mundssonar, en biðskák er á milli E. Gilfers og Sigurðar Jónssonar. í 1. flokki varð jafntefli milli Margeirs Sigurjónssonar og Sig- urðar Halldórssonar, en biðskák milli Benedikts Jóhannssonar og Bjarna Aðalbjarnarsonar. Gilfer vann biðskákina við Steingrím og Sturla vann biðskákina við Bjarna. 7. umferð er í kvöld í Oddfellowhöllinni, uppi. Hótel Borg. Bæjarráð hefir sam þykt að bæjarsjóður skuli ganga í bakábyrgð fyrir 20 þús. sterlings punda láni, sem Jóhannes Jósefs- son ætlar að taka í Englandi. Lán- ir verður trygt með 1. veðrjetti í Hótel Borg og ábyrgð ríkissjóðs, og samþykki bæjarráð lánskjörin, og sje lánsupphæðinni varið til að greiða lán, sem hvíla á 1. og 2. veðrjetti eigúarinnar og bærinn er í ábyrgð fyrir. Sýslumót. Borgfirðingar, Mýra- menn og Hnappdælir hjer í bæ halda mannfagnað í Hótel Borg á föstudaginn. „Maður og kona“ hefir nú verið sýnt 20 sinnum, altaf fyrir fullu húsi, og verður sýnt í 21. sinn annað kvöld. Er þetta langtum meiri s/ningarf jöldi á jafn skömm um tíma, en þekst hefir hjer áður, og ber ótvíræðan vott um hvér ítök hið vinsæla skáldverk Jóns Thoroddsens á hjá fólki. í dag er 100 ára fæðing'ardagur Björns Leví Guðmundssonar fyrr- um bónda að Marðarnúpi í Vatns- dal, föður Guðmundar Björnson fyrv. landlæknis og þeirra syst- kina. Kona hans var Þorbjörg Helgadóttir, og bjuggu þau hjón saman um 65 ára skeið, lengst af á Marðarnúpi. — Var búskapur þeirra með afbrigðum farsæll, og má þar t. d. nefna, að aldrei komst Björn í heyþrot á sinni löngu bú- skapartíð. Björn andaðist árið 1927 og kona hans tveimur árum síðar, 90 ára að aldri. Niðjar þeirra eru um 70 á lífi. Öskudagsfagnaður Ármanns verður í Iðnó í kvöld kl. 9%. Til skemtunar verður kappglíma um Sigúrjónsskjöldinn og ein fegurð- arglímuverðlaun. Ennfremur verða boðnir upp öskupokar, fagurlega útsaumaðir, hreinasta listaverk. — Þá verður daíns til kl. 3. Farsóttartilfelli á öllu tandinu ianúarmánuði síðast liðnum voru 1760 talsins, þar af í Reykjavík 541, Suðurlandi 557, Vesturlandi 117, Norðurlandi 456, Austurlandi 89. Kvefsóttartilfellin voru flest eða 1038 (í Rvík 294), kverkabólgú 307 (í Rvík 147), skarlatsóttar 102 (í Rvík 9, Suðurlandi 92, Aust urlandi 1), influensutilfelli 60 (þar af 49 á Norðurlandi), kveflungna- bólgu 53 o. s. frv. Taugaveikistil- felli voru 3 í mánuðinum (2 á Norðurlandi og 1 á Suðurlandi). Engir mislingar, kikhósti, eða rauðir hundar. Landlæknisskrif- stofan. (FB.). Hallgrímskvöld. Laugardag s.l. var haldið Hallgrímskvöld á Pet- reksfirði. Efndi Hallgrímsnefnd Eyrarsóknar til samkomu í því skyni að afla fjár til byggingar Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sam- koman var haldin í Eyrarkirkju og hófst kl. 8%. Hófst lnin með því, að kirkjukórinn söng „Víst ert þú Jesú kóngur klár“. Því næst flutti síra Einar Sturluson ræðu og mintist Hallgríms Pjet- urssonar. Þá las síra Einar kvæð- ið „Atburð sje jeg anda mínum nær“ og að því loknu söng kirkju- kórinn „Son guðs ertu með sanni“. Næst á dagskránni var kórsöngur: Tvöfaldur kvartett, karlakór nnd- ir stjórn frú Önnu Ólafsson. Þar næst var lesinn upp fyrirlestur Ólafs B. Björnsonar („Minning Hallgríms Pjeturssonar“). Þá var aftur kórsöngur, undir stjórn frú Önnu Ólafsson. —• Síðar um kvöld ið var dansleikur í samkomuhusi Patreksf jarðar. — Viðstaddir voru 300 manns og' varð ágóðinn af samkomunni 350 kr. (FB.). S Ðankabyggsmjöl. Bankabygg, Bygggrjón, Bækigrjón, Mannagrjón. Semulegrjón, fást í Athygli jeg vekja vil, á vír sem er úr stáli dreginn, „Ebonit" er aftur tíl, og er gljáað báðum megin. Veitíð því athyglí hve fægingin er skínandi björt og endingargóð úr Fjallkona- fægílegínam. Þeir, sem einu sinni hafa nolað Fjallkonu fægi- löginn, dást að þessum kostum hans. B.f. Efnagerð Beykjavlknr Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. 5tanölampar með kringlóttri Borðplötu seljast nú fyrir aðeins kr. 39,00. Notið þetta einstaka tækifærL Skermabúðín, Laugaveg 15. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.