Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1934, Blaðsíða 3
Miðvíkndagiim 14. febr. 1934. MORGUNBLAÐIÐ 3 Starf barnaverndarnefnd- ar er mikið og margþætt. Sigurður Jónsson skólastjóri segir frá. Skip í hæitii hjer í Flóanum á sunnudagiim. Á sunnudaginn var línbveiðar- inn „Örn“ (áður Pjetursey frá Seykjavík) að veiðum vestur í yióa. Bilaði þá kælivatnsdœla vjel- arinnar og varð að stöðva vjelina andir eins. Yar skipið þá á 12 faðma dýpi um 8 sjómílur norð- vestur af Gróttu. Vindur var ivass á suðvestan. Vjelstjóri taldi mjög ólíklegt að takast mætti að gera við dæluua 4ti í sjó, en byrjaði þó þegar á því að reyna það. Þetta var kl. Icngt g'engin sex. Um kl. 7 sást -ft] tveggja skipa á leið til Reykja- vikur. Var þá kynt bál á þilfari •g skotið flugeldum til að vekja •ftirtekt þeirra, en þau fóru fram kjá, án þess að verðá vör við „Öm“. Nokkru seinna sást til þriðja skipsins, en það fór á sömu leið, að það varð ekki heldur vart ▼ið „Örn“, þótt bál væri aukið á þilfari, flugeldum skotið og eim- pípa skipsins þeytt. „Örn“ hefir talstöð og voru stöðugt send út neyðarmerki, kall- að á 182 m. bylgjulengd, en hvergi var svarað. Um kl. 11 hafði vjelstjóra tek- ist að lappa svo upp á dæluna að ■kipið gat siglt með mjög hægri ferð og kom til Reykjavíkur kl. 2 um nóttina. Meðan það lá ósjálf- bjarga hrakti það stöðugt í áttina að Mýrum. Skákþing Islendinga á Akureyri. Akureyri, 13. febr. PÚ. Skákþing íslendinga hófst hjer á Akureyri á sunnudagskvöldið. Skákstjóri er Björn Halldórsson lögfræðingur. Þessir eru keppendur í meistara- •g 1. flokki: Frá Skákf jelagi Húsavíkur: Guðbjartur Vig'fússon. Frá Skákfjelagi Siglnf jarðar: Þráinn Sigurðsson, Jónas Jónsson, Páll Einarsson, Sveinn Þorvalds- •on og Sigurður Lárusson. Frá Skákf jelagi Akureyrar: Eiðnr Jónsson, Stefán Sveinsson, Jóel Hjálmarsson, Aðalsteinn Þor- rteinsson og Guðmundur Guðlaugs ■on. Frá Skákfjelaginu Fjölnir, Rvík: Ásmundur Ásgeirsson núverandi skákmeistarí íslands. 4 öðrum flokkum keppa 10 »enn. Pyrsta skákumferð fór þannig, að Ásmundur vann Jónas Jónsson, Siglufirði; Þráinn Sigurðsson, Siglufirði vann Sigurð Lárusson, Siglufirði; Aðalsteinn Þorsteins- son, Akureyri vann Stefán Sveins- ■on, Akureyri; Páll Einarsson, Siglufírði vann Guðbjart Vigfús- son, Húsavík; og' Sveinn Þorvalds- son, Siglufirði vann Eið Jónsson, Akureyri. Jóel Hjálmarsson, Ak- •reyri gerði jafntefli við Guðmund Guðlaugsson, Akureyri. Spánska verkfallinu lokið. Bilbao, 13. febr. United Press. F.B. Verkfallinu lokið. Alt með kyrr- •m kjörum. Þó barnaverndarnefnd hafi starf að hjer frá því haustið 1932, hefir almenningur í bænum haft litla vitneskju um þau nefndarstörf. En þareð nefnd þessi þarf á sam- starfi að halda við bæjarbúa al- ment, og nefndin hefir merkilegt starf með höndum, hefir blaðið snúið sjer til ritara nefndarinnar Sigurðar Jónssonar barnaskólastj., og fengið hjá honum nokkurt yfir lit yfir starf nefndarinnar frá byrjun og' fram til síðustu ára- móta. Prá því nefndin tók til starfa haustið 1932, og til síðustu ára- móta, eða um 16 mánaða skeið, hafa verið haldnir 59 nefndar- fundir, en 104 mál hafa verið tekin til umræðu og afgreiðslu, mörg þeirra vitaskuld verið til meðferðar á fleiri en einum fundi. Verksviðið. f lögum frá 23. júní 1932 er svo fyrir mælt um starfsemi barnavemdarnefndar: 1. Hún hefir eftirlit með upp- eldi barna innan 16 ára aldurs, svo og vanþroska eða Veikra ungling'a fyrir ofan þann aldur, er dveljast á heimili vandalausra og njóta ekki fullrar umsjár for- eldra. 2. Hún hefir og eftirlit með barnahælum og dagheimilum í umdæmi sínu, svo og með meðferð barna úr kaupstaðnum, sem komið hefir verið fyrir á slíkum stofn- unum utan umdæmis hennar. 3. Hún rannsakar kærur eða kvartanir, sem henni berast um meðferð barna eða unglinga (sbr. 1. tölul.) í umdæmi hennar. Einnig hefir hún sjálf frumkvæði að slíkri rannsókn. 4. Hún útvegar í samráði við foreldra, aðra forráðamenn eða sveitarstjórn börnum þeim, sem þurfa þykir, góðan samastað, um lengri eða skemri tíma. eftir á- stæðum. 5. Hún stuðlar að aukinni fræðslu um meðferð og uppeldi barna, t. d. með því að sjá um, að ílutt sjeu erindi um slík efni og veittar leiðbeiningar þeim. er þeirra óska eða þarfnast þeirra. 6. Hún veitir þeim, er þess óska leiðbeiningar, eða aðra slíka að- stoð við uppeldi barna þeirra. 7. Hún getur sett barni sjer- stakan eftirlitsmann, ef þörf kref- ur. 8. Hún lítur eftir því„ að böm- um sje ekki ofþjakað með þungri vinnu nje löngúm vinnutíma. 9. Hún hefir vald til þess, er hún óskar, að rannsaka og kveða upp úrskurði um mál barna innan 16 ára aldurs, þau er annars bera undir dóms- og lögregluvaldið. 10. Þar. sem kvikmyndahús starfa, er nefndinni skylt að afla sjer áreiðanlegrar vitneskju um hver ja mynd, áður en hún er sýnd börnum; og er eigendum kvik- myndahúst skylt að sýna nefnd- inni hana á undan almenningi. ef hún óskar þess. Telji meiri hluti nefndar mynd skaðlega eða óholla sálarlífi barna, getur hún bannað, að hún verði sýnd bömum. 11. í reglugerð, er nefndin set- ur og ráðherra staðfestir, má setja ákvæði er banna í umdæmi nefnd- arinnar sölu á tóbaki til barna og unglmga innan 16 ára aldurs, banna að setja sælgæVs- og tó- baksverlanir á stofn í nánd við barnaskóla, leikvelli eða aðra sam- komustaði barna, banna umferða- sölu sælgætis og tóbaks og tak- marka eða banna • með öllu ein- stakar sælgætistegUndir, sem tal- ist geta, beinlínis eða óbeinlínis, hættulegar börnum o. s. frv. Enn fremur má í slíkri reglugerð fela barnaverndarnefndum að hafa eft irlit með sjónleikum, sem börn hafa aðgang að, og að heimila þeim að leggja bann við sýningu á þeim fyrir börn, ef ástæða þykir til. 12. f reglugerð, er nefndin setur og ráðherra staðfestir, má tak- marka opinbera blaðasölu barna í umdæmi nefndarinnar. Starfið. Afskifti nefndarinnar af heimiluxn og einstökum bömum. Á starfstímabilinu fram til síð- ustu áramóta hefir nefndin haft afskifti af 36 heimilum hjer í bænum og auk þess 50 einstökum börnum innan við 16 ára aldur, en afskifti nefndarinnar ná aðeins til unglinga þess aldurs. Afskiftum nefndarinnar af heim ilum og störfum hennar yfirleitt hefir verið misjafnlega vel tekið. Komið hefir það fyrir að aðstand- endur barna þeirra, sem nefndin hefir tekið að sjer, hafa blátt á- fram fyrir skilning'sskort, tekið störfum nefndarinnar illa. En þegar álmeriningur fer að kynnast barnaverndarstarfinu, ætti slíkt eriki að komá fyrir. Stundum héfir nefhdin fundið sig knúðá til þéss að taka börnin af þeim heimilum, þar sem þau hafa verið. Vegna þess að ástand heimilanna hefír gert þau ótæk til vistarveru fyrir börnin. Stafar þetta stundumí af ósamkomulagi milli foreldra, óreglu, eða þá af því, að húsráðendur, hvort heldur eru foreldrar bamanna, eða aðrir, eru alls ekki færir um að annast sómasamlegt uppeldi barnanna. En inn í þessi vandræðamál fljettist vitaskuld oft eitt og ann- að, sem eigi er hægt að segja frá, og sem gerir starf nefndarinnar mjög erfitt og flókið. Þá verður nefndin stundum að grípa í taumanna, þegar börn lenda í imnhirðu veg'na veikinda á heimilum þeirra, ellegar þegar húsnæði barnaheimila er svo slæmt, að nefndin telur nauðsyn á að út því verði bætt hið bráðasta. Afskifti nefndarinnar af barna- heimilum hjer í bænum em oftast nær af því sprottin, að nágranna- fólk þessara vandræða heimila hafa kvartað við nefndina um það, að börn þau, sem þar væru, nytu ekki þeirrar umsjár, og atlætis, sem æskilegt eða nauðsyn- legt væri. í allmörgum tilfellum hefir tek- ist að koma lagfæringum fram með því, að tala við foreldra eða húsráðendur. En oft hefir nefndin talið nauð- synlegt, að taka börnin frá heim- ilum þessum, og koma þeim fyrir á hentugri dvalarstaði. Afskifti nefndarinnar af ein- stökum börnum, hafa í flestum tilfellum komið til af því, að lögreglan hefir vísað nefndinni á að éftirlit væri nauðsynlegt. Hefir þetta í 32 tilfellum stafað af þvi. að lögreglan hefir fengið vitn- eskju um að bömin hafi g*ert sig sek í ýmiskonar hnupli. , Ýms af börnum þessum eru þannig skapi farin, að heimilin ráða lítið eða ekkert við þau. -— Kemur þá til kasta nefndarinnar að sjá fyrir dvalarstað, þar sem talið er, að þau geti notið hollra uppeldisáhrifa. Mörg af börnum þessum hafa leiðst út í hnupl og óknytti í slæmum fjelagsskap, án þess að vera sjálf nokkur vand- ræðabörn að eðlisfari, En aftur eru önnur börn, sem nefndin verður að hafa stöðugt eftirlit með, sem tolla lítt í sama stað, ,og eru vandræðabörn, sem fá heimili geta tjónkað við svo í lagi sje. Almennar ráðstafanir, eftirlit og tillögur. jin auk hinna beinu afskifta nefndarinnar af heimilum og ein- stökum börnum, hefir tnefndin haft afskifti af ýmsum almennum málum er snerta starf hennar. Nefndin liafði t. d. skoðun kvik- mynda á hendi uns það starf var í haust sjerstaklega falið frú Að- albjörgu Sigurðardóttur. Þá hefir nefndin komið nýrri skipun á blaðasölu barna, er að því miðar, að börn yngri en 16 ára, megi ekki selja blöð á götum úti, nema með leyfi nefndarinnar og veitir hún ekki það leyfi yng*ri börnum en 10 ára gömlum, nema sjerstakar ástæður sjeu fyrir hendi. Til þess að nefndin geti haft hönd í bagga með þessu yfir- leitt, verða aðstandendur unglinga að sækja um leyfi til nefndarinn- ar til blaðasölu og veitir nefndin það venjulega viðstöðulaust (á föstudögum kl. 6), sjeu börnin eldri en 10 ára. ITm útiveru barna á kvöldin, hefir nefndin rætt, en ráðstafanir engar fengist gerðar, til leiðrjett- ingar þess máls. Ákvæði lögreglu- samþyktarinnar í þeim efnum er ekki framfylgt. Hefir það mál lengi verið til umræðu í bæjarstjórn og' meðal lögreglu, hvaða ráðstafanir væri framkvæmanlegar, til þess að stemma stigu fyrir útiveru barna á kvöldin. Hefir lögreglan jafnan bent á, að hún geti ekki fram- kvæmt slíkt eftirlit, nema í sam- ræmi og samráði við heimilin. Því oft komi það fyrir, er lögreglu- menn ætli að beina börnum af götunni og heim til sín, fái þau svör, að húsin sjeu lokuð. og eng- inn heima, fyr en komið er lengra fram á kvöldið. OG NÆST SÍÐASTI DAGUR EDINBORGAR ÚTSÖLUNNAR I DAG lleðuiuðrurl ódýrar nú. Á útsöiunni verða allar leðurvörur sem til eru í verslununum seldar gegn niðnrsettu verði. - Nú er því tækifæri til að kaupa ódýrar töskur, veski, buddur, ferða- og handtöskur. Þeir, sem ekki hafa til þessa haft. efni á að kaupa sjer gott veski eða buddu geta nú fengið þau við gjafverði. Ungar stúlk- ur geta nú líka keypt sjer góða tösku fyrir lítið fje. — Komið og talið við okkur. Hllúðfœrahúsið, Bankastræti 7. Aflabúð, Laugaveg 38. P.s. Útsalan á músíkvör- um er nú í fullum gangi. Athugið ódýru sjálfblek- ungana. — Ódýrastir í bænum. Ýms önnur mál hefir nefndin tekið upp. sem sum eru enn skamt á veg komin, t. d. aukið eftirlit. með ferðalagi ungra kvenna við höfnina, að ein eða tvær konur verði settar í lög'reglu- mahnastöður o. fl. Ennfremur hefir nefndin, sam- kvæmt bendingum og umkvörtun- um, er henni hafa borist, sótt um að lögregluverðir væru settir á ýmsa ákveðna staði, þar sem þess hefir sjerstaklega þurft. Hefir tillögum nefndarinnar verið fylgt í því éfni.Sælgætissölu hefir nefnd in látið si'g skifta, t. d. bannað hinn illræmda spýt-ubrjóstsykur (sleikjur), sem mjög gat stuðlað að því, að börn smituðust hvert af öðru, og þau fengi allskonar óþverra og ryk ofan í sig af vot- um og klístruðum brjóstsykrinum. Nefndin hefir eftirlit með öll- um starfandi barnahælum. Hún hefir í einu orði sagt, vakandi auka á öllu því er bæt.t getur kjör og hlúð að nýgræðingi hinnar upp vaxandi kynslóðar. Hjálparstöð Líknar fyrir berkla veika, Bárngötn 2 (gengið inn frá Garðastræti 3. dyr t. v.) Lækn- irinn viðstaddur á mánud. og miðvikud. kl. 3—4 og föstud. kl. 5—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.