Morgunblaðið - 07.03.1934, Blaðsíða 6
6
MORGUN BLAÐIÐ
Nýkomin:
Matarstell, ný gerð
Kaffistell.
Bollapör 0.35
Skeiðar, g'afflar
ryðfríir 0.50
Katlar, kaffikönimr,
Pottar, vandaðir
og ódýrir,
Andlitsduft í dósum
og öskjum,
Krem, ilmvötn o. fl. o. fl.J
Krystall í miklu úrvali.
Þ j e r
sem hafið i hyggju að
Gifta yður
kaupið húsáhöldin í Edin-
borg, þar er úr mestu að]
velja, þau eru ódýr og
endingargóð.
EDINBORG
Bspr!íí«!j|l!
för utombordsmotorer önsk-
as av svensk firma. Svar till
Aktiebolaget Archimedes, —
Box 332, Stockholm 1.
Danskar kartöflar
óvenju góðar.
r
Ki D DA0 U D
Sími 4060.
DeíÍGiOIIS
epli
Jaffa glóaldin.
Fyffes bananar.
Matarepli
50 aura V2 kg.
NÝJABÚBIN
Bergþórugötu 2. Sími 4671.
D r e k k i ð
íesiey’s Te
því það er bragðbest, fæst í
A
Herkostnaður Breta
áætlaður 3 miljónum Ster-
lingspunda meiri en í fyrra.
London 6. mars. FÚ.
Áætlanir Breta um hergjöld
þessa árs, voru birtar í dag. Sam-
kvæmt þeim eru öll gjöld áætluð
56y2 milj. sterling'spund, en það
er 3 miljónum meira en þau voru
síðastliðið ár. f þessari gjaldaáætl-
un er fólginn kostnaður við smíði
fjögurra nýrra beitiskipa, 8 tund-
urspilla og eins forystu skips. —
Einnig er gert ráð fyrir því, að
byggja flotstöðvar fyrir flug-
vjelar.
Björgun skipverja
af „Tcheljuskin“.
London 6. mars. FÚ.
Björgunarstarfsemin við rúss-
neska ísbrjótinn, sem fastur hefir
verið norður í íshafi undanfarið,
ér sífelt haldið áfram. Tólf mönn-
um af skipshöfninni var í gær
bjargað úr ísnum af flugvjelum
og fjórar aðrar flugvjelar eru nú
á leiðinni norður í ísinn, til þess
að taka þátt í björgVnarstarfinu.
Nýr vistaforði hefir verið fluttur
norður og loftskeytastöð leiðang-
ursmanna fekk í gær ný tæki svo
að hún getur haldið áfram að
hafa samband við umheiminn.
Flugfloti U. S. A.
• Berlín, 6. mars. FÚ.
Fjárhagsnefnd fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings hefir sam-
þykt að veita fje til byggingar
290 flugvjelar á þessu ári. Er
ætlað, að flugfloti Bandaríkj-
anna verði þá 1.230 flugvjelar
um næstu áramót.
Alþýðublaðið
á vegum sannleikans
í Alþbl. í gær var skýrt frá
því, að jeg væri í ferðalagi um
landið sem erindreki Sjálfstæð-
isflokksins og væri nýkominn til
Akureyrar til að skipuleggja
störf flokksins þar. Það er ekki
í fyrsta skifti að Alþbl. fer með
vísvitandi lygar þegar það minn-
ist á mig. Það er rjett að jeg fór
til Akureyrar fyrir nokkru, en
kom aftur hingað til bæjarins
með „Dettifoss“ sl. laugardag
(áður en ritstjóri Alþbl. vakn-
aði). Mjer láðist að biðja Alþbl.
um fararleyfi eða tilkynna því
um för mína.
Alþýðublaðinu gremst að jeg
skuli hafa ritað í blaðið „íslend-
ing“; þeim er altaf illa við þeg-
\r sannleikurinn er sagður um
þeirra skaðsemda- og niðurrifs-
störf. Það er rangt, að jeg hafi
á nokkurn hátt verið að reka
erindi Sjálfstæðisflokksins. En
það er rjett, að jeg ljet ekkert
tækifæri ónotað til að vinna
gegn skaðræðisstefnu marxista.
Annars mun Alþbl. slá út sitt
eigið met í lygi í þetta skifti og
má það teljast vel gert, þar eð
ekki er nokkur fótur fyrir frá-
sögn blaðsins.
Gísli Sigurbjörnsson.
íslendingum
þakkað
fyrir hinh, hátíðlegu sorg-
arathöfn í Dómkirkjunni
á jólunum.
Mikið hefir verið talað í þýsk-
um blöðum um sorgarathöfnina,
sem fór fram hjer í Dómkirkjunni
á jólunum yfir kistum hinna
tveg'gja þýsku sjómanna, sem
druknuðu hjá Svínafellsósi. Fara
hlöðin sjerstaklega þakklátnm orð-
um um íslendinga fyrir það. Auk
þess hafa síra Bjarna Jónssyni
borist ýms þakkarbrjef fyrir hina
hjartnæmu ræðu, sem hann flutti
við þetta tækifæri. Birtist ræðan,
samkvæmt ósk Þjóðverja, í þýsk-
um blöðum.
Þegar lík sjómannanna komu til
Hamborgar fór þar fram sorgar-
athöfn og talaði þar W. Thun sjó-
mannaprestur í Altona. Valdi hann
sjer hinn sama texta og síra
Bjarni hafði valið til þess að
leggja út af.
Hann sagði síðan frá slysinu,
hvernig það vildi til, hversu vin-
gjarnlega íslendingar hefði tekið
á móti þeim, sem af komust og
hjúkrað þeim á allan hátt. Svo
sagði hann frá ferðinni til Reykja-
víkur og' minningarathöfninni, og
mælti því næst á þessa leið:
— Af öllu hjarta þökkum vjer
nú á þessari stundu íslendingum
og dómkirkjuprestinum í Reykja-
vík, í nafni allra aðstandenda, í
nafni þýsku sjómannastjettarinn-
ar og þýsku þjóðarinnar, fyrir
fórnfýsi, náunganskærleika og
hluttekningu.------
Annað líkið var síðan flutt til
Windheim og jarðað þar. Við jarð-
arförina flútti presturinn þar Wil-
helm Hof, ræðu, og þakkaði þar
með mörgum hjartnæmum orðum
íslensku stjórninni, Sjómannastof-
unni hjer, íslensku þjóðinni og
sjerstaklega síra Bjarna Jónssyni
fyrir minningarathöfnina og hlut-
tekningu við hið sviplega fráfall
þessara manna.
— Með hrærðu hjarta, mælti
hann, þökkum vjer frændum vor-
um og trúbræðrum í hinu fjar-
læg'a landi.------
Valdi hann svo einnig hinn sama
ræðutexta, sem síra Bjarni hafði
valið sjer. —
SlðkrahQslð ð Hkireyrl
vantar tvær ársráðnar hjálparstúlkur við hjúkrunina frá
14. maí næstkomandi. Umsóknir sendist hjeraðslækninum
fyrir miðjan apríl.
Seinasti dagur
útsðlunnar
er í dag
og því síðasta tækifæri til að fá sjer karl-
mannaföt, unglingaföt o. fl. fyrir hálfvirði.
Hsg. 0. Ounnlðugsson & Go.
Austurstræti 1.
Þjóðverjar vilja
vingast víð Frakka.
Berlín, 6. mars.FÚ.
Dr. Goebbels hefir átt tal við
frjettaritara franska blaðsins
„Le Matin“ um utanríkisstefnu
þýsku stjómarinnar, sjerílagi
gagnvart Frakklandi. í viðtali
þessu lagði Dr. Goebbels mikla
áherslu á það, að það væri ein-
lægur vilji núverandi stjórnar í
Þýskalandi, að binda enda á
hinn aldalanga fjandskap milli
Frakka og Þjóðverja. Ennfrem-
ur fullyrti hann, að kviksögur
sem birtar hafa verið í erlend-
um blöðum um megnt ósamlyndi
innan stjórnarinnar, væri á eng-
um rökum bygðar.
/~A
agbók.
Frá útgerðarfjelagi þýska tog-
arans hefir síra Bjarni einnig
fengið þakkarbrjef. Segir þar með-
al annars svo:
— Þjer megið vera viss um
það að hluttekning yðar, íslensku
þjóðarinnar og íslensku stjórnar-
innar hefir haft mikil og varanleg
áhrif um Þýskaland.
Tófuvargur gerir nú mjög' vart
við sig í sveitum austan Mýrdals-
sands, einkum í Skaftártungu og
Útsíðu. Vita menn ógerla hvaðan
tófa hefir komið, nema ef kynni
að vera utan af Landi eða Rang-
árvöllum. Hefir hún nokkuð bitið
fje manna, en mest hefir þó enn
borið á slóða og troðning eftir
dýrið. Hefir nú verið tekin upp
eitrun alls staðar á þessu svæði,
sem menn ætla að komi að haldi,
því svo var fyrrum að það eitt
dugði, er tófu varð útrýmt úr
Skaftafellssýslum nálægt aldamót-
um síðustu. (FÚ).
Veðrið í gær: Lægðin milli
Noregs og' íslands veldur enn N-
átt hjer á landi. Vindur er hvass
víða um austurhelming landsins,
en er orðinn hægur á NV-landi.
Snjókoma er nokkur norðan- og
austanlands en bjartviðri á S- og
V-landi og frost 2—5 stig um alt
land. Lægðinni við Grænland hef-
ir lítið miðað til austurs, en lík-
lega ná áhrif hennar hingað á
morgun.
Veðurútlit f- dag': Stilt og bjart
veður fram eftir deginum, en
þyknar síðan upp með SA-átt.
Föstuguðsþjónusta í dómkirkj-
unni kl. 8V2 í kvöld. Síra Friðrik
Hallgrímsson.
Föstuguðsþjónusta í fríkirkj-
unni. í kvöld kl. 8Y2, síra Árni
Sigurðsson.
Útvarpið í dag: 10,00 Veður-
fregnir. 12,15 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir. 18.15 Háskóla
fyrirlestur: Sálarlíf barna og ung
linga (Ág. H. Bjarnason). 19,00
Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. —
Tilkynningar. 19,25 Erindi: Alex-
ander mikli (Arnór Sigurjónsson)
19,50 Tónleikar. 20,00 Klukku-
sláttur. Frjettir. 20,30 Föstumessa
í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðs-
son). 21,20 Tónleikar: a) Fiðlu-
sóló (Þór. Guðmundsson). b)
Grammófónn: Grieg: Per Gynt
Suite No. 1. Sálmur.
Kenslukvikmynd. Stjórn í. S. í.
hefir nýlega fengið danska kenslu
kvikmynd í einmennings úti-íþrótt
um. Verður hún sýnd í kvöld kl.
8y2 í Iþöku. Og er öllum þeim,
sem leggja stund á einmennings-
útiíþróttir heimill aðgangur, með-
ar. húsrúm leyfir.
í Franski flugmaðurinn sem sagt
var frá í blaðinu í gæ»\ er kom-
inn fram. Belgískir, þýskir, fm1
lenskir og' danskir flugmenn höfðu
leitað að honum. En í fyrradag
kom hann til Kaupmannahafnar,
hafði hrept vont veður og lent á
leiðinni.
Frithiof Hansen verksmiðjueig-
andi frá Bergen kom hingað með
„Lyra“. Hann er forstjóri veiðar-
færaverksmið.janna Johan Han-
sens Sönner, Fag'erheims Fahriker,
stm mörgum eru kunnar h.jer á
landi. Hann býr að Hótel Borg.
Afli í Grimsey varð árið sem
leið 52,390 kg. stórfiskur og 101.-
200 kg. smáfiskur í salt, en tölu-
vert var hert. Róðra stunduðu
7 smátrillur og 3 árabátar. —
Lúðuafli var meiri en nokkuru
sinni áður og var mest af lúð-
unni selt til Akureyrar. Hákarl
fekst enginn, hvernig og hvar
sem reynt var. Mestallur sumar-
aflinn var verkaður, metinn og
pakkaður í evnni. Telst það ný-
lunda, en g'afst ágætlega.
Gengi erlends gialdeyris. Síðan
1926. að fast gengi var sett á
Sterlingspund, hafa orðið þessar
breytingar á gengi annara mynta
hier í bönkunum: Dollar 4.57 nú
4.3734, dönsk króna 119.61 nú
100.00, norsk 102.08 nú 111.44,
sænsk 122.20 nú 114.41 franskur
fra.nki 15,06 nú 28.87. ríkismörk
108.66 nú 172,80 , gyllini 183,31
nú 294.28.
Reki. f suðvestanáttinni seint
í síðasta mánuði kom allmikill
timburreki á fjörur í Mýrdal og
víðar. Trjáviður þessi er einkum
plankar, og er talið að þeir muni
skifta hundruðum, sem rekið hafa
á Mýrdalsf.jörur og' þvkir þetta
góður fengur. Annars virðist þetta
hafa legið all-lengi í sjó og því
orðið miðjafnt að gæðum, og fúi
kominn í suma plánkana. (FÚ).
íslenska vikan. Boðið hefir ver-
ið til samkepni um að búa til
auglýsingaspjöld fyrir íslensku
vikuna. Fresturinn til að skila
toikningum hefir nú verið fram-
lengdur til laugardags.