Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1934, Blaðsíða 3
M O R G U N B L A Ð l Ð 3 —i Byrds- leiðangurinn. London 20. mars. FÚ. Byrd í pólfararflugvjel sinni. Nokkurir af leiðangursmönn- um Byrds eru nú orðnir viðskila við meginleiðangurinn og teptir í ís. Þeir eru þó ekki taldir í neinni hættu, því að þeir hafa góðan útbúnað og flugvjel verð- ur send þeim til hjálpar við fyrsta tækifæri. Stavi§ki» málin. Deilan um dauða Staviskis. LRP. 20. mars. FÚ. Rannsóknarnefndin, er hefir Staviski-málin til meðferðar skoðaði í dag kvikmynd, sem tekin var í Chamonix daginn, er Staviski dó, og sjest hann þar í blóði síhu, og blæðir úr nefil hans, munni og brjósti. Sýning myndarinnar vakti afar mikla athygli. Einn nefndarmaðurinn Ijet svo ummælt, að blóðrásin, sem á myndinni sjest, verði ekki skýrð svo, að Staviski hafi verið skotinn í gagnaugað, og ýmsir aðrir hafi látið í ljós efa á því, að frásögn lögreglunnar um það að Staviski hafi framið ’sjálfs- morð,geti verið rjett. Þeir gera ráð íyrir því, að gerð verði krafa um það, að önnur líkskoðun fari fram á Staviski. Chéron dómsmálaráðherra Frakka, sem hefir heitstrengt að láta ekki hætta rannsókn í Stavisky-mál- inu, fyr en öll svikin sjeu orðin kunn. Ekkjudrotningin í Hollandi látin. I Haag, 20. mars. FB. j United Press. Bmma ekkjudrottning andaðist kl. 8 f. h. í morgun, sjötíu og fimm ára gömul. Við banabeð hennar var Wilhelmina drottn- ing og Juliana prinsessa. Einnig Walbeck, bróðir ekkjudrotningar- innar. Námskeiðið á Eiðum. Samkvæmt ósk skólastjóra al þýðuskólans á Eiðum sótti jeg, undirritaður, námskeið eða mót, j sem þar var háð dagana 1.—B.j mars s. 1. og flutti þar nokkur| erindi. Blöðin hafa nú þegar| sagt frá námskeiðinu, en ofur- lítið nánari frásögn mun þó ekki vera óviðeigandi, Þess er þá fyrst að geta, að engu líkara var en að Eiðaskól- inn væri uppáhaldsbarn þess Guðs er ræður vindi og veðr- áttu, því veður var unaðsblítt og fagurt þá daga alla, sem mest varðaði fyrir mótið, og glaða tunglskin var á kvöldum. Að Eiðum kom jeg daginn áður en námskeiðið átti að byrja og voru þá fyrstu gestimir að- koma. Þá var bílfært alla leið frá Reyðarfirði. Menn komu úr ýmsum áttum og langt að, bæði frá Seyðisfirði, Loðmundarfirði og Borgarfirði, nyrðra. Þess þarf varla að geta, að viðtökur fekk maður á Eiðum hjartan- legar og góðar, því ráðamenn þar eru þjóðkunn valmenni. Jeg skoða það engan veginn sem ó- viðeigandi skjall, þótt jeg segi, að slík stjórn og alúð, sem mót- aði lífið á þessu fjölmenna heim ili, á fylsta hrós skilið. Aðsókn varð mikil og sú allra mesta, sem þekst hefir á þessum nám- skeiðum á Eiðum og mun hafa verið upp undir 400 manns þeg- ar flest var. Að staðaldri borð- uðu þarna hátt á annað hundr- að manns og einn daginn drukku 250 manns kaffi. Þær höndur, sem að veitingunum unnu og undirbúningi öllum, og auðvitað eins og æfinlega vill verða unnu verk sitt í kyrþey, áttu áreiðanlega bestu þakkir skyldar og það engu síður en hinir, sem skemtu og andlega fæðu og fróðleik báru á borð fyrir gesti. Páll Hermannsson, alþingismaður og bústjóri á Eiðum, annaðist aliar veitingar með röggsemi og dugnaði. Blöðin hafa þegar sagt frá ræðumönnum, sem þarna voru og er því óþarft að geta þeirra frekar. Alls voru flutt 10 er- indi auk upplesturs, og stuttra ræðuhalda, er námskeiðinu var slitið, sem var einhver allra á- nægulegasta stundin. „Skugga- sveinn“ var leikinn fjórum sinn- um af námslýð skólans og mátti það heita þrekvirki að leggja í slíkt við þau skilyrði, sem um var að ræða. Um helmingur af nemendum skólans mun hafa tekið þátt í leiknum, og bar flestum saman um að vel hefði tekist. Leiksýningin fór fram í kjallara skólans, svo ófullnægj- Bfiin íegofiðDur (Vorkápurnar) Nýkomið stórt og fallegt úrval. W aaterpr oof kápur Gúmmíkápur Silkiolíukápur allar stærðir. Nýir litir! Ný snið! Verð frá kr. 8,00. 6ETSIR andi húsrúmi að nauðsynlegt var að sýna fjórum sinnum til þess að um 400 manns gætu sjeð leikinn. Þórarinn Þórarins- son, kennari, annaðist leiksýn- inguna og allan undirbúning og málaði sjálfur tjöldin, og fekk mikið lof fyrir. Jeg tel mig ekki mann til þess að segja frá tjöld- unum frá listarinnar 'sjónar- miði, en víst er um það að jeg horfði á þau hugfanginn og mun lengi sjá grasafjallið í hug anum. — Það er tæpast ac menn geri sjer grein fyrir því hversu skólalýður leggur á sií við þessi námskeið. Undirbún ingur allur er mikill og nemenc ur ganga úr rúmum sínum og lána alt, er þeim tilheyrir og liggja sjálfir á gólfum við þrengsli og lítinn klæðakost. — Slík kjör og lítill svefn ætti líka að gera óvönum unglingum erf- itt að leika kvöld eftir kvöld, en slíkt kom þó ekki í ljós. Mjög kurinugur maður þar í sveit, sagði mjer að þessi nám- skeið væru rómuð alment mjög mikið, og þetta síðasta ekki hvað síst. Hann sagði, að næst mætti búast við slíkri aðsókn, að ekki yrði hægt að taka á móti öllum, er koma vildu, og í þetta skifti voru gestir í raun og veru of margir. — Skólann vantar tilfinnanlega rúmgóðan samkomusal, sem verið gæti líka leikfimisalur* Þessi mót hafa vafalaust mikla þýðingu og er það neyðarbrauð að þurfa að kássa fjölmenni inn í tvær skólastofur og ganga, þar sem menn verða að standa og verða fyrir truflun og ónæði. Stór leik fimisalur og raflýsing er skól- ans brýnasta þörf. Það mun varla verða þjóðinni til falls, sem hún gerir fyrir skóla lands- ins og menningarmál, og væri óskandi að hún gæti hlúð sem allra best að þessu í komandi framtíð. Um leið og jeg að lokum þakka skólastjóranum, sjera Ja- kob Kristinssyni og frú hans, innilega fyrir hjartanlégar við- tökur, og heimilisfólki skólans öllu fyrir þá skemtun og á- nægju er það veitti okkur gest- unum á námskeiðinu, vildi jeg mælast til þess, að skólastjór- HHKX Tökum upp í dag mikið og fallegt úrval af kfólum. Ný efni. — Nýir litir. — Ný snið. inn ljeti almenningi í tje, ein- , hversstaðar á prenti, erindi það, ' er hann flutti á námskeiðinu. Pjetur Sigurðsson. Háloftsflug Rússanna. Rannsókn út af slysinu. London 20. mars. FÚ. Skýrsla um háloftsflug Rúss- anna, sem fórust fyrir nokkrum vikum, eftir að hafa sett met i háflugi, hefir verið birt, en rann- sókn hefir staðið yfir undanfar- ið á því, hvað valdið muni hafa slysinu. I skýrslunni segir, að þeir sem í loftfarinu voru hafi fórnað lífi sínu, til þess að geta komist hærra en aðrir. — Þeir vörpuðu út nokkru af kjölfestu sinni, er þeir voru komnir í 12 mílna hæð, til þess að geta kom- ist enn hærra, og það olli því, að belgurinn komst út úr jafnvægi á leiðinni niður aftur, rifnaði og frrst, en ráðagerðir þær, sem flugmennirnir höfðu um það að bjarga sjer með fallhlífum mis- tókust, og fórust þeir allir þrír. Rðelns 10,50 Ýmsír aðrír ódýrír kvcnskór ný*,omnir. Munið Þjófnaðartryggingarnar. Upplýsingar á V átr yggingarskrif stof u Sígftísar Sighvatssonar Lækjargötu 2. Sími 3171. Silfurrefir 1 seljast nú til afhendingar í haust. Verðlaunuð og óverðlaunuð dýr. Borgun við móttöku dýranna. Erik Holden, handelsbest., Övre Árdal i Sogn, Norge. #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.